Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
Þjóðvegur
til leigu
VIÐ Vestmannaeyingar höfum
löngum litið á skipið Herjólf sem
þjóðveg, þjóðveg sem tengir okkur
við aðra þjóðvegi lands-
ins. Þetta sjónarmið
höfum við talið sjálf-
sagt og eðlilegt. Við
höfum líka flestir talið
sjálfsagt og eðlilegt að
þessi þjóðvegur sé í
eigu og rekstri samfé-
^5%sins rétt eins og aðr-
ir þjóðvegir.
Forræðið tekið af
heimamönnutn
Um langt skeið hefur
sá háttur verið hafður á
að fela heimamönnum
rekstur og forræði
skipsins og er óhætt að
fullyrða að það hvort
tveggja hafi að mestu
tekist vel og því engin ástæða til þess
að gera breytingu þar á. Því kom það
verulega á óvart er samgönguráð-
herra ákvað að bjóða út rekstur
skipsins nú fyrir nokkru. Utboðið
leiddi síðan til þess að nú hefur verið
úkveðið að Samskip hf. taki við
rekstrinum í það minnsta næstu 3
árin. Þar með hefur forræði skipsins
verið tekið af Vestmannaeyingum.
Með þessu er ég ekki að segja að
samskipsmenn séu ekki í stakk búnir
til þess að sjá um reksturinn, heldur
benda á að verið er að taka foræðið
af heimamönnum í afar mikilvægu
máli.
Logið til um EES
Hvers vegna var þessi leið farin?
*prs vegna er svo komið að rekst-
nn hefur verið færður frá Eyjum?
Þegar samgönguráðherrann skýrði
frá því að reksturinn yrði boðinn út
var skákað í skjóli EES-samnings-
ins. Það væri sem sé skylda að bjóða
slíkan rekstur út á evrópska efna-
hagssvæðinu. Þetta var og er auð-
vitað alröng og furðuleg fullyrðing
en ólíklegustu menn báru hana samt
sem áður á borð. Rekstur fjölmargra
ferja víðs vegar á hinum Norður-
löndunum, sérstaklega í dreifðum
byggðum, eru t.d. dæmigerð samfé-
lagsverkefni sem mönnum þar dett-
ur ekki í hug að bjóða út þrátt fyrir
aðild ríkjanna að Evrópusamband-
inu og EES-svæðinu. Þar eru þessi
verkefni ekki boðin út vegna þess að
•feMið er að grundvallarþjónusta, eins
og mikilvægustu samgöngur, megi
ekki öryggisins vegna lúta hinum
bláköldu markaðslögmálum þótt þau
lögmál kunni að henta annars staðar.
Raunveruleg ástæða fyrir útboð-
inu á rekstri Herjólfs var hins vegar
blind trú samgönguráðherrans og
fylgismanna hans, fyrst og fremst
sjálfstæðismanna, á markaðs-
lögmálið. í þeirra huga er það lögmál
algilt rétt eins og önnur
trúarbrögð. Útboð
skyldi það vera hvað
sem það kostaði.
Bæjarstjórnin
hunsuð
Strax er fréttist af
því að bjóða ætti rekst-
ur skipsins út komu
fram efasemdir um
ágæti þess, studdar
þeim rökum sem að of-
an greinir. Samþykkt
var í bæjarstjóminni
að andmæla öllum hug-
myndum um útboð þar
sem reksturinn væri í
góðum höndum. Jafn-
framt var samþykkt að
koma á fundi með samgönguráð-
herra til þess að reyna að fá hann of-
an af fyrirætlunum sínum.
Bæjarstjórnin virtist sammála.
