Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 37
+
pltrgunMnliÍli
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EYSTRASALTSRÍKIN OG NORÐ-
URLÖNDIN
AFSTAÐA Norðurlandanna til
Eystrasaltsríkjanna er komin
á dagski-á vegna tillögu sem
fulltrúar hægri flokka á þingi Norður-
landaráðs fluttu um að þessum þrem-
ur þjóðum yrði boðin aðild að því. Til-
lagan var að vísu felld að loknum
umræðum í gær en þetta verður
áreiðanlega ekki í síðasta sinn, sem
hún verður flutt.
Þótt Eystrasaltsríkin þrjú hafi ekki
átt mikla samleið með Norðurlöndun-
um að því undanteknu, að Eistlend-
ingar eru í mjög nánu sambandi við
Finna, hafa örlög þessara þjóða dreg-
ið að sér meiri athygli Norðurlanda-
þjóðanna og þ. á m. okkar Islendinga
en annarraþjóða.
Hér á Islandi var mjög rætt um
hlutskipti Eystrasaltsríkjanna fyrir
rúmri hálfri öld, þegar þau féllu undir
hramm kommúnismans og Sovétríkj-
anna. A þeim mörgu áratugum, sem
kalda stríðið stóð, gleymdust Eystra-
saltsríkin ekki í umræðum hér og fáar
þjóðir fögnuðu meir en við Islending-
ar, þegar þær endurheimtu frelsi sitt.
En jafnframt er það auðvitað stað-
reynd, að fyrir utan samskipti Finna
og Eistlendinga hafa ekki verið mikil
tengsl á milli þjóðanna við Eystrasalt-
ið. Litháar líta raunar svo á, að megin-
tengsl þeirra séu og eigi að vera við
Pólverja og Þjóðverja. Og þótt okkur
henti að tala um Eystrasaltsþjóðirnar
í sömu andrá er ekki endilega víst, að
innbyrðis tengsl þeirra séu mikil, þótt
þær hafi deilt sömu örlögum eftir
stríð. Eftir að Eystrasaltsríkin hlutu
sjálfstæði á ný hefur hins vegar verið
lögð rík áherzla á að auka samskipti á
milli Norðurlandanna fimm og þeirra.
Þessi samskipti eru pólitísk, við-
skiptaleg og menningarleg. Það fer
t.d. ekki á milli mála, að við Islending-
ar höfum aldrei átt jafnmikil sam-
skipti við þessar þjóðir og nú. Að
sumu leyti er það vegna þess, að hlut-
ur Islendinga var óvenjulegur á loka-
stigum sjálfstæðisbaráttu þjóðanna
þriggja en að öðru leyti er ljóst að
smáþjóðir leita styrks hver hjá ann-
arri í alþjóðlegu samstarfi. Eftir því,
sem þátttaka Eystrasaltsríkjanna
verður meiri í samvinnu á alþjóða-
vettvangi, má búast við að samvinna
þeirra og Norðurlandanna eigi eftir
að aukast báðum til hagsbóta.
Viðleitni Eystrasaltsríkjanna til
þess að fá inngöngu í Atlantshafs-
bandalagið og Evrópusambandið
snýst fyrst og fremst um það að
tryggja öryggi sitt sem bezt. Sama
viðhorf hefur ráðið mestu um afstöðu
Finna til Evrópusambandsins. Finnar
gerðust hiklaust aðilar að ESB til
þess að tryggja pólitíska hagsmuni og
öryggishagsmuni sína.
Af sömu ástæðum leggja Eystra-
saltsríkin ofuráherzlu á að hljóta við-
urkenningu, sem fullgildir aðilar að
samstarfi þjóða í Vestur- og Mið-
Evrópu. Við íslendingar höfum lagt
okkar lóð á vogarskálarnar til þess að
stuðla að því að svo megi verða.
Vafalaust eru margir þeirrar skoð-
unar, að Eystrasaltsríkin eigi ekki
heima sem fullgildir aðilar að Norður-
landaráði. Það sé vettvangur þjóða,
sem eiga sameiginlegar rætur og
sameiginlega sögu. Raunar má benda
á, að Finnar koma úr annarri átt en
vissulega eru þeir líka hluti af sameig-
inlegri sögu Norðurlandanna.
