Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 36
16 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
systir,
UNNUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Bolungarvík,
Hagamel 31,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Vífilsstöðum mánudag-
inn 30. október, verður jarðsungin frá Neskirkju
þriðjudaginn 7. nóvember kl. 10.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en bent er á Astmafélagið, sími 552 2153
og Landssamtök hjartasjúklinga, sími 552 5744.
Sifjurður Viggó Kristjánsson, Svanhildur Svavarsdóttir,
Kristján Sigurðsson, Inga Valsdóttir,
Svandís Unnur Sigurðardóttir
og systkini.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ELÍN J. CHRISTENSEN,
Móaflöt 8,
Garðabæ,
lést á Landspítala Vífilsstöðum þriðjudaginn
24. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og til starfs-
fólks lungnadeildar Landspítala Vífilsstöðum.
Halldór Christensen,
Jón Jóhannes Christensen,
Þorsteinn Christensen,
Rannveig H. Christensen,
Guðlaug Margrét Christensen,
Lárus Christensen,
Halldór Magnús Christensen,
Sigríður Guðlaug Christensen,
Freyja Kjartansdóttir,
Víglundur Rúnar Jónsson,
Óskar Arnar Hilmarsson,
Shabana Zaman,
Guðríður Anna Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS JÓNSSONAR,
Grettisgötu 12,
Reykjavík.
Hrafnhildur Stella Eyjólfsdóttir,
Guðmundína Margrét Sigurðardóttir,
Eyjólfur Júlíus Sigurðsson, Margrét Hjálmarsdóttir,
Sigurrós Halldórsdóttir, Helgi Eyvinds,
Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Hjördís Rósa Halldórsdóttir, Jón Atli Brynjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför okkar ástkæru,
BORGHILDAR ÞORLEIFSDÓTTUR,
Bláskógum 11,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra-
húss Suðurlands.
Steinar Logi Hilmarsson, Elsa Busk,
barnabörn
og systkini hinnar látnu.
+
Ástkær móðir okkar,
INGUNN EINARSDÓTTIR
frá Drangsnesi,
lést á heimili sínu, Fellsási 7, Mosfellsbæ,
föstudaginn 3. nóveber síðastliðinn.
Kolbrún Guðjónsdóttir,
Daði Guðjónsson,
Erna Guðjónsdóttir,
Jóhann Guðjónsson,
Guðrtður Guðjónsdóttir,
Þórey Guðmundsdóttir,
Bendt Pedersen,
Kristín Gunnarsdóttir,
Ingimundur Hilmarsson,
Rakel Gunnarsdóttir,
Skarphéðinn Jónsson,
Jón Erlingsson.
BJARNHEIÐUR
GISS URARDÓTTIR
+ Bjarnheiður
Gissurardóttir
fæddist í Byggðar-
horni í Flóa 29. nóv-
ember 1913. Hún Iést
24. október sl. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg Sigurðar-
dóttir frá Langholti í
Hraungerðishreppi
og Gissur Gunnars-
son frá Byggðar-
horni.
Gissur og Ingi-
björg eignuðust 16
börn sem öll náðu
fullorðinsaldri og
urðu 14 þeirra langlíf. Eftirlifandi
systkini Bjarnheiðar eru Þómý
og Geir en látin eru: Margrét
Ingibjörg, Gunnar, Sigurður, Jón,
Óskar, Margrét, Sigurður Ágúst,
Vigdís, Stefanía, Helga, Ólafur,
Kjartan og Sigurður Kristján.
Bjarnheiður ólst upp í Byggð-
arhorni. Sem ung stúlka fluttist
hún til Reykjavíkur og lærði
klæðskerasaum hjá Andrési.
Starfaði hún við fatasaum mestan
hluta ævi sinnar. Bjarnheiður
giftist eftirlifandi eiginmanni sín-
um Gísla Ólafssyni, fyrrv. fulltrúa
hjá Tollsfjóraembættinu í Reykja-
vík. Bjuggu þau fyrst í Hafnar-
firði en byggðu hús í
Garðabæ árið 1954
og bjuggu þar alla
tíð síðan.
