Morgunblaðið - 08.11.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913
257. TBL. 88. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Útgönguspár í bandarísku forsetakosningunum klukkan 1;50 í nótt
Fyrstu úrslit bentu til að
mjótt yrði á mununum
Washington. AP, Reuters.
AP
Kjörsókn var betri víða en búizt var við. Hér bíður fdlk eftir að fá að kjósa í höfuðborginni Washington.
FRAMBJOÐENDURNIR í banda-
rísku forsetakosningunum, demó-
kratinn A1 Gore og repúblikaninn
George W. Bush, frambjóðandi
repúblikana, höfðu fengið næstum
jafn marga kjörmenn samkvæmt út-
gönguspám kl. 1:50 í nótt, þegar
Morgunblaðið fór í prentun.:
Gore hafði unnið mikilvægan sigur
í Florída og Michigan og Pennsylv-
aníu, en það var talið nauðsynlegt til
að hann gæti gert sér vonir um sigur
í kosningunum, þar sem úrslitin þar
þóttu tvísýn.
Samkvæmt útgönguspám CNN-
sjónvarpsstöðvarinnar og annarra
bandarískra fjölmiðla vann Gore
einnig í Illinois, New Jersey, Mass-
achusetts, Maryland, Connecticut,
Maine og District of Columbia.
George W. Bush var spáð sigri í
Norður-Karolínu, heimaríki hans
Texas, Oklahoma, Mississippi og
Kansas.
Áður en ijóst þótti að Gore sigraði
í Flórída hafði Bush unnið sigur í
Georgíu, Virginíu og Suður-Karol-
ínu, en Gore í Vermont. Urslitin í öll-
um þessum ríkjum voru í samræmi
við það sem spáð hafði verið.
Auk forsetakosninganna fóru
einnig fram kosningar í öll 435 sæti
fulltrúadeildarinnar og 34 af 100
sætum í öldungadeildinni.
Repúblikanar hafa haft meirihluta
í báðum deildum þingsins síðustu ár-
in en demókratar gerðu sér vonir um
að endurheimta hann.
I fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna
var eiginkona forseta, Hillai'y Rodh-
am Clinton, í framboði til svo mikil-
vægs pólitísks embættis. Hún atti
kappi við repúblikanann Rick Lazio
um öldungadeildarsæti New York-
ríkis. Par voru kjörstaðii' enn opnir
er Morgunblaðið fór í prentun.
I Missouri gerðu demókratar sér
vonir um að frambjóðandi þeirra tii
öldungadeildarinnar, Mel Carnahan
ríkisstjóri sem lézt í flugslysi fyrir
skemmstu, yrði samt kosinn og að
ekkja hans yrði skipuð í þingsætið í
stað Johns Áshcroft, sem áfram var í
framboði fyrir repúblikana.
Talið er að kosningabaráttan fyrir
þessai' forsetakosningar hafi verið
sú dýrasta sem um getur. Þykir láta
nærri að um þremur milljörðum
Bandaríkjadala, andvirði yfir 250
milljarða króna, hafi verið eytt í
hana. Fyrir utan kosningaherferðir
frambjóðendanna sjálfra eyddu
þrýstihópar af ýmsu tagi um 400
milljónum dala, um 34 milljörðum
króna, í sjónvarpsauglýsingar ein-
göngu. Hafa þessar tölur stutt kröf-
ur um að strangari reglur verði sett-
ar um fjáröflun í kring um
kosningar.
Venesúela
Chavez
fengið
tilskip-
anavald
Caracas. Reuters, AP.
ÞING Venesúela, þar sem
stuðningsmenn Hugos Chavez
forseta eru í meirihluta, sam-
þykkti í gær lög sem veita for-
setanum víðtækt vald til að
stjórna með tilskipunum, þ.e.
að setja lög án þess að þau séu
fyi'st lögð fyrir þingið.
í sérlögum þessum, kölluð-
um „heimildarlögin", er Chavez
veitt heimild þingsins til að
setja með tilskipunarvaldi 37
lagabálka sem ná yfir ýmis mál-
efni, allt frá endurskipulagn-
ingu ríkisfjármála til umdeildra
laga um enduruppskiptingu
lands. Er tilgangurinn sá að
Chavez geti hrint í framkvæmd
þeirri uppstokkun kerfisins
sem hann sjálfur hefur kosið að
kalla „byltingu fólksins".
Stjórnarandstaðan
gegn lögunum
Bandalag vinstriflokka, sem
að baki Chavez stendur, ræður
yfir um 60% þingsæta. Ailir
þingmenn stjómarandstöðunn-
ar greiddu atkvæði gegn „heim-
ildarlögunum" og sögðu þau
fela í sér allt of víðtækt valda-
framsal í hendur forsetanum.
Reuters
Ingiríður ekkjudrottning ásamt dætrum sínum þremur á níræðis-
afmælisdaginn 28. marz sl.
