Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Jim Smart Fransk-íslenska verslunarráðið efndi tii sérstaks kynningarfundar á mánudaginn fyrir franska viðskiptasendinefnd sem verið hefur hér á landi undanfarna daga. Fransk-íslenska verslunarráðið 20 manna við- skiptasendinefnd FRÖNSK viðskiptasendinefnd hef- ur verið í heimsókn hér á landi und- anfarna daga á vegum Fransk- íslenska verslunarráðsins. í hópn- um eru 20 manns sem hingað koma á vegum 15 fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulffsins í Frakk- landi. Hópurinn hefur kynnt sér at- vinnuh'f og efnahagsumhverfí á ís- landi almennt og jafnframt hafa fulltrúar einstakra fyrirtækja átt fundi með íslenskum fyrirtækjum til að kanna möguleika á beinum viðskiptatengslum. Á mánudaginn sóttu Frakkarnir sérstakan kynningarfund þar sem íslenskir og franskir ræðumenn kynntu helstu staðreyndir í efna- hagsmálum hér á landi, möguleika á Qárfestingum, fjármálatengsl ís- lands og Evrópu, auk þess sem gerð var grein fyrir muninum á íslensku og frönsku viðskiptaumhverfi, með- al annars út frá lagalegum atriðum og venjum í viðskiptalífinu. Fransk- íslenska verslunarráðið hefur verið starfandi í um það bil áratug og hefur á þeim tíma unnið að því að efla tengsl milli landanna á við- skiptasviðinu. Bæði íslensk og frönsk fyrirtæki eiga aðild að ráð- inu og felst starfsemi þess meðal annars í því að skipuleggja ferðir viðskiptasendinefnda milli land- anna, halda fundi um málefni sem varða viðskipti íslendinga og Frakka og viðskiptaumhverfi auk þess að aðstoða fyrirtæki sem vilja koma á beinum viðskiptatengslum. Aðsetur ráðsins er hjá Verslunar- ráði íslands en jafnframt hefur það átt mikið samstarf við íslenska sendiráðið í París og franska sendi- ráðið í Reykjavík. Gjaldeyris- forðinn óbreyttur milli mánaða GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans stóð því sem næst í stað í október og nam 35,1 milljarði króna í lok mánaðarins (jafnvirði 404 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðar- lok). Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, lækkaði í mánuðinum um 2,3%. í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að erlend skammtíma- lán bankans lækkuðu um 3,8 millj- arða króna í mánuðinum og námu þau 10,9 milljörðum króna í október- lok. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 6,6 milljörðum króna í október-lok miðað við markaðs- verð, lækkuðu um 0,2 milljarða króna í mánuðinum. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 3,8 milljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir jukust um 2,6 milljarða króna í október og námu 31,2 millj- örðum króna í lok mánaðarins. Kröf- ur á aðrar fjármálastofnanir jukust einnig í mánuðinum um 0,7 milljarða króna og námu 9,9 milljörðum króna í lok hans. Nettóinnstæður ríkissjóðs og rík- isstofnana í bankanum hækkuðu um 6,5 milljarða króna í október og námu 11,4 milljörðum króna í lok mánaðarins (nettókröfur bankans voru neikvæðar um þá fjárhæð). Grunnfé bankans jókst um 0,3 millj- arða króna í mánuðinum og nam 28,2 milljörðum króna í lok hans. Deilan um hnattvæðingu ERLENT Reuters Frá kauphöllinni á Wall Street í New York. eftir Jeffrey Sachs © Project Syndicate RINGULREIÐIN er allsráðandi í hinum heiftarlegu deilum um hnattvæðingu. Sumir líta svo á, að hnattvæðing sé leiðin fyrir fátæk ríki til hagsældar, og það er aug- ljóst að ríki á borð við Singapore, Taívan, Kórea, Chile og nokkur fleiri hafa auðgast verulega á und- anförnum 25 árum á grundvelli efnahagsstefnu byggðrar á aukn- um útflutningi og þátttöku í hnatt- rænu hagkerfi. Aðrir telja hnattvæðinguna bölvun sem muni plaga fátæk ríki og verða til þess að þau dragist sí- fellt meira aftur úr. Lítill vafi leik- ur á því, að eftir tuttugu ár undir framkvæmdaáætlunum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) og Al- þjóðabankans í Afríku eru ríkin enn fátæk, og lítið virðist hafa græðst á þessum áætlunum sem komu frá Washington. En hver hefur þá rétt fyrir sér í þessari deilu sem hefur borist út á götur Seattle, Washington og nú síðast Prag, á meðan alþjóðlegar efnahagsráðstefnur hafa staðið undanfarið ár? Svarið er auðvitað að lífið er flóknara en andstæðar skoðanir á hnattvæðingu sem töfralausn eða bölvun. Mismunandi heimshlutar eiga við mismunandi vanda að etja. Fyrir