Morgunblaðið - 05.11.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 4. nóvember
einhverju fyrir okkur íslendinga? Eru einhver al-
menn pólitísk rök fyrir því, að við eigum að sækja
um aðild að Evrópusambandinu á almennum póli-
tískum forsendum, hvað sem líður sérstökum
hagsmunum okkar varðandi sjávarútveginn og
jafnvel evrusvæðið? Það er kannski tímabært að
ræða þennan þátt málsins líka, ekki síður en þær
hliðar, sem snúa að sjávarútveginum og evru-
svæðinu.
Pólitísk
framtíðarsýn
okkar
Á fundi, sem haldinn
var í Zúrich í Sviss fyrir
rúmri viku á vegum Int-
ernational Press Instit-
ute, sem eru alþjóðleg
samtök forystumanna
fjölmiðla varpaði norskur ritstjóri fram þeirri
spumingu, hver gætu yfirleitt verið rökin fyrir
því, að Norðmenn ættu samleið með Evrópusam-
bandinu, sem aðilar að því.
Jean Luc Dehaene, sem var forsætisráðherra
Belgíu á árunum 1992 -1995 og 1995 -1999 gaf at-
hyglisvert svar við þeirri spumingu. Hann kvaðst
vera þeirrar skoðunar að Danir og Svíar hefðu
gerzt aðilar að Evrópusambandinu vegna við-
skiptalegra hagsmuna þessara þjóða. Finnar
hefðu gerzt aðilar af allt öðmm ástæðum. Þeir
hefðu sótt um aðild af pólitískum ástæðum og
vegna öryggis lands og þjóðar. Væntanlega hefur
enginn gleymt hinni sérstöku stöðu Finna gagn-
vart Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins, þeg-
ar hugtakið „finnlandisering" varð til.
Dehaene sagði að út af fyrir sig gæti komið til
þess að evran yrði ný ástæða fyrir Norðmenn til
þess að sækja um aðild en þó væri þetta fyrst og
fremst að sínu mati spurning um hver pólitísk
framtíðarsýn Norðmanna væri. Ef þeir hefðu
ekki pólitíska framtíðarsýn, sem að einhverju
marki tengdist samstarfi Evrópuríkja væri engin
ástæða fyi-ir þá til þess að leita enn á ný eftir aðild
að ESB. Hann benti á, að ef af pólitískri samein-
ingu Evrópu yrði mundi vakna sú spurning hvar
Noregur vildi vera. Þá mætti líka velta því fyrir
sér í ljósi aðildar Norðmanna að Atlantshafs-
bandalaginu hvar Norðmenn vildu vera ef varn-
arsamstarf Evrópuþjóða þróaðist á þann veg,
sem að væri stefnt.
Getur þetta svar Dehaene ekki að einhverju
leyti líka átt við um ísland með svolítið breyttum
formerkjum?
Við höfum ekki sótt um aðild að Evrópusam-
bandinu m.a. og ekki sízt vegna hagsmuna undir-
stöðuatvinnugreinar okkar. EES-samningurinn
gerir það að verkum, að það eru engar knýjandi
viðskiptalegar ástæður til þess að sækja um aðild.
Sú staðreynd, að Danir, Svíai- og Bretar eru utan
evrusvæðisins styrkir þá afstöðu.
En hver er hin póhtíska framtíðarsýn okkar
gagnvart Evrópu? Eru knýjandi pólitísk rök fyrir
því í Ijósi hinnar miklu gerjunar í Evrópuumræð-
um, að við svörum þeirri spurningu hvar við vilj-
um vera á annan veg en við höfum gert?
