Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 8

Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ F FRÉTTIR Uss, þetta er verra en hjá sveitarfélögunum, sukk og óráðsía og aftur sukk og óráðsía. • Sjónvarpssófinnfæst í mörgum litum. • Sjónvarpssófinnfæst í mörgum útfærslum. • Sjónvarpssófinner frábærlega vel hannaður. • Sjónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli í báðum endasætum. • Sjónvarpssófinn er með niðurfellanlegu baki í miðjunni sem breytist í borð með einu handtaki. Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi og góða hönnun. Upplifðu vetlíðan og afslöppun á nýjan hátt. • Sjónvarpssófinner framleiddur í USA. • Sjónvarpssófinn fæst hjá okkur. HUSGAGNAHOLUN Raðgreiðstur í allt að 36 mánuði Bfldshöföa, 110 Reykjavfk, s.510 8000 www.husgagnahollfn.is Alþjóðaröntgendagurinn Röntgentæknar verða geisla- fræðingar Jónína Guðjónsdóttir IDAG er Alþjóðaröntg- endagurinn. Af því til- efni mun Röntgen- tæknafélag íslands gang- ast fyrir kynningu á faginu í sýningarbás í Kringlunni og einnig mun verða minnt á þennan dag víða á röntg- endeildum landsins. Jónína Guðjónsdóttir er formaður Röntgentæknafélags Is- lands. Hún var spurð hvers vegna þessi dagur væri Al- þjóðaröntgendagurinn? „Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvaði röntg- engeislana á þessum degi 1895. Það gerði hann á til- raunastofu sinni í Wurs- burg í Þýskalandi. Hann var að vinna með lofttæmd- an lampa, hleypa rafeind- um yfir þennan lampa, þegar hann tók eftir að flúrljóm- andi efni sem hann var með annars staðar í herberginu lýsti þegar hann setti straum á lampann, þrátt fyrir að þykkt pappaspjald væri á milli. Þá sá hann að hann hafði fundið geisla sem fóru í gegnum spjaldið. Það tók hann einar sjö vikur að átta sig á öllum eiginleik- um geislans. Þegar hann var orð- inn alveg viss um hvað hann hafði í höndunum þá fór hann að kynna þetta í lok ársins. Menn voru mjög fljótir að tileinka sér þessa nýjung og þetta var komið í notkun um all- an heim fyrri hluta árs 1896.“ - Voru menn fljótir að fínna í hvaða magni röntgengeislarnir væru hættulausir fólki? „Nei. Það tók nokkurn tíma áð- ur en menn áttuðu sig á að geislun- um fylgdi nokkur hætta. Þetta var notað til allra skapaðra hluta til að byrja með. En smátt og smátt fóru menn að takmarka notkunina, þeir skildu að ofnotkun þýddi skemmd á vefjum. Nú eru röntgengeislar aðeins notaðir að vandlega íhug- uðu máli.“ - Eru röntgengeislar þá hættu- lausir í dag við þá notkun ? „Reikna verður með að notkun röntgengeisla fylgi smááhætta. Með nútímatækni er áhættan við læknisfræðilegar rannsóknir hverfandi en hafa verður hana í huga, einkanlega við rannsóknir á bömum, fólki á barneignaraldri og þunguðum konum.“ - Hvernig ætlið þið í Röntgen- tæknafélagi íslands að kynna ykk- arfagídag? „Við ætlum fyrst og fremst að vera í básnum okkar í Kringlunni og minna á að við erum til. Það vita allt of fáir að við erum háskóla- menntuð stétt sem er að vinna í mjög áhugaverðu fagi. Við verðum með tölvumyndir og venjulegar röntgenmyndir, bækur og fleira til að sýna fólki. Svo og getur fólk fengið blaðið okkar. Við erum einnig með kynningarefni frá Tækniskóla íslands þannig að hægt sé að fræðast um röntgen- tækninámið.“ - Takið þið röntgen- myndir af fólki á staðn- um? „Nei, enda er alveg óheimilt að mynda fólk með röntgengeislum nema gildar læknis- fræðilegar ábendingar séu fyrir hendi. Röntgenrannsóknir eru heldur ekki gerðar nema í þar til gerðum blýklæddum herbergjum, nema brýna nauðsyn beri til.“ - Hvað er röntgennámið langt? „Það er fjögur ár eftir stúdents- próf. Fyrsta árið er aðallega bók- legt nám, eftir það er námið bland- ► Jónína Guðjónsdóttir fæddist á Akranesi 9. desember 1972. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og prófi í röntgentækni frá Tækni- skóla íslands 1998. Hún hefur starfað sem röntgentæknir á eðl- isfræði- og tæknideild Land- spítala - háskólasjúkrahúss en síðustu tvö árin í röntgendeild Domus Medica. Jónina er gift Jó- hanni Ragnari Kjartanssyni stálskipasmiði. að verklegu námi og bóklegu. Nemandinn kynnist því fljótlega faginu sem hann er að fara að vinna við. Það eru mjög örar fram- farir í þessu fagi og Tækniskólinn hefur staðið sig mjög vel í að f'ylgja þróuninni." -Hvað eru margir röntgen- tæknar starfandi ? „Um 120 röntgentæknar starfa í landinu. Það er auðvelt fyrir röntgentækna að fá vinnu erlend- is. Þess vegna fara röntgentæknar oft til starfa í útlöndum um lengri eða skemmri tíma en flestir koma sem betur fer heim aftur.“ -Hvernig eru kjör röntgen- tæknn? ,Á ríkisstofnunum ei-u kjör röntgentækna í meðallagi miðað við heilbrigðisstéttir með svipað menntunarstig. En röntgen- tæknastörfum í einkageiranum fer fjölgandi og eftirspurn eftir röntg- entæknum er mjög mikil. Hvort tveggja hefur góð áhrif á þróun launa.“ -Er mikil aðsókn að röntgen- tæknanáminu? „Því miður hefur það ekki verið og það vantar fólk í stéttina þrátt fyrir að okkur sem erum búin að læra þetta þyki fagið mjög áhuga- vert og krefjandi. Fagið er enn lít- ið þekkt og við röntgentæknar er- um mjög fáir. Úr þessu erum við að reyna að bæta núna. Þetta er fag þar sem stöðugt eru að koma fram nýjungar, það er mjög áhugavert að vinna í fagi þar sem sífellt gefast tilefni til frekari menntunar. Framhaldsmenntun eftir próf frá Tækni- skóla íslands verða menn þó að sækja til út- landa að mestu leyti. Flestir sem fara í fram- haldsnám fara til Norðurlanda eða Bretlands. Menn geta sérhæft sig í ýmsum greinum innan röntgen- tækninnar. í undirbúningi er að skipta um nafn á stéttinni. Til stendur að röntgentæknar verði geislafræð- ingar, það nafn þykir lýsa starfinu betur.“ Röntgentækni er fag þar sem stöðugt eru að koma fram nýjungar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.