Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 39
MINNINGAR
ég var að vinna að á síðustu stundu
og hefðu aldrei séð dagsins ljós
hefði hennar miklu elju og þraut-
seigju ekki notið við. Lengi vel
ræktaði fjölskylda Þóru grænmeti
á fyrra býli sínu og meðfram fullu
starfí, heimilishaldi og ýmissi að-
stoð við börnin sín og barnabörn
reytti Þóra arfa margar helgar
sumarsins og vann síðan á haustin
hörðum höndum við uppskeruna.
Marga mánudaga á haustin kom
hún svo á skrifstofuna með gulræt-
ur í „tonnatali“ sem hún bæði gaf
og seldi á vægu verði og ég minnist
enn ætíð Þóru þegar ég smakka
gulrætur. Auk vinnusemi og dugn-
aðar var Þóra bæði áræðin og fram-
sækin manneskja og óhrædd við að
reyna eitthvað nýtt og ferðast á
framandi slóðir. Hún var einnig
fjölfróð og skemmtileg og hafði sér-
stakt skopskyn. Þóra tók persónu-
legum áföllum sem á henni dundu
með miklu hugrekki og jafnaðar-
geði. Þrátt fyrir áföll kunni hún líka
að gleðjast með glöðum. Ég minnist
með ánægju þess hversu geislandi
glöð hún var fallega júlídaginn fyrir
þremur árum þegar hún hélt okkur
samstarfsfólki sínu á Orkustofnun,
en þar starfa um 100 manns, veg-
lega veislu í tilefni sjötugsafmælis
síns. Hún skildi eftir sig stórt skarð
á Orkustofnun þegar hún hætti þar
störfum sökum aldurs og er einnig
sárt saknað nú þótt fundum okkar
hafí fækkað síðustu þrjú árin. Ég
votta börnum Þóru og öðrum ætt-
ingjum innilega samúð mína vegna
fráfalls hennar.
Hrefna Kristmannsdóttir.
Enn hefur dauðinn höggvið stórt
skarð í okkar systkinahóp, sem
upphaflega vorum 6, en erum nú að-
eins 3 eftir lifandi. Er ég fregnaði
andlát þitt, systir góð, fyrir viku,
setti mig hljóðan um stund og
minningarnar hrönnuðust upp í
huga mínum.
Eg gæti skrifað mörg og fjálgleg
orð um okkar, oftast skemmtilegu,
samfundi á liðnum áratugum, en
þær minningar eru einungis mér
ætlaðar og verða ekki bornar á
torg. Ég segi því aðeins:
Ætíð varstu þinni þjóð
þegn, sem kom að liði!
Sæl og blessuð, systir góð,
sofðu guðs í friði!
Þinn „stóri“ bróðir:
Sigurgeir.
Frænka mín, Filippía Þóra Þor-
valdsdóttir eða Dídó, eins og hún
var ávallt kölluð meðal frændfólks
og vina er látin, ekki eftir langa og
stranga baráttu við einn illvígan
sjúkdóm heldur eftir áralanga bar-
áttu við marga erfiða sjúkdóma sem
lögðust saman við þunga lífsbar-
áttu, buguðu mótstöðuafl hennar,
seiglu og þrek.
Minningarnar um kynnin af þess-
ari greindu og vel lesnu frænku
minni eru orðin alllöng. Hún vistréð
mig á mjög gott heimili í nágrenni
við sig í Flóanum fyrir 50 árum. Ég
dvaldi þar í hálft ár og öðlaðist
ómetanlegt veganesti.
Kringumstæður minningabrot-
anna eru margvíslegar. Það kom í
minn hlut að heimsækja hana á
fæðingardeildina dagana sem hún
beiðeftir fæðingu tvíburanna og
vera hjá henni við fæðingu þeirra.
Heimsóknin á Fljótshóla með tvö
elstu börnin sín. Telpu jafnöldru
Sibbu, grunur sem hafði angrað
hana varð að sárri vissu, þrotlaus
og erfið barátta stóð síðan.
Nokkur barna minna dvöldu þar í
sveit. Það er lengi hægt að lofa
barni að vera þar sem mörg eru fyr-
ir.
