Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Dæmdur fyrir að slá örygg- isvörð KARLMAÐUR á sextugsaldri var í gær dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur til aðð borga öryggisverði 44.000 krónur í miskabætur fyrir að slá hann að tilefnislausu í andlitið á veit- ingastað í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að tvær Íramtennur losnuðu. Að auki var honum gert að borga 40.000 króna sekt. Afgreiðslustúlka gat ekki skipt 5 þúsund króna seðli í dóminum kemur fram að ákærði hafi umsvifalaust slegið öryggisvörðinn í andlitið er hann hugðist róa ákærða þar sem hann jós skömmum yfir afgreiðslustúlku sem ekki kvaðst geta skipt fyrir hann 5.000 króna seðli. Kom til átaka og hafði öryggisvörður- inn manninn undir og hélt hon- um niðri þar til lögregla kom á vettvang og fluttí hann heim. Kærði öryggisvörðurinn manninn fyrir líkamsárás dag- inn eftir atvikið, sem átti sér stað í febrúar sl. Auk refsingarinnar var mað- urinn dæmdur til að borga lög- mannskostnað öryggisvarðar- ins, 13.695 krónur, og máls- vamarlaun skipaðs verjanda síns, 60.000 krónur. Greiði hann ekki sektina innan fjög- urra vikna verður hann að sæta 10 daga fangelsisvist. Tillögur Heimdallar um niðurskurð á fjárlagafrumvarpinu um 61 milljarð Hægt yrði að fella niður tekjuskatt einstaklinga HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, afhenti í gær Geir H. Haarde fjármálaráð- herra tOlögur félagsins að niður- skurði á frumvarpi til fjái-laga fyrir árið 2001. f tillögum Heimdallar felst að verkefnum ríkisins yrði fækkað þannig að 61 milljarður króna sparað- ist árlega og þannig yrði hægt að end- urgreiða öllum einstaklingum á al- drinum 16 til 74 ára tæplega 380.000 krónur. Einkum niðurskurður innan atvinnuvegaráðuneyta „Með þessum tillögum bendum við á þau verkefni sem einstaklingar geta sinnt jafnvel og ríkið,“ segir Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdallar. Björgvin tekur fram að tillögumar feli einkum í sér niðurskurð innan at- vinnuvegaráðuneytanna. „Það eru þessi sértæku verkefni tengd atvinnuvegum sem er einkum lagt til að séu skorin niður. En við telj- um að það séu atvinnuvegimir sjálfir sem eigi að standa undir þeim kostn- aði,“ segir Björgvin. Lagt er til að hlutfallslegur niðurskurður í sjávar- útvegs-, landbúnaðar-, viðskipta- og iðnaðarráðuneyti verði um 90% í hverju þeirra enda sé „ekki réttlátt að allir skattgreiðendur greiði fyrir þjónustu hins opinbera við ákveðna atvinnugrein sem nýtist einungis þeim sem í henni starfa", segir í tillög- um Heimdallar. Björgvin segir að þetta eigi einkum við gömlu fram- leiðslugreinamar eins og sjávarútveg og landbúnað, en aldrei hafi komið til greina að greiða íyrir sambærileg verkefni innan gréina eins og þjón- ustu eða hugbúnaðargerðar. Enginn niðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfí Björgvin tekur ft-am að tOlögumar feli ekki í sér niðurskurð í mennta- og heObrigðiskerfinu. Eins er ekki hreyft við utanrfldsþjónustunni, við- haldi vega og nýframkvæmdum í samgöngumálum ásamt því að flest verkefni félagsmálaráðuneytisins eru látin standa óbreytt, þeirra á meðal era öll málefni tengd fötluðum, Vinnueftirlit ríkisins, Bamavemdar- stofa, Atvinnuleysistryggingasjóður og Fæðingarorlofssjóður. „Þetta