Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Prófnúmera-
kerfíð er
framfaraskref
Á Háskólafundi sem
haldinn var dagana 18.
og 19. apríl sl. var sam-
þykkt að deildir skyldu
taka upp svokallað
prófnúmerakerfi. í því
felst að nemendur
merkja prófin sín með
%ieyninúmeri en ekki
nafni eða kennitölu. Nú
ber svo við að fjölmarg-
ir kennarar virðast
ætla að hnekkja þessari
ákvörðun á næsta Há-
skólafundi. Þetta telja
fulltrúar Vöku í Stúd-
entaráði Háskóla Is-
lands vera mikla aftur-
för. Því viljum við vekja
athygli á röksemdum Vöku á bak við
þetta baráttumál og um leið leið-
rétta þann misskilning sem virðist
víða gæta í háskólasamfélaginu.
Rök fyrir
prófnúmerakerfínu
Þótt deila megi um réttmæti þess
að nota stöðluð próf til þess að
dæma frammistöðu nemenda í námi
þá er það engu að síður staðreynd að
mjög stór hluti kennara í Háskóla
Islands notar þá aðferð. Þegar próf
eru lögð fyrir nemendur þykir sjálf-
sagt að sama próf sé lagt fyrir alla.
Þess vegna má gera ráð fyrir því að
sömu kröfur séu gerðar til allra úr-
lausna þegar farið er yfir svörin og
þau metin. Ég held að
flestir séu sammála
þessu tvennu þegar
um próftöku er að
ræða, þ.e. að:
(1) sama próf skal
lagt fyrir alla
(2) allar úrlausnir
skulu dæmdir á sömu
forsendum.
Ur því svo er hljóta
allir að sjá að engu á
að skipta hverjum við-
komandi prófúrlausn
er merkt. Hið sama á
yfir alla að ganga óháð
meðvitaðri eða ómeð-
vitaðri velvild eða and-
úð kennara á viðkom-
andi nemanda.
Tengsl kennara og
nemenda versna ekki
Meðal þess sem andstæðingar
prófnúmerakerfisins hafa haldið
fram er að með því dragi úr sam-
skiptum stúdenta og kennara. Þessi
skoðun byggist líklega á þeim mis-
skilningi að prófnúmerakerfið nái
yfir öll verkefni og próf sem nem-
endur skila til kennara. Þetta er
ekki rétt. Kerfið tekur eingöngu til
skriflegra prófa. Öllum er Ijóst mik-
ilvægi uppbyggilegra persónulegra
samskipta kennara og nemanda.
Þetta á sérstaklega við í verkefna-
og rannsóknarvinnu. I slíkri vinnu
er fullkomlega eðlilegt að kennari
leggi mat á vinnubrögð nemandans
og að slíkt mat endurspeglist í ein-
kunninni. Hið sama á hins vegar
ekki við þegar um próf er að ræða.
