Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Dauðadóm-
ur ómerkt-
ur vegna
vísana í
„vilja guðs“
San Francisco. AP, Reuters.
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í
Kaliforníu ómerkti á mánu-
dag dauðdóm yfír manni, sem
hafði verið fundinn sekur um
morð, vegna þess að fulltrúar
ákasruvaldsins hefðu sagt
kviðdómendum að það væri
„guðs vilji“ að morðinginn
yrði líflátinn.
Hinn dæmdi, Alfred Sand-
oval, er fyrrverandi meðlimur
glæpagengis og var sakfelld-
ur fyrir fjögur morð sem
hann framdi í Los Angeles
árið 1984. Áfrýjunardómstóll-
inn komst að þeirri niður-
stöðu að það hefði verið óvið-
eigandi af saksóknurum að
fullyrða frammi fyrir kvið-
dómi að „eyðilegging dauð-
legs líkama Sandovals gæti
verið eina leiðin til að bjarga
ódauðlegri sál hans“. í þeim
hluta réttarhaldanna þar sem
fjallað vai' um refsingu San-
dovals vísuðu saksóknarar ít-
rekað til „vilja guðs“ sem
grundvallarástæðu fyrir því
að kveða ætti upp dauðadóm
yfír honum. Fullyrtu þeir
meðal annars að með því
væru kviðdómendur ekki að
taka sér guðlegt vald, heldur
einungis að „framfylgja fyrir-
mælum guðs“.
„Þetta gæti verið eina
tækifærið til að vekja [Sand-
oval]. Guð mun fórna líka-
manum til að bjarga sálinni.
Látið hann bæta fyrir syndir
sínar,“ sagði einn fulltrúa
ákæruvaldsins.
Áfrýjunardómstóllinn úr-
skurðaði að þessi málflutning-
ur ákæruvaldsins hvetti kvið-
dómendur til að hunsa skráð
lög með því að vísa til ein-
hvers konar æðri máttar, og
því hefði Sandoval ekki fengið
sanngjarna málsmeðferð.
„Útdauð“
ljón finnast
í Síberíu
Jóhannesarborg. AFP.
MÖGULEGT er að ljón í dýra-
garði í Novosíbírsk í Rússlandi
séu af suður-afrískri undirteg-
und sem talin var hafa dáið út
um miðja 19. öld. Tveir ljóns-
ungar úr dýragarðinum hafa nú
verið fluttir til Suður-Afríku til
frekari rannsókna.
Ljón af Höfða-kyni lifðu í
Suður-Afríku, en talið var að
síðasta Höfða-ljónið hefði verið
skotið í Natal-héraði árið 1865.
John Spence, forstöðumaður
Tyberberg-dýragarðsins, sem
er skammt frá Höfðaborg, hef-
ur leitað um víða veröld að eft-
irlifandi ljónum af Höfða-kyni,
og þegar hann sá ljósmynd af
ljónsungunum frá Novosíbírsk
taldi hann sig hafa haft erindi
sem erfíði. Ungarnir voru flutt-
ir með flugi til Tyberberg-dýra-
garðsins í síðustu viku og dafna
að sögn vel. Spence hyggst
gera DNA-próf á ljónsungun-
um, og ef þeir reynast af Höfða-
kyni verður reynt að koma upp
nýjum stofni slíkra ljóna í Suð-
ur-Afríku.
Ljónsungarnir eru nefndir
Rustislav og Olga, í höfuðið á
forstöðumanni dýragarðsins í
Novosíbírsk og eiginkonu hans.
Foreldrar þeirra eru kallaðir
Simon og Rita og þau eiga
nokkra fleiri unga. Hermt er að
starfsmenn hringleikahúss hafi
skilið ljónin eftir í Novosíbírsk
fyrir mörgum árum.
Breska lögreglan kemur í veg fyrir demantaþjófnað úr Árþúsundahvelfíngunni
Misheppnuð tilraun til mesta
gimsteinaráns sögunnar
Lundúnum. Reutcrs.
BRESKA lögreglan kom í gær í
veg fyrir rán á demöntum að
verðmæti 350 milljónir sterlings-
punda, eða um 43 milljarðar
króna, sem voru til sýnis í Ár-
þúsundahvelfingunni í Lundúnum,
en sérfræðingar telja að ef þjófun-
um hefði tekist ætlunarverk sitt
hefði þetta orðið mesta gimstein-
arán sögunnar. Scotland Yard
hafði fengið fregnir af hinu fyrir-
hugaða ráni og lögreglan var því
viðbúin.
Þjófarnir höfðu ætlað að ræna
12 demöntum, sem suður-afríska
demantafyrirtækið De Beers hafði
til sýnis í hvelfingunni. Þeirra á
meðal var hin svonefnda „Árþús-
undastjarna", 203 karata perulaga
demantur sem lýst hefur verið
sem „stórfenglegasta eðalsteini í
heirni", en hann er óvei\justór og
þykir framúrskarandi hreinn.