Það ríkti þrá eftir að rækta fleira
en matjurtir, þrá eftir að prýða um-
hverfíð sem var óhagstætt, vinda-
samt með tíðu saltroki frá sjó. Samt
var reynt að finna tegundir og prófa
árangur. Þekkingu beitt. Undir-
tektirnar við heimsóknarbeiðni
með danskt par sem hafði áhuga á
íslenskri sveit, einkum kúm. Kaffi
og pönnukökur við eldhúsborðið til
þess að eyða ekki tímanum frá
markverðu umhverfi. Ógleymanleg
skoðunarferð niður að sjó og út í
haga undir frábærri leiðsögn þeirra
Jóns. Þekking og frásagnargleði
þeirra var okkur ógleymanleg. Ég
upplýsti frænku mína eftir heim-
komuna um að gestirnir hefðu verið
prinsessa Elísabet Knútsdóttir af
Danmörku og sambýlismaður
hennar. Prinsessan hafði óskað eft-
ir samskonar viðmóti og fólk fengi
almennt í íslenskri sveit. Betur gat
það ekki tekist. Frænka mín hló og
sagðist vera fegin að hafa ekkert
um göfgina vitað fyrr en eftir á, það
hefði bara eitthvað farið úrskeiðis í
fáti. Eldhúsbekkurinn hét eftir
þetta prinsessuhornið.
Ljóminn yfir ferð með Fridu og
fjölskyldu að Heklurótum með við-
komu í Þjórsárdalslauginni. Við
vorum í allt 14 á ferð á þrem bílum
og bar margt skemmtilegt og eftir-
minnilegt við. Dídó naut hvíldarinn-
ar í vel volgu vatni laugarinnar og
Jón var sjálfkjörinn margfróður
fararstjóri. Nestistíminn var um
margt eftirminnilegur, samræðan
lífleg og fjölbreytt.
Endalaust get ég rifjað upp. Um-
hugsun hennar um börnin sín og
aðra afkomendur ásamt baráttunni
fyrir þroska og velferð Sibbu sem
mestan stuðning þurfti var burðar-
ás í tilveru hennar. Hún fylgdist vel
með þeim öllum þótt hópurinn væri
tvístraður hérlendis og erlendis.
Óskin um að allir gætu komist til
þroska og sjálfstæðis var ríkjandi.
Hún bar þá ættarfylgju úr föðurætt
að kunna hvorki að kvarta né krefj-
ast fyrir sjálfa sig. Hún hafði mjög
einörð viðhorf til lífs og dauða og
minnir það mig óneitanlega á merk-
iskonuna Filippíu, ömmu okkar,
sem baðst undan prjáli í minningu
sína en beindi styrk til þeirra sem
létu gott af sér leiða til handa þeim
er minnst máttu sín.
Við ætluðum að fara saman vest-
ur á bernskuslóðir feðra okkar.
Helst vili hún styrkjast svolítið áð-
ur.
Af því verður ekki með þeim
hætti sem hugsað var.
Aska frænku minnar mun nú
lögð til hvíldar við hlið móður henn-
ar sem hún saknaði svo sárt alla tíð.
Ég, börn mín og fjölskyldur
þeirra sendum ástvinum hennar
einlægar samúðarkveðjur.
Jóna Valgerður
(Didda Höskuldar).
Elsku amma Dídó.
Vonandi líður þér vel. Mér fannst
gaman að vera hjá þér þegar við
komum til Reykjavíkur. Skemmti-
legast var að leika sér á grænu kist-
unni þinni og horfa á okkur í spegl-
inum og líka að horfa á Pappírs
Pésa í sjónvarpinu þínu. Það var
líka gaman að fá þig í heimsókn til
okkar. Þá komstu með gömlu
skrýtnu ferðatöskuna þína og
fékkst að sofa í herberginu mínu.
Svo fórum við í göngutúra saman
og einu sinni í langan bíltúr í kring-
um nesið.
Við kveðjum þig með uppáhalds-
bæninni okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
Langömmustelpurnar,
Dagný Elísa og Bryndis
Inga. Stykkishólmi.
Kæra systir! Snöggt skipast veð-
ur í lofti.
Aðgerð sem þú hafðir beðið eftir
að fara í síðan í vor, var loksins af-
staðin. En of seint, veikur líkami og
þreytt sálin höfðu ekki nægan þrótt
til að þola álagið, svo endalokin
urðu óumflýjanleg.
Fyrir einu og hálfu ári lentir þú í
bílslysi, sem þú hafðir ekki náð þér
eftir, og síðan hefur smátt og smátt
hallað undan fæti og sorglegt var að
sjá hvað af þér var dregið er þú
heimsóttir mig nokkrum dögum
fyrir andlát þitt. En við vonuðum að
bati og betra líf væri framundan.
Ég minnist samverustunda okk-
ar, sem gáfu okkur báðum mikið, þú
eignaðist systur á sjötugsaldri, sem
þú hafðir svo oft óskað að þú ættir,
og saman fengum við nýja sýn á
ýmislegt í tilverunni, og í vitund
okkar opnaðist strengur sem tengdi
okkur og sameinaði. Ég þakka þér
fyrir þessi ár.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælt eraðvita afþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þinveröld erbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
éghittiþigekkium hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Öllum ættingjum og vinum sendi
ég samúðarkveðjur.