Sumir kennarar hafa sagst vilja geta
haft áhrif á einkunnir góðra nem-
enda sem af einhverjum ástæðum
standa sig illa á prófum. Hin hliðin á
þeim peningi er vissulega sú að þeir
nemendur sem kennari telur slæma
njóta vafans síður. Slík gildishlaðin
yfirferð prófa er óverjanleg því í
fæstum tilfellum er kennari þess
umkominn að meta með nákvæmni
raunverulega getu allra nemenda í
viðkomandi námskeiði. Ef kennari
telur hins vegar námskeiðið þess
eðlis að betra sé að nemendur séu
Þórlindur
Kjartansson
Eftirfarandi viðskipta-
númer voru vinningsaðilar
íTalló nr. 14
22732 23192 23820 24206 24586 24953 3823
22742 23207 23838 24212 24594 24967 3808
22759 23218 23847 24246 24597 24985 3778
22761 23237 23857 24260 24613 25025 3762
22790 23242 23861 24276 24621 25046 3784
22808 23249 23862 24287 24623 25059 3928
22810 23269 23876 24296 24625 25061 3923
22813 23284 23913 24306 24632 25077 3923
22824 23288 23915 24308 24643 25084 3900
22841 23304 23926 24312 24650 25094 3898
22843 23319 23939 24313 24654 25097 3893
22861 23331 23946 24359 24662 25105 3883
22863 23332 23954 24360 24664 25109 3878
22866 23339 23963 24365 24668 25117 3867
22882 23346 23991 24370 24683 25123 3862
22899 23352 24032 24373 24686 25142 4001
22900 23398 24034 24391 24707 25176 4000
22904 23402 24036 24394 24716 25185 3962
22912 23430 24041 24399 24731 25187 3970
22931 23512 24059 24413 24741 25189 3933
22938 23523 24062 24428 24742 25192 4013
22948 23530 24080 24443 24744 25196 4059
22967 23552 24082 24453 24757 25197 4114
22991 23554 24095 24455 24758 25213 4112
22993 23575 24098 24463 24774 25215 4093
23002 23576 24103 24470 24775 25223 4089
23007 23594 24116 24471 24779 25229 4102
23008 23598 24132 24495 24789 25238 4084
23026 23655 24134 24502 24808 25263 4083
23037 23672 24137 24517 24816 25265 4058
23051 23689 24138 24529 24847 netnr. 4126
23052 23711 24147 24538 24857 3603 4122
23054 23744 24154 24565 24892 3592 4178
23092 23771 24155 24570 24919 3579 4137
23142 23795 24162 24575 24941 3576 4227
23144 23816 24202 24582 24946 3707 4221
Háskólinn
Fulltrúar Vöku í Stúd-
entaráði hafa í mörg ár
barist fyrir notkun nem-
endanúmera við allar
7
deildir Háskóla Islands,
segir Þórlindur Kjart-
ansson. Hér færir hann
rök fyrir gildi þeirra.
dæmdir á öðrum forsendum en
frammistöðu á prófi þá getur hann
aukið vægi verkefna og minnkað
vægi prófsins. Þetta er ekki ósann-
gjarnt. Reyndar má færa gild rök
fyrir því að þetta sé í raun heppi-
legri matsleið í fámennum nám-
skeiðum þar sem samband kennara
og nemenda er náið. Slík vinnubrögð
leggja þar að auki mun raunsannari
grunn fyrir þátttöku í atvinnulífinu
og akademísku samfélagi.
Hræðsla við
breytingar er óþörf
Það þarf ekki að koma á óvart að
ákveðnir hópar í háskólasamfélag-
inu bregðist illa við þegar breyting-
ar eru gerðar. Þetta er skiljanlegt
því ákveðinn ótti við óvissu og breyt-
ingar eru manninum mjög eðlislæg-
ur.
Fyrir tveimur árum kærði Vaka
birtingar á einkunnum undir kenni-
tölum til tölvunefndar. Margir
brugðust illa við. Nú hafa kostir hins
nýja kerfis hins vegar komið í ljós og
víst að fáir væru reiðubúnir að
hverfa aftur til gamla kerfisins. Ég
er viss um að hið sama gildir um
þetta málefni. Prófnúmerakerfið
skerpir verulega á réttindum stúd-
enta til þess að vera dæmdir eftir
verðleikum. Það tryggir að prófferl-
ið sé gegnsætt og hlutlægt auk þess
sem það gefur kennurum tækifæri
til þess að endurmeta stöðu skrif-
legra prófa við mat á frammistöðu
háskólastúdenta.
Vaka tryggir
réttindi stúdenta
Fulltrúar Vöku í Stúdentaráði
hafa í mörg ár barist fyrir notkun
nemendanúmera við allar deildir
Háskóla Islands. Þetta kerfi var fyr-
ir nokkrum árum tekið upp í laga-
deild og hefur gefist vel. Vaka hefur
einnig haft frumkvæði að endurbót-
um í birtingum einkunna og lagt
hart að sér í aðstöðumálum. I próf-
númeramálinu er nú mikil samstaða
innan Stúdentaráðs og hefur Röskva
staðið með Vöku í þessu máli. Það er
góðs viti og við vonum að slík sam-
staða megi skila stúdentum þeim
árangri sem þeir eiga skilið.
