Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ L UMRÆÐAN Þegar tvískinn- ungurinn ræður STJÓRN sjómanna- samtaka mæltist til þess við sjómenn að þeir tækju höndum saman um að koma í veg fyrir innflutning á vímuefnum með skip- um. Góðra gjalda vert. En þegar minnst var á áfengið þá var allt ann- að uppi á teningnum. Það virtist nánast hefð að því væri smyglað svo að það var ekkert til- tökumál. Grundvöllur- inn, áfengið, undir allri vímuefnaneyslu skyldi standa. Þetta er nakinn tvískinnungurinn og yfírborðsmenn- skan sem er svo ríkjandi í baráttu margra í vímuefnamálum. Þess vegna er vandamálið svo stórt. Stóraukin áfengisnotkun Afengisnotkun jókst mikið á sl. ári. Og hvað boðar það? Rannsóknir og heilbrigð skynsemi segja það. Heil- brigðiskostnaður eykst gífurlega, þjóðarframleiðsla verður minni en ella, framleiðni lakari, fleiri þurfa fjárhagslega aðstoð, afbrot og ofbeld- isverk aukast, dauðsfollum ungs fólks fjölgar, ólöglegu vímuefnin deyða Sérhönnuð snapsaglös Páll V. Daníelsson Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 marga en áfengið þó margfalt fleiri o.fl. mætti telja. Og fólk ypptir bara öxlum eins og hér sé um náttúru- lögmál að ræða og gerir ekki neitt raunhæft. En þeir sem á eymdinni lifa brosa í kampinn því þeir geta haldið áfram að græða á meðan opin- berir aðilar og þjóðin ber kostnaðinn. Skrápurinn Sálarski'ápur margi'a er þykkur. Þótt þeir viti um hörmungamar vegna áfengisneyslunnar þá vilja þeir aukið áfengisfrelsi. Afengiskaupaald- Afengi Fólk er svo samdauna ósómanum, seglr Páll Y. Daníelsson, að það sér hann ekki. uj'inn vilja margir færa úr 20 niður í 18 ár. Það er líffræðileg staðreynd að áfengisneysla nær harðari tökum á 18 ára manni en 20 ára. Þar að auki er færsla aldursmarka niður í 18 ár óbein lækkun í 16 ár þar sem þetta fólk er saman i félagslífi í framhalds- skólum. Um mannréttindi í þessu sambandi er ekki að ræða því í ölvun- arástandi glatast íjölmörg réttindi eins og að aka bfl, stunda vinnu sína og nám, fólk missir traust að ekki sé talað um hvað verður um réttindi XorpsNcí Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 þess ef það lendir í afbrotum, ofbeld- isverkum eða slysum. Erum við verri en aðrar þjóðir? Margur talar um að áfengisneysl- an sé miklu minna vandamál hjá öðr- um þjóðum. Þetta er áróður og áfengislygi. Við minnumst ferjuslyss á Eystrasalti fyrir nokkrum árum þegar fórust um 900 manns. Fréttin gekk nærri fólki og rannsóknar var krafist. Það hefur líka verið sagt frá í'ann- sókn þar sem sýnt var fram á að um 500 þúsund manns létust á ári hverju fyrir aldur fram í ESB-löndunum vegna áfengisneyslu og sjúkdóma af hennar völdum . Það er sem svarar eitt og hálft ferjuslys hvern dag allt árið. Og enginn heimtaði rannsókn eða aðgerðir. Hvers vegna? Fólk er svo samdauna ósómanum að það sér hann ekki, gælir við hann og er til- búið að þola ódæðisverkin. Forvamir Og nú á að efla forvarnir, segja unga fólkinu hvemig það á að haga sér. Byggja upp keiTi til að veita því aðhald. Stofnanir til að taka á móti því ef illa fer. Sannleikurinn er sá ef foreldramir vilja ekki fórna ein- hverju fyrir bömin sín er þá hægt að ætlast til þess að aðrir gerí það? Er ekki