Mörgum mundi þykja samstarfið á
vettvangi Norðurlandaráðs breyta
mjög um svip ef Eystrasaltsríkin
kæmu þar inn sem fullgildir aðilar og
spurning, hvort það mundi verða til
þess að draga úr þeirri áherzlu, sem
er á samstarf Norðurlandaþjóðanna
fimm, en áherzlan færast yfir á vanda-
mál Eystrasaltsríkjanna þriggja, sem
eru mikil og djúpstæð.
Þá má gera ráð fyrir, að aðild
Eystrasaltsríkjanna mundi hafa
margvísleg önnur áhrif á samstarfið á
vettvangi Norðurlandaráðs. Hvaða
tungumál yrðu t.d. töluð á fundum
stærra Norðurlandaráðs? Nú er
áherzla lögð á að tala Norðurlanda-
málin. Islendingar og raunar fleiri
hafa hreyft þeirri skoðun, að fulltrúar
allra þjóðanna ættu að geta notað
móðurmál sitt á þessum fundum og
túlkað yrði af öllum tungumálum og á
öll tungumál. Hvert yrði aðaltungu-
mál aðildarríkja Norðurlandaráðs ef
Eystrasaltsríkin yrðu aðilar? Enska?
Fáum mundi hugnast slík þróun.
Á hinn bóginn er það svo, að þeim
sem fylgjast með fundum Norður-
landaráðs þykir lítið til umræðna
koma á þeim vettvangi. Kannski er
ástæðan sú, að það er einfaldlega lítið
um að tala. Norðurlandaþjóðirnar
eiga ekki við vandamál að stríða í sín-
um þjóðfélagsmálum í sama skilningi
og fjölmargar aðrar þjóðir, þ. á m.
Eystrasaltsþjóðirnar. Aðild þeirra
mundi hugsanlega skapa Norður-
landaráði það jarðsamband, að full-
trúar á þingum þess færu aftur að tala
um alvarleg og jarðbundin vandamál
og þá ekki sízt hvað hinar ríku þjóðir
norðursins geti gert til að hjálpa með-
bræðrum sínum annars staðar, bæði í
nálægum ríkjum og fjarlægum. Að
þessu leyti gæti aðild Eystrasaltsríkj-
anna haft jákvæð áhrif á störf Norð-
urlandaráðs.
Þessar umræður eru ekki orðnar
nægilega þroskaðar til þess að tíma-
bært sé að taka ákvörðun um aðild
Eystrasaltsríkjanna að Norðurlanda-
ráði. Hins vegar er sjálfsagt að ræða
þessa hugmynd frekar frá öllum hlið-
um.
En hvað sem því líður hljóta Norð-
urlandaþjóðirnar að leggja sig fram
um að veita Eystrasaltsríkjunum
stuðning í viðleitni þeirra til þess að fá
aðild að helztu stofnunum evrópskrar
samvinnu. I þeim efnum er aðild að
Atlantshafsbandalaginu kannski mik-
ilvægust. Hún hefur að vísu ekki verið
mikið á dagskrá frá því að Pútín
komst til valda í Rússlandi en engu að
síður veita menn því eftirtekt að það
berast ekki jafnherskáir tónar frá
Moskvu og í tíð Jeltsíns. Kannski seg-
ir það enga sögu. Hitt fer ekki á milli
mála, að aðild að Atlantshafsbanda-
laginu er úrslitamál fyrir Eystra-
saltsríkin. Við eigum að styðja þau
dyggilega í þeirri baráttu og ekki láta
það á okkur fá, þótt heimsveldabar-
áttan verði til þess að stærri þjóðir
láti ýmsa aðra hagsmuni ráða ferðinni
eins og gerðist, þegar Eystrasaltsrík-
in knúðu á um viðurkenningu á sjálf-
stæði sínu í byrjun þessa áratugar.
