Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 48
48 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
PliotgwtMaíniíi
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Smáfólk
10/19/00
''WE LL BE BACK WITM TME
RE5T OF OUR CMEAP SM0T5
IN A MOMENT
„Svo viljum við þakka gestinum
fyrir að koma í til okkar..“
„Við komum aftur með
ðmerkilegheitin
eftir smástund.“
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
A
Er stjórn Islendingafé
lagsins í Björgvin haf-
in yfir lög félagsins?
Frá Helga Haukssyni:
í BLAÐAGREIN þessari vill undir-
ritaður vekja athygli félagsmanna
Islendingafélagsins í Björgvin á
stjómarháttum í félaginu undanfarin
ár.
í 3. grein félagslaganna frá 26.4.
1994 segir: „I stjórn félagsins eru
fimm manns og er kosið til hennar á
aðalfundi félagsins." Og í 7. grein
sömu laga: „Formaður skal kjörinn
sérstaklega og síðan fjórir stjórnar-
menn sem skipta sjálfir með sér
verkum og tveir varamenn." Laga-
ákvæðum þessum var gjörsamlega
gefið langt nef á aðalfundi félagsins
1998, er kosin var átta manna stjóm.
Sú ólöglega stjóm sýndi svo þann fá-
dæma slóðaskap að vanrækja að inn-
heimta félagsgjöldin fyrir starfsárið
1999-2000.
I 7. grein félagslaganna stendur
ennfremur: „Kosningar skulu vera
leynilegar og eingöngu þeir félagar
sem hafa greitt ársgjald og sem
mæta á aðalfund geta tekið þátt í
kjöri.“ I upphafi aðalfundar félagsins
28.4.1999 kom fram athugasemd frá
einum fundaraanna um, að ekki
væri hægt að halda löglegan aðal-
fund, þar eð félagsmenn væm ekki
búnir að borga félagsgjöldin. Stjórn-
armennirnir á fundinum ákváðu hins
vegar að virða athugasemdina einsk-
is og að halda fram aðalfundinum
eins og löglegur væri. Stjórnarmenn
leyfðu svo utanfélagspersónu að taka
þátt í allri atkvæðagreiðslu fundar-
ins, þó í fundarbyijun hafi fram kom-
ið réttindaleysi hennar. Eins og til að
kóróna virðingarleysið fyrir félags-
lögunum var persóna þessi svo í lok
fundarins kjörin í stjóm félagsins á
þann hátt, að foraaður félagsins
lýsti einhliða yfir kjöri tveggja nýrra
meðstjómenda án þess að bera það
undir lögforalega atkvæðagreiðslu
fundaraanna.
I fundargerð aðalfundarins er því
ranglega skráð, að allir aðilar hafi
verið kosnir einróma. Þar er einnig
sú rangfærsla, að gjaldkeri íslend-
ingafélagsins hafi lagt fram reikn-
inga félagsins. Hið rétta er, að gjald-
kerinn snaraðist inn á aðalfundinn og
náði rétt að kasta bunka af ársreikn-
ingum á borð fundaraanna áður en
hann hljóp aftur á dyr. Gjaldkerinn
var því aðeins í flugulíki á fundi þess-
um og tók engan þátt í störfum hans.
Fréttabréf í sept. 1999 færði fé-
lagsmönnum fagnaðarboðskap frá
stjórninni: „Héðan af munu félags-
gjöld verða innheimt í janúar, og
gilda fyrir það almanaksár. Öllum fé-
lagsmönnum verður því veitt ókeypis
þjónusta fram að næstu áramótum -
geri aðrir betur.