kominn tími til að í stað þess að prédika yfir bömunum að foreldrar taki það upp að haga sér sjálfir eins og þeir vilja að bömin hagi sér. Það er hin áhrifaríka þögla forvörn og það þarf ekkert fé á fjárlögum til að taka hana upp. Ekki mundi það spilla fyrir að forsjárfólk í þjóðfélaginu tæki upp slíka forvöm í stað stóm orðanna og fetaði þannig í fótspor forvera sinna í byrjun aldar. Þeim tókst að útrýma áfengisbölinu, fangelsið tæmdist og var lánað húsnæðislausu fólki og for- eldrar gátu verið óttalausir um böm- in sín. I rúm 80 ár hafa verið stigin mörg og löng ólánsspor í áfengismál- um og það er mál að linni. Höfundur er viðskiptafræðingur. sia Collection iunri Konak Stærðir 7-12 Extra víður Ascanio Stærðir 6-12 Láglaunafólkið tapar mest á óstöðugleika EIRÍKUR Jónsson formaður KÍ lýsti þefrri skoðun sinni í grein hér í blaðinu sl. föstudag að launa- stefna sem fæli í sér að lágmarkslaun ættu að vera rúmar 90 þúsund krónur ætti ekkert skylt við kjarabaráttu. Miklir menn eram við Hrólfur minn. Aum- ingjar eru þetta í Flóa- bandalaginu að fara ekki í hart, taka slag- inn og hækka kaupið svo um munar. Svona eins og við gerðum með góðum árangri á milli 1980 og 1990, fleiri hundrað prósenta kaup- hækkanir. Þá var nú kraftur í verka- lýðshreyfingunni enda aðferðir Eir- íks notaðar. Þá var líka gaman, eða hvað? Hver var árangurinn mælt í kaupmætti? Svarið er akkúrat eng- inn. Það vita sem betur fer flestir í dag að það bætir enginn lífskjörin í landinu í raun með því einu að hækka bara kaupið nógu rosalega mikið. Ef sú aðferð gengi ein og sér væri væntanlega löngu búið að út- Laun Þorri fólks gerir sér ljóst, segir Ari Skúla- son, að það verður að vera til innistæða fyrir þeim launahækk- unum sem samið er um, annars er mikil hætta á verðbólgu og óstöðugleika. rýma allri fátækt á Indlandi, menn hefðu bara sett lög um margfalda hækkun lægstu launa. En málið er því miður ekki svona einfalt. Það hefur enga þýðingu að hækka bai'a kaupið í krónum eða prósentum ef atvinnu- og efnahagslífið stendur ekki undir því. Smærri hópar á baki fjöldans Þessi leið getur hins vegar gengið tímabundið fyrir litla hópa, sérstak- lega á opinbera markaðnum, á með- an það er gert í skjóli þess að megin- þorri launafólks beri möglunarlaust hitann og þungann af launastefnu sem er liður í sátt um stöðugleika í efnahagslífinu. Slíkt gerðist til dæmis á síðasta samningstímabili þegar láglaunahópar urðu að sitja aðgerðai'lausir á meðan hærra laun- aðir hópar tóku sér margfalt meiri hækkanir. Þeirri stöðu lýsti Sigurð- ur Bessason, formaður Eflingar, vel í grein hér í blaðinu í síðustu viku. Af hálfu láglaunafólksins er alger- lega ljóst að það ætlar ekki eitt að bera ábyrgð á stöðugleikanum. Þoni þessa fólks gerir sér líka betur ljóst en Eiríkur Jónsson að það verður að vera til innistæða fyrir þeim launahækkunum sem samið er um, annars er mikil hætta á verð- bólgu og óstöðugleika. Þetta fólk veit líka hveijir græða á verðbólg- unni og hverjir tapa á henni og það er víst að láglaunafólkið græðir ekki. Það er auðvelt fyrir forsvarsmenn minni hópa að gera sig breiða og gagnrýna og gera lítið úr því sem hinir stóra hópar láglaunafólks gera. Sums staðar, eins