suma er hnattvæðingin næsta örugg leið til árangurs; fyrir aðra hefur hún lítil áhrif ein og sér, þar eð mestu samfélags- og efnahagsvandamálin í þessum löndum verða ekki leyst með frí- verslun eða markaðsumbótum ein- göngu. I fyrsta lagi eiga sum ríki í mikl- um vandræðum vegna staðsetning- ar og legu sinnar - má þar nefna Andesfjallahálendið, fjallahéruðin í íran, írak og Afganistan; landlukt ríki í Afríku á borð við Rúanda, Búrúndí, Búrkína Fasó, eða land- lukt héruð Mið-Asíu. Hnattvæð- ingin hefur ekki gagnast þessum löndum mikið. Þar ríkir víðast hvar sár fátækt og efnahagsleg einangr- un. Hnattvæðingin er þeim ekki bölvun, en varla nokkur lausn. Hnattvæðingin kemur líka að litlum notum við að stemma stigu við þeim fjölda tilfella sjúkdóma er tengjast hitabeltisloftslagi. Sum- staðar í Nígeríu getur maður búist við að moskítóflugur, sem bera malaríusmit, bíti mann allt að 300 sinnum á ári, en ég er nokkuð viss um að engin moskítófluga mun smita mig af malaríu í Boston [í Bandaríkjunum]. í Afríku koma upp um 500 milljónir malaríutil- fella á ári, og um tvær milljónir dauðsfalla verða af þeim sökum. Malaría getur rústað hagvexti og Við þurfum að móta nýja stefnu í hnatt- væðingu er tryggir að mun stærri hluti heimsins njóti góðs af stækkun heims- markaðarins. Auð- ugum ríkjum ber að hjálpa fátækum ríkj- um að losna undan vandkvæðum er stafa af legu þeirra. hindrað erlenda fjárfestingu rétt eins og styrjaldir eða efnahags- óreiða getur gert. í öðra lagi skiptir stefnumótun innanlands miklu máli. Ríki sem vísvitandi forðuðust heimsmarkað- inn með strangri verndarstefnu hafa orðið undir síðasthðin tuttugu ár. Lönd sem kusu sósíalisma hafa öll orðið gjaldþrota. Hagvöxtur byggður á útflutningi hefur reynst nauðsynlegur fyrir efnahagsþróun af þeim einföldu ástæðu að ríkin þurfa að kaupa tækni á heimsmarkaði (í flestum tilfellum hátæknivélar), og þau hafa einung- is efni á því ef þau hafa nægan hagnað af útflutningsvörum. En fríverslun er ekki nóg. I þekkingarhagkerfi nútímans byggja þau lönd, sem gengur hvað best, velgengni sína ekki bara á út- flutningstekjum, heldur líka á mik- illi fjárfestingu í vísindum, tækni og framhaldsmenntun. Raunveru- leg stefnumótun þarf því að byggj- ast á samblandi af hnattvæðingu og opinberri fjárfestingu. Margir þeirra sem mótmæltu fundum IMF, Alþjóðabankans og Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) hafa ekki fengið nægar upplýsingar um hugsanlega kosti heimsmarkaðar, en þeir hafa hitt naglann á höfuðið varðandi hnatt- væðingarpólitíkina. Mörg ríki hagnast greinilega ekki á hnatt- væðingu, og dragast sífellt lengra aftur úr í sárri fátækt. Þeir sem hafa haldið uppi mótmælum hafa ennfremur gert sér grein fyrir því, að þrátt fyrir ítrekuð loforð um efnahagsaðstoð, skuldaafskrift og aðstoð við sjúkdómavarnir, hafa auðug ríki - og IMF og Alþjóða- bankinn, sem auðugu ríkin stjórna - lagt afskaplega lítið af mörkum. Þess vegna þurfum við að móta nýja stefnu í hnattvæðingu er tryggir að mun stærri hluti heims- ins njóti góðs af stækkun heims- markaðarins. Auðugum ríkjum ber að hjálpa fátækum ríkjum að losna undan vandkvæðum er stafa af legu þeirra með því að greiða hluta kostnaðarins við umfangsmikið átak gegn alnæmi, malaríu og öðr- um hitabeltissmitsjúkdómum. Auðug ríki geta gert mun meira til þess að hjálpa fátækum ríkjum að eignast hlutdeild í upplýsinga- tæknibyltingunni. Auðugu ríkin verða líka að styrkja vísindamenn og háskóla í fátækum löndum, sem gegna munu lykilhlutverki við að finna tækni- legar lausnir á stærstu vandamál- unum af völdum sjúkdóma, lítillar framleiðni í landbúnaði og um- hverfishnignun sem fátækasta fólkið í heiminum stendur frammi fyrir. Aðeins nokkur þúsund krón- ur á mann á ári myndu skapa tugi milljarða af aukinni, erlendri að- stoð og gjörbreyta lífsskilyrðum hinna fátækustu í heiminum, og gera þeim kleift að njóta góðs af hnattvæðingunni. Jeffrey Sachs er Galen L. Stone- prófessor íhagfræði, og fram- kvæmdastjóri Alþjóðaþróunar- miðstöðvarinnar við Harvard- háskóla. Arké stigalínan fyrir heimilið eða vinnustaðinn. Hringstigar og vinkilstigar. Stálstigar með ýmsum möguleikum í litum og áferð. Stigarnir koma ósamsettir, skýringarmyndband ásamt uppsetningarbæklingi fylgja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.