MÁLEFNI NORÐURSLÓÐA
Hreyfílhitari drefflir úr mengun og veitir ýmis þæffindi
Móta þarf stefnu sem
leiðir til stöðugleika
Morgunblaðið/Kristján
Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonai', Mark Nuttall, prófessor við Háskólann í
Aberdeen, og Evelyn Stefansson Nef, ekkja Vilhjálms Stefánssonar, ræða saman.
Vandamálin sem steðja
að íbúum norður-
skautssvæða eru marg-
visleg og stöðugleika
samfélaganna er ógnað.
Margrét Þóra Þórs-
dóttir ræddi við og
hlustaði á fyrirlestur
Marks Nuttalls sem
var rneðal þátttakenda
á fyrsta Rannsókna-
þingi norðursins.
AUGU manna beinast í
auknum mæli að því
hversu mjög hin litlu
samfélög sem liggja að
heimskautssvæðinu tengjast hinu
alþjóðlega efnahagskerfi, þau kom-
ast ekki lengur hjá því að taka að
fullu þátt í hnattvæðingu nútíma-
samfélaga. Þetta segir dr. Mark
Nuttall, prófessor við háskólann í
Aberdeen í Skotlandi, en hann hef-
ur á síðustu árum verið virkur í
rannsóknum um málefni er varða
norðlægar slóðir.
Dr. Mark Nuttall tók þátt í fyrsta
Rannsóknaþingi norðursins sem
fram fór á Akureyri um liðna helgi
og var hann fenginn til að flytja fyr-
irlestur um alþjóðavæðingu um-
hverfismála og áhrif þeirra á sam-
félög norðurslóða. Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar stóð að fyr-
irlestrinum en um var að ræða
minningarfyrirlestur um Vilhjálm
og var hann fluttur á fæðingardegi
hans.
Mark Nuttall segir að almennt sé
litið svo á að aukin þátttaka hinna
smáu samfélaga norðurskautssvæð-
anna í alþjóðavæðingunni hafi í för
með sér árekstur milli þeii'ra gilda
sem áður voru í heiðri höfð og hins
nýja samfélags. Afleiðingarnar séu
neikvæðar fyrir norðrið og þann
margbreytileika sem einkennt hafi
íbúa heimskautssvæðanna fram til
þessa.
Þeir sem utan þessara samfélaga
standa líti gjarnan svo á að heim-
skautssvæðin séu ein risastór vöru-
skemma, uppfull af náttúrulegum
auðlindum. Nýting þehra sem og
þróun efnahagsmála hefur verið
gagnrýnd, því hagnaðurinn hefur
að stórum hluta lent á svæðum utan
norðurslóðanna en ekki nýst sam-
félögunum við norðurskautið sem
skyldi. Samfélögin séu vissulega
ekki einsleit og segir Mark Nuttall
þau byggja afkomu sína á ýmsum
greinum, fiskveiðum, hjarð-
mennsku eða veiðum af öðru tagi og
þá verði sum þeirra æ háðari utan-
aðkomandi efnahagslegri aðstoð.
Vandamálin sem íbúar þessara
norðurskautssvæða standa frammi
fyrir eru margvísleg. Þar má nefna
að breytingar á loftslagi hafa mikil
áhrif á þessum svæðum og þá verði
að horfast í augu við þá staðreynd
að félagslegar breytingar eru um-
talsverðar. Fólk flytur í auknum
mæli burt, einkum ungt fólk sem
snýr baki við þeim lifnaðarháttum
sem norðurskautssvæðin bjóða upp
á og byggjast á fiskveiðum og veiði-
skap og sest að í þéttbýlinu.
Stöðugleika þessara samfélaga
er að sögn Marks Nuttalls ógnað á
margan hátt þegar litið er til fram-
tíðar sem og möguleika þeh'ra á að
verða sjálfbær til lengri tíma litið.
Hin smáu samfélög norður-
skautssvæðanna eiga það sameigin-
legt að sjálfstæði þeiira byggist á
nýtingu auðlinda, bæði sjávarfangs
og þess sem jörðin gefur af sér.
