Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Dæmdur
fyrir að
slá örygg-
isvörð
KARLMAÐUR á sextugsaldri
var í gær dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur til aðð borga
öryggisverði 44.000 krónur í
miskabætur fyrir að slá hann
að tilefnislausu í andlitið á veit-
ingastað í Hafnarfirði með
þeim afleiðingum að tvær
Íramtennur losnuðu. Að auki
var honum gert að borga
40.000 króna sekt.
Afgreiðslustúlka gat ekki
skipt 5 þúsund króna seðli
í dóminum kemur fram að
ákærði hafi umsvifalaust slegið
öryggisvörðinn í andlitið er
hann hugðist róa ákærða þar
sem hann jós skömmum yfir
afgreiðslustúlku sem ekki
kvaðst geta skipt fyrir hann
5.000 króna seðli. Kom til
átaka og hafði öryggisvörður-
inn manninn undir og hélt hon-
um niðri þar til lögregla kom á
vettvang og fluttí hann heim.
Kærði öryggisvörðurinn
manninn fyrir líkamsárás dag-
inn eftir atvikið, sem átti sér
stað í febrúar sl.
Auk refsingarinnar var mað-
urinn dæmdur til að borga lög-
mannskostnað öryggisvarðar-
ins, 13.695 krónur, og máls-
vamarlaun skipaðs verjanda
síns, 60.000 krónur. Greiði
hann ekki sektina innan fjög-
urra vikna verður hann að
sæta 10 daga fangelsisvist.
Tillögur Heimdallar um niðurskurð á fjárlagafrumvarpinu um 61 milljarð
Hægt yrði að fella niður
tekjuskatt einstaklinga
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, afhenti í
gær Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra tOlögur félagsins að niður-
skurði á frumvarpi til fjái-laga fyrir
árið 2001. f tillögum Heimdallar felst
að verkefnum ríkisins yrði fækkað
þannig að 61 milljarður króna sparað-
ist árlega og þannig yrði hægt að end-
urgreiða öllum einstaklingum á al-
drinum 16 til 74 ára tæplega 380.000
krónur.
Einkum niðurskurður innan
atvinnuvegaráðuneyta
„Með þessum tillögum bendum við
á þau verkefni sem einstaklingar geta
sinnt jafnvel og ríkið,“ segir Björgvin
Guðmundsson, formaður Heimdallar.
Björgvin tekur fram að tillögumar
feli einkum í sér niðurskurð innan at-
vinnuvegaráðuneytanna.
„Það eru þessi sértæku verkefni
tengd atvinnuvegum sem er einkum
lagt til að séu skorin niður. En við telj-
um að það séu atvinnuvegimir sjálfir
sem eigi að standa undir þeim kostn-
aði,“ segir Björgvin. Lagt er til að
hlutfallslegur niðurskurður í sjávar-
útvegs-, landbúnaðar-, viðskipta- og
iðnaðarráðuneyti verði um 90% í
hverju þeirra enda sé „ekki réttlátt að
allir skattgreiðendur greiði fyrir
þjónustu hins opinbera við ákveðna
atvinnugrein sem nýtist einungis
þeim sem í henni starfa", segir í tillög-
um Heimdallar. Björgvin segir að
þetta eigi einkum við gömlu fram-
leiðslugreinamar eins og sjávarútveg
og landbúnað, en aldrei hafi komið til
greina að greiða íyrir sambærileg
verkefni innan gréina eins og þjón-
ustu eða hugbúnaðargerðar.
Enginn niðurskurður í
mennta- og heilbrigðiskerfí
Björgvin tekur ft-am að tOlögumar
feli ekki í sér niðurskurð í mennta- og
heObrigðiskerfinu. Eins er ekki
hreyft við utanrfldsþjónustunni, við-
haldi vega og nýframkvæmdum í
samgöngumálum ásamt því að flest
verkefni félagsmálaráðuneytisins eru
látin standa óbreytt, þeirra á meðal
era öll málefni tengd fötluðum,
Vinnueftirlit ríkisins, Bamavemdar-
stofa, Atvinnuleysistryggingasjóður
og Fæðingarorlofssjóður. „Þetta era
að okkar mati hófsamar tOlögur. Það
var ekki hreyft við fjölmörgum verk-
efnum og var reynt að gæta sanngirni
og réttlætis frá sjónarhorni okkar
skattgreiðenda og vonandi að það hafi
tekist," segir Björgvin.
