Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Að segja allan sannleikann í MBL. laugardaginn 4. nóv. sl. ritaði forstjóri Happdrættis Háskóla íslands (HHÍ) grein lun einkaleyfi happdrættis- ins til að greiða vinn- inga út í peningum. Hvergi kemur fram í greininni hvert einka- kn'íisgjaldið rennur. iftaðrevndin er sú að sama upphæð og einka- leyfisgjald HHI hljóðar upp á á ári hverju, og kemur fram í tekjulið B-hluta ríkissjóðs, fer í RANNÍS (Rannsókn- arráð íslands) og birtist í gjaldalið B-hluta ríkis- sjóðs. Upphæð þessi hefur verið ná- lægt 10% af heildartekjum RANNÍS. Af þeim heildartekjum renna um 2(3 Happdrætti Einkaleyfisgjaldið, seg- ^ ir Sigurður Agust Sigurðsson, rennur til baka til Háskóla Islands í formi rannsóknar- verkefna. hluta í rannsóknarverkefni á vegum Háskóla íslands. í stjórn RANNÍS skipar Háskóli Islands 2(3 í stjórnina. RANNÍS leggur Háskóla íslands til ^l'jn meiri fjármuni í formi styrkja en ' þeir leggja fram. Með öðrum orðum; Einkaleyfisgjaldið rennur til baka til Háskóla Islands í formi rannsóknar- verkefna en það sem eftir stendur af hagnaði HHÍ rennur til bygginga- framkvæmda á vegum Háskóla Is- lands, lóðaframkvæmda og tækja- kaupa skv. lögum sem happdrættið starfar eftir. Það er nauðsynlegt að fólk átti sig á þessu þegar fjallað er um einka- leyfisgjald HHÍ og talað um eins og það sé einhver skattur sem HHI greiðir. Svo er ekki. I fyrmefndri grein kom fram að einkaleyfið hefur takmarkað gildi fyrir HHÍ enda hafa yfirvöld heimil- að nýjum happdrættum að greiða ^túhninga út í peningum. Jafnframt er sumum úthlutað einkaleyfum fyrir það happdrættisform sem þau reka. Hér er átt við íslenska getspá (einka- ieyfi um talnagetraunir), ísl. get- raunir (einkaleyfi um íþróttagetraun- ir) og Isl. söfnunarkassar (rekstur um söfnunarkassa). Rétt er að þau greiða engin gjöld fyrir slík einka- leyfi. Vilja vinna í vemduðu umhverfí Forstjóri HHÍ birtir lög um rekst- ur happdrætta sem starfa eftir sér- stökum lögum og tíundar hvert happ- drætti fyrir sig en rekstrarform þeirra eru ólík og lögin því ekki sam- '•‘ifcrileg í stórum dráttum. Hann tekur sérstaklega fram við umijöllun um lög DAS og SÍBS, sem er athyglisvert, að þau greiði vinn- inga út í peningum eða ávísunum gegn framvísun reikninga. Fullyrðir hann jafnframt að hér sé ekki um neitt annað en peningavinninga að ræða. Það mátti skilja það svo að þessar persónulegu skoðanir hans væru í lögunum sem ég vil leiðrétta hér með. Auk þess er vara ígildi verðmætis og þar með verðmæti í peningum. í ofanálag fullyrðir hann að aug- lýsingar DAS og SÍBS gefi það til kynna að um peningavinninga sé að ræða. Já, svo mikið hef- ur forstjóra HHÍ verið niðri fyrir að árlega hef- ur hann eða fulltrúar á hans vegum sent inn kærur og kvartanir ým- ist til yfirvalda og/eða Samkeppnisstofnunnar þai’ sem gerðar eru ít- rekaðar athugasemdir við texta í auglýsingum þessara happdrætta. Og jafnvel hafa textar stjómenda í sjónvarpsþáttum á vegum DAS verið kærðir og fleira væri hægt að tíunda hér en læt þetta nægja að sinni. Þrátt fyrir einkaleyfi HHÍ hefur það verið virt að vettugi þegar ný happdrætti hafa verið stofnuð á síð- ustu 20 árum eða svo. Samt sem áður hafa flokkahappdrættin DAS & SÍBS mátt búa við þá röksemdarfærslu ein happdrætta að ekki sé lagaleg heim- ild til að heimila þeim að greiða vinn: inga út í peningum enda greiði HHÍ einkaleyfisgjald til að fá að greiða vinninga út í peningum. 