Efnahagskerfi þeirra er byggt á
veiðum ýmisskonar, nýtingu sjávar-
fangs og hjarðmennsku og á þessu
byggist einnig félagslegur og
menningarlegur veruleiki þessara
samfélaga. Aukin tæknivæðing,
önnur áhersla í markaðsmálum,
stefnumótun í stjórnmálum, aukin
mengun og loftslagsbreytingar hafa
í för með sér miklar breytingar fyr-
ir íbúa svæðanna, til að mynda auk-
ið atvinnuleysi þar sem færri hend-
ur þarf til að vinna verkin.
Én ekki er nóg með að þessir
þættir hafi áhrif á líf íbúanna heldur
þurfa þeir einnig að fást við hópa
fólks sem berst fyrir réttindum
dýra og umhverfisverndarsamtök,
en samtök þessi hafa æ meiri áhrif á
viðhorf almennings. Aðgerðir hópa
af þessu tagi sem beinast gegn þeim
sem nýta sér auðlindh' þær sem fel-
ast í villtum dýrastofnum hafa haft
þær afleiðingar í för með sér að
markaðir hafa lokast. Reglugerðir
af ýmsu tagi og stjórnskipulags-
breytingar sem utanaðkomandi að-
ilar hafa komið í gegn hafa einnig
sín áhrif á það hvernig fólk á norð-
urhjara getur nýtt sér auðlindir sín-
ar. Bæði er um að ræða þá sem vilja
vernda stofnana og eins þá sem
gera kröfu um aðgang að auðlind-
um norðurslóða.
Sjálfbærri nýtingu auðlinda á
heimskautssvæðunum og stöðug-
leika samfélaganna er einnig ógnað
með því að sjávarfang, fiskur, selir
og hvalir hafa í tímans rás breyst úr
því að vera auðlind sem öllum var
gert kleift að sækja í að vild í nokk-
urs konar einkaeign, t.d. öflugra
fyrirtækja, lögum samkvæmt þurfa
menn nú að deila auðlindinni með
öðrum utanaðkomandi aðilum.
Kvótakerfi sem sett var á í Norð-
ur-Atlantshafi er svar stjórnvalda
við ofveiði og hnignun einstakra
stofna. Það á að leiða til stöðugleika
þeitra og gera veiðarnar á ný sjálf-
bærar, auk þess að auka hag-
kvæmni og ágóða af veiðunum.
Margir íbúar afskekktra svæði upp-
lifa þessa breytingu á þann hátt að
af þeim hafi verið tekinn hefðbund-
inn réttur til að nýta auðlindir sínar
þar sem öflug alþjóðleg fyrirtæki
hafi haslað sér þar völl.
Nuttall segir að nú sé svo komið
að líf fólks sem til að mynda búi á
afskekktum stöðum í Síberíu eða á
norðanverðu Grænlandi sé ekki
ósnortið af því sem gerist í órafjar-
lægð frá heimabyggð þess. Þannig
hafi dýraverndarsamtökum tekist
að snúa áliti almennings gegn notk-
un fatnaðar úr selskinnum og loð-
feldum og með því haft áhrif á lifn-
aðarhætti og möguleika fólks á
heimskautssvæðunum, á menningu
þess og efnahagslíf.
Hann bendir á að það fólk sem
búi fjarri heimskautssvæðunum
hefur margt ekki skilning á lifnað-
arháttum fólks á norðurhjaranum
og hvaða afleiðingar það hefur fyrir
efnahag þess og menningu að
ákveðnar vörur sem það framleiðir
séu sniðgengnai'. Fólk gerir sér
ekki grein fyrir að með hegðun
sinni geti það kippt grundvellinum
undan lífsafkomu þessa fólks.
Á þennan hátt getur ákvörðun
ungs fólks á heimskautssvæðunum
um að flytja burt verið háð ákvörð-
unum fólks í Lundúnum eða New
York um hvernig það hagar sínu lífi.
Mark Nuttall segir að ein mesta
ögrun sem þeir sem vinna að
stefnumótun varðandi málefni
norðurslóða standi nú frammi fyrir
sé að móta stefnu sem skapi tæki-
færi fyrir íbúa svæðanna og stuðli
að stöðugleika þeirra. Það sé mikil
ögrun að finna viðunandi lausn á sí-
aukinni áhættu sem hnattvæðingin
hafi í fór með sér fyrir norðurslóðir.