Brutu sér leið
með vélskóflu
Undirbúningur ránsins hafði
staðið yfir í marga mánuði. Fjórir
þjófanna dulbjuggu sig sem verka-
menn og notuðu vélskóflu til að
brjóta sér leið í gegnum girðingu,
sem umlykur Árþúsundahvclfing-
una, og alla leið inn í hana. Kom-
ust þeir inn í öryggisherbergið,
þar sem demantarnir eru venju-
lega hafðir til sýnis, og brutu sýn-
ingarkassana með sleggjum. Lund-
únalögreglan, sem hafði raunar
skipt á demöntunum dýrmætu og
eftirlíkingum, Iét þá til skarar
Reuters
Vélskóflan sem ræn-
ingjarnir notuðu til
að komast inn í Ár-
þúsundahvelfinguna
sést hér innsigluð af
lögreglu. Á innfelldu
myndinni getur að
líta hinn dýrmæta
„Árþúsundastein".
skríða og tók fíórmenningana
höndum.
Einn samverkamaður þeirra var
gripinn á hraðskreiðum flóttabáti
á Thames-ánni, sem hvelfingin
stendur við, og annar náðist á
norðurbakka árinnar, en hann
hafði það hlutverk að fylgjast með
radíórásum lögreglunnar. Þrír til
viðbótar voru handteknir siðar um
daginn í nágrenni Lundúna og
lögreglan gaf í skyn að fleiri
kynnu að verða hnepptir í gæslu-
varðhald.
Að sögn fréttavefjar BBC voru
ræningjarnir vopnaðir vélbyssum,
en talsmenn lögreglunnar sögðu
að gestum hvelflngarinnar hefði
aldrei verið hætta búin. Ákvörðun
hafði verið tekin um að ráðast
ekki til atlögu fyrr en ræningjarn-
ir væru komnir inn í öryggis-
herbergið, því þar væru þeir
króaðir af og ættu ekki undan-
komu auðið. Enginn særðist f að-
gerðinni.
„Við höfðum haft vitneskju um
áætlun ræningjanna f nokkurn
tfma, en ég var mjög áhyggjufull-
ur,“ hafði Reuters-fréttastofan í
gær eftir forstöðumanni hvelfing-
arinnar, Pierre-Yves Gerbeau.
Kvaðst hann mjög feginn að að-
gerðin væri yfirstaðin.
Minnir á Bond
Áætlun ræningjanna þykir svo
fífldjörf að breskir fjölmiðlar
sögðu hana helst minna á atriði úr
nýjustu James Bond-myndinni,
„The World is not Enough", en
þar gera hryðjuverkamenn árás á
byggingu bresku leyniþjónustunn-
ar við Thames og flýja svo á hrað-
báti upp eftir ánni. Njósnarinn
geðþekki eltir að sjálfsögðu ill-
virkjana og berst eltingarleikurinn
einmitt að Árþúsundahvelfingunni.
Fjölmiðlar leiddu einnig getum
að því að hin æsilega lögreglu-
aðgerð yrði til þess að aðsóknin að
hvelfingunni tæki loks að glæðast,
en hún hefur verið margfalt minni
en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Kosið í Sviss í marz um hvort hafnar
skuli viðræður um ESB-aðild
Litlar líkur á sigri
inngöngusinna
SVISSNESKIR kjósendur ganga
hinn 4. marz næstkomandi til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um tillögu um að
ríkisstjórnin hefji strax viðræður
um fulla aðild Sviss að Evrópusam-
bandinu (ESB).
Það er því ljóst að
næstu mánuðina
verður hart tekizt
á um Evrópumál-
in í opinberri um-
ræðu í Sviss, en
fáir spá því að til-
lagan eigi nokkra
möguleika á því að hljóta meiri-
hlutastuðning, að því að fullyrt er í
norska blaðinu Aftenposten.
Sviss, sem er efnahagslega lang-
stærsta ríkið af þeim fjórum sem
eftir eru í Fríverzlunarsamtökum
Evrópu, EFTA, hafnaði aðild að
EES-samstarfinu í þjóðaratkvæða-
greiðslu í desember 1992. í kjölfarið
gerðu svissnesk stjórnvöld tvíhliða
samninga við Evrópusambandið,
sem tengja landið betur við innri
markað Evrópu. Gerð þeirra tók
hins vegar mörg ár og það var ekki
fyrr en í sumar sem leið að þeir
voru bomir undir þjóðaratkvæði,
eins og svissnesk stjórnlög kveða á
um, en þá voru þeir samþykktir
með mildum meirihluta. Tvíhliða
samningarnir tryggja Svisslending-
um markaðsaðgang og fleira sem
EES-samningurinn gekk út á, en
munurinn er sá að með tvíhliða
samningunum eru Svisslendingar
ekki skuldbundnir til að taka sjálf-
krafa upp nýjar reglur sem settar
eru á vegum ESB og varða innri
markaðinn. Sviss er líka laust und-
an þeim formlegu pólitísku skuld-
bindingum sem fylgja bæði aðild að
EES og fullri ESB-aðild.