Hugmynd þeirra, sem lögðu grunninn að
Evrópusambandinu var sú, að tengja hagsmuni
Evrópuþjóða saman með þeim hætti, að þær
mundu aldrei aftur ganga á hólm hver við aðra á
sama hátt og þær hafa gert tvisvar sinnum á öld-
inni, sem er að líða. Evrópusambandið verður til
vegna þessara hagsmuna þjóðanna á meginlandi
Evrópu. Þótt Bretar hafi gerzt aðilar að þessu
samstarfi hafa þeir í raun og veru aldrei getað
svarað þeirri spumingu hvar þeir vilji vera,
kannski fyrst og fremst vegna þess, að þeir hafa
átt svo margra annarra hagsmuna að gæta.
Sennilega munu Bretar aldrei geta gert upp við
sig hvert svarið við spumingunni á að vera.
Markviss sókn til nánara pólitísks samstarfs
Evrópuríkja byggist fyrst og fremst á hagsmun-
um þjóðanna, sem búa á meginlandinu. Núver-
andi aðildarríki Evrópusambandsins gera sér
grein fyrir, að þau geta ekki lokað augunum fyrir
tilvist þjóðanna, sem búa við landamæri Evrópu-
sambandsins. Svo lengi, sem augljós efnamunur
er á milli þessara þjóða mun þrýstingurinn á að
komast inn fyrir múra ESB halda áfram og auk-
ast. Þess vegna er í senn óhjákvæmilegt fyrir
ESB-þjóðirnar að hleypa fleiri þjóðum inn fyrir
sínar dyr og þá með skipulegum hætti og jafn-
framt eftirsóknarvert að stækka hinn sameigin-
lega markað öllum þjóðunum til hagsbóta.
Evrópuþróunin er því rekin áfram af hagsmunum
meginlandsþjóðanna, sem hafa út af fyrir sig lítið
með að gera hagsmuni okkar íslendinga að öðru
leyti en því, að það er okkar hagur að til verði
sterkur sameiginlegur markaður í Evrópu, sem
við höfum greiðan aðgang að.
Atlantshafsbandalagið hefur smátt og smátt
verið að þróast í eins konai- öryggisbandalag allra
Evrópuríkja en þá má spyrja, hvers vegna
Evrópuþjóðunum er svo mjög í mun að koma upp
sjálfstæðu varnarsamstarfi sín í milli. Ein ástæð-
an og kannski höfuðástæðan er sú, að þeim finnst
auðmýkjandi að geta ekki leyst á eigin vegum
vandamál, sem upp koma í útjaðri þeirra eins og á
Balkanskaganum undanfarin ár. Það reyndist
ekki hægt að stilla til friðar þar nema með þátt-
töku Bandaríkjamanna. M.ö.o. Evrópuþjóðirnar
eru að reyna að koma upp nægilega öflugu lög-
regluliði til þess að fást við óróaseggi annað hvort
innan eigin landamæra eða við þau.
Það er sama hvernig á málið er litið; það eru
pólitískir hagsmunir meginlandsþjóðanna, sem
eru meginforsenda hinnar pólitísku sameiningar
Evrópu, sem að er stefnt. Þeir hagsmunir eru
raunverulegir og það er gaman að sjá hvernig há-
leitar hugsjónir manna, sem upplifðu tvær styi-j-
aldir í Evrópu á öldinni eiu að verða að veruleika.
Evrópuþjóðirnai- hafa risið með glæsibrag upp úr
rústum heimsstyrjaldanna tveggja og hafa mikla
möguleika á að byggja upp öflug bandaríki
Evrópu með mörg hundruð milljóna manna
markaði, þar sem menn lifa í sátt og samlyndi.
En þessar pólitísku forsendur fyrir þeirri
miklu gerjun, sem nú er í Evrópu hafa lítið með
hagsmuni okkar íslendinga að gera.
Hverjir eru pólitískir hagsmunir okkar íslend-
inga? Augljóslega þeir að tryggja stjómmálalega
hagsmuni okkar, viðskiptahagsmuni, öryggis-
hagsmuni og menningarlegar forsendur fyrir til-
vist okkar sem sjálfstæðrar þjóðar út frá þeirri
landfræðilegu stöðu, sem við erum í.