era að okkar mati hófsamar tOlögur. Það var ekki hreyft við fjölmörgum verk- efnum og var reynt að gæta sanngirni og réttlætis frá sjónarhorni okkar skattgreiðenda og vonandi að það hafi tekist," segir Björgvin. í tíllögum HeimdaOar er jafnframt lagt tO að skattar verði lækkaðir og sumir þefrra jafnvel felldir niður. I til- lögunum segir að þegar skattgreiðsl- ur einstaklinga á fjárlögum fyrir árið 2000 séu skoðaðar komi í ljós að með þeim tekjuafgangi sem skapaðist ef Morgunblaðið/Ámí Sæberg fang yrði að tOlögum Heimdallar yrði Björgvin Guðmundsson formaður Heimdallar afhendir Geir H. Haarde hægt að feHa niður alla tekjuskatta fjármálaráðherra tillögur Heimdallar. einstaklinga. Islendingar ekki aftast í ESB-röðinni Morgunblaðið/IJorkell Forsætisráðherrarnir Poul Nyrup Rasmussen og Davíð Oddsson heils- ast við upphaf fundarins í gærmorgun. Jafnvel þó að önnur lönd hafí þegar sótt um aðild að ESB þurfa íslending- ar ekki að óttast að lenda aftast í röðinni, fullyrti Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana. Sigrún Daviðsdóttir hlýddi á fyrirlestur hans á morgunverðarfundi Dansk-íslenska verslun- arráðsins í gærmorgun. ÍSLENDINGAR þurfa ekki að kvíða því að lenda aftast í röðinni velji þeir að sækja um aðdd að Evrópusam- bandinu, ESB. Þetta kom fram í máli Pouls Nyrups Rasmussens, forsætis- ráðherra Dana, á morgunverðar- fundi Dansk-íslenska verslunarráðs- ins í gærmorgun. í fyrirlestri sínum rakti Nyrap annars helstu viðfangs- efni dönsku stjórnarinnar og horfur þar. Eins og hinar norrænu ESB-þjóð- irnar eru Danir áfram um stækkun ESB. Það hefur því iðulega vakið vangaveltur á íslandi um hvort Is- lendingar lentu aftast í röðinni á eftir þeim löndum, sem þegar hafa lýst áhuga á aðild. Nyrap tók því hins vegar fjarri að þetta gæti átt við ís- lendinga. „Þótt til standi að fjölga að- ildarríkjum ESB felur það ekki í sér áhættu fyrir íslendinga, en þið verð- ið sjálfir að meta hversu hagkvæm aðild er fyrir ykkur,“ sagði Nyrap. Nyrap sagðist vona að á fundi ESB í Nice í desember yrði unnt að Ijúka við margvísleg vafamál sem hefðu hindrað stækkun. Hann sagð- ist ekki eiga von á að í þeim ákvörð- unum fælist neitt sem krefðist þess að Danir efndu til þjóðaratkvæða- greiðslu. Til þess er danska stjórnin bundin ef ný ákvæði fela í sér afsal valds. Góður efnahagur undirstaða alls annars Þegar stjóm Nyrups tók við 1993 vora um 350 þúsund manns atvinnu- lausir, eða um 12-13 prósent. Nú eru um 140 þúsund atvinnulausir og hlut- fallslega hafa þeir ekki verið svo fáir síðan fyrir olíukreppuna á áttunda áratugnum. En betur má ef duga skal og Nyrap rakti að nú væri lag að útvega ýmsum þeim vinnu, sem ekki hefðu fulla starfsorku. Að því einbeit- ir stjómin sér um þessar mundir. Hnattvæðingin og Netið sér Nyrap sem áskoran annars vegar og möguleika hins vegar. Og í þeim heimi, sem er undirlagður þessu tvennu, gildir ekkert annað en end- umýjun og menntun. Þó að hnatt- væðingin feli í sér ýmsa möguleika, að mati Nyraps, þá dugir ekki annað en að bregðast við henni. Það eru einkum íjögur atriði sem Nyrap sagði að sér væra efst í huga. Það væri brýnt að koma fleirum í vinnu, að auka afköst og gæði í opinbera geiranum, að fjárfesta í framtíðinni og bæta aðstæður fyrh- atvinnulífið. Aukið