En var það svo í raun? Bæjarstjór-
Samgöngur
Raunveruleg ástæða
fyrir útboðinu á rekstri
Herjólfs var, að mati
Ragnars Óskarssonar,
______blind trú á____
markaðslögmálið.
anum var falið að koma á fundi með
samgönguráðherra og bæjarstjórn
til þess að fara yfir málið og freista
þess að leysa það í samræmi við vilja
okkar heimamanna. Þessum fundi
var aldrei komið á þrátt fyrir mikla
eftirgangssemi. Hins vegar átti bæj-
arstjórinn einkafund eða fundi með
ráðherranum, fundi sem greinilega
hafa engan árangur borið. Bæjar-
stjórinn skuldar bæjarbúum því
skýringu á því hvers vegna hann
hunsaði samþykkt bæjarstjómar um
að koma á fundi með ráðherranum
og sýna honum samstöðu okkar í
málinu.
Árna þáttur Johnsen
Þáttur Áma Johnsen, fyrsta þing-
manns Suðurlands og formanns
samgöngunefndar, í málinu er mjög
sérkennilegur. Þegar umræðan um
útboð á rekstri skipsins fór fram
sagði hann á aðalfundi Herjólfs hf.
að við Vestmannaeyingar þyrftum
ekki að hafa áhyggjur af málinu.
Ragnar
Óskarsson
Hann gæti fullvissað okkur um að
ekkert útboð yrði látið fara fram.
Málið væri hins vegar á viðkvæmu
stigi og ekki rétt að hafa það mikið í
umræðunni. Hann með sín sambönd
skyldi gæta hagsmuna okkar. Við
þetta létti mönnum eðlilega enda
Arni af sér og mörgum öðram talinn
með traust sambönd á ótrúlegustu
stöðum auk þess sem hann er flokks-
bróðir samgönguráðherrans sjálfs
og bæjarstjórans í Vestmannaeyj-
um. Nú önduðu margir Vestmanna-
eyingar léttar, enda málið í ömggum
höndum þingmannsins, eða hvað?
Þrátt fyrir sambönd þingmannsins
var útboðið ákveðið, aldrei hafði
staðið neitt annað til. Samgöngu-
ráðherra var staðfastur í sinni trú.
Sambönd Árna dugðu ekki til.
Enn var haldinn aðalfundur Herj-
ólfs hf. Þar var sami Ami mættur, sá
sem árinu áður lofaði að ekkert yrði
úr útboði. Nú gerði hann lítið úr
ákvörðuninni um útboðið og sagði að
það væri bara til málamynda. Við
þyrftum ekkert að óttast því það yrði
í raun klæðskerasaumað þannig að
Herjólfi hf. yrði áfram tryggt for-
ræði skipsins og rekstur þess. Málið
væri að vísu á afar viðkvæmu stigi og
ekki ástæða fyrir mikla umræðu um
það meðal hinna óbreyttu. 011 sam-
bönd yrðu nýtt til hins ýtrasta, sett-
ur yrði hryggur í málið og því komið í
heila höfn af djörfung og eftirfylgju.
Reyndar var ekki eins hátt á þing-
manninum risið og á fyrri aðalfund-
inum en hann bar sig samt manna-
lega og mörgum fannst honum
mælast nokkuð vel.
í ljós kom síðar, eins og alkunna
er, að útboðið var alls ekki sniðið fyr-
ir Heijólf hf. Samböndin hans Ama
skiluðu engu.
Þeir sem síst skyldu?
í þessu máli hefur því gjarnan ver-
ið haldið á lofti að við Vestmannaey-
ingar höfum verið dregnir á asnaeyr-
unum. Skuldinni er gjaman skellt á
Vegagerðina og samgönguráðherr-
ann. Eg get á vissan hátt verið sam-
mála því að við höfum verið dregnir á
asnaeyrunum. Getur hins vegar ver-
ið að verið sé að hengja bakara fyrir
smið? Hver eða hverjir hafa dregið
okkur á asnaeyrunum? Getur hugs-
ast að það hafi verið þeir sem síst
skyldu? Þessara spuminga verðum
við Vestmannaeyingar auðvitað að
spyija um leið og við metum fram-
göngu þeirra sem hæst tala og telja
sig ómissandi í hveiju máli.