Guð gefi þér góða heimferð.
Ester.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR,
Kambi 4,
Patreksfirði,
verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju
miðvikudaginn 8. nóvember kl. 14.00.
Fríða Valdimarsdóttir, Örn Sigfússon,
Kristján Jóhannsson, Jenný Óladóttir,
Sæmundur Jóhannsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum öllum þeim er auðsýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, ömmu og
langömmu,
ÞURÍÐAR FILIPPUSDÓTTUR,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins og starfsfólks að Lönguhlíð 3.
Hafdís Á. Hildigunnarsson,
Heba Árnadóttir Theriault,
Herdís S. Eriksson,
Belinda Þ. Theriault,
Cody McBurnett,
Jesse McBurnett.
FANNEYDÍS
SVAVARSDÓTTIR *
+ Fanney D/s Svav-
arsdóttir, Suður-
götu 10, Vogum,
fæddist í Reykjavík
22. ágúst 1996. Hún
iést á barnaspítala
Hringsins 29. októ-
ber. Utför Fanneyjar
Dísar fór fram frá
Kálfatjarnarkirkju
3. nóvember síðast-
liðinn.
lsku litla frænka.
Nú ertu lögð af stað
þá leið sem okkur öllum
er ætlað að fara, og það
tekur okkur sárt að sjá á eftir þér,
þótt við vitum að þér h'ði mikið betur
núna.
En eftir situr ljúf minning um htla
stúlku sem þurfti að hafa mikið íyrir
lífinu en varð að yfirgefa okkur alltof
fljótt.
Litla hetjan okkar, þú barðist
gegnum öll veikindin þín og komst
okkur á óvart hvað eftir annað. Alltaf
héldum við að nú væri stundin komin,
en viljastyrkur þinn og hreysti bar
þig gegnum hvert áfallið á fætur öðru.
Pabbi þinn og mamma elskuðu þig
meir en orðum verður á komið.
„Elsku kelhnguna sína“ var pabbi
þinn vanur að kalla þig og finnst mér
það lýsa vel stoltinu og væntumþykj-
unni sem hann bar til þín.
Þú varst alltaf svo fín og puntuð
þar sem þú sast í háa stólnum þínum,
í svo fallegum fötum og með punt í
rauða fallega hárinu þínu.
Þegar við fluttum til Noregs þá sat
það mest í okkur að fá ekki að fylgjast
með þér og sjá þig, því við vissum að
lífið þitt yrði ekki langt, en það var
gott í hvert skipti sem við komum
heim, að fá að sjá þig, og sjá hvað þú
varst orðin dugleg.
Þú varst ákveðin stelpa sem vissir
hvað þú vildir, helst
vildir þú sitja í fanginu á
einhveijum sem dúllaði
með þig og þú gafst það
skýrt í Ijós að þú varst
ekki ánægð ef þú varst
lögð niður en hefðir
frekar viljað sitja í fang-
inu hjá mömmu eða
pabba. Elsku Fanney
Dís, við getum aldrei
með orðum þakkað þér
fyrir allt það sem þú
kenndir okkur að meta í *■
þessu lífi, og gleði þín
yfir litlu, mun lifa í hug-
um okkur um ókomna
tíð.
Elsku Svavar og EUa, Jóhann Sæv-
ar og Kristín Helga.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum almáttugan Guð að
styrkja ykkur og blessa minninguna
um Utlu stúlkuna ykkar.
Elsku Fanney Dís,
Far þú í friði.
Margrét, Jóhann,
Aron Ingi og Hafdís Rán.
Þú lifðir sem blómið, er bliknar um haust,
svo björt og svo saklaus og hrein.
Við unnum þér vina og áttum þitt traust,
nú öll eru læknuð þín mein.
Jesú, hann blessaði böm á jörðu hér,
og bauð þeim „Komið til mín“.
Hans blessaði faðmur nú bíður eftir þér,
mót bömunum guðsríki skín.
Þá vinina kæm, er kveðja bamið sitt,
Kristur Jesús veiti huggun sína
Við leggjum blóm á litla leiðið þitt,
í ljúfri þökk, og blessum minning þína.
(IS)
Kveðja frá bömum og
starfsfólki í Ragnarsseli.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Það eykur
öryggi í textameðferð og kemur í
veg fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda greinarnar
í símbréfi (569 1115) og í tölv-
upósti (minning@mbl.is). Nauð-
synlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Um hvern
látinn einstakling birtist formáli,
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil
og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi.
+
Systir okkar og frænka,
STEFANÍA K. BJARNADÓTTIR,
Kópavogsbraut 1 a,
áður til heimilis að Skólagerði 65,
Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 3. nóvember.
Fyrir hönd systkina og annarra ættingja,
Gréta Ingvarsdóttir.