fjármagn til atvinnulífsins er eitt af áhugamálum dönsku stjórn- arinnar eins og víðar. Dönskum líf- eyrissjóðum hefur verið gert kleift að fjárfesta allt að 75 prósent í fyrir- tækjum og Nyrap benti á að með þessu fengist mikið áhættufjármagn í nýsköpun atvinnuveganna. „Um leið má einnig koma í veg fyrir að það myndist A- og B-lið í þjóðfélaginu,“ sagði Nyrap. Ríki og borg gera upp eignir og skuldir sín á milli BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, fyrir hönd borgarsjóðs og fjár- málaráðherra, fyrir hönd ríkis- sjóðs, hafa gengið frá samkomulagi um sölu einstakra eigna borgar- sjóðs til ríkisins. Þar á meðal er sala á 85% eignarhluta borgarsjóðs í fasteigninni að Drápuhlíð 14-16, ásamt sömu hlutdeild í öllum tækj- um og búnaði fyrir samtals um rúmar 52,2 milljónir króna. Að sögn Hjörleifs Kvaran borg- arlögmanns er Heilsugæslustöðin í Hlíðarhverfi til húsa í Drápuhlíð en samkvæmt heilbrigðislögum er gert ráð fyrir því að stofnkostnað- ur heilsugæslustöðva skiptist milli ríkis og sveitarfélaga þannig að 85% falli ríkinu í skaut en 15% sveitarfélaginu. Samkvæmt þeim lagabókstaf selur borgin því ríkinu 85% hlut í fyrrgreindri fasteign í Drápuhlíð. Sömuleiðis er í samkomulaginu gengið frá því að borgarsjóður selji ríkissjóði jörðina Kvíabryggju, í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, fyrir samtals um rúma 9,1 milljón króna. Þar er nú rekið fangelsi í eigu rík- isins. Ríkissjóður afsalar sér hlut í Laug-ardalshöll Ennfremur er í samkomulaginu gengið frá því að ríkissjóður gi’eiði borgarsjóði andvirði fimm íbúða í húsi nr. 16 við Miklubraut eða sam- tals um 51,2 milljónir króna. Borg- arsjóður keypt íbúðirnar vegna fyrirhugaðrar færslu Hringbraut- arinnar að sögn Hjörleifs Kvaran. Ríkissjóður ber hins vegar kostnað vegna færslu brautarinnar og því er hann að greiða borginni andvirði íbúðanna fimm. í samkomulaginu er jafnframt gengið frá því að ríkissjóður afsali sér ákveðnum eignum til borgar- sjóðs. Þar má fyrst nefna húsnæði Fósturskólans við Laugalæk. Er í samkomulaginu miðað við að hús- næðið skuli afhent borgarsjóði vor- ið 2001 en ætlunin er að nota það undir starfsemi Laugalækjarskóla. Að sögn Hjörleifs Kvaran er kaup- verð fyrir húsnæði Fósturskólans um 105 milljónir króna. Ennfremur greiðir borgarsjóður ríkissjóði 9,4 milljónir króna vegna hlutdeildar í byggingarkostnaði Borgarholts- skóla. Þá afsalar ríkissjóður borgar- sjóði eignarhlut sínum í Laugar- dalshöll, þ.e. nýrri viðbyggingu hallarinnar og aukinheldur greiðir borgarsjóður ríkissjóði hlutdeild í stofnkostnaði Grensássundlaugar. Sömuleiðis endurgi’eiðir borgar- sjóður ríkissjóði ofgreitt skipulags- gjald. Samtals greiðir borgarsjóð- ur ríkissjóði tæpar fimmtíu milljónir króna vegna þessara þátta. ----------------- Líðan sjó- mannsins bærileg SJÓMAÐURINN sem fótbrotnaði um borð í Jóni á Hofi á laugardag- inn liggur enn á Landspítalanum- háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Sam- kvæmt upplýsingum frá lækni á spítalanum er líðan hans bærileg eftir atvikum. Hann er með slæmt sár á fæti og gekkst hann undir skurðaðgerð á spítalanum á laugar- dag en líkur eru á því að hann þurfí að fara aftur í skurðaðgerð innan skamms.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.