Höfundur er oddviti Vöku í
Stúdentaráði Háskóla íslands.
MONSOON
M A K E U P
litir sem lífga
Áttu þér draum!
www.ercomedia.com
s. 881 5969
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qfuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Meira, Sturla
Böðvarsson,
meira!
ÉG hef haldið því
fram i sjónvarpsþætti
og blaðagrein að
Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra
hafi í þingræðu vikist
undan pólitískri
ábyrgð og skáldað upp
sök á aðra. Ég sagði
líka að Sturla Böðvars-
son ætti að skammast
sín fyrir þessa hegðun.
Málið varðar sam-
gönguframkvæmdir í
Reykjavík á vegaáætl-
un íyrir 2001. Sturla
Böðvarsson telur sig
þurfa að skera niður á
næsta ári og hefur
leynt og ljóst beint sjónum að þrem-
ur fyrirhuguðum samgönguverkefn-
um í höfuðborginni. I stað þess að
standa við eigin rök fyrir þessari af-
stöðu heldur hann því fram að
Reykjavíkurborg hafi brugðist við
undirbúning framkvæmdanna.
Þetta er rangt, eins og nú hefur
margoft verið bent á. í nokkrum at-
riðum mætti að vísu flokka mál-
flutning Sturlu Böðvarssonar sem
hálfsannleik.
Við aðfinnslum mínum um þetta
varð Sturla Böðvarsson hamslaus
og hefur nú í tveimur greinum
nokkurnveginn tæmt gervallt
vopnabúr hinnar sígildu íslensku
ritdeilu af þessu tilefni: „fleipur" -
„skammir" - „ósannindi“ - „stór-
yrði“ - „lygar“ - „gífuryrði" - „róg-
ur“.
Sturla sjálfur
Allt heimsins bölsót breytir þó
ekki þvi sem Sturla Böðvarsson hef-
ur sjálfur sagt og varð tilefni þess-
arar undarlegu deilu. Ræða Sturlu
Böðvarssonar á alþingi fimmtudag-
inn 19. október er því miður ekki
formlega frágengin ennþá. Starfs-
menn þingsins hafa að vísu skrifað
hana upp af segulbandi númer
0010191330 en Sturla Böðvarsson
ekki skilað inn yfirlesinni próförk.
Því er hér borin upp við Sturlu
Böðvarsson sú spurning hvort ekki
sé rétt að hann hafi sagt þetta á
þinginu:
„Hins vegar er færsla Hring-
brautar, gatnamót Víkurvegar og
Vesturlandsvegar og framkvæmdir
við Hallsveg þannig í sveit sett hjá
höfuðborginni að annars vegar er
um það að ræða að ekki liggur fyrir
klárt með skipulag og svo hins vegar
kröfur um umhverfismat, nú síðast
hvað varðar mislægu gatnamótin á
gatnamótum Vesturlandsvegar og
Víkurvegar. Því er alveg ljóst að
þessar framkvæmdir, hvort sem
okkur líkar það betur eða verr,
munu frestast af þeim ástæðum að
skipulags- og umhverfísmatsvinn-
unni er ekki lokið.“
Sumsé: Hvort eru það skammir,
lygar, fleipur eða rógur að Sturla
Böðvarsson hafi sagt þetta á þingi?
- að það sé „alveg ljóst“ að þessar
framkvæmdir muni „frestast af
þeim ástæðum að skipulags- og um-
hverfismatsvinnunni er ekki lokið“?
Sturla um Sturlu
Meðan við bíðum svars við þessari
fyrirspurn er rétt að geta þess að
Sturla Böðvarsson hefur sjálfur
skorið efnislega úr um réttmæti
hinna óyfirlesnu ummæla á alþingi.