í tíllögum HeimdaOar er jafnframt
lagt tO að skattar verði lækkaðir og
sumir þefrra jafnvel felldir niður. I til-
lögunum segir að þegar skattgreiðsl-
ur einstaklinga á fjárlögum fyrir árið
2000 séu skoðaðar komi í ljós að með
þeim tekjuafgangi sem skapaðist ef
Morgunblaðið/Ámí Sæberg fang yrði að tOlögum Heimdallar yrði
Björgvin Guðmundsson formaður Heimdallar afhendir Geir H. Haarde hægt að feHa niður alla tekjuskatta
fjármálaráðherra tillögur Heimdallar. einstaklinga.
Islendingar ekki
aftast í ESB-röðinni
Morgunblaðið/IJorkell
Forsætisráðherrarnir Poul Nyrup Rasmussen og Davíð Oddsson heils-
ast við upphaf fundarins í gærmorgun.
Jafnvel þó að önnur lönd
hafí þegar sótt um aðild
að ESB þurfa íslending-
ar ekki að óttast að
lenda aftast í röðinni,
fullyrti Poul Nyrup
Rasmussen, forsætis-
ráðherra Dana.
Sigrún Daviðsdóttir
hlýddi á fyrirlestur hans
á morgunverðarfundi
Dansk-íslenska verslun-
arráðsins í gærmorgun.
ÍSLENDINGAR þurfa ekki að kvíða
því að lenda aftast í röðinni velji þeir
að sækja um aðdd að Evrópusam-
bandinu, ESB. Þetta kom fram í máli
Pouls Nyrups Rasmussens, forsætis-
ráðherra Dana, á morgunverðar-
fundi Dansk-íslenska verslunarráðs-
ins í gærmorgun. í fyrirlestri sínum
rakti Nyrap annars helstu viðfangs-
efni dönsku stjórnarinnar og horfur
þar.
Eins og hinar norrænu ESB-þjóð-
irnar eru Danir áfram um stækkun
ESB. Það hefur því iðulega vakið
vangaveltur á íslandi um hvort Is-
lendingar lentu aftast í röðinni á eftir
þeim löndum, sem þegar hafa lýst
áhuga á aðild. Nyrap tók því hins
vegar fjarri að þetta gæti átt við ís-
lendinga. „Þótt til standi að fjölga að-
ildarríkjum ESB felur það ekki í sér
áhættu fyrir íslendinga, en þið verð-
ið sjálfir að meta hversu hagkvæm
aðild er fyrir ykkur,“ sagði Nyrap.
Nyrap sagðist vona að á fundi
ESB í Nice í desember yrði unnt að
Ijúka við margvísleg vafamál sem
hefðu hindrað stækkun. Hann sagð-
ist ekki eiga von á að í þeim ákvörð-
unum fælist neitt sem krefðist þess
að Danir efndu til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Til þess er danska stjórnin
bundin ef ný ákvæði fela í sér afsal
valds.
Góður efnahagur
undirstaða alls annars
Þegar stjóm Nyrups tók við 1993
vora um 350 þúsund manns atvinnu-
lausir, eða um 12-13 prósent. Nú eru
um 140 þúsund atvinnulausir og hlut-
fallslega hafa þeir ekki verið svo fáir
síðan fyrir olíukreppuna á áttunda
áratugnum. En betur má ef duga
skal og Nyrap rakti að nú væri lag að
útvega ýmsum þeim vinnu, sem ekki
hefðu fulla starfsorku. Að því einbeit-
ir stjómin sér um þessar mundir.
Hnattvæðingin og Netið sér
Nyrap sem áskoran annars vegar og
möguleika hins vegar. Og í þeim
heimi, sem er undirlagður þessu
tvennu, gildir ekkert annað en end-
umýjun og menntun. Þó að hnatt-
væðingin feli í sér ýmsa möguleika,
að mati Nyraps, þá dugir ekki annað
en að bregðast við henni. Það eru
einkum íjögur atriði sem Nyrap
sagði að sér væra efst í huga. Það
væri brýnt að koma fleirum í vinnu,
að auka afköst og gæði í opinbera
geiranum, að fjárfesta í framtíðinni
og bæta aðstæður fyrh- atvinnulífið.