og t.d. í Danmörku, er það þannig að for- ystuhlutverk almenna markaðarins við gerð kjarasamninga er tekið svo alvarlega að launaþróun opinberra starfsmanna er ein- faldlega miðuð við það sem gerist á almenna markaðnum, og þykir sjálfsagt. Skýringin er sú að á almenna mark- aðnum er verið að semja við samkeppnis- greinarnar sem bera uppi efnahagskerfið og skapa þannig svigrúm- ið hverju sinni. En Eiríkur Jónsson ræðir ekkert af þess- um efnisatriðum í grein sinni heldur kýs hann að ráðast á stétt- arfélög launafólks með brigslum um að þau standi sig ekki í kjarasamningagerð. Ekki hvarflar að mér að draga sérstakar ályktanfr um getu forystusveitar kennara af þeirri fullyrðingu hennar sjálfrar að umbjóðendur þeirra hafi stöðugt verið að dragast aftur úr í kjörum á undanförnum árum. Við Eiríkur gætum líka farið út í hártoganir um það hvort sú meginröksemd kenn- ara, að þeir þurfi sérstakar hækkan- ir vegna óhagstæðs samanburðar við aðra langskólagengna, þýði að þeir séu að „hengja sig aftan í aðra hópa,“ sem Eiríki sjálfum þykir ekki „stórmannalegt“. En karp af því tagi hefur enga þýðingu og ég bið formann Kennarasambands Islands að halda sig við efnislega umræðu. Sérstakar hækkanir lægstu launa A undanförnum áratugum hafa verið gerðar mai'gar tilraunir til þess að hækka lægstu launin hér á landi umfram önnur laun. Flestar tilraunirnar hafa mistekist vegna þess að hærra launaðir hópar hafa krafist þess að fá sömu hækkanir og þeir lægst launuðu. I undanförnum þremur samningum hefur þetta samt gengið aðeins betur en áður, kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað töluvert umfram önnur laun en auðvitað geta sumir samt gert grín af því. Mér og mörgum fleirum finnst reyndar mjög miður hve sundraðfr lægst launuðu hóparnir eru. Þar á ég fyrst og fremst við lægst launuðu hópana innan ASÍ og BSRB. Hags- munir þessara hópa fara auðvitað mikið saman þrátt fyrir að sumir séu á opinbera markaðnum og aðrir á þeim almenna. Allir þessir hópar eiga það sameiginlegt að tapa mest á verðbólgu og óstöðugleika. Ef þessir hópar næðu betur saman væri staða lægst launaða fólksins efi laust mun betri nú en hún er. í kjarasamningunum 1990 og 1991 náðu þessir hópar vel saman og lögðu grunninn að þeim stöðugleika sem ASI-félögin era ein að reyna að vernda í dag. Að mínu mati eiga þessfr hópar að vinna mun betur saman og helst að vera saman í sömu samtökum. Þessi sundrung láglaunahópanna breytist kannski á næstu misserum. Það var þannig mjög athyglisvert að sjá ályktunina frá nýafstöðnu þingi BSRB þar sem bent var á sam- vinnuformið frá 1990 sem fyrir- myndarform við myndun launa- stefnu. I samningunum 1990 báru láglaunahóparnir einmitt gæfu til þess að vinna þétt saman að mark- vissri launastefnu sem átti að draga úr launamun í samfélaginu. Þetta samstarf gekk vel meðan það stóð og það gleður mig mikið að þing BSRB skuli hafa séð ástæðu til þess að benda sérstaklega á þetta sam- starf sem jákvæða fyrirmynd. Ár- angurinn var góður þá og því íýrr sem láglaunafólkið ber gæfu til þess að vinna saman aftur á viðlíka hátt því meiri verður árangurinn. Höfundur er framkvœmdastjóri ASI Ari Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.