Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Jim Smart
Fransk-íslenska verslunarráðið efndi tii sérstaks kynningarfundar á
mánudaginn fyrir franska viðskiptasendinefnd sem verið hefur hér
á landi undanfarna daga.
Fransk-íslenska verslunarráðið
20 manna við-
skiptasendinefnd
FRÖNSK viðskiptasendinefnd hef-
ur verið í heimsókn hér á landi und-
anfarna daga á vegum Fransk-
íslenska verslunarráðsins. í hópn-
um eru 20 manns sem hingað koma
á vegum 15 fyrirtækja úr ýmsum
greinum atvinnulffsins í Frakk-
landi. Hópurinn hefur kynnt sér at-
vinnuh'f og efnahagsumhverfí á ís-
landi almennt og jafnframt hafa
fulltrúar einstakra fyrirtækja átt
fundi með íslenskum fyrirtækjum
til að kanna möguleika á beinum
viðskiptatengslum.
Á mánudaginn sóttu Frakkarnir
sérstakan kynningarfund þar sem
íslenskir og franskir ræðumenn
kynntu helstu staðreyndir í efna-
hagsmálum hér á landi, möguleika
á Qárfestingum, fjármálatengsl ís-
lands og Evrópu, auk þess sem gerð
var grein fyrir muninum á íslensku
og frönsku viðskiptaumhverfi, með-
al annars út frá lagalegum atriðum
og venjum í viðskiptalífinu. Fransk-
íslenska verslunarráðið hefur verið
starfandi í um það bil áratug og
hefur á þeim tíma unnið að því að
efla tengsl milli landanna á við-
skiptasviðinu. Bæði íslensk og
frönsk fyrirtæki eiga aðild að ráð-
inu og felst starfsemi þess meðal
annars í því að skipuleggja ferðir
viðskiptasendinefnda milli land-
anna, halda fundi um málefni sem
varða viðskipti íslendinga og
Frakka og viðskiptaumhverfi auk
þess að aðstoða fyrirtæki sem vilja
koma á beinum viðskiptatengslum.
Aðsetur ráðsins er hjá Verslunar-
ráði íslands en jafnframt hefur það
átt mikið samstarf við íslenska
sendiráðið í París og franska sendi-
ráðið í Reykjavík.
Gjaldeyris-
forðinn óbreyttur
milli mánaða
GJALDEYRISFORÐI Seðlabank-
ans stóð því sem næst í stað í október
og nam 35,1 milljarði króna í lok
mánaðarins (jafnvirði 404 milljóna
Bandaríkjadala á gengi í mánaðar-
lok). Gengi íslensku krónunnar,
mælt með vísitölu gengisskráningar,
lækkaði í mánuðinum um 2,3%.
í tilkynningu frá Seðlabankanum
kemur fram að erlend skammtíma-
lán bankans lækkuðu um 3,8 millj-
arða króna í mánuðinum og námu
þau 10,9 milljörðum króna í október-
lok.
Markaðsskráð verðbréf í eigu
bankans námu 6,6 milljörðum króna
í október-lok miðað við markaðs-
verð, lækkuðu um 0,2 milljarða
króna í mánuðinum. Markaðsskráð
verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans
námu 3,8 milljörðum króna.
Kröfur Seðlabankans á innláns-
stofnanir jukust um 2,6 milljarða
króna í október og námu 31,2 millj-
örðum króna í lok mánaðarins. Kröf-
ur á aðrar fjármálastofnanir jukust
einnig í mánuðinum um 0,7 milljarða
króna og námu 9,9 milljörðum króna
í lok hans.
Nettóinnstæður ríkissjóðs og rík-
isstofnana í bankanum hækkuðu um
6,5 milljarða króna í október og
námu 11,4 milljörðum króna í lok
mánaðarins (nettókröfur bankans
voru neikvæðar um þá fjárhæð).
Grunnfé bankans jókst um 0,3 millj-
arða króna í mánuðinum og nam 28,2
milljörðum króna í lok hans.
Deilan um
hnattvæðingu
ERLENT
Reuters
Frá kauphöllinni á Wall Street í New York.
eftir Jeffrey Sachs
© Project Syndicate
RINGULREIÐIN er allsráðandi í
hinum heiftarlegu deilum um
hnattvæðingu. Sumir líta svo á, að
hnattvæðing sé leiðin fyrir fátæk
ríki til hagsældar, og það er aug-
ljóst að ríki á borð við Singapore,
Taívan, Kórea, Chile og nokkur
fleiri hafa auðgast verulega á und-
anförnum 25 árum á grundvelli
efnahagsstefnu byggðrar á aukn-
um útflutningi og þátttöku í hnatt-
rænu hagkerfi.
Aðrir telja hnattvæðinguna
bölvun sem muni plaga fátæk ríki
og verða til þess að þau dragist sí-
fellt meira aftur úr. Lítill vafi leik-
ur á því, að eftir tuttugu ár undir
framkvæmdaáætlunum Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins (IMF) og Al-
þjóðabankans í Afríku eru ríkin
enn fátæk, og lítið virðist hafa
græðst á þessum áætlunum sem
komu frá Washington.
En hver hefur þá rétt fyrir sér í
þessari deilu sem hefur borist út á
götur Seattle, Washington og nú
síðast Prag, á meðan alþjóðlegar
efnahagsráðstefnur hafa staðið
undanfarið ár?
Svarið er auðvitað að lífið er
flóknara en andstæðar skoðanir á
hnattvæðingu sem töfralausn eða
bölvun. Mismunandi heimshlutar
eiga við mismunandi vanda að etja.