Þau eignuðust
tvær dætur: 1) Sig-
rún, f. 1944, skóla-
stjóri Flataskóla í
Garðabæ. Hún er
gift dr. Guðjóni
Magnússyni, lækni
og rektor Norræna
heilbrigðisháskólans
í Gautaborg. Synir
þeirra eru: Arnar
Þór, f. 1970, læknir.
Sambýliskona Ás-
laug Arnadóttir lögfræðingur;
tvíburamir f. 1972, Halldór Fann-
ar, eðlisfræðingur, og Heiðar
Már, hagfræðingur, kvæntur Sig-
ríði Sól Björnsdóttur, viðskipta-
fræðingi, og eiga þau soninn
Orra, f. 2000.
2) Hjördís f. 1948, meinatæknir.
Hún er gift Gylfa Garðarssyni,
lyfsala, og reka þau saman Akra-
nes Apótek. Þeirra börn eru
Magnús Öm, f. 1974, kerfisfræð-
ingur, og Valgerður, f. 1977, líf-
fræðinemi.
Útför Bjarnheiðar fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ mánu-
daginn 6. nóvember kl. 15.
Bjarnheiður Gissurardóttir er lát-
in, tæplega 87 ára að aldri.
Þrátt fyrir tiltölulega háan aldur
voru þeir nánustu ekki viðbúnir þeg-
ar kallið kom og þrátt fyrir að vera
langþjáð af ýmsum langvinnum
sjúkdómum var Bjarnheiður lífsglöð
og jákvæð fram undir það síðasta.
Hún var að eðlisfari ákaílega félags-
lynd, sóttist eftir og naut samveru
við annað fólk, glaðlynd, áhugasöm
um menn og málefni og jafnan hrók-
ur alls fagnaðar. Það að ástvinir voru
óviðbúnir þegar hún kvaddi undir-
strikar það mikilvæga hlutverk sem
hún gegndi í lífi þeirra. Jafnframt er
það merki um þá miklu virðingu og
ástúð sem hún hafði áunnið sér.
Bjarnheiður var ættuð frá Byggð-
arhomi í Flóa, ein 16 systkina, sjö
systur og níu bræður. Syskinin eiga
margt sammerkt, m.a. eru þau lífs-
glatt og gott söngfólk. Annað vel-
þekkt einkenni er sérkennilegur hár,
gjallandi og smitandi hlátur sem ein-
kennir Byggðarhornsfólkið og af-
komendur þeirra. Af systkinum
Bjarnheiðar eru nú einungis tvö á
lífi, Þórný, sem er eldri og Geir, sem
er yngri.
Bjamheiður fór ung suður til höf-
uðborgarinnar. Var í fyrstu í vist á
heldri manna heimili en fór síðan að
starfa á saumastofu hjá Andrési sem
var ein sú stærsta á sínu sviði á þeim
tíma. Lærði hún klæðskerasaum
sem átti eftir að verða stór þáttur í
hennar starfi í marga áratugi. Var
Bjamheiður vinsæl fyrir vandaðan
saumskap sem hún stundaði mest
heima. Fylgdist hún með því nýjasta
í tískuheiminum með því að kaupa
tískublöð og útfæra á sinn hátt í nýj-
um fatnaði sem hún sérsaumaði fyrir
sína viðskiptavini. Hef ég heyrt að
vel hafi verið af hennar handverki
látið.
Snemma eftir að hún fluttist til
höfuðborgarinnar kynntist Bjarn-
heiður mannsefninu, Gísla Ólafssyni,
sem þá var tiltölulega nýútskrifaður
úr Verzlunarskóla Islands. Gísli var
úr Hafnarfirðinum. Fluttust þau
þangað og byggðu við hús það sem
foreldrar Gísla áttu. Þeim fæddust
tvær dætur, Sigrún, skólastjóri í
Garðabæ, eiginmaður Guðjón Magn-
ússon læknir, og Hjördís, meina-
tæknir og verslunarstjóri í Akranes
apóteki, eiginmaður Gylfi Garðars-
son lyfsali.
Bjarnheiður hafði snemma mikinn
metnað fyrir hönd dætranna. Hún
hafði góðan skilning á gildi menntun-
ar. Var ekkert til sparað til að gera
kost þeirra sem bestan, bæði í skóla-
göngu og öðru námi.
