Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNB LAÐIÐ
[Flóðljós
í stofunni
Einrœða töffarans Pietro að morgni
18. dags varð frœgað endemum,
því eins og allir vita flyturfólk ekki
mónólóga í einrúmi. Það hugsar.
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
Nú er í ræktun nýtt
afbrigði sjónvarps-
efnis sem áður hef-
ur ekki þekkst á
heimsvísu. Líf í
beinni. Að vísu hafa beinar sjón-
varpsútsendingar lengi tíðkast frá
íþróttaleikjum, kosningum, styrj-
öldum, útförum og öðrum viðburð-
um sem enga bið þola. Það sem
hins vegar hefur legið óbætt hjá
garði þegar kemur að beinum
sendingum er hversdagslíf hins al-
menna borgara.
Handritshöfundar í Hollywood
bentu á þennan misbrest fyrir fá-
einum árum með kvikmyndunum
The Truman Show og Ed TV. í
hinni fyrri sagði frá manni sem ólst
upp í risastóru stúdíói og var alla
daga aðalpersónan í sápuóperu um
sjálfan sig, án þess að hafa um það
VIÐHORF iffiíSta
myndinni tók
aðalpersónan
að sér sjálívilj-
ug að verða
viðfang myndavéla alla daga og
nætur.
Hversu staðlausar sem þessar
persónur þóttu á sínum tíma - sem
aðeins var fyrir fáeinum áram - er
nú svo komið að sjónvarpsþættir
með „alvöra fólki“ í aðalhlut-
verkum era vinsælt efni í sjónvarpi
og á Netinu víða um lönd. Nefna
má Big Brother í Bretlandi,
Survivor í Bandaríkjunum og svip-
aða þætti í Hollandi, Austurríki og
víðar.
Italir hafa ekki setið eftir; nú er
hálfnuð þar í landi þriggja mánaða
dagskrá sem send er út án hlés á
einkarekinni sjónvarpsrás (auk
Netsins) og snýst um fimm stráka
og fimm stúlkur á tilbúnu heimili í
sjónvarpsveri í Róm. Þátturinn
heitir II Grande Fratello eða Stóri
bróðir (www.grandefratello.-
jumpy.it) og er í raun leikur þai-
sem reglulega fækkar í húsinu þar
til einn stendur uppi sem sigurveg-
ari og fær tíu milljónir króna að
launum. íbúamir tilnefna sjálfir
tvo til útskúfunar annan hvern
fimmtudag og í kjölfarið fá áhorf-
endur viku til þess að kjósa hvor
skal brottrækur ger.
Það er skemmst frá því að segja
að Stóri bróðir hefur slegið í gegn,
hvort sem landsmenn vilja viður-
kenna áhuga sinn eða ekki. Sumii-
þykjast ekki sjá hvað getur hugs-
anlega verið spennandi eða íróð-
legt við að horfa á snoppufríðan
flokk á þrítugsaldri kjafta, elda,
sofa, geispa, mala, masa og spjalla
daginn út og inn frá byrjun sept-
ember fram að jólum. Endurtekið
efni í 100 daga! Samt laumast þess-
ir sömu sumir til þess að horfa. Að
minnsta kosti á samantekt dagsins
sem móðurstöðin Canale 5 sendir
út fyrir fréttir á hverju kvöldi (frá
helstu U-beygjum í samskiptum
tímenninganna er líka stundum
sagt í aðalfréttum). Fyrir mestu
áhorfsfíklana er svo þriggja tíma
spjallþáttur á fimmtudagskvöldum
þar sem lífið í húsi Stóra bróður er
rætt írá öllum hugsanlegum hlið-
um með fulltingi ættingja þeirra
sem „inni sitja“, að ógleymdu tíma-
ritinu Stóri bróðir.Allt sem ekki
sést á skjánum.
Þannig þykjast fáir þola þáttinn
en allir fylgjast með honum. Og
það era helst slíkar þversagnir
sem gera þáttinn að athyglisverðu
efni, ekki inntakið sem slíkt. Önnur
þversögn er t.d. sú að Francescu,
fyrstu stúlkunni sem fleygt var út,
var tekið af slíkum æsingi af press-
unni og fólkinu í landinu að engu
líkara var en hún hefði unnið
keppnina. Hún var gestur í öllum
helstu spjallþáttum og tímaritum
og meðhöndluð eins og ný díva.
Samt hafði henni verið útskúfað
því hún hafði minnsta mannkosti
til að bera og rakst illa í hópi.
Þriðja þversögnin er hin upp-
gerða einlægni sem bein útsending
úr sjónvarpsveri býður upp á.
