Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 21 VIÐSKIPTI British Airways hyggst selja Go London. Morgunblaðið. BRITISH AIRWAYS hefur tilkynnt fyrirætlanir sínar um að selja dótt- urfyrirtæki sitt, lágfargjaldaflugfé- lagið Go, sem meðal annars hélt ugpi áætlunarflugi milli London og Is- lands í sumar, og sagðist þess í stað ætla að einbeita sér að þvi sem það gerði best, að reka flugfélag sem byði upp á fulla þjónustu við farþega. Hefur félagið verið boðið til sölu fyr- ir um 300 milljónir sterlingspunda, eða um 37 milljarða króna. British Aii-ways skýrði um leið frá því að félagið hefði skilað 12,5% meiri hagnaði nú en á sama tíma í fyrra, sem er töluvert meira en ráð var gert fyrir og er til marks um það að félagið er nú loks að rétta úr kútn- um eftir umhleypingasama mánuði. Félagið hefur þurft að glíma við aukna samkeppni lágfargjaldaflug- félaga og hefúr jafnvel keppt við dótturfyrirtæki sitt, Go, á nokkrum flugleiðum. Vandræðin jukust einnig eftir að slitnaði upp úr sameiningar- viðræðum BA við hollenska flugfé- lagið KLM á haustdögum. Hagnaður þrátt fyrir hækkun olíuverðs I kjölfar slæmrar skuldastöðu síð- astliðið vor var framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Bob Ayling, látinn hætta. Við starfínu tók Astralinn Rod Eddington og hefur félagið nú skilað hagnaði að nýju þrátt fyrir hækkun olíuverðs og sýndu útreikn- ingar annars ársfjórðungs 264 millj- óna sterlingspunda hagnað, eða rúma 32 milljarða íslenskra króna sem var 117 milljóna sterlingspund- um meira en á sama tíma í fyrra. I tilkynningu frá fyrirtækinu skýrði Rod Eddington frá því að fyr- irtækið myndi ekki sýna nokkra vægð gagnvart þeim flugleiðum og eignum fyrirtækisins sem ekki skil- uðu hagnaði og yrðu flugleiðir ein- faldlega lagðar niður ef þær reynd- ust ekki arðsamar. Fjármálasérfræðingar í Bretlandi telja að hin nýja stefna BA að fljúga smærri vélum og flytja hlutfallslega fleiri farþega sem borga hærra verð sé nú að skila árangri enda var skýrt frá því að á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi félagið hagnast 8,7% meira á hvern farþega en á sama tíma í fyrra sem er mesta aukning á milli ára til þessa. Hlutabréf í félaginu juku verðgildi sitt um 3,9% einungis skömmu eftir að tilkynnt var um sölu Go. í gær var haft eftir einum framkvæmdastjóra írska flugfélagsins Ryanair að það teldi engan ávinning í því að kaupa Go og Ryanair myndi aðains hafa áhuga á Go ef British Airways borg- aði með félaginu til þess að losna við það. Þrekhjól verð frá 14.300, ^9% afcUj Heilsuræktardagar Frábært verð! 10% afsláttur af þrek og aefingatækjum pyrir íþróttadótið íþróttatöskur frá kr.: 990 Bakpokar frá kr.: 500 Stuttermabolir frá kr. 690 - w Stuttbuxur frá kr. 990 Þolfimifatnaður 20% afsláttur þróttaskór, Adidas, Nike, Puma, Reebok, 20 % afisláttur Ármúla 40 Sími: 553 5320 Iferslunin ’AMUKVD Hönnun: Gurmar St
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.