Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Krap og klaki valda erfíð-
leikum hiá Laxárvirkjun
Laxamýri - Töluverðar truflanir á
raforkuframleiðslu urðu hjá Laxár-
virkjun fyrir helgina í krapaveðrinu
og hrundi framleiðsla virkjunarinn-
ar niður í ekki neitt um miðjan dag á
fimmtudag og lagaðist ekki fyrr en
rúmum sólarhring síðar þegar veður
skánaði.
Þá varð rafmagnslaust í Hvömm-
um og Reykjahverfi á föstudags-
morgninum, er lína slitnaði, og urðu
margir bændur að fresta mjöltum.
Bjarni Már Júlíusson, stöðvar-
stjóri Laxárvirkjunar, segir vand-
ann mikinn hjá virkjuninni þar sem
treysta þurfi alveg á Akureyrarlín-
una þegar svona viðrar, en komi
eitthvað fyrir þá línu á sama tíma og
krapastíflur hefta raforkufram-
leiðslu í Laxá, þá geti svo farið að
Þingeyjarsýslur verði alfarið raf-
magnslausar.
Vatnið í Laxá rennur beint inn í
inntaksgöng virkjunarinnar og að
vatnsvélunum og segir Bjarni að
æskilegra væri að hafa inntakslón
sem komið gæti í veg fyrir truflanir
af völdum kraps og klaka, en vatnið
yrði tekið úr botni lónsins en ekki af
yfirborðinu eins og nú er gert.
Miklir erfiðleikar sköpuðust við
inntaksopið fyrir helgina og varð
ekkert við krapið ráðið sem hefti al-
farið rennsli árinnar í göngin. Þá var
gripið til þess ráðs að reyna að
hræra í krapinu með gröfu við opið
til þess að liðka fyrir rennslinu, en
með slökum árangri þar sem nýtt
krap og klakar féllu alltaf að opinu.
Skemmdir á vatnshjóli
vegna grjóts og klaka
Að sögn Bjama hafa orðið miklar
skemmdir á vatnshjóli Laxár III
vegna grjóts og klaka, en skipt var
um hjólið árið 1993 fyrir 40 milljón-
ir. Reynt hefur verið að sjóða í
skemmdirnar en það sé ekki hægt
endalaust. Ástæðan er sú að fjar-
lægja hefur þurft hluta þeirra rista
við inntaksopið sem eiga að koma í
veg fyrir grjót og klaka til þess að
hafa nægilegt rennsli þegar viðrar
illa.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
A"* :
Bjarni Már Júlíusson stöðvarstjóri við inntaksopið, fullt af krapi.
Jóel Sverrisson vélfræðingur
reynir að hræra í krapinu með
gröfu til að liðka fyrir rennsiinu.
Hann segir að inntakslón muni og
draga úr sandburði neðar í ánni, en
margir hafa haft miklar áhyggjur af
þeim mikla sandi sem víða hefur
safnast í skafla. Þá muni vera hægt
að dæla sandinum upp og aka hon-
um burt í stað þess að hann fari nið-
ur ána.
Bjarni segir að Laxárvirkjun sé
mikilvægur afhendingarstaður á
raforku og það sé umhugsunarefni
hvernig aðstæður geti skapast í
orkumálum héraðsins ef krapastífl-
ur í Laxá komi á sama tíma og Akur-
eyrarlínan verði af einhverjum
ástæðum fyrir áföllum.
Mótmæla
skerðingn
læknisþjón-
ustu í Nes-
kaupstað
MORGUNBLAÐINU hefur borist
ályktun frá haustfundi Kvenfélags-
ins Nönnu, Norðfirði, þar sem segir
m.a.:
„Þegar hefur komið fram að mikill
niðurskurður verði á þjónustu
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup-
stað fram til áramóta, m.a. vegna of
lítillar úthlutunar heilbrigðisráðu-
neytisins á ferliverkaeiningum.
Verði af þessum sökum sérfræði-
þjónusta stórskert, bæði lækna sem
eru starfandi hér svo og sérfræðinga
sem komið hafa á sjúkrahúsið reglu-
lega og hefur reynst afar góð lausn
til að veita sjúklingum á Austurlandi
þá heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga
rétt á lögum samkvæmt.
Fundurinn samþykkir að mót-
mæla harðlega þessari skerðingu á
heilbrigðisþjónustu, sem mun bitna
illa á íbúum Austurlands með aukn-
um kostnaði og vinnutapi við að leita
nauðsynlegrar sérfræðiaðstoðar.
Augljóst má vera öllum að þessi
skerðing muni lækka búsetustig
fjórðungsins, auka á kvíða og óþæg-
indi og landsbyggðarflótta.
Viljum við skora á ráðamenn að
koma með þær úrlausnir að ekki
þurfi að skerða þessa þætti, sem
vega m.a. þungt í forvörnum og
auknu heilbrigði almennings."
Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík 70 ára
Boðið til
afmælis-
veislu
Grindavík - Slysavarnadeildin
Þorbjörn varð 70 ára 2. nóvember
sl. Af því tilefni var Grindvíking-
um boðið í „opið hús“ laugardag-
inn 4. nóvember þar sem starf-
semi deilda innan félagsins var
kynnt og björgunarbúnaður var
til sýnis.
Eins og venjan er í afmælum
bauð afmælisbarnið upp á veiting-
ar. Börnunum var boðið upp á
bieika sykurhnoðra og aliir gátu
síðan fengið sér vöfflur og kaffi
eða Svala. Það var ekki annað að
sjá á gestunum en að þeir nytu
þess sem í boði var, enda sýningin
bæði fróðleg og skemmtileg auk
þess sem veitingarnar voru ljúf-
fengar.