Aukið fjármagn til atvinnulífsins
er eitt af áhugamálum dönsku stjórn-
arinnar eins og víðar. Dönskum líf-
eyrissjóðum hefur verið gert kleift að
fjárfesta allt að 75 prósent í fyrir-
tækjum og Nyrap benti á að með
þessu fengist mikið áhættufjármagn
í nýsköpun atvinnuveganna. „Um
leið má einnig koma í veg fyrir að það
myndist A- og B-lið í þjóðfélaginu,“
sagði Nyrap.
Ríki og borg gera
upp eignir og
skuldir sín á milli
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík,
fyrir hönd borgarsjóðs og fjár-
málaráðherra, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, hafa gengið frá samkomulagi
um sölu einstakra eigna borgar-
sjóðs til ríkisins. Þar á meðal er
sala á 85% eignarhluta borgarsjóðs
í fasteigninni að Drápuhlíð 14-16,
ásamt sömu hlutdeild í öllum tækj-
um og búnaði fyrir samtals um
rúmar 52,2 milljónir króna.
Að sögn Hjörleifs Kvaran borg-
arlögmanns er Heilsugæslustöðin í
Hlíðarhverfi til húsa í Drápuhlíð en
samkvæmt heilbrigðislögum er
gert ráð fyrir því að stofnkostnað-
ur heilsugæslustöðva skiptist milli
ríkis og sveitarfélaga þannig að
85% falli ríkinu í skaut en 15%
sveitarfélaginu. Samkvæmt þeim
lagabókstaf selur borgin því ríkinu
85% hlut í fyrrgreindri fasteign í
Drápuhlíð.
Sömuleiðis er í samkomulaginu
gengið frá því að borgarsjóður selji
ríkissjóði jörðina Kvíabryggju, í
Eyrarsveit á Snæfellsnesi, fyrir
samtals um rúma 9,1 milljón króna.
Þar er nú rekið fangelsi í eigu rík-
isins.
Ríkissjóður afsalar sér
hlut í Laug-ardalshöll
Ennfremur er í samkomulaginu
gengið frá því að ríkissjóður gi’eiði
borgarsjóði andvirði fimm íbúða í
húsi nr. 16 við Miklubraut eða sam-
tals um 51,2 milljónir króna. Borg-
arsjóður keypt íbúðirnar vegna
fyrirhugaðrar færslu Hringbraut-
arinnar að sögn Hjörleifs Kvaran.
Ríkissjóður ber hins vegar kostnað
vegna færslu brautarinnar og því
er hann að greiða borginni andvirði
íbúðanna fimm.
í samkomulaginu er jafnframt
gengið frá því að ríkissjóður afsali
sér ákveðnum eignum til borgar-
sjóðs. Þar má fyrst nefna húsnæði
Fósturskólans við Laugalæk. Er í
samkomulaginu miðað við að hús-
næðið skuli afhent borgarsjóði vor-
ið 2001 en ætlunin er að nota það
undir starfsemi Laugalækjarskóla.
Að sögn Hjörleifs Kvaran er kaup-
verð fyrir húsnæði Fósturskólans
um 105 milljónir króna. Ennfremur
greiðir borgarsjóður ríkissjóði 9,4
milljónir króna vegna hlutdeildar í
byggingarkostnaði Borgarholts-
skóla.
Þá afsalar ríkissjóður borgar-
sjóði eignarhlut sínum í Laugar-
dalshöll, þ.e. nýrri viðbyggingu
hallarinnar og aukinheldur greiðir
borgarsjóður ríkissjóði hlutdeild í
stofnkostnaði Grensássundlaugar.
Sömuleiðis endurgi’eiðir borgar-
sjóður ríkissjóði ofgreitt skipulags-
gjald. Samtals greiðir borgarsjóð-
ur ríkissjóði tæpar fimmtíu
milljónir króna vegna þessara
þátta.
-----------------
Líðan sjó-
mannsins
bærileg
SJÓMAÐURINN sem fótbrotnaði
um borð í Jóni á Hofi á laugardag-
inn liggur enn á Landspítalanum-
háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lækni á
spítalanum er líðan hans bærileg
eftir atvikum. Hann er með slæmt
sár á fæti og gekkst hann undir
skurðaðgerð á spítalanum á laugar-
dag en líkur eru á því að hann þurfí
að fara aftur í skurðaðgerð innan
skamms.