Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
______________________ _____________________________SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 35^
HUGVEKJA MINNINGAR
Frá tíund til
tæknmldar
Aldrei í sögu þjóðarinnar hafa jafn
margir haft það jafn gott. Stefán
Friðbjarnarson segir að þess vegna sé
þjóðin betur í stakk búin til a^ð bæta
stöðu þeirra er ver standa að vígi.
Löggjöf um fá-
tækraframfærslu
tók litlum breyting-
um frá gildistöku
Jónsbókai- (lagasafn
frá um 1280) fram til
ársins 1834, er ný fá-
tækralög komu til
sögunnar. Ákvæði
Jónsbókar, sem lutu
að fátækrahjálp,
rekja rætur til tíund-
arlaga Gizurar bisk-
ups Isleifssonar frá
árinu 1096. Aðstoð af
þessu tagi kom þó
fyrr til sögunnar.
Sterkar líkur standa
til þess að starfsemi
hreppanna, sem
kunna að vera eldri
en íslenzka ríkið
(930), hafí einkum
snúiztumfram-
færslumál. Reyndar
einnig um trygging-
ar, því ef bær brann eða búsmah
féll, bættu allir. Eldri ákvæði um
tryggingar eru vandfundin meðal
germanskra þjóða.
Samherjar biskupsins við setn-
ingu tíundarlaga vóru Sæmundur
fróði Sigfússon í Odda, Markús
lögsögumaður Skeggjason o.fl.
Tíund var eignaskattur, goldinn í
tvennu lagi, vor og haust. Fjórð-
ungur hennar rann til fátækra.
Fátækratíund var helzti tekju-
stofn hreppanna til framfærslu
fram yfír 1800. Það er söguleg
staðreynd, sem talar sínu máli, að
kirkjan átti frumkvæði og stærst-
an hlut að lögskyldri aðstoð við
fátæka í landinu.
Framfærsla hreppanna kom
þó ekki til fyrr en framfærslu-
skyldu fjölskyldu og ættmenna
þraut. Gísli Agúst Gunnlaugsson
sagnfræðingur segir í bókinni
Saga og samfélag (Sagnfræði-
stofnun Háskóla íslands 1997):
„Framfærsluskylda ættmenna
var mjög víðtæk samkvæmt
ákvæðum Jónsbókar. Sem dæmi
um þetta má nefna að hjónum bar
að framfæra hvort annað. Þau
áttu að sjá fyrir foreldrum sínum
og bömum, systkinum og ná-
komnum ættingjum. Uppruna-
lega náði „frændaframfærsla“ til
allfjarskyldra ættingja, en með
fátækrareglugerð 1834 var hún
nokkuð takmörkuð (við gagn-
kvæma framfærsluskyldu þre-
menninga)."
Höfundur þessa pistils hefur
hvorki blaðrými né þekkingu til
að rekja sögu stuðnings við þurf-
andi á Islandi út í hörgul, en hún
hefur breytzt mikið á 20. öldinni,
með tilkomu almannatrygginga
og félagslegrar aðstoðar sveitar-
félaga. Hann taldi hins vegar
ástæðu til að minna á mikilvægan
þátt kirkjunnar við gerð tíundar-
laga, sem mörkuðu að hluta til
upphaf lögbundinnar aðstoðar við
þurfandi fólk. Miklu veldur sá er
upphafinu veldur. Ábyrgðin á
hag náungans kemur glögglega
fram í fomum samfélagsreglum
um framfærslu. Framkvæmd
þessara reglna var hins vegar oft
ábótavant í tímans rás.
Félagsleg aðstoð ríkis og sveit-
arfélaga annó 2000 er sem fyrr-
um kostuð af „tíund", sem sótt er
í eigur og tekjur skattgreiðenda.
Öllum er Ijóst að einhvers konar
„tíundartaka" er óhjákvæmileg
til að borga brúsa almannatrygg-
inga, félagslegrar aðstoðar, heil-
brigðiskerfis, menntunar þjóðar-
innar o.sv.fv. Að skorast undan
„tíundargreiðslu“ af þessu tagi er
hvort tveggja: lágkúra og lög-
brot. En að því þarf vel að hyggja
að forsenda þess að skatttekjur
geti risið kostnaðarlega undir
þessum velferðarþáttum er að
byggja upp og varðveita hag-
kerfi, þjóðfélagsgerð, sem skilar
nægjanlegum arði eða verðmæt-
um, nógu gildum skattstofnum,
til að rísa kostnaðarlega undir
velferðinni. Það hefur okkur tek-
izt að flestu leyti, þótt enn megi
auka verðmætasköpun þjóðar-
búsins.