Tónlistar- og ballettnám auk
tungumálanáms dætranna erlendis
var fyrst og fremst hennar afrek
með aukavinnu og atorku. Árið 1954
fengu þau Bjarnheiður og Gísli út-
hlutað ræktunarlandi í þeim hluta
Garðabæjar sem nú heitir Ásar.
Byggðu þau þar hús sem fékk heitið
Hátún. Síðar lét Gísli af hendi lóðii-
úr landinu og fengu þau þá góða
nágranna, fyrst Hadda og Heiðu
sem voru vinir frá fomu fari og síðar
Bjarna og Díu. Góður kunningsskap-
ur og vinátta hefur einkennt sam-
skipti grannanna í Ásunum og gerði
Bjarnheiður sér ávallt far um að
rækta þá vináttu.
Enn síðar, 1981, byggðum við
Sigrún svo hús við hliðina á þeim
Bjarnheiði og Gísla. Hefur af skiljan-
legum ástæðum verið mikill sam-
gangur milli okkar og þeirra. Ekki
síst nutu synir okkar, Arnar, Halldór
og Heiðar, góðs af sem þykir afar
vænt um ömmu sína sem gaf þeim
svo mikið. Með sama hætti var
Bjarnheiður mikilvæg Magnúsi og
Valgerði, börnum Hjördísar og
Gylfa.
Heimsótti Bjarnheiður dætur sín-
ar og fjölskyldur þeirra margsinnis
er þær bjuggu erlendis og fór auk
þess með þeim í lengri ferðalög til
annarra landa og hafði gaman af.
Bjarnheiður lagði alla tíð mikla
áherslu á gildi hreyfingar fyrir vel-
líðan og góða heilsu ekki síður en
hollan mat með ríkulegu grænmeti.
Var hún þar svo sannarlega á undan
sínum tíma.
Á áttræðisaldri dreif hún sig á
sundnámskeið til að læra skriðsund!
Þegar hún var spurð af hverju hún
væri að þessu var svarið: „Þið skuluð
bara læra sjálf að synda almenni-
lega, annars lendið þið hjá mér hin-
um megin. Þar mun ég sjá um sund-
kennsluna!" Hún lærði á bíl þegar
hún var á sextugsaldri, Fór það leynt
og var með þeim hætti að hún fékk
náfrænku Gísla, Vallý, til að taka sig
í tíma „til að sjá hvort hún gæti lært
á bíl“ eins og Bjarnheiður sagði sjálf
frá. Bjamheiður var vinamörg og
vinsæl með afbrigðum. Hún tók virk-
an þátt í félagsmálum. Var jafnaðar-
manneskja af lífi og sál og lengi virk í
Alþýðuflokksfélagi Garðabæjar. Þá
tók hún virkan þátt í störfum Kven-
félags Garðabæjar sem hún hélt
mikið uppá og sótti fundi til hinsta
dags.
A seinni árum tók hún þátt í fé-
lagsstarfi aldraðra í Garðabæ, fór á
námskeið til að rifja upp brids en
hafði áður spilað félagsvist í áratugi
og kom þá oft með verðlaun heim að
loknu spilakvöldi. Ef engin voru
verðlaunin var oft viðkvæðið „þeir
voru svo lélegir karlarnir sem ég
lenti á móti sem spilafélögum“.
Keppnisskapið vantaði ekki!
Áhuginn á að prófa eitthvað nýtt elt-
ist síður en svo af henni. Fyrir rúmu
ári ók hún, þá 85 ára, snjósleða á
Langjökli.
Sundlaug Garðabæjar lék stórt
hlutverk í lífi hennar. Hún var dug-
leg að synda og fékk mikið út úr
samskiptum við aðra sundlaugar-
gesti og starfsfólk sem varð góðir
kunningjar með árunum og afar fúst
að veita henni alla þá aðstoð sem hún
þurfti. Þau Gísli fóru jafnan saman í
laugina sem varð hluti af lífsmunstr-
inu en um leið heilsugjafi. Tók
Bjarnheiður m.a. þátt í starfi Vatna-
liljanna sem er virtur sundklúbbur í
Sundlaug Garðabæjar.