Ingiríður látin
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FJÖLDI Dana lagði í gærkvöld
leið sína að Fredensborgarhöil
með blóm og kerti eftir að til-
kynnt var um andlát Ingiríðar
drottningarmóður, níræðrai' að
aldri. Heilsu hennar hrakaði
mjög um helgina og lést hún sí-
ðdegis í gær, umkringd börnum,
tengdabörnum og bamabörnum.
Ekkjudrottningin, sem lifði
eiginmann sinn, Friðrik IX, um
28 ár, hafði óskað þess að deyja á
heimili sínu í Fredensborgarhöll
og varð henni að ósk sinni. Ekki
var gefið upp hvert banabein
hennar var en í tilkynningu hirð-
arinnar í fyrradag sagði að hjart-
að væri veikt. Talsmaður kon-
ungsfjölskyldunnar tilkynnti, að
jarðarförin færi fram hinn 14.
nóvember.
Hin sænskættaða Ingiríður
naut vinsælda og virðingar í
Danmörku og er hennar minnst
sem sameiningartákns þjóðar og
konungsfjölskyldu.
Fjöldi samúðaróska barst í
gær til konungsfjölskyldunnar.
■ Elskuð og virt/24
Israelar segja átök-
in vera að minnka
Jerúsalem. Reuters, AP.
EHUD Barak, forsætisráðherra
ísraels, hafði í gær um það skýrari
orð en nokkru sinni áður að út úr frið-
arsamningum við botn Miðjarðarhafs
myndi koma „lífvænlegt palestínskt
ríki“. í átökum á sjálfstjórnarsvæð-
um Palestínumanna lét enn einn Pa-
lestínumaður lífið og yfir fimmtíu
slösuðust.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, endurtók í gær kall sitt eftir
2.000 manna friðargæzluliði Samein-
uðu þjóðanna sem fengið skyldi það
hlutverk að vemda palestínska borg-
ara fyrir vopnuðum öryggissveitum
ísraela. Sagðist Arafat myndu setja
þessa kröfu fram er hann á fund með
Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, í
Hvíta húsinu á morgun, fimmtudag.
Var ráðgert að öryggisráð SÞ tæki
þessa beiðni Palestínumanna til um-
fjöllunar í dag.
ísraelar og Bandaríkjamenn eru
mótfallnir því að alþjóðlegt gæzlulið
verði sent á vettvang. Bandarískir
stjómai'erindrekar viidu þó ekki full-
yrða um það í gær, hvort Bandaríkin
myndu beita neitunarvaldi gegn tii-
lögunni í öryggisráðinu. Bentu sumir
á, að það hefði gerzt áður, að slíkt al-
þjóðlegt gæzlulið hefði verið sent til
borgarinnar Hebron á Vesturbakk-
anum.
Hryðjuverkamaður sprengdi sjálf-
an sig í loft upp við höfnina á Gaza-
ströndinni í misheppnaðri tilraun til
þess að granda ísraelskum lögreglu-
báti.
Þrátt fyrir þetta greindu ísraelsk
stjómvöld frá því að mjög hefði dreg-
ið úr óeirðum á sjálfstjórnarsvæðun-
um frá því að samið var um vopnahlé
í síðustu viku. „Ofbeldið hefur dregizt
saman um 30-40%, en það hefur því
miðurJ^ekki orðið kyrrt,“ sagði
Nachman Shai, talsmaður ísraeis-
stjórnar.
Demirel, Solana og Jagland
í rannsóknarnefndinni
ísraelar og Palestínumenn kenna
hvorir öðmm um upptökin að ofbeid-
isöldu síðustu vikna sem samtals 178
manns, langflestir Palestínumenn,
hafa beðið bana í. Á leiðtogafundi í
Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi um
miðjan október var gert óformlegt
samkomulag um að binda enda á
átökin, en það hefur ekki enn haft
áhrif.
Að koma skyldi á fót óháðri nefnd,
sem að mati bandarískra stjórnvalda
myndi gera hlutlæga úttekt á þessari
síðustu átakabylgju Israela og Pal-
estínumanna í því skyni að hindra að
hún gæti endurtekið sig var hluti af
Sharm-el-Sheikh-samkomulaginu.
Taismaður Hvíta hússins tilkynnti
í gær, að George Mitchell, fyirver-
andi þingmaður í öidungadeild
Bandaríkjaþings og sáttasemjari á
Norður-írlandi, hefði verið fenginn
til þess að fara fyrir slíkri rannsókn-
arnefnd.
Auk Mitchells munu Wan-en
Rudman, annar fyrrverandi öldunga-
deildarþingmaður, Siileyman Demir-
el, forseti Tyrklands, Javier Solana,
talsmaður Evrópusambandsins í ut-
anríkis- og öryggismálum, og Thor-
björn Jagland, utanríkisráðherra
Noregs, sitja í rannsóknarnefndinni.
MORGUNBLAÐK) 8. NÓVEMBER 2000