Þátturinn hefur ekkert handrit og
á að sýna daglega sambúð vina-
hóps úti í bæ. Vinir þessir era hins
vegar sérvaldir til leiks, auk þess
sem þeir era sambandslausir við
umheiminn meðan leikurinn varir.
Sem hljóta að teljast giska óeðli-
legar aðstæður. Undir hópeflis-
ásýndinni krauma svo undirferli
því allir keppa að því einu að vinna,
hvað sem líður ástarævintýranum
og fóstbræðralögunum sem aukið
hafa áhorf Stóra bróður að undan-
förnu. Þátttakendur era líka ofur-
meðvitaðir um allar myndavélam-
ar og geta því freistast til þess að
stýra svipbrigðum og jafnvel
hugsa upphátt. Einræða töffarans
Pietro um eigið ágæti að morgni
18. dags varð til dæmis fræg að
endemum, því eins og allir vita
flytur fólk ekki mónólóga í einrúmi
heima hjá sér. Það hugsar.
Þegar hafa þríi' verið sendir
heim; Francesca, Roberta og Lor-
enzo. Einum til viðbótar verður
sparkað á morgun. Eftir það halda
félagsfræðingar áfi’am að stúdera
mannleg samskipti í lofttæmi - í
umhverfi sem er að öllu leyti til-
búið eins og um tilraunastofu væri
að ræða. Feill þeirra er hins vegar
sá að sjónvarpsþáttur eins og Stóri
bróðir varpar ekki ljósi á hegðun
og viðbrögð manna við áreiti í hóp.
Stóri bróðir varpar fyrst og fremst
ljósi á þá staðreynd að flóðljós fjöl-
miðla fipar fólk í mannlegum sam-
skiptum og skekkir niðurstöður
daglegra samskipta. Allt er í
beinni útsendingu og þannig er
flestallt sem gerist ómarktækt.
Pietro er ekki raunveralega hrif-
inn af Cristinu, hann vill bara
vinna sér inn punkta hjá öllum
heimsins tengdamæðram. Marina
er ekki raunveralega píslarvottur í
átökum Rocco og Sergio, hún er
bara að afla sér samúðar...
Kastljósið nægir ekki til þess að
gegnumlýsa fómarlömbin - það
dugar bara til þess að varpa á þau
ljósi að hluta. Þess vegna eru veru-
leikatenging og heimildagildi
þessa þáttar eins þunn og spegla-
glerin sem fela myndavélamar.
Skemmtigildið er hins vegar ívið
meira, því það getur verið gaman
að horfa á fólk leika sjálft sig. Og
þó, ekki í hundrað daga.
Talsmenn Canale 5 bera því við
að fólk sé orðið svo vant beinum
útsendingum í sjónvarpi að það
hljóti að vilja beinar lýsingar úr
hversdagslífinu líka. Sannleikur-
inn er hins vegar sá að þetta er
ekki lífið sjálft - þetta er sjónvarp
með aðdráttarlinsum, búningum
og stjóm útsendingar. Sjónvarp
eins og það gerist óvægnast. Vin-
sældir skilja á milli feigs og ófeigs
og sá einn á von á vinsældum sem
kann þá list að feika og leika. Þykj-
ast vera alvöra. Nýta sér miðilinn
og vinna þannig milljónir.
Að fortíð skal hyggj a
er framtíð á að byggja
EFTIR að Hafrann-
sóknastofnun gaf út
sína svörtu skýrslu,
um slæmt ástand
þorskstofnsins á síð-
astliðnu vori, varð mér
sjálfsagt eins og mörg-
um öðrum starsýnt á
þá neikvæðu mynd
sem þar var dregin
upp. Ekki er ég þó
með neinar efasemdir
um að ekki hafi verið
vel og fagmannlega að
þessum rannsóknum
staðið heldur hitt,
hvers vegna „hafró-
arnir“ gaumgæfi ekki
þetta slæma ástand
sem búið er að vera viðvarandi á
þorskstofninum í hartnær þrjá ára-
tugi af meira víðsæi.
Sjöundi áratugurinn var um
margt mjög erfiður og þó sérstak-
lega fyrir sjávarútveginn. Þá var ís
fyrir Norðurlandi langtímum sam-
an og hamlaði af þeim sökum nýlið-
un t.d. þorsks og loðnu. Sfldin var
elt langt norður í Barentshaf og svo
að segja útrýmt þar. Nú voru góð
ráð dýr.
Finna varð önnur verkefni fyrir
sfldveiðiflotann annars fór illa fyrir
útgerðinni og áhangendum hennar.