Hann bendir á að framtíð íbúa
heimskautasvæðanna geti að ein-
hverju leyti falist í auknum við-
skiptum þeirra á milli. Takist það
getur það haft í för með sér meiri
stöðugleika, en eftirspurn sé á milli
svæðanna varðandi ýmsar afurðir,
m.a. sjávarspendýra, ogfatnað.
Margt standi þó í veginum eins
og alþjóðleg andstaða við veiðar
sjávarspendýra og nýtingu þeirra
og reglur alþjóðlegra samtaka
varðandi nýtingu endurnýjanlegra
auðlinda sem hafi líka áhrif. Þannig
hafi takmarkanir á alþjóðlegum við-
skiptum með afurðir sjávar-
spendýra margvísleg áhrif, m.a.
dragi þau úr skapandi umræðum
um málefni er varða umhverfismál,
tekjur heimamanna dragist saman
og komi í veg fyrir að samfélög
norðurslóðanna búi við sjálfbæra
þróun efnahagskerfisins.
Nuttall segir ólíklegt að heim-
skautaráðið finni lausn á þessum
málum í nánustu framtíð og að hin
afskekktu svæði í norðrinu ráði
heldur ekki sjálf við öll þau vanda-
mál sem þau standa frammi fyrir.
Hann hvetur til þess að rannsóknir
á þessum svæðum verði auknar og
nýttar sem gi’unnur að stefnumót-
un til framtíðar.
íslendingar taka í fyrsta skipti þátt í Evrópusamstarfí um geðverndarmál
ISLAND tekur nú í fyrsta sinn
þátt í Evrópusamstarfi um
geðvemdarmál en um liðna
helgi var haldinn samstarfs-
fundur fulltrúa Evrópusambandsins,
Noregs og Islands um þessi efni í
London. I framhaldinu er gert ráð
fyrir að útbúin verði stefnumótandi
skýrsla vegna geðræktar ungs fólks
á aldrinum 12-20 ára og munu ís-
lendingar taka þátt í gerð hennar.
Héðinn Unnsteinsson var fulltrúi
íslands á ráðstefnunni í London en
hann er verkefnisstjóri hins svo-
nefnda Geðræktarverkefnis, sam-
starfsverkefnis Geðhjálpar, geðsviðs
Landspítala - háskólasjúkrahúss og
Landlæknisembættisins sem ýtt var
úr vör í október. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að fyrir tveim-
ur árum hefði ESB fengið aðildarríki
sambandsins auk Noregs til að setja
saman stefnumótandi skýrslu um
geðrækt fyrir böm á aldrinum 0-6
ára og nú væri í bígerð að gera slíkt
hið sama fyrir ungt fólk á aldrinum
12-20 ára. Af þeim sökum hefði hann
setið fundinn í London.
Héðinn sagði að í kjölfar ráðstefn-
unnar biði það nú þein’a hér heima
að móta hugmyndir um 3-5 geð-
Skýrsla vegna geðrækt-
ar ungs fólks undirbúin
ræktarverkefni fyrir ungt fólk og
skila tillögum fyrir 1. mars 2001 um
það hvemig íslendingar telji að helst
megi bæta geðheilsu fólks á þessum
aldri. Síðan fari framkvæmdastjórn
ESB yfir skýrsluna í heild sinni, gefi
henni einkunn og sendi frá sér sem
stefnumótandi plagg Evrópusam-
bandsins.
43.000 sjálfsmorð framin
árlega í löndum ESB
Héðinn sagðist gera ráð fyrir því
að setja nú saman sex manna vinnu-
hóp til að móta íslensku tillögurnar.
Þar myndu m.a. sitja fulltrúi Land-
læknisembættisins, bama- og ungl-
ingageðdeildar (BUGL), mennta-
málaráðuneytisins og Geðræktar en
Héðinn hefur einnig hugsað sér að
taka einn ungling inn í hópinn. Hefur
hópurinn frjálsar hendm’ í verkefna-
vali sínu.