En hvað sem öllu líður er nauðsyn-
legt fyrir okkur Vestmannaeyinga
að halda staðreyndum málsins til
haga og gleyma þeim ekki.
Einnig er nauðsynlegt fyrir okkur
að gera allt til þess að rekstur Herj-
ólfs megi ganga sem best hjá nýjum
rekstraraðila í framtíðinni því hagur
byggðarlagsins er vissulega í húfi.
Við verðum enn að berjast ótrauð til
þess að halda þjóðveginum.
Höfundur er bæjarfulltrúi.
OTWVOLD
Pálmt
GwmarSSen
11 nóvember.
Siðasta sýning fyrir jól.
Mcctsedill
Marineruö smálúöa á komköku
meö chiii og engifer
haryax
Glæsileg söngskemmtun
18.nóvember. Síðasja sýning fyrir jól.
Ofnhakaöur lambahryggvöðvi meö parmesan-
kryddskel þistilhjörtum og seljurótarmauki
•
Appelsínufrauð í súkkulaðiskel
meö vanillukremi
og þrírétta kvöldverður
Verö kr. 4.900
Krisþán Elcjjám
Leikur Ijúfa lóna
» al lingruin Iram
9 lyrir matarcjesti.
gmm CáJeÍKcsluurant
/jyy| Beintetns ýj j ~
fStiWjjvtt^'tttUdóvsson ií '.
25. uóvember. Æg1,
Síðasta sýning fyrtfjál. w ð
Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 568 0878
www.mbl.is
9
Eignalífeyrir -
nútíma valkost-
ur eldri borgara
HVAÐ er eignalíf-
eyrir? Um það hefi ég
oft verið spurður af
eldri borguram eftir
að ég skrifaði grein
um fasteignagjöld og
eignaskatta í tímarit
þeirra, Listin að lifa.
Eignalífeyrir er í
stuttu máli að breyta
hluta af verðmæti
fasteignar sinnar í líf-
eyri án þess að selja
eignina eða flytja úr
henni. I greininni kom
m.a. fram að vegna
hækkaðs fasteigna-
mats sl. ár greiðir nú
stór hluti eldri borg-
ara sem eiga fasteign hærri eigna-
skatta og fasteignagjöld í krónum
talið en ó síðasta ári. - Nemur það
hærri upphæð en hækkun lífeyris-
greiðslna úr almennum lífeyrissjóð-
Lífeyrir
Eignalífeyrir er í stuttu
máli, segir Ásgeir
Jóhannesson, að breyta
hluta af verðmæti fast-
eignar sinnar í lífeyri án
þess að selja eignina eða
flytja úr henni,
um og frá Tryggingastofnun ríkis-
ins á sama tímabili eftir að
tekjuskattur og skerðing tekju-
tryggingar hefur verið frá dregin.
Ráðstöfunartekjurnar hafa því
lækkað milli ára.
Hverjir geta notfært
sér eignalífeyri?
Eignalífeyri til að auka ráðstöf-
unartekjur sínar geta þeir notfært
sér sem eiga fasteignir eða önnur
verðmæti og eru 65 ára eða eldri.
En skv. opinberam upplýsingum
eiga um 95% hjóna 65-80 ára fast-
eignir að meðaltals fasteignamati
um 11,5-12,0 millj. kr. á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem nær % hlutar
þessa aldurs hóps búa. Eignir
þessa hóps á landsbyggðinni era
yfirleitt mun lægri svo nemur vera-
legum upphæðum þó nokkuð sé
misjafnt eftir byggðarlögum og
verður ekki fjallað um ástæður
þessa mismunar hér. - Um 75%
einstaklinga í þessum aldurshópi
eiga fasteignir að meðaltals fast-
eignamati um 7,3 milljónir kr. á
höfuðborgarsvæðinu en á lands-
byggðinni era eignir þessa ald-
urshóps veralega lægri eins og fyrr
greinir.