Athafnamenn og ráðamenn beindu
nú sjónum sínum að auðlind sem
talin var vannýtt að mestu, loðn-
unni.
An allra forrannsókna á þýðingu
hennar fyrir hið fjölbreytilega líf-
ríki við strendur landsins létu menn
sig hafa það að búa til loðnunætur
að norskri fyrirmynd, nótavæddu
flotann og hófu að ausa loðnunni
upp. í byrjun áttunda áratugarins
tóku sjómenn og aðrir, sem höfðu
afkomu sína af þorskveiðum, eftir
því, að afli hafði rýrnað mjög á
sóknareiningu. Hvað var að gerast?
Nú varð að finna ástæðuna fyrir
því. Já, og hún fannst fljótt. Fjár-
ans erlendu togararnir veiddu allan
fiskinn upp í landsteinum. Og þjóð-
in fylltist heilagri vandlætingu út í
hinn erlenda fiskveiðiflota.
Vinstrimenn töldu að það væri
ekki síður hinum ískalda viðreisn-
aráratug að kenna þar
sem lítil nýliðun til
lands og sjávar hefði
orðið, utan virkjana og
álbræðslu.
Um skilyrðin í sjón-
um réðum við litlu, að
við héldum og þó.
Skyndilega urðum við
þess áskynja að þjóðin
átti sér eina sál og eitt
markmið sem hún
hafði þó ekki átt síðan
1944. Mörgum virtist
þetta nýja markmið
bera vott um ferskt og
samstöðufyllra hugar-
far. Að færa út land-
helgina, það var lausn-
in og það sem við gátum sameinast
um. Segja má með réttu að fyrri
hluti áttunda áratugarins hafi verið
áratugur landhelgisútfærslunnar
þar sem ekki var staðnæmst fyrr
en öllum erlendum veiðiflota hafði
verið komið út fyrir 200 mílna land-
helgina, þó með örfáum undantekn-
ingum. Menn gátu nú andað léttar
að þeim fannst þvi nú yrði þorsk-
stofninn fljótur að ná sér upp að
nýju. En í kringum og upp úr 1980
kemur í ljós að stofninn er enn á
niðurleið og auk þess sýna rann-
sóknir að vaxtarhraði hans, þ.e.
hvers einstaklings, getur numið allt
að tveim árum í eldri árgöngunum
hvað þyngdina varðaði. Þessi nýja
uppgötvun kom sem ísköld vatns-
gusa yfir þjóðina sem hafði lifað í
þeirri góðu trú að treysta mætti
Hafró.
Nú var lagst undir feld, nú skyldi
finna það ráð sem dygði þorsk-
stofninum til verndar. Stjórnmála-
menn, fiskifræðingar og ýmsir aðr-
ir góðir menn lögðust nú allir á þá
örlagaríku sveif sem varð til þess
að kvótakerfið sá dagsins ljós. í
sjálfu sér var þetta besta nauðvörn-
in í stöðunni að mati flestra.
Framhaldið þekkja svo allir þar
sem ráðamenn hafa gjörsamlega
brugðist í því að laga það að sí-
breytilegum aðstæðum. Fjármála-
kerfið í dag er því miður engu bet-
ur statt þó að það sé á annan hátt.
Því má aftur á móti líkja við umferð
Þorskstofninn
Þegar einhverri tegund
eru búin þau skilyrði að
þurfa að eta eigin
afkvæmi vegna fæðu-
skorts, segir Gestur
Guðmundsson, er aug-
ljóst að ráðamenn
í fiskveiðistjórnun eru
á villigötum.
þar sem flestar umferðarreglur
hafa verið numdar úr gildi.
Skyldu þeir eiga mikinn sand hjá
Hafró?
Þegar í ljós kom að fæðuskortur
ylli fyrst og fremst rýrð þorsksins
benti Jón Kristjánsson fiskifræð-
ingur ráðamönnum réttilega á að
fráleitt væri að hafa þorskkvótann
svona lítinn við þessar aðstæður. Ef
að þeir hjá Hafró hefðu lagt við
hlustirnar þá í staðinn fyrir að fara
í fýlu hefði margt verið öðruvísi í
dag. Að stinga hausnum í sandinn
til að heyra ekki hljóm viðvörunar-
bjallnanna sem teknar voru að
klingja bæði hátt og hvellt upp úr
1980 er síðasta sort af ábyrgð
þeirra sem trúað er fyrir fjöreggi
þjóðarinnar.