Evrópusambandið
leggur nú æ meiri fjár-
muni í verkefni til að
bæta geðheilsu fólks,
að því er fram kemur í
máli Héðins. Finnar
höfðu á sínum tíma
frumkvæði að því að
koma þessum málum á
dagskrá enda þung-
lyndi og sjálfsmorð tíð
þar í landi en nú em
mál hins vegar komin
á góðan rekspöl. Bend-
ir Héðinn á í þessu
sambandi að fjömtíu
og þrjú þúsund sjálfs-
morð séu framin í löndum ESB á ári
hverju og sjö hundmð þúsund sjálfs-
morðstilraunir séu skráðar. „Það
þarf því ekki að koma á óvart að
sambandið vilji leggja fjármuni til að
tryggja bætta líðan,“ segir hann.
Segir Héðinn að á
vettvangi ESB telji
menn að mikilvægt
forvamastarf felist í
geðrækt, m.a. vegna
tengsla tóbaksreyk-
inga og áfengis- og
fíkniefnaneyslu við
geðheilsu fólks. Á
fundinum í London
hafi t.a.m. komið ber-
lega í Ijós hvei’su mikla
áherslu Bretar leggi á
þessi mál einmitt nú.
„í Bretlandi fremja
nú að jafnaði 12-14
ungir menn sjálfsmorð
í viku hverri og þar hafa menn horft
upp á 170% aukningu frá 1985. Bret-
um er því mjög umhugað um bætta
geðheilsu landa sinna,“ sagði hann.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Is-
lendingar taka þátt í samstarfsverk-
Héðinn Unnsteinsson
+
efni um geðrækt á vegum Evrópu-
sambandsins. Segir Héðinn að
nokkuð hafi skort á að íslensk
stjói-nvöld sýndu tillögum ESB og
þeim áherslum sem sambandið hefði
sett tilhlýðilegan áhuga.
Fyrri skýrslan endaði ofan í
skúffu embættismanna
Fullyrðir hann að fyrri skýrsla
sambandsins, um geðrækt 0-6 ára
barna, hafi einfaldlega endað ofan í
skúffu embættismanna. Hann gagn-
rýnir þá stefnu íslenskra stjórnvalda
að setja sér tiltekin markmið um
fækkun sjálfsvíga og geðröskunar
án þess að vinna í raun nokkuð í mál-
unum eða vera tilbúin að leggja til
þess fjármuni.
„En eins og við vitum gerast góðir
hlutir hægt og ég vona því að nú
horfi til úrbóta í þessum efnum,“
segir hann. Vonast hann til þess að í
þetta sinn berist hingað góð og gild
skýrsla sem fylgt verði eftir hér á
landi eins og annars staðar.
„Evrópusambandið leggur nefnilega
mikla áherslu á að heilbrigðisyfir-
völd hvers lands vinni eftir þessum
skýrslum," sagði Héðinn Unnsteins-
son.
Spara má 100
til 200 lítra af
bensíni árlega
Með því að nota
hreyfilhitara sem notar
raforku til að hita bílvél
áður en hún er ræst
nær vélin fyrr
vinnsluhita og mengar
minna. Jóhannes
Tómasson kynnti sér
þessa tækni hjá Olafí
Arnari Gunnarssyni
sem vann lokaverkefni
í Tækniskóla Islands
um hreyfílhitara.
HREYFILHITARI fyrir
bílvélar getur sparað
umtalsvert eldsneyti,
dregið úr mengun og
veitt þau þægindi að bíleigandinn
kemur alltaf að heitum bílnum á
köldum dögum og losnar við að
skafa rúður. Ólafur Amar Gunnars-
son, sem er að ljúka námi frá Tækni-
skóla íslands í vél- og orkutækni-
fræði, tók hreyfilhitara sem loka-
verkefni og segir hann þá henta vel
fyrir íslenskar aðstæður og hvetur
bíleigendur til að setja slíkan búnað
í bíla sína.