Afmælisbarnið fékk að sjálf-
sögðu ýmsar góðar gjafir eins og
venjan er í afmælum, m.a.
200.000 kr. frá hafnarstjórn.
Ólafur Þór Þorgeirsson er for-
maður slysavarnadeildarinnar
Þorbjörns og að hans sögn eru fé-
iagar í félagsskapnum nálægt
300. „Þetta eru deildirnar Haf-
björg, sem er unglingadeild,
kvennadeildin Þórkatla og björg-
unarsveitin Þorbjörn auk annarra
félaga. Þetta er sameiginlegt hús
okkar sem hýsir alla starfsemina
Margir glímdu við klifurvegginn.
Morgunblaðið/GPV
Börnin voru ánægð með torfærutúrinn.
og er nú í dag til sýnis. Þetta hús
okkar er 470 fermetrar að grunn-
fleti en auk þess er veislusalur og
fleira á 200 fermetra efri hæð.
Saga deildarinnar, hlutverk tækj-
anna, ýmis búnaður
og munir er hér út-
skýrt með texta. Þá
er hægt að fá að
klifra í klifurveggn-
um, fá sér bfltúr í
Maninum, salibunu í
björgunarstólnum
o.fl.,“ sagði Ólafur.
Sigurður Viðars-
son, formaður björg-
unarsveitarinnar
Þorbjörns, var jafn-
ánægður mcð dag-
inn og sagði: „Það
eru um 50 manns 1
sveitinni og þegar við verðum
búnir að fá nýjan harðbotna
slöngubát, sem við eigum von á
fljótlega, erum við orðin ein best
búna sjóbjörgunarsveitin."
Samstarf
um sauð-
fjárrækt og
bútækni
RANNSÓKNASTOFNUN land-
búnaðarins (RALA) og Landbún-
aðarháskólinn á Hvanneyri LBH)
hafa á undanförnum árum aukið og
eflt samstarf sitt á sviði rann-
sókna, kennslu og endurmenntun-
ar. í samræmi við þessa þróun
hafa stofnanirnar undirritað tvo
samstarfssamninga.
„Annar samningurinn er sam-
komulag um kennslu, rannsóknir
og þróun í sauðfjárrækt og rekstur
tilraunastöðvarinnar í sauðfjár-
rækt á Hesti með það að markmiði
að efla búgreinina með sameigin-
legu átaki. Hins vegar er sam-
komulag á sviði bútækni um
kennslu, rannsóknir og þróun, end-
urmenntun og ráðgjöf svo og önn-
ur viðfangsefni til hagræðingar og
eflingar þjónustu stofnananna við
landbúnaðinn. Samningarnir voru
undirritaðir á Hvanneyri og á
Hesti og staðfestir af Guðna
Agústssyni landbúnaðarráðherra,"
segir í fréttatilkynningu.
„Samkomulag um sauðfjárrækt,
felur m.a. í sér að RALA og LBH
munu framvegis standa sameigin-
lega að fjárbúi á tilraunastöðinni á
Hesti, en RALA ber rekstrarlega
og fjárhagslega ábyrgð á henni.
Stofnanirnar munu nýta aðstöðu á
Hesti sameiginlega til rannsókna,
kennslu og námskeiðahalds. A
sama hátt geta stofnanirnar nýtt
aðstöðu í peningshúsum eða í landi
LBH á Hvanneyri ef það þykir
henta fyrir rannsókna- og þróunar-
verkefni í sauðfjárrækt. LBH fær
alla aðstöðu til verklegrar kennslu
í sauðfjárrækt í fjárhúsunum á
Hesti.
Samkomulag um bútækni felur
m.a. í sér að Bútæknihúsið á
Hvanneyri verður miðstöð þeirrar
starfsemi sem um er samið og rek-
ið sameiginlega af RALA og LBH.
RALA fær aðstöðu til bútækni-
rannsókna, búvélaprófana og þró-
unarverkefna í peningshúsum og á
túnum og útjörð LBH. Þá munu
sérfræðingar bútæknisviðs RALA
taka að sér kennslu í bútækni-
greinum við LBH eftir því sem
mannafli sviðsins leyfir.
Rannsókna- og þróunarstarf
LBH og RALA á bútæknisviði
verður samræmt í verkáætlun til
þriggja ára í senn. Þá kemur fram
að stofnanirnar muni einnig bjóða
fram sameiginlega endurmenntun-
arnámskeið á sviði bútækni," segir
þar ennfremur.
------»-H------
Mótmæla að
sveitarfélög
verði neydd til
skattahækkana
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi tillaga sem samþykkt
var á fundi hreppsnefndar Gerða-
hrepps 1. nóvember sl.:
„Hreppsnefnd Gerðahrepps
bendir á að í tillögum nefndar um
tekjustofna sveitarfélaga er ekki
tekið á hallarekstri sveitarfélag-
anna undanfarin ár. Hreppsnefnd
Gerðahrepps mótmælir því að ekki
skuli tekið á þessum vanda og
sveitarfélögum bættur hallinn sem
að miklu leyti stafar af ráðstöfun-
um ríkisvaldsins eins og sýnt hefur
verið fram á með opinberum gögn-
um. Hreppsnefnd Gerðahrepps
bendir á að ein leið til að bæta
tekjur sveitarfélaganna er að gert
verði ráð fyrir hlutdeild þeirra í
óbeinum sköttum. Hreppsnefnd
Gerðahrepps hvetur Alþingi til að
sjá til þess að nauðsynlegar breyt-
ingar verði gerðar á tillögunum
þannig að þær bæti halla og tekju-
möguleika sveitarfélaganna án
þess að það leiði til skattahækkun-
ar á almenningi."