Þegar fyrsta manntalið var
tekið á Islandi, árið 1703, vóru ís-
lendingar rúmlega fimmtíu þús-
und. Samkvæmt niðurstöðum
þess vóru „niðursetningar“ 6.789
talsins eða 15,5% þjóðarinnar.
Þessi tala var mjög breytileg í
tímans rás, eftir árferði til sjávar
og sveita. Náttúruhamfarir og
pestir (stóra bóla, svarti dauði)
léku og þjóðina illa. Fjöldaflótti
til Ameríku á síðustu áratugum
19. aldar var neyðarráð fólks sem
bjó við lítt bærar aðstæður.
Sitt hvað má betur fara í ís-
lenzku samfélagi nú við árþús-
undaskipti. Við getum þó sagt
með sanni, að aldrei hafi jafn
margir haft það jafn gott. En mitt
í velferðinni eru til minnihluta-
hópar, sem aðstæður hafa helt úr
hagsældarlestinni. Það er skylda
samfélagsins að rétta hlut þeirra.
Nú eins og ævinlega halda að-
stæður einstaklingum frá tekju-
öflun: bernska, elli, fötlun, sjúk-
dómar og fleiri gildar ástæður.
Þessu fólki þarf að búa viðunandi
afkomu. Breytt aldurskipting
þjóðarinnar (lengri meðalævi)
veldur og ört hækkandi hlutfalli
aldraðs fólks. Það kallar óhjá-
kvæmilega á vaxandi heilbrigðis-
og öldrunarþjónustu. Þjóðfélagið
þarf að mæta þessari þörf. En
fyrst og síðast þurfum við öll, ung
og aldin, að rækta með okkur þau
kristnu viðhorf, sem að baki
bjuggu tíundinni 1096, sem
kennd er við Gizur biskup. Von-
andi hefur þjóðin þróast og
þroskast nokkuð í mannúðar- og
réttlætisátt á þessum tíma.
+ Berglmd Eiríks-
dóttir fæddist 24.
september 1977. Hún
lést á heimili sínu,
Borgarholtsbraut 38
í Kópavogi, hinn 25.
október. Útför Berg-
lindar fór fram frá
Kópavogskirkju 3.
nóvember síðastlið-
inn
Það er ævinlega
þungur harmur því
fylgjandi að missa
sína nánustu. Harm-
urinn er því þeim
mun þyngri þegar ungt fólk deyr
rétt þegar lífið er að byrja og svo
er mikið eftir ógert. Engin orð fá
því lýst hvernig fólki er innan-
brjósts við þá lífsreynslu að verða
þess áskynja að nútímavísindi og
þekking fá engu ráðið. Þá er nauð-
synlegt að geta leitað huggunar í
trú sinni. Það er bæn okkar að
nánustu aðstandendum Berglindar
Eiríksdóttur, sem lést 25. október
sl., takist að leita slíkrar huggunar
nú þegar syrt hefur í lofti.
Berglind hlaut í vöggugjöf mikla
eðliskosti sem hún nýtti vel allt til
hinsta dags. Þar verða efst í huga
miklir aðlögunarhæfileikar, kjark-
ur og dugnaður, auk þess sem
henni lét einkar vel að vera í for-
ystusveit hvar sem hún var. Hún
var ákaflega blíð, skapgóð og
kunni þá kúnst að láta lítið fyrir
sér fara um leið og hún hafði lagni
til þess að stjórna þvi sem þurfti.
Hún var ekki há í loftinu þegar
hún tók að sér á sinn eðlilega og
yfirvegaða hátt að stýra mann-
skapnum þegar fjölskylda og vinir
söfnuðust saman. Þar fengu allir
hlutverk við sitt hæfi og sá Bergl-
ind til þess að enginn var skilinn
útundan. Leikrit voru sett á svið,
farið var í leiki og ungir sem aldn-
ir höfðu af því gaman að vera virk-
ir þátttakendur en aðrir fengu not-
ið úr áhorfendastúkum hvort sem
það var í stofum fjölskyldunnar á
jólum og í afmælum eða í ferðalög-
um á fjöllum.