Að hluta lífeyrissjóður
aldraðra
Meirihluti þeirrar kynslóðar sem
nú er kominn á lífeyrisaldur fór
ekki að greiða í lífeyrissjóði fyrr en
eftir 1970 er almennir lífeyrissjóðir
voru stofnaðir og fyrstu árin voru
sjóðirnir mjög veikburða. Lífeyris-
greiðslur úr þeim til þeirrar kyn-
slóðar sem nú fær þaðan greiðslur
eru því almennt mjög
lágar, algengt 25-
35.000 kr. á mánuði en
miklu lægri greiðslur
þekkjast einnig.
Hins vegar stritaði
þessi kynslóð í sveita
síns andlitis og á tím-
um óverðtryggðra
lána - ef þau fengust
þá á annað borð - við
að koma yfir sig þaki,
eignast sína íbúð eða
hús. Ég og áreiðan-
lega fleiri sem ekki
greiddu í lífeyrissjóði
á fyrstu árum starfs-
ævinnar litum á hús-
eignina eins og hvern
annan varasjóð eða lífeyrissjóð
(fólk þekkti varla þetta orð á þeim
tíma) sem grípa mætti til ef í nauð-
ir ræki síðar á ævinni.
Þannig hefur meginhlutinn af
eignum núverandi lífeyriskynslóðar
myndast - þetta er arðurinn af lífs-
starfi hennar.
Að njóta arðsins
af lífsstarfinu
Skv. opinberum skýrslum era
eignir fólks á aldrinum 50-65 ára
yfirleitt meiri en þeirra sem era 65
ára og eldri. Fólk á aldrinum 50-65
ára er hins vegar aðalerfingjar
eldri hópsins. Það er því spurning
hvort fólkið sem nú er á lífeyris-
aldri vill sjálft njóta einhvers hluta
arðsins af lífsstarfinu og búa sér
rýmri fjárhag og öryggi - einkum á
þeim lífeyrisárum sem það hefur
heilsu og færni til að njóta lífsins.
T.d. með þátttöku í ferðum eða fé-
lagsskap innanlands eða utan,
betra viðhaldi húseigna sinna og
þar með búið sér betri hægindi,
sækja sér aukna eða nýja menntun,
styðja afkomendur sína til náms,
eiga bíl og reka eða á hvern þann
hátt sem gæti aukið þeim lífs-
ánægju á efri árum. Að geta aukið
lífsánægju sína eða annarra með
ráðstöfun einhvers hluta eigna
sinna er íhugunar vert markmið, í
stað þess að fasteignirnar hangi
eins og myllusteinn um háls eig-
endanna vegna eignaskatta, fast-
eignagjalda eða kostnaðar við við-
hald þeirra. Hér gildir
sjálfsákvörðunarréttur hvers og
eins - valkostur um nýja afkomu-
möguleika við upphaf nýrrar aldar.
Á þessu vek ég athygli þeirrar kyn-
slóðar sem nú er á lífeyrisaldri, þvi
vonandi verður sú kynslóð, sem
kemur á lífeyrisaldur eftir 20 ár
eða síðar með mun hærri greiðslur
úr almennum lífeyrissjóðum eða
séreignalífeyrissjóðum en nú tíðk-
ast.
Eignalífeyrisþj ónusta
Búnaðarbanki íslands hf. fékk
viðurkenningu framkvæmda-
nefndar árs aldraðra sl. ár vegna
nýrrar þjónustu sem bankinn býð-
ur nú eldri borgurum, en það er að
breyta hluta af verðmæti fasteigna
þeirra í það sem bankinn kallar
eignalífeyri með mánaðarlegri um-
saminni peningagreiðslu og í svo
mörg ár sem lántakandi óskar að fá
slíkar greiðslur. Einnig er hægt að
fá hærri upphæðir í færri útborg-
Ásgeir
Jóhannesson
PLl-SQL
Þar sem hiti er vandamál
... leysir PLl-SOL vandann
O
O
<T>
LO
00
00
ln
Allt fy^giuggann
k
Siðumúlt 32 - ReyXJavík • 17 * Kcfluvik
www.alnabacr.is