Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sif Sigmundsdóttir, Jakobína Jónsdóttir og Charlotta Björk Steinþórsdóttir sátu einar við námið. Það var rúmt um Hjalta Snæ Ægisson á íþöku. Rólegur fyrsti dagur verkfalls Lesstofur framhalds- skólanna og bókasöfn voru lítið notuð í gær. Jóhanna K. Jóhannes- dóttir kom við í nokkr- um skólanna í gær á „fyrsta í verkfalli“. FRAMHALDSSKÓLANEMAR virtust taka verkfalli kennara með ró í gær á fyrsta degi verkfalls. Sólveig Ögmundsdóttir, bóka- safnsfræðingur á Landsbókasafni ís- lands - Háskólabókasafni, sagðist ekki merkja neina fjölgun þeirra sem nýttu sér aðstöðu Þjóðarbókhlöðunn- ar en Bókhlaðan var svo þétt setin í síðasta verkfalli framhaldsskóla- kennara vorið 1995 að ófremd- arástand skapaðist á göngunum þar sem nemendur kepptust um sæti og þurftu margir frá að hverfa. Sólveig sagðist eiga von á að að- sóknin myndi aukast nokkuð á næst- unni en taka þyrfti þó tillit til þess að safnið væri háskólabókasafn þar sem bókakostur væri miðaður við þarfir háskólanema en .ekki framhalds- skólanema. Lesaðstaða safnsins væri ætluð til nota á þessum bókakosti en ekki til að leysa aðstöðuvanda fram- haldsskólanema ef einhver væri. Sól- veig sagði að framhaldsskólanemum væri að sjálfsögðu velkomið að nýta sér bókakost Þjóðarbókhlöðunnar en þar sem bókasöfn framhaldsskól- anna og skólastofur standi nemend- um til boða ættu þeir frekar að leita þangað en í Þjóðarbókhlöðuna til að sinna almennu námi og glósugerð. „Hver sjálfum sér næstur“ Skólastofur Menntaskólans í Reykjavík stóðu tómar að morgni dags og engin hreyfíng sást á göng- unum. Á Iþöku, bókasafni skólans, grúfði einn nemandi sig yfír náms- bækurnar. Hjalti Snær Ægisson reyndist sá samviskusami mennt- skælingur heita, nemandi í sjötta bekk og því á lokaári við skólann. Hjalti sagði kostinn við verkfall á stúdentsári helst vera þann að hægt væri að einbeita sér að einstaka fög- um og væri fomfræði, latína og ís- lenska fremst í verkefnaröðinni. Hann hefði ákveðið að byrja vel og mæta snemma og taka sérstaklega fyrir eitt fag á degi hverjum. Hjalti sagði rektor hafa mælst til þess að nemendur mættu í skólann og nýttu sér aðstöðuna. Spurður hverja ástæðu hann teldi þá fyrir að hann væri aleinn í MR sagði Hjalti hana líklega vera að nemendur litu á fyrstu dagana í væntanlega löngu verkfalli sem eins konar sumarfrísígildi ef til þess kæmi að nemendur þyrftu að vera í skólanum fram á næsta sumar. Margir hefðu einnig farið á „verk- fallsdjamm" kvöldið fyrir verkfall og væru því effaust eitthvað illa fyrír kallaðir. „En það er hver sjálfum sér næstur að leggja stund á námið,“ sagði Hjalti og sneri sér að lestrin- um. Örfáir eða alls engir Fáh’ nemendur vora á ferli í Iðn- skólanum í Reykjavík en málarar hins vegar með rúllur á lofti iðnir við störf. í matsal skólans sátu þrír nem- endur með reglustikur og tól við tækniteiknun. Þær Charlotta Björk Steinþórsdóttir, Jakobína Jónsdóttir og Sif Sigmundsdóttir, allar nemend- ur á tækniteiknunarbraut skólans, sögðust vera hluti af fimm manna les- hóp sem hygðist halda sínu striki þrátt fyrir verkfallið. Þær stöllur sögðu flesta félaga sína þó komna í fulla vinnu og ekki útséð um hvort þeir myndu snúa aftur til náms, lengd verkfalls myndi líklega skera úr um það. Skólastjóri hafí haldið fund með nemendum til að hvetja þá til dáða og sagði við það tækifæri að engin önn yrði ónýt. Stúlkurnar sögðu kennara hafa tekið undir þessi orð en nokkur uggur væri þó í þeim nemendum sem eru á námslánum þai- sem upplýsing- ar um einkunnir þeirra þurfí að hafa borist Lánasjóði íslenskra náms- manna fyrir úthlutun 18. desember eða í síðasta lagi íyrir 15. janúai'. „Það segir sig sjálft að ef við tökum engin próf eða fóllum í einhverjum þeirra þá verðum við af lánunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrii' fjárhaginn, og LÍN vill ekkert segja.