I fyrri grein sinni um málið - á vef-
setrinu „sturla.is", sem Jakob Falur
Garðarsson aðstoðarmaður ritstýrir
- viðurkenndi Sturla Böðvarsson að
eitt verkefnið og það brýnasta, við
gatnamót Víkurvegar og Vestur-
landsvegar, gæti vissulega unnist á
næsta ári. I síðari grein sinni, í
Morgunblaðinu á laugardaginn,
kemst Sturla Böðvarsson að þeirri
niðurstöðu að „allt tal um frestun á
vinnu við Hringbraut [sé] óþarft.“
Og bæði í þessari grein og í
sjónvarpsþætti Egils
Helgasonar á sunnu-
daginn var ekki annað
að heyra á ráðherra en
að Hallsvegarspottinn
yrði líka lagður - nema
skipulagsmál tefðu.
Þar sem kæra nokk-
urra íbúa um þetta efni
er nú komin fram yfir
úrskurðarfrest hjá við-
komandi stjórnvaldi
má þá gera ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist
við Hallsveg á næsta
ári, að sjálfsögðu með
fullu tilliti til niður-
stöðu kærumálsins.
Meira, Sturla!
Mönnum kann við fyrstu sýn að
finnast það nokkuð önugt að standa
í ati við Sturlu Böðvarsson út af
þessu orðbragði sem upp skýst und-
an dagfarsprýðinni. Hins vegar
virðist slík samræða við Sturlu
Böðvarsson svara kostnaði því ekki
er annað að sjá en að Sturla
Böðvarsson hafi annarsvegar fallist
á öll meginsjónarmið mín og ann-
arra gagnrýnenda hans í þessu máli
Umferðarmannvirki
Ekki er annað að sjá,
segir Mörður Arnason,
en að Sturla Böðvarsson
hafí annarsvegar fallist
á öll meginsjónarmið
mín í þessu máli og hins-
vegar skipt algerlega
um skoðun á fyrirhug-
uðum vegaframkvæmd-
um í Reykjavík.
og hinsvegar skipt algerlega um
skoðun á fyrirhuguðum vegafram-
kvæmdum í Reykjavík frá því hann
stóð í ræðustól alþingis og þusaði
fimmtudaginn 19. fyrra mánðar.
Það er sannarlega lofsvert, og
verður þá bara að una því að Sturla
Böðvarsson telji sig knúinn að hella
úr sínum skálum, enda við margt að
glíma í erli dagsins, þar á meðal
sjálfan Árna Johnsen. Og ef fleiri
fúkyrðum fylgja auknar vegabætur
í höfuðborginni er svo sannarlega
ástæða til að biðja Sturlu Böðvars-
son að opna munninn sem allra mest
og oftast.
Brýnir
almannahagsmunir
Þessu gamni fylgir nefnilega mik-
il alvara. Bættar samgöngur í
Reykjavík og nágrenni eru gríðar-
legt hagsmunamál fyrir okkur
íbúana og raunar alla landsmenn.
Varða daglega tilveru okkar, för á
vinnustað, skóla, leikskóla, gæði
fjölskyldulífs, gang atvinnufyrir-
tækjanna. Fjártjón í umferðinni hér
er verulegur vandi, og mannskaði
slíkur að ekki verður við unað.
Það er enginn að saka Sturlu
Böðvarsson um vísvitandi skemmd-
arverk í þessum efnum. Hér er uppi
flókinn nútímavandi og sennilega
eitt af erfiðustu verkefnum sem við
er að glíma í íslenskum stjórnmál-
um. En einmitt þessvegna er ekki
boðlegt að Sturla Böðvarsson láti
geðþótta sinn ráða ferð og geri sér
pólitískt bitbein úr samgönguvanda
höfuðborgarsvæðisins.
Höfundur er varaþingmaður
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Mörður
Árnason