Þrátt fyrir stutta skólagöngu svo
sem títt er með með þá kynslóð sem
Bjamheiður var af háði það henni
aldrei. Skóli lífsins, góður þroski og
eldheitur áhugi á öllu í samtímanum
ásamt góðu minni var hennar styrk-
ur.
Hún hafði oft ákveðnar skoðanir
og var vel heima jafnvel svo að lækn-
arnir í fjölskyldunni höfðu ekki roð
við henni þegar hún fór á flug um
sjúkdóma og meðferð og gekk því á
gamansaman hátt undir viðurnefn-
inu yfirlæknirinn!
Tengdamóðir mín, Bjarnheiður
Gissurardóttir, skilur eftir sig skarð
og er sárt saknað.
Horfinn er gleðigjafinn, væntum-
þykjan, ástúðin sem var henni svo
eðlislæg.
Hún náði að lifa að sjá fyrsta lang-
ömmubarnið, Orra, fæðast og dafna
og veit ég að það var henni mikils
virði.
Hún gladdist yfir hvað fjölskyldu
hennar, dætum og þeirra nánustu
farnaðist vel og kallaði það „mikla
Guðs gjöf “.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra
í fjölskyldunni þegar ég kveð Bjarn-
heiði hinstu kveðju, þakka henni fyr-
ir allt sem hún var okkur og bið góð-
an Guð að varðveita hana. Samúð
okkar er með Gísla sem sér á eftir
lífsförunaut sem hugsaði vel um
hann, ekki síst þegar mest á reyndi
með hans eigin heilsu.
Guðjón Magnússon.
Bjarnheiður Gissurardóttir er lát-
in í hárri elli. Það er tæpast viðeig-
andi að taka svona til orða því að
okkur fannst hún eiginlega aldrei
vera gömul - það var bara kennital-
an sem upplýsti að hún var farin að
nálgast nírætt.
Við kynntumst henni þegar við
vorum litlar stelpur og urðum skóla-
systur og vinkonur Sigrúnar dóttur
hennar. Þegar við komum heim til
Sigrúnar í þá daga var mamma
hennar heima, eins og flestar
mömmur í þann tíð, og gaf okkur að
drekka eða borða með fasi sem við
bárum óttablandna virðingu fyrir.
En hún var glaðsinna kona sem hló
bæði hátt og hvellt. Til að byrja með
var ekki laust við að þessi sérstaki
hlátur skyti sjö ára gamalli gestkom-
andi hnátu skelk í bringu.
Á ungaaldri hafði hún lært til
klæðskera og saumaði lengi heima
fyrir fólk. Á dæturnar tvær saumaði
hún dýrindis kjóla og lét sig ekki
muna um að sauma á eins og eina
vinkonu í leiðinni. Öðrum störfum,
sem hún vann sinnti hún af sama
kraftinum, og þegar okkur óx vit og
þroski gerðum við okkur grein fyrir
hverslags dugnaðarforkur þessi
kona var. Hún var félagslynd, fór á
efri árum daglega í sund og hafði
yndi af að klæða sig vel. Er skemmst
að minnast áttatíu ára afmælis henn-
ar er hún tók á móti gestum sínum,
grönn og spengileg í fagurbláum
glæsikjól með barðastóran hatt í stíl.
Maður þurfti að láta segja sér tvisv-
ar að þetta væri áttræðisafmæli.
Við vinkonumar fimm stofnuðum
óformlegan saumaklúbb fyrir hart-
nær fjörutíu árum. Hann hefur stað-
ist tímans tönn og aukið gildi sitt
með árunum. Það varð hefð að í
hvert sinn sem við hittumst hjá Sig-
rúnu kom mamma hennar að heilsa
upp á okkur. Það var alltaf gott að
hitta hana og finna lífskraftinn sem
með henni bjó. Á sinn einstaka hátt
var hún þátttakandi í sigrum okkar
og sorgum. Hún mundi tímana
tvenna, alin upp í sveit í hópi sextán
systkina og þurfti fljótt að fara að
vinna fyrir sér eins og tíðkaðist hjá
hennar kynslóð. í krafti lífsreynslu