Hinn ágæti fyrrverandi forstjóri
hjá Hafró, Jakob Jakobsson, átti
löngum við ramman reip að draga
þar sem hann þurfti ár eftir ár að
hemja gengdarlausa græðgi út-
gerðarinnar. Það þarf mikla einurð
og staðfestu undir slíkum þrýstingi
sem Jakob var jafnan í á þessum
tíma til að sveigjast ekki af þeirri
vísinda- og hagi’æðingarbraut sem
hann hafði helgað sig.
Enda for svo að gullpungarnir
herjuðu út veiðileyfi á smáloðnu frá
miðju sumri og jusu henni upp hver
sem betur mátti og gera enn.
Eg skora á ykkur ráðamenn sem
farið með þessi mál: Notið vel
Gestur
Guðmundsson
Sameining framundan
EINN mikilvægasti
mælikvarði á lýðræði í
þjóðfélögum er styrk-
ur verkalýðshreyfing-
ar. Styrkur hennar
helst algerlega í hend-
ur við mátt jafnræðis
og lýðræðis. Menn
kunna að deila um
einstaka útfærslu á
starfsemi verkalýðs-
hreyfingar á Vestur-
löndum, en almennt
viðurkenna menn
nauðsyn verkalýðs-
hreyfingar. Ekkert
lýðræðisþjóðfélag fær
staðist án verkalýðs-
hreyfingar. Því öflugri sem hún er
þeim mun máttugra og virkara er
það lýðræðisþjóðfélag sem fólk býr
við. En verkalýðshreyfing er ekki
bara lýðræðishreyfing fjöldans,
hún er líka andsvar, andsvar við
alræði atvinnurekenda og einokun-
artilburðum þeirra.
Gagnrýni á verkalýðs-
hreyfínguna
Verkalýðshreyfing í okkar
heimshluta bjó lengi við harðvít-
uga gagnrýni. Hún var gagnrýnd
fyrir hugsjónaleysi, skrifræðisþró-
un, árangursleysi, stöðnun og smá-
kóngaveldi. Heldur hefur dregið úr
þessari gagnrýni, enda hefur
hreyfingin að ýmsu leyti reynt að
bregðast við henni.
Allar félagslegar
hreyfingar þurfa að
vera á varðbergi
gagnvart neikvæðum
þáttum formfestu og
vaxtar. í þessum efni
er fólgið mikið aðhald
í þeirri víðtæku fé-
lagaaðild sem er í ís-
lenskum verkalýðsfé-
lögum. Félagsmenn
minna á sig og hug-
sjónir verkalýðshreyf-
ingar um samstöðu,
baráttu og árvekni
gagnvart markmiðum
starfsins.
Jákvæð svör
við gagnrýni
Við sem störfum í verkalýðs-
hreyfingunni erum mjög meðvituð
um þá gagnrýni sem verkalýðs-
hreyfingin býr eðlilega við. Jafn-
framt höfum við brugðist við með
margvíslegum hætti. Ég leyfi mér
að halda því fram að í verki séu
verkalýðsfélögin að svara gagnrýn-
inni með jákvæðum hætti. Fólkið
vill að félögin standi vaktina og
taki þátt í þjóðfélagsþróuninni til
hagsbóta fyrir félaganna. Skipulag
verkalýðshreyfingar getur því
aldrei verið markmið í sjálfu sér,
heldur hitt - meiri virkni, árangur,
baráttuhæfi og möguleikar til að
veita sem besta þjónustu.
Þetta er skýring á þeirri miklu
Verkalýðsfélög
Verkalýðsfélög eru
að sameinast, segir
Jens Andrésson,
og það fer fram
uppstokkun innan
hreyfíngarinnar.
gerjun sem nú ríkir í íslenskri
verkalýðshreyfingu. Verkalýðsfé-
lög eru að sameinast og það fer
fram uppstokkun innan hreyfing-
arinnar. Þessi þróun hefur verið
síðustu mánuði og misseri og hún
mun halda áfram á næstunni. Það
eru því gífurlega spennandi tímar
framundan í verkalýðshreyfing-
unni.
Betri baráttutæki
- betri þjónusta
Gerjunin í verkalýðshreyfing-
unni á Islandi er verulega mikil.
Það skýrist auðvitað að hluta af því
hversu þeirri öfgatrú á markaðs-
lausnir sem ríkir hinum megin víg-
línunnar hefur að ýmsu vaxið ás-
megin. Við slíkar aðstæður verður
þörfin fyrir sterkari verkalýðs-
hreyfingu knýjandi.
Hin sígildu markmið hreyfingar-
Jens Andrésson
I