Lokaverkefnið vann Ólafur Arnar
fyrir Landsvii’kjun en forsagan er
sú að á síðasta ári ákvað Lands-
virkjun að athuga hvort hagkvæmt
væri að setja hreyfilhitara í bílaflota
sinn. Var Jón Baldur Þorbjörnsson
bíltækniráðgjafi fenginn til að gera
á því hagkvæmniathugun sem
reyndist jákvæð og voru þá settir
hreyfilhitarar í nokkra bíla fyiir-
tældsins og starfsfólks. Verkefni Ól-
afs Arnar fólst í því að lýsa hreyfil-
hitara, gera úttekt á kostum og
göllum og skoða fjárhagshliðina. Þá
er fjallað um tilraun Landsvirkjunar
sem stóð frá febrúar og út maí á
þessu ári og árangur hennar met-
inn.
„Tilgangur hreyfilhitara er að
stuðla að því að vélin nái álqósan-
legu hitastigi sem fyrst eftii’ að akst-
ur hefst,“ segir Ólafur Arnar í sam-
tali við Morgunblaðið. „Búnaðurinn
fær orku sína frá 230 volta raf-
magnsinnstungu. Hreyfilhitari hitar
kælivatn bílsins og fylgir því tíma-
stillfr og hitamælir sem ræsir bún-
aðinn og hitablásari sem hitar upp
farþegarýmið og eyðir móðu og
hrími áður en akstur hefst. Tíma-
stillirinn stýrir því hvenær upphitun
á að hefjast miðað við útihitastig og
er þá miðað við fyrirfram ákveðinn
brottfarartíma.“
Borgar sig upp á
þremur árum
Einfaldur hreyfilhitari kostar
með tilheyrandi búnaði kringum 45
þúsund ki’ónur en misjafnt er eftir
bílgerðum hversu mikinn búnað
þarf. Ólafur Amar segir að hann
borgi sig upp á þremur árum. Milli
100 og 200 lítrai’ af bensíni sparast
ái’lega með því að nota hreyfilhitara
reglulega allt árið og þýðir það 9.800
til 19.600 krónur á ári.
í ritgerð sinni vitnar Ólafur Am-
ar í danskar niðurstöður um bensín-
spamað og kemur þar fram að sé
hiti við frostmark eyðir bíll 1,6 lítr-
um á fyrstu fimm kílómetrunum sé
hann ekki hitaður. Hafi verið notað-
ur hreyfilhitari dettur eyðslan niður
í einn lítra. Sé 20 stiga frost fer
Morgunblaðið/ Kristinn
Ólafur Arnar Gunnarsson segir hreyfilhitara hafa sparnað á eldsneyti
í för með sér, draga úr mengun og veita þau þægindi að menn setjast
alltaf inní volgan bíl á köldum dögum.
Morgunblaðið/Sverrir
Við húsnæði Landsvirkjunar
eru hreyfilhitarar sem notaðir
hafa verið í tilraunaskyni
vegna bfla fyrirtækisins og
starfsmanna.
eyðslan úr tveimur lítrum í einn og
við 20 stiga hita úr 1,2 lítrum í 1.
Ólafur Arnar leggur áherslu á að
hérlendis séu skilyrði fyifr notkun
hreyfilhitara allt árið. „Hér verður
aldi’ei svo heitt að ekki sé hagkvæmt
að nota hreyfilhitara. Vinnsluhiti bíl-
vélar er kringum 80 gráður og þótt
hér sé kannski 15 til 20 stiga hiti á
sumrin myndi það draga mjög úr
mengun ef vélin væri hituðþótt loft-
hiti sé það mikill," segir Ólafur og
telur notkun hreyfilhitara því æski-
lega allan ársins hring. „Hver vill
ekki spara eldsneyti, minnka rekstr-
arkostnað, auka þægindi og öryggi í
umferðinni og draga í leiðinni úr los-
un mengandi efna og gróðurhúsa-
lofttegunda."