Gangi Sviss í ESB má segja að
rekstrargrundvöllur EFTA bresti.
Einu ríkin sem eftir yrðu í samtök-
unum væru ísland, Noregur og
Lieehtenstein.
Hin boðaða
þjóðaratkvæða-
greiðsla í marz
rekst á við eigin
tímaáætlun
svissnesku ríkis-
stjórnarinnar í
Evrópumálum.
Bæði á svissneska
þinginu og í ríkisstjórninni er meiri-
hluti fylgjandi inngöngu í ESB, en
margir stjórnmálaforingjar eru á
því, að hreyfing ESB-sinna geri
málstaðnum bjai'nargreiða með því
að leggja málið strax núna undir
þjóðaratkvæði. Enn sem komið er
sé ekki komin nægjanleg reynsla á
tvíhliða samningana til að hægt sé
að dæma um hversu vel þeir reyn-
ast við svissneska hagsmunagæzlu.
Hætt sé við því að þjóðaratkvæða-
greiðsla á þessum tímapunkti verði
aðeins til þess að enn lengri frestur
verði á því en ella að Sviss gangi í
sambandið.
Ióþökk
stjórnarinnar
Það voru samtök ESB-sinna sem
fengu því framgengt með söfnun yf-
ir 100.000 undirskrifta að þjóðar-
atkvæðagreiðsla um málið yrði sett
á dagski’á. Móttillögu ríkisstjórnar-
innar um að greidd skyldu atkvæði
um aðildarviðræður, en tímasetning
þeirra ekki ákveðin, var vísað frá í
þinginu í september. Því átti stjórn-
in ekki annarra kosta völ en að
ákveða dagsetningu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar.
Ingiríður drottningarmóðir
í Danmörku látin
Elskuð og virt
af þjóðinni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
KIRKJUKLUKKUM var hringt,
fánar dregnir í hálfa stöng og
hefðbundin dagskrá ríkisfjölmiðl-
anna var rofin er tilkynnt var and-
lát Ingiríðar drottningarmóður
síðdegis í gær. Drottningin var ní-
ræð er hún lést og hafði legið fyrir
dauðanum í fjóra daga. Dætur
hennar þrjár og tíu barnabörn
voru við banabeð hennar í
Fredensborgarhöll en Ingiríður
hlaut hægt andlát eins og hún
hafði óskað sér.
Ingiríður naut vinsælda og
virðingar í Danmörku, ekki síst
fyrir framlag sitt í þágu þeirra
sem minna mega sín. Einkum átti
þetta við um samband hennar við
Grænlendinga en fyrsta heimsókn
hennar til Grænlands með eigin-
manninum, Friðriki IX., hafði
geysileg áhrif á hana vegna hinna
bágu aðstæðna sem almenningur
bjó við. Lagði drottningin mikla
áherslu á að gera það sem hægt
væri til að bæta kjör þeirra.
Ingiríður var fædd 28. mars
1910 í Stokkhólmi, dóttir Gústafs
VI. Adolfs Svíakonungs og fyrri
eiginkonu hans, Margrétar prins-
essu. Móðir Ingiríðar lést er hún
var aðeins tíu ára og hafði lát
hennar mikil áhrif á prinsessuna
ungu. Hún hefur alla tíð lagt
mikla áherslu á sterk fjölskyldu-
bönd og var sögð miðpunktur fjöl-
skyldunnar. Einkum var sam-
band hennar náið við elstu
dótturina, Margi'éti Danadrottn-
ingu, og barnabarnið Friðrik
krónprins.
Auk Margrétar eignuðust kon-
ungshjónin tvær dætur, Bene-
Morgunblaðið/Kristján Einarsson
Ingiríður við komuna til Vest-
mannaeyja í júní 1982 þegar
hún var í fjögurra daga heim-
sókn á íslandi.
diktu prinsessu og Önnu Maríu,
sem varð Grikklandsdrottning.
Barnabörnin urðu tíu og barna-
barnabörnin eru fjögur. Var til
þess tekið hve vel Ingiríður til-
einkaði sér danska tungu og siði
eftir að hún giftist Friðriki
krónprinsi.
Ekki greint
frá banameininu
Ekki hefur verið gefið upp
hvert banamein drottningar var
en í tilkynningum hirðarinnar síð-
ustu daga sagði að heilsu hennar
færi hrakandi og hjartað væri
veikt. Síðustu árin hefur dregið
mjög úr opinberum skyldum
hennar en drottningarmóðirin
kom síðast fram opinberlega fyrir
þremur vikum.