Berglind var ákafleg virk og
áræðin og leysti viðfangsefni sín
fljótt og vel. Hún tók strax sem
barn virkan þátt í öllu félags- og
tómstundalífi. Hún æfði íþróttir,
sund, tónlist og söng í kór og gerði
hvað eina sem til góðs
horfði. Hún tók
snemma til hendinni á
vinnumarkaði og hafði
þótt ung væri mikla
starfsreynslu á mis-
munandi sviðum.
Henni lét best að hafa
mörg járn í eldinum.
Hún gekk hefðbundna
menntabraut og tók
stúdentspróf vorið
1997. Það kom
kannski ekki á óvart
þegar hún ákvað að
hefja nám í leikskóla-
skor við Kennarahá-
skóla Islands haustið 1998. Þá
þegar hafði hún með öllu sínu at-
ferli sýnt og sannað að hæfileikar
henni myndu nýtast í framtíðinni í
starfi sem uppalandi, sem hinn
mildi, hugsunarsami og öruggi for-
ingi sem allir gátu treyst. Með að-
dáunarverðri þrautseigju tókst
henni að ljúka síðasta vetri þrátt
fyrir erfiðar lækningameðferðir
sem hverjar ráku aðrar. Sýndi það
best að Berglindi var ekki fisjað
saman.
Sagt er að enginn fái ráðið sín-
um næturstað og það hefur sann-
ast nú þegar Berglind varð að lúta
í lægra haldi fyrir ólæknandi sjúk-
dómi. Þegar sýnt var að hverju
stefndi gaf hún skýr fyrirmæli um
að halda skyldi öllu sem eðlileg-
ustu. í eitt skiptið gerði hún at-
hugasemd við aðstandendur um,
þegar áhyggjur og kvíði settu ekki
óeðlilegt mark á svip þeirra, hve
þreytulegir þeir væru.
Aðdáunarverður var dugnaður
hennar og æðruleysi síðustu vik-
urnar. Okkur sem eftir sitjum er
hollt að líta til þessa mikla kjarks
og staðfestu Berglindar við að tak-
ast á við hlutskipti sitt.
Nú ertu leidd, mín Ijúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stóL
(Hallgr. Pét)
Megi allar góðar minningar
tengdar Berglindi verða eftirlif-
andi ástvinum huggun í sorginni.
Fjölskyldan, Álftamýri 15.
Kæra Berglind okkar.
Vinum þínum í Gesthúsi Dúnu
langar til að þakka þér fyrir
ánægjulega samveru og samstarf á
undanförnum 5 árum. Við miníf-
umst þess þegar þú komst 16 ára
gömul ásamt Asdísi, móður þinni, í
gesthúsið að sækja um vinnu. Þú
varst fremur feimin en treystir
þér alveg til að vinna öll verkin,
sem voru talin upp. Þú stóðst þig
frábærlega og gátum við fljótlega
treyst þér fyrir fyrirtækinu eins
og það lagði sig. Ánægjulegast var
þegar þú komst til okkar eftir að
þú byrjaðir nám í Kennaraháskóla
Islands og sóttist eftir vinnu áfram
með skólanum. Þú sagðir einlæg:
„Það er svo gott að vinna hjá ykk-
ur.“ Þessum orðum þínum munum
við aldrei gleyma.
Berglind mín, það var gott að
njóta starfskrafta þinna og gaman
var að ræða framtíðaráform þín á
góðum stundum. Við trúum því að
þú fáir að Ijúka þeim á öðrum stað,
þar sem þrautir þínar eru minni.
Kæra fjölskylda, Ásdís, Eiríkur,
Bryndís, Ingþór og Tómas, við
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð og biðjum guð að blessa
ykkur.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Margrét og Torfi.
Elsku Berglind mín.
Eg sit hér heima og minning-
arnar hellast yfir mig. Minningar
um þig og okkur og allt sem á mjili
okkar var. Ég á að vera sorg-
mæddur þegar ég velti mér upp úr
öllu sem gerst hefur en ég get það
ekki vegna þess að þegar ég sé þig
fyrir mér þá ertu alltaf brosandi
og hlæjandi og þó svo þú sért farin
þá hefurðu enn svo smitandi hlátur
að ég er sjálfur farinn að brosa.