“ Engir nemendur hlýddu kalli bjöll- unnar í Menntaskólanum við Hamra- hlíð sem hringdi að því er virtist af gömlum vana. Eina hljóðið á göngun- um var tif klukkunnar og engin hreyfing utan sjónvarpsskjás sem til- kynnti að engin kennsla yrði við öld- ungadeild skólans. Kennt í sumum skólum ÞRÁTT fyrir verkfall framhalds- skólakennara er kennslu haldið áfram í einstaka greinum. Það eru stundakennarar sem halda áfram starfi sínu en stundakennarar eru undanþegnir verkfallinu þar sem þeir eru fæstir í félagi framhalds- skdlakennara. Þeir hafa þar af leið- andi ekki tekið þátt í atkvæða- greiðslu um verkfall. Bjöm Teitsson, skólamcistari við Menntaskólann á fsafirði, sagði að um sjöttungur kennslustunda í dag- skólanum yrði með eðlilegum hætti auk þess sem kennt yrði í einstaka greinum í öldungadeild skólans. „Flestir tímar em í fámennum hóp- um matartæknibrautar og sjúkra- liðabrautar, en þessum brautum er aðallega haldið uppi af stundakenn- urum.“ Bjöm sagði framhald kennslunn- ar byggjast að miklu leyti á nem- endunum sjálfum og mætingu þeirra. Nemendur í menntaskólan- um em 345, þar af 65 í öldunga- deild. Fundur í kennara- deilunni í dag SAMNINGANEFNDIR kennara og ríkisins áttu um fjögurra klukkutíma langan samningafund hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var tíðindalítill. Nýr fundur er boðaður í dag. Gunnar Björnsson, formaður launanefndar ríkisins, sagði að það hefðu verið þreifingar í gangi en vildi ekki ræða um einstök at- riði í því sambandi. Menn væru að ræða saman og á meðan svo væri hlyti að vera von um að aðilar næðu saman. Nýr gagnagrunn- ur mun auðvelda bj örgunarstörf SAMEIGINLEGUR gagnagrunnur allra þeirra aðila sem koma að björg- unar- og hjálparstörfum er nú í smíðum. Neyðarlínan mun brátt taka við rekstri boðkerfis Slysa- vamafélagsins Landsbjargar og AI- mannavarna ríkisins. Neyðarlínan sér nú þegar um boðkerfi lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutningamanna og læknavaktar. Fulltrúum annarra aðila sem koma að björgunarstörfum s.s. Landhelgisgæslunnar, Rauða krossins og slysadeildar Landspítal- ans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi voru kynntar hugmyndir um gagna- grunninn í gær. I gagnagrunninn verða settar upplýsingar um alla þá sem koma að björgunarstörfum. Þeir verða kall- aðir út með SMS-skilaboðum en tak- ist það ekki verða í gagnagrunninum upplýsingar um aðrar leiðir til út- kalls. Viðbrögð við hinum ýmsu að- stæðum verða sömuleiðis skilgreind. Að sögn Þórhalls Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Neyðarlínunnar, mun gagnagrunnurinn stytta viðbragðs- tíma þeirra sem koma að björgunar- starfi og auðvelda skipulag hjálpar- starfs. Neyðarlínan mun reka gagnagrunninn og sjá um útköll. Stórslys sýndu fram á nauðsyn sameiginlegs kerfis Þórhallur segir tvö atriði hafa orð- ið til þess að hugmyndin að gagna- Morgunblaðið/Ámi Sœberg Fulltrúar félaga og stofnana sem koma að björgunaraðgerðum kynntu sér í gær hinn nýja gagnagrunn. grunninum kviknaði. Stórslys og hamfarir í vor og sumar hafi fært mönnum heim sanninn um það að þörf væri á samræmdu boðunarkerfi allra þeirra sem koma að björgunar- störfum. Einnig hafi þurft að finna lausn við því að Landssíminn hyggst leggja niður boðtækjakerfið en björgunarsveitirnar hafa hingað til notast við það kerfi til að kalla félaga sína út. Neyðarlínan mun brátt taka við boðun björgunarsveita Slysavarna- félagsins Landsbjargai’ og Almanna- varna. Jafnframt verður hætt að nota boðtæki til að kalla björgunar- sveitarmenn út en Landssíminn hættir rekstri boðtækjakerfisins hinn 1. feb. 2001. í staðinn verður notast við GSM-símkerfi Landssím- ans og björgunarsveitarmönnum send SMS-skilaboð komi til útkalls- Kristbjörn Óli Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, telur að þetta fyrir- komulag muni reynast öruggara en boðtækjakerfið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.