2/3 einkaleyfísgjaldsins kemur frá spilakössunum Þegar Háskóli íslands þarf á auknu fé að halda við byggingu fyrir Náttúrfræðistofnun Háskólans er óskað eftir því að einkaleyfisgjaldið renni óskert til þeirrar byggingar. Af þeim 70 milljónum sem HHI greiddi í einkaleyfisgjaldið koma aðeins ná- lægt 20 milljónum króna v/flokka- happdrættisins. Spilakassamir em að skila nálægt 50 milljónum króna eða með öðrum orðum ca. 2/3 af hagn- aði HHI kemur úr spilakössunum. Hvers vegna eiga ílokkahappdrættin DAS og SIBS að búa ein við slík höft? Það er skoðun margi’a að það sé kominn tími til að fella niður þetta einkaleyfisgjald sem í raun hefur enga þýðingu lengur nema þá gegn DAS og SIBS. Ef einkaleyfisgjaldið verður fellt niður era ekki lengur rök fyrir einkaleyfi HHI til að greiða vinninga út í peningum. Einkaleyfið stendur í vegi fyrir því að happdrætt- in DAS og SÍBS geti þróast eins og eðlilegt má teljast en þau hafa sýnt og sannað að fjármagn það sem þau hafa aflað með stuðningi fólksins í landinu í um og yfir 50 ár hefur komið lands- mönnum öllum til góða. Ef halda á uppi þeim rökum að einkaleyfið skuli standa samt sem áð- ur era menn komnir út á hálan ís. Þá má öllum vera það ljóst að markmiðið er að veikja stöðu Happdrættis DAS og SÍBS svo þau geti ekki starfað á samkeppnisgranni. Að lokum þetta. í mörg ár hefur verið lögð mikil áhersla í viðskipta- fræðideild Háskóla íslands á að efla fijáls viðskipti sem mest og bent á að höft og viðskiptaþvinganir séu af hinu illa. Þegar svo þeir hinir sömu læri- feður þurfa að vinna við viðskipti er kallað eftir vemduðum lögum og þeir hinir sömu leggja áherslur á að höft skuli standa þeim í hag. Er hér átt við stjóm HHI. Höfundur er forstj. Happdrættis D.A.S. Sigurður Ágúst Sigurðsson www.mbl.is Svar til Brynju Tomer í GREIN í Morgun- blaðinu 24. október sl. ber Brynja Tomer blaðamaður fram nokkrar spurningar varðandi starfsemi ein- angrunarstöðvar gæludýra í Hrísey. Til- efnið er athugasemd undirritaðra við viðtöl sem hún átti við tvo er- lenda hundadómara á hundasýningu Hunda- ræktarfélags ísland og birtust í Morgunblað- inu 10. október. Spurning 1. Spurt er hvaðan komi upplýs- ingar um þyngd tiltek- ins hunds sem fjallað er um í viðtal- inu. Svar. Allir hundar sem koma til vistunar í einangrunarstöðinni eru vegnir við komu þeirra í stöðina og við brottför. Verk þetta annast sóttvarnadýralæknir og umsjónar- maður stöðvarinnar sem heldur spjaldskrá um komudag, útflutn- ingsland, þyngd dýrs við komu og síðan eftir þörfum, tegund fóðurs og magn, umönnun, s.s. böðun og ormalyfsgjöf, og dagsetningar á sýnatökum. Einnig skráir sótt- varnadýralæknir upplýsingar í spjaldskrána, s.s. um niðurstöður úr sýnatökum og meðferð á sjúkdóm- um ef upp koma. Spurning 2. Hver metur hvenær hundur étur nóg og hvaða forsendur eru tii grundvallar því mati? Ef tveir hundar eru saman í búri og misfóðran er augljós, er þá ekki eðlilegt að aðskilja hundana á mat- artíma? Svar: Sóttvarnardýralæknir met- ur ástand hundanna þegar þeir koma og fylgist með ástandi þeirra þrisvar í viku og dýrahirðirinn dag- lega. Ef tveir hundar eru hafðir saman í búri era þeir aðskildir á matartíma, annar fóðraður í inni- búri en hinn í útibúri. Spurning3. Vegna þess sem fram kemur í athugasemdum um að til- tekinn hundur hafi verið horaður, taugaveiklaður og hræddur við komuna í Hrísey er spurt: Hver mat ástand hundsins á þennan hátt, hve- nær fór það mat fram og hvað er gert í Hrísey til að hjálpa hundi í slíku ástandi til að bæta við sig holdi Gæludýr Sl. 6 ár hafa boríst 3 skriflegar kvartanir til stöðvarinnar frá viðskiptavinum, segja Hákon Sigurgrímsson og Halldór Runólfsson, en engin kæra. og vinna á hræðslu og taugaveiklun? Svar: Hér er um að ræða mat sóttvarnadýralæknis og umsjónar- manns stöðvarinnar við komu dýrs- ins í sóttvarnarstöðina. Reynt er að hjálpa dýrum