Þannig mun ég minnast þín alltaf
með bros á vör og ég er svo þakk-
látur fyrir þessi fimm ár sem okk-
ur voru gefin.
Ég sakna þín óendanlega mikið.
í hvert sinn sem hjarta mitt slær
kallar það á þig. Ég elska þig
Berglind og mun ávallt gera!
ÞinnTómas (Tommi.)
BERGLIND
EIRÍKSDÓTTIR
ELIN G.
JÓHANNESDÓTTIR
+ Elín G. Jóhann-
esdóttir fæddist
á Sauðárkróki 6.
nóvember 1916. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur mánu-
daginn 10. janúar
síðastliðinn. títför
Elínar var gerð frá
Neskirkju 18. janúar
siðastliðinn.
Síðbúin kveðja
Tíminn er fljótur að
líða. Eitt ár liðið frá
því að ég gladdist með Ellu og fjöl-
skyldu hennar, 6. nóv. 1999.
Elín G. Jóhannesdóttir (Ella) var
mikil og góð vinkona mín og það
kom stórt skarð í minn vinahóp við
fráfall hennar.
Er ég hugsa til baka, til þess
tíma er móðir Ellu, Ólína Ben., eins
og við kölluðum hana á Króknum,
og móðir min, Ólína Bjömsdóttir í
Gamla bakaríinu, unnu saman við
veitingarekstur í Bifröst, samkomu-
húsinu á Sauðárkróki,
ásamt Helgu Jóhann-
esar, koma fram í
huga mér minningar
um þijár góðar vin-
konur, sem áttu það
sameiginlegt að hafa
allar orðið ekkjur ung-
ar, með mörg böm
hver.
Ég kom oft í heim-
sókn í Erlendarhús, en
svo var æskuheimili
Ellu nefnt. Þar kynnt-
ist ég henni og systk-
inum hennar, sem öll
urðu góðir vinir mínir.
Ella hvarf af Króknum, hún fór
til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hér
syðra kynntist hún Guðmundi Mar-
inó Ingjaldssyni, sem seinna varð
eiginmaður hennar. Ég man eftir
þeim sem fallegum ástfóngnum
hjónum öll þau ár, sem þau áttu
saman, en Mari dó 11. 2. 1979.
Heimili þeirra á Sólvallagötunni var
alveg sérstakt. Þar ríkti friður og
ró og snyrtimennska yfir öllu. Mik-
ið var þar af fallegum hlutum, sem
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Mari hafði keypt á Englandi, en
þangað sigldi skip hans á stríðsár-
unum. Seinna hætti hann til sjós og
gerðist verkstjóri á Hrafnistu. Þá
var Ella mín glöð, þegar hún fékk
eiginmann sinn í land og hann varð
þátttakandi j daglegu lífi hennar og
bamanna. Ég gisti stundum hjá
þeim hjónum á ferðum mínum til
Reykjavíkur og fann hve ég var vel-
komin. Ella var mér sem eldri syst-
ir alla tíð. Á heimilinu var Ólína,
móðir Ellu, og átti þar góða daga,
til æviloka.
Já, heimili þeirra Mara og Ellu
var svo gott og bar af öllu sem ég
hafði kynnst og vinátta þeirra hjóna
og bama þeirra var mér mikils.
virði.
Hinn 6. nóv. síðastliðinn átti ég
ánægjulega samverustund með Ellu
og fjölskyldunni á heimili elstu
dóttur hennar og tengdasonar í til-
efni afmælis hennar. Þetta var fal-
legur hópur. Ella og Mari eignuð-
ust hóp afkomenda og mundi hún
nöfn þeirra allra og hvað þau störf-
uðu.
Að lokum vil ég endurtaka orð
tengdasonar hennar sem hann
skrifaði í minningargrein um Ellu
hinn 18. janúar 2000. Þar stendur:
Þessi trausta skagfirska kona, ráð-
vönd og háttvís. Þessi einlæga kona
gerði sér far um að lifa í samræmi
við trú sína.
Það er ekki hægt að lýsa vinkonu
minni Ellu betur en tengdasonur
hennar gerir.
Ég kveð Ellu með virðingu og
þökk.
Gígja Snæbjamar.