Morgunblaðið - 05.11.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 05.11.2000, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF31M0, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Fram- kvæmdir við Smára- lind ganga mjög vel FRAMKVÆMDIR við byggingu nýrrar verslunarmiðstöðvar í Kópavogi, Smáralind, ganga vel að sögn Kolbeins Kolbeinssonar, verkfræðings og staðarstjóra hjá Istaki. „Við erum meira en hálfn- aðir með uppsteypu hússins og í lok mánaðarins munum við byrja á því að reisa stálvirki fyrir þak- ið,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Rúmlega 200 iðn- aðarmenn vinna nú við fram- kvæmdirnar að sögn Kolbeins en þar af eru um 55 erlendir iðnað- armenn. Stefnt er að því að fram- kvæmdum ljúki í scptember á næsta ári. Heildargólfflötur verslunar- miðstöðvarinnar verður um 63 þúsund fermetrar þegar upp er staðið og er miðað við að í henni rúmist um 80 til 100 verslanir. Þar á meðal stórmarkaður Hag- kaups, matvöruversiun Nóatúns og sérvöruverslun Debenhams; einnig veitingastaðir, þjónustu- fyrirtæki og kvikmyndahús fyrir 1250 manns. Yfirlitsmynd yfir framkvæmdimar í Kópavogi. Morgunblaðið/Ami Sæberg Bóndi leg'gur vatns- lagnir í bithagann Bilféð drekkur sama vatn og Eyjamenn KRISTJÁN Agústsson, bóndi á Hólmum í Austur-Landeyjum, vinnur að því þessa dagana að leggja vatns- lagnir og setja drykkjarker í beitar- hagana í þeim tilgangi að geta veitt hrossum og fénaði hreint drykkjar- vatn. Skepnumar fá þannig sama neysluvatn og íbúar Vestmannaeyja og Austur-Landeyjahrepps því vatns- lagnimar em tengdar vatnsæð sveit- arfélaganna sem fær vatnið úr lindum undir Eyjaíjöllum. „Eg er að þessu tii að skepnumar fái hreint og gott vatn,“ segir Kristján i samtali við Morgunblaðið. „Við bú- um hér á flötu landi og af þeim sökum verður endumýjun vatnsins hæg. í rigningartíð geta myndast pollar með menguðu vatni,“ útskýrir Kristján. „Með vatnskerjunum þarf ég hins vegar ekki að hræðast það að skepn- umar drekki mengað vatn.“ Að sögn Kristjáns er um að ræða ellefu drykkjarker, til að byrja með, sem verða sett niður víða um beitar- hagana og samtals um fímm kfló- metra langar vatnsleiðslur sem liggja að þeim. „Við eram að vinna að því núna að plægja leiðslumar niður,“ segir hann en von er á kerjum frá út- löndum á næstu dögum. Gerir hann ráð fyrir því að allt verði tilbúið í lok mánaðarins og að þá eigi allar hans skepnur að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni í kerjunum. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður um tvær milljónir króna að sögn Kristjáns en hann hefur sótt um styrk vegna þeirra til framleiðnisjóðs. Fylgst með af áhuga Spurður kveðst Kristján ekki hafa orðið fyrir því að fénaður hans og hross hafi drukkið mengað vatn en sveitungar hans hafi orðið fyrir þeirri reynslu iyrir um það bil tíu árum. „Þá kom salmonella upp i hrossum og töldu þeir ástæðuna vera mengað drykkjarvatn." Þegar Kristján er spurður að því hvort þessar vatnstil- raunir séu gerðar að einhverri fyrir- mynd segir hann svo ekki vera. Hann kveður ennfremur aðspurður að hug- myndin sé að mestu leyti hans. Reyndar hafi bændur haft vísi að þessu kerfi hjá sér, þar sem hreinu vatni hafi verið komið fyrir í drykkj- arfláti fyrir skepnur, en hann viti ekki til að aðrir hafi farið út í svo stórar framkvæmdir sem þessar. Segir hann að leiðslumar fari það langt niður í jörðu, um sjötíu cm., að ekki eigi að vera hætta á að þær frjósi. En hafa sveitungar einnig hug á því að koma upp kerfi sem þessu? „Nei, ekki í þessum mæli enn þá en mér heyrist á mörgum að þeir hafi áhuga á að fylgjast með hvemig þetta kemur út.“ Kristján segir aukinheldur að yf- irdýralæknir, héraðsdýralæknir og fleiri aðilar fylgist með tilrauninni af áhuga. Nálægt áttatíu fullorðin hross ganga í högum hjá Kristjáni og á þriðja hundrað sauðfjár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Harry Potter í bókabúðir STUNDVISLEGA klukkan 13 í gær hófst sala í bókabúðum á þriðju Harry Potter bókinni, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Bókabúðir hafa búið sig undir miklar annir og var bókinni dreift í þúsundum eintaka. Dreif- ing bókarinnar er u.þ.b. tíföld miðað við fyrstu dreifíngu á ís- lenskri skáldsögu. í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi biðu nokkrir piltar spenntir eftir því að geta hafíð iesturinn þegar sala hófst í gær. Inflúensu- bóluefni upp urið SÍÐUSTU ár hefur færst í vöxt að fólk láti bólusetja sig við inflúensu og nú er svo kom- ið að bóluefnið er upp urið. Haraldur Briem, sóttvarna- læknir, segir að von sé á nýrri sendingu bóluefnis á næstu dögum. Haraldur segir að síðustu ár hafi flensa stungið sér niður í byrjun desember og fram í janúar, en þó gæti hún orðið fyrr á ferðinni. „Það er lögð áhersla á að menn séu búnir að láta bólu- setja sig í nóvember ætli þeir að láta bólusetja sig á annað borð,“ segir Haraldur og nefn- ir að þar sem meira bóluefni sé væntanlegt sé ekki öll nótt úti enn fyrir þá sem vilja láta bólusetja sig. Þá segir Haraldur að Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin hafi miklar áhyggjur af því að nýr heimsfaraldur gæti farið að stinga sér niður því nýr in- flúensustofn hafi ekki komið fram síðan 1968. „Það sem þá gerist er að inflúensustofninn *tekur ákveðinni stökkbreyt- ingu og hafa slíkir faraldrar komið upp nokkram sinnum á þessari öld. Frægastan mætti þar telja Spánarveikina 1918.“ Auknar og greiðari samgöngur á milli landa segir Haraldur að auki nokkuð á áhyggjur manna af vandanum sem slíkur far- aldur gæti haft í för með sér. Séu dánartölur á íslandi í spænsku veikinni 1918 heim- færðar upp á ísland í dag segir Haraldur niðurstöðumar slá- andi. „Kæmi veikin upp í dag mætti gera ráð fyrir að í Reykjavík einni myndu tæp- lega 2000 manns deyja og af þeim væru 960 manns á aldr- inum 20-40 ára,“ segir hann. Erilsöm að- faranótt laugardags TÖLUVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík aðfaranótt laug- ardags. Atta voru teknir granaðir um ölvun við akstur og tilkynnt var um eina líkamsárás. Gestur á veitingastað _hlaut skurð á augabrún og fór á slysa- '’deild eftir átök við dyraverði staðar- ins. Dyraverðimir voru að færa pilt út af staðnum sökum þess að hann hafði ekki aldur til að vera á vínveitingastað en pilturinn streittist á móti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.