Orkuveitan býður styrk
Hæfilegur notkunartími hreyfil-
hitara er frá 30 mínútum og upp í
þrjá tíma og fer hann eftir útihita-
stigi, hitastigi vélar og hversu öflug-
ur hreyfilhitarabúnaðurinn er. Ólaf-
ur segir kostnað við orkunotkun
hreyfilhitara vera um 2.700 krónur
hérlendis og hefur Orkuveita
Reykjavíkur boðið þeim sem fjár-
festa í hreyfilhitara styrk sem nem-
ur þeirri upphæð. Stendur tilboðið
útárið.
Auk eldsneytissparnaðar er talið
að notkun hreyfilhitara auki end-
ingu smurolíu og að lengja megi tím-
ann milli olíuskipta úr 5 í 10 þúsund
km. Þá er hægt að auka endingu raf-
geymis en fá má hleðslutæki sem
hluta af hreyfilhitarabúnaðinum og
sér hann um að halda rafgeyminum
ávallt fullhlöðnum. Er talið að end-
ingin aukist úr 3 til 5 árum í 6 til 10.
„Það sem flestfr starfsmenn
Landsvirkjunar nefndu sem helsta
kost hreyfilhitara eru þægindin,"
segir Ólafur Amar. ,Að geta sest út
í hlýjan bíl á köldum morgni og
þurfa ekki að skafa rúðumar. Hitt
fylgir síðan með sem bónus, að geta
lækkað rekstrarkostnaðinn og dreg-
ið úr mengun," og segir hann síðast-
nefnda atriðið ekki það þýðingar- ,
minnsta. Segir Ólafur Amar að -
hreyfilhitari dragi úr mengandi efn-
um í útblæstrinum sem eru mest
þegar bílvél er ræst köld.
Dregur úr útblæstri
mengandi efna
„Hreyfilhitarinn dregur úr út-
blæstri megnandi efna, til dæmis
kolmónoxíðs, koldíoxíðs, köfnunar-
efnisoxíða og kolvetna. Erlendar
rannsóknir hafa sýnt að regluleg
notkun hreyfilhitai’a getur minnkað
óæskilegar lofttegundir í útblæstri
eins og kolmónoxíð og kolvetni um
allt að 80% og minnkað koldíoxíð á
bilinu 10 til 60%.
Við skulum líka athuga að í stað
þess að nota innflutta mengandi
orku til að hita upp vélina og bílinn
getum við notað íslenska raforku
sem framleidd er á umhverfisvænan
hátt hérlendis. Fyrir utan að stuðla
að minni mengun er það þjóðhags-
lega hagkvæmt," segir Ólafur.
Islendingai’ era að sögn Ólafs ára-
tugum á eftir nágrannaþjóðum í
hreyfilhitaravæðingunni. Erfiðast
sé að finna innstungu fyrir rafmagn
og þurfi flestir að grípa til einhverra
aðgerða heima fyrir til að komast í
rafmagn á þægilegan hátt. Hann
segir að best væri ef borgin hefði
framkvæði að því að gera ráð fyrir
rafmagnsinnstungum á bílastæðum
þegar ný hverfi era skipulögð, rétt
eins og gert hefði verið í Árbæjar-
hverfinu fyrir 30 áram. Þá var
stauranum komið upp á bílastæðum
við nokkur fjölbýlishús en rafmagn-
ið ekki tengt. Þá kveðst Ólafur vita
til þess að Landsvirkjun muni
hvetja bíleigendur í sérstakri her-
ferð til að setja slíkan búnað í bíla
sína og kveðst hann vona að raf-
magnsinnstungum verði komið fyrfr
við sem flest heimili sem og vinnu-
staði.
„Því þegar málið er skoðað frá öll-
um hliðum kemui’ í ljós að allir munu
græða á hreyfilhitaravæðingu. Það
er því löngu orðið tímabært að Is- r
lendingar opni augu sín fyrii’ þess-
um búnaði og hreyfilhitaravæði ís-
lenska bílaflotann til að stuðla að
hagstæðari viðskiptajöfnuði við út-
lönd, minni hnattrænni mengun og
leggi sitt af mörkum við að gera
jörðina að byggilegri stað,“ era loka-
orðin í skýi-slu Ólafs Ai’nars Gunn-
arssonar. c