Það verður að viðurkennast, að
hér er vart hægt að gera betur. Þetta
er meistaraleg tilraun stjórnarinnar
til að slá sjálfa sig til riddara út á eig-
in slóðaskap. Hér fellir ólöglega
kjörin stjórn Islendingafélagsins
niður félagsgjöldin fyrir það tímabil
sem hún vanrækti að innheimta. I 4.
grein félagslaganna stendur hins
vegar að þriðji dagskrárliður aðal-
fundar sé ákvörðun árgjalds. Þetta
sannar að ekki einu sinni löglega
kjörin stjórn íslendingafélagsins
hefur vald til að fella niður félags-
gjöldin.
Ljóst er að rekstur íslendingafé-
lagsins í Björgvin var ólögmætur á
starfsárinu 1999-2000. Ólögleg nið-
urfelling félagsgjaldanna olli umtals-
verðu tapi af félagsstarfseminni á
tímabilinu sem fjáraagnað var með
því að ganga á sjóði félagsins.
í bréfi til undirritaðs segir félags-
stjórnin um aðalfundarkjör 28.4.
1999: „A aðalfundinum voru gerð þau
mistök að kjósa átta einstaklinga í
stað sjö inn í stjómina auk þess sem
kosinn var einstaklingur sem ekki
var gildur meðlimur félagsins."
Stjómin lýsti þó skýrt yfir í frétta-
bréfi félagsins fyrir aðalfundinn að
kosin yrði átta manna stjórn eins og
árið þar á undan.
Stjómaraenn Islendingafélagsins
hafa ennþá látið hjá líða að fylgja
þeirri almennu venju að biðjast af-
sökunar á mistökum sínum. Ef fé-
lagsstjórnin vill íyrir sitt leyti halda
því fram, að hér hafi bara verið um
eintóm mistök að ræða, þá ætti hún
að minnsta kosti að sjá sóma sinn í að
biðja félagsmenn sína afsökunar á
öllum þessum mistökum.
HELGIHAUKSSON,
háskólanemandi og félagsmaður í
íslendingafélaginu í Björgvin.
Um Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins
Frá Ingibjörgu Björnsdóttur:
MIKIÐ ER skrifað og rætt um heil-
brigðiskerfið og hin ýmsu félög sem
stofnuð era til styrktar sjúkum.
Eg er í hópi þeirra sem þakka vilja
frábæra þjónustu kerfisins þegar
maðurinn minn, sem nú er látinn,
veiktist hastarlega um síðustu jól.
Eftir þá bestu meðferð og umönnun
sem völ er á á Landspitala-Háskóla-
sjúkrahúsi Fossvogi kom hann heim
og þá er ég komin að efninu. Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins.
Sá stuðningur, styrkur og sú um-
hyggja sem þessi frábæri hópur sýn-
ir skjólstæðingum sínum, þeim sjúka
og fjölskyldu hans, er þess eðlis að
engin orð fá nokkra sinni fullþakkað
þeim sem þar koma að verki. Þau era
allt í senn, hjúkranarfræðingar,
sálusorgarar, ráðgjafar og félagar
þeirra sem þau annast. Styrkja þig
og styðja, hugga og hvetja. Og þau
láta ekki staðar numið eftir að striði
sjúklingsins er lokið. Á hverju hausti
boðar heimahlynningin til funda síð-
asta þriðjudag í hverjum mánuði allt
fram til vors í húsakynnum Krabba-
meinsfélagsins í Skógarhlíð. Þar
gefst aðstandendum fyrram skjól-
stæðinga þeirra tækifæri til að hitta
þau og lækna heimahlynningarinn-
ar, hlusta á fyrirlestra og ræða málin
yfir kaffi og meðlæti.
Eg hvet alla sem notið hafa að-
stoðar heimahlynningarinnar að
sýna þeim í verki, með því að mæta á
þessa fundi og miðla af reynslu sinni
eftir því sem tök eru á, hversu mikið
störf þeirra era metin. Fólk sem
velst í þetta starf er vandfundið og
það þarf líka að hlúa að því. Hafi þau
hjartans þökk mína og minna.
INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Álfheimum 28, Reykjavik.