Við vorum jaðaraðili að stríðsátökunum í
Evrópu. Við þurfum ekki að gera upp sakir við
nágranna okkar og treysta samstarf við þá á nýj-
um forsendum. Oryggishagsmunir okkar eru
tryggðir með þeim hætti, að það er ekkert sem
knýr á um að við gerumst með einhverjum hætti
aðilar að öflugum lögreglusveitum, sem eiga að
stilla til friðar í jaðarríkjum Evrópu, þótt við vilj-
um taka þátt í margvíslegu hjálparstarfi þar og
annars staðar af mannúðarástæðum.
Þau viðfangsefni, sem ríkin á meginlandi
Evrópu þurfa að fást við og eiga sér í sumum til-
vikum rætur mai’gar aldir aftur í tímann snei’ta
hagsmuni okkar ekki á nokkurn hátt.
Þegar afstaða okkar til Evrópu er skoðuð ofan í
kjölinn út frá þessum pólitísku forsendum er aug-
ljóst, að þær meginstoðir, sem utanríkisstefna
okkar hefur byggzt á í hálfa öld standast og vel
það. Það er sama hvort litið er á málið út frá
þröngu sjónarhorni sjávarútvegs og fiskveiðilög-
sögu eða í ljósi hins sameiginlega gjaldmiðils eða
út frá almennum pólitískum sjónarmiðum: rökin
fyrir því að sækja um aðild að Evrópusamband-
inu eru einfaldlega ekki fyrir hendi. Hagsmunir
okkar eru tryggðir, hvort sem litið er til við-
skiptahagsmuna, öryggishagsmuna eða póli-
tískra hagsmuna. Auðvitað eru þeir ekki tryggðir
um aldur og ævi. Og það getur vel komið til þess,
að við þurfum að taka upp nýjar samningaviðræð-
ur við Evrópusambandið á næstu árum vegna við-
skiptalegrar stöðu okkar gagnvart því. Það er
hins vegar engin sérstök ástæða til að ætla, að við
getum ekki tryggt þá hagsmuni á ný með nýjum
samningum. Við eigum góða vini innan ESB.
Bæði Norðurlandaþjóðimar, gamlar viðskipta-
þjóðir eins og Breta, sem deila með okkur að
hluta til þeirri sýn, sem hér hefur verið fjallað um,
en ekki sízt Þjóðverja. Tengsl okkar við Þýzka-
land og þýzka ráðamenn hafa eflzt mjög á nokkr-
um undanförnum árum. Með því að byggja upp
jafn sterkt samband við Þýzkaland, öflugasta rík-
ið innan Evrópusambandsins og við höfum byggt
upp við Bandaríkin eiga hagsmunir okkai’ gagn-
vart Evrópusambandinu að vera vel tryggðir.
Það er stunduð talað um að ekki séu nægilegar
umræður um Evi'ópumál hér á Islandi. Astæðan
er einfaldlega sú, sem hér hefur verið rakin. Það
er sama frá hvaða sjónarhorni málið er skoðað.
Það eru engir knýjandi hagsmunir okkar Islend-
inga að gerast aðilar að Evrópusambandinu og
þess vegna eru þessar umræður ekki meiri en
raun bervitni.
„Hér hafa verið
færð rök að því,
að frá sjónarhóli
okkar Islendinga
sé aðild að
Evrópusamband-
inu óhugsandi,
þegar horft er til
málefna sjávar-
útvegsins og
fiskveiðilög-
sögunnar. Enn-
fremur að vanga-
veltur um
nauðsyn aðildar
vegna áhrifa evr-
unnar séu ótúna-
bærar með öllu
og líkur á því, að
þær komist á dag-
skrá á næstu ár-
um mjög litlar.
En hvernig horfir
afstaða okkar til
samstarfs
Evrópuríkja við,
ef við metum það
út frá pólitískum
hagsmunum okk-
ar Islendinga?“