Fyrir suma er hnattvæðingin
næsta örugg leið til árangurs; fyrir
aðra hefur hún lítil áhrif ein og sér,
þar eð mestu samfélags- og
efnahagsvandamálin í þessum
löndum verða ekki leyst með frí-
verslun eða markaðsumbótum ein-
göngu.
I fyrsta lagi eiga sum ríki í mikl-
um vandræðum vegna staðsetning-
ar og legu sinnar - má þar nefna
Andesfjallahálendið, fjallahéruðin í
íran, írak og Afganistan; landlukt
ríki í Afríku á borð við Rúanda,
Búrúndí, Búrkína Fasó, eða land-
lukt héruð Mið-Asíu. Hnattvæð-
ingin hefur ekki gagnast þessum
löndum mikið. Þar ríkir víðast hvar
sár fátækt og efnahagsleg einangr-
un. Hnattvæðingin er þeim ekki
bölvun, en varla nokkur lausn.
Hnattvæðingin kemur líka að
litlum notum við að stemma stigu
við þeim fjölda tilfella sjúkdóma er
tengjast hitabeltisloftslagi. Sum-
staðar í Nígeríu getur maður búist
við að moskítóflugur, sem bera
malaríusmit, bíti mann allt að 300
sinnum á ári, en ég er nokkuð viss
um að engin moskítófluga mun
smita mig af malaríu í Boston [í
Bandaríkjunum]. í Afríku koma
upp um 500 milljónir malaríutil-
fella á ári, og um tvær milljónir
dauðsfalla verða af þeim sökum.
Malaría getur rústað hagvexti og
Við þurfum að móta
nýja stefnu í hnatt-
væðingu er tryggir að
mun stærri hluti
heimsins njóti góðs
af stækkun heims-
markaðarins. Auð-
ugum ríkjum ber að
hjálpa fátækum ríkj-
um að losna undan
vandkvæðum er
stafa af legu þeirra.
hindrað erlenda fjárfestingu rétt
eins og styrjaldir eða efnahags-
óreiða getur gert.
í öðra lagi skiptir stefnumótun
innanlands miklu máli. Ríki sem
vísvitandi forðuðust heimsmarkað-
inn með strangri verndarstefnu
hafa orðið undir síðasthðin tuttugu
ár. Lönd sem kusu sósíalisma hafa
öll orðið gjaldþrota. Hagvöxtur
byggður á útflutningi hefur reynst
nauðsynlegur fyrir efnahagsþróun
af þeim einföldu ástæðu að ríkin
þurfa að kaupa tækni á
heimsmarkaði (í flestum tilfellum
hátæknivélar), og þau hafa einung-
is efni á því ef þau hafa nægan
hagnað af útflutningsvörum.
En fríverslun er ekki nóg. I
þekkingarhagkerfi nútímans
byggja þau lönd, sem gengur hvað
best, velgengni sína ekki bara á út-
flutningstekjum, heldur líka á mik-
illi fjárfestingu í vísindum, tækni
og framhaldsmenntun. Raunveru-
leg stefnumótun þarf því að byggj-
ast á samblandi af hnattvæðingu
og opinberri fjárfestingu.
Margir þeirra sem mótmæltu
fundum IMF, Alþjóðabankans og
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO) hafa ekki fengið nægar
upplýsingar um hugsanlega kosti
heimsmarkaðar, en þeir hafa hitt
naglann á höfuðið varðandi hnatt-
væðingarpólitíkina. Mörg ríki
hagnast greinilega ekki á hnatt-
væðingu, og dragast sífellt lengra
aftur úr í sárri fátækt. Þeir sem
hafa haldið uppi mótmælum hafa
ennfremur gert sér grein fyrir því,
að þrátt fyrir ítrekuð loforð um
efnahagsaðstoð, skuldaafskrift og
aðstoð við sjúkdómavarnir, hafa
auðug ríki - og IMF og Alþjóða-
bankinn, sem auðugu ríkin stjórna
- lagt afskaplega lítið af mörkum.
Þess vegna þurfum við að móta
nýja stefnu í hnattvæðingu er
tryggir að mun stærri hluti heims-
ins njóti góðs af stækkun heims-
markaðarins. Auðugum ríkjum ber
að hjálpa fátækum ríkjum að losna
undan vandkvæðum er stafa af
legu þeirra með því að greiða hluta
kostnaðarins við umfangsmikið
átak gegn alnæmi, malaríu og öðr-
um hitabeltissmitsjúkdómum.
Auðug ríki geta gert mun meira til
þess að hjálpa fátækum ríkjum að
eignast hlutdeild í upplýsinga-
tæknibyltingunni.
Auðugu ríkin verða líka að
styrkja vísindamenn og háskóla í
fátækum löndum, sem gegna munu
lykilhlutverki við að finna tækni-
legar lausnir á stærstu vandamál-
unum af völdum sjúkdóma, lítillar
framleiðni í landbúnaði og um-
hverfishnignun sem fátækasta
fólkið í heiminum stendur frammi
fyrir. Aðeins nokkur þúsund krón-
ur á mann á ári myndu skapa tugi
milljarða af aukinni, erlendri að-
stoð og gjörbreyta lífsskilyrðum
hinna fátækustu í heiminum, og
gera þeim kleift að njóta góðs af
hnattvæðingunni.
Jeffrey Sachs er Galen L. Stone-
prófessor íhagfræði, og fram-
kvæmdastjóri Alþjóðaþróunar-
miðstöðvarinnar við Harvard-
háskóla.
Arké stigalínan fyrir heimilið eða vinnustaðinn. Hringstigar og vinkilstigar.
Stálstigar með ýmsum möguleikum í litum og áferð. Stigarnir koma
ósamsettir, skýringarmyndband ásamt uppsetningarbæklingi fylgja