sem þannig er ástatt um með aðhlynningu og góðu atlæti. Af greinargerð sóttvarnardýra- læknis og umsjónarmanns varðandi umræddan hund má ráða að vel hafi til tekist, hundurinn hafði við brott- för þyngst um 4,5 kg, var meðfæri- legur og glaðlegur við skoðun og á greinilegum batavegi. Spurning 4. Er einkaleyfi veitt fyrir rekstri einangrunai’stöðvar? Ef ekki, hvers vegna hefur öðrum einkaaðilum verið neitað um leyfi til reksturs einangi’unarstöðvar? Svar: Einangranarstöð gæludýra í Hrísey er í eigu landbúnaðarráðu- neytisins. Gerður hefur verið samn- ingur við aðila í Hrísey sem hefur umsjón með rekstri stöðvarinnar. Samkvæmt lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, er ekki heimilt að veita einkaaðila heimild til reksturs einangrunarstöðvar. Spurning 5. Hvert fara flestir hundar eftir Hríseyjardvölina? Svar: Síðastliðin 5 ár hafa 55,4% þeirra dýra sem vistuð hafa verið í einangrunarstöðinni í Hrísey verið í eigu fólks sem búsett er á Reykja- víkursvæðinu og Suðurnesjum. Spurning 6. Hversu oft skoðar dýralæknir hunda í einangrunar- stöðinni með tilliti til andjegs og líkamlegs ástands og er eiganda til- kynnt ef hundur þrífst illa? Svar: Sóttvarnadýralæknir kem- ur í stöðina þrjá daga í viku, mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga, og fylgist með ástandi dýranna. Ef dýr þrífst illa eða aðrir erfiðleikar koma í ljós er haft samband við eiganda. Spurning 7. Hversu margar kvartanir og/eða kærur hafa borist vegna sóttvarnarstöðvarinnar í Hrísey? Hvers eðlis eru þær og hvernig hefur landbúnaðan’áðu- neytið brugðist við þeim. Svar: Sóttvarnarstöðin var tekin í notkun árið 1990. Ekki er til yfirlit um kærar og kvartanir fyrstu árin en sl. 6 ár hafa borist þrjár skrifleg- ar kvartanir til stöðvarinnar frá við- skiptavinum en engin kæra. Nokkur fjöldi kvartana í síma eða tölvupósti berast árlega til stöðvarinnar og landbúnaðarráðuneytisins. Flestar era varðandi langan biðtíma eftir einangran, vegna óánægju með dagsetningar á komu dýrs o.fl. framkvæmdaratriða. Hér með er þessum skrifum lokið af okkar hálfu. Hákon er deildarstjóri í land- búnaða rráðuneyti og Halldór yfirdýralæknir. Er Heimdallur heppilegur? UM ALDIR lifði hér í landinu þjóð sem gerði sér fulla grein fyrir því á hverju afkoma henn- ar byggðist. Fólk vissi að ef hey næðist ekki í hús og fiskurinn væri ekki verkaður lifði það tæpast harðan veturinn af. Þó að vísu hafi dreg- ið úr mikilvægi land- búnaðar er þó enn fólk sem hefur viðurværi sitt af honum. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá tíma sjálfs- þurftabúskapsins svo að við byltingu má líkja en það er ennþá ver- stöðin ísland sem stendur undir þjóðfélaginu eins og við þekkjum það í dag. Þróttmiklir útgerðabæir hringinn um landið stóðu undir vel- ferðinni og komu okkur þangað sem við eram í dag, en þjóðfélagið breyt- ist. Hetjur hafsins heyra nú sögunni til og fyrirmyndimar era vefararnir miklu og verðbréfamiðlaramir. Slor- ið er Pólverjanna en peningamir era okkar. Uppbygging þjóðfélagsins er flestum Ijós nema þeim vinum mín- um í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Þar er ein- ungis kallað eftir frelsi. Frelsið er allt sem þarf. Þá þurfum við ekki lengur að hugsa um Asu á Fáskrúðs- firði, Signýju í Hólminum eða Helgu Húnvetning. Frelsið segir allt sem segja þarf og leysir vanda alheims- ins. Hran byggðanna er bara eðlileg þróun segja þeir Heimdell- ingar og lýsa frati á frekari uppbyggingu á landsbyggðinni. Þeir vilja alla peninga á Reykjavíkursvæðið. Ef þetta er þróun þá er 2000 vandinn fundinn, hann er byggðavandi. Byggðavandi sem er að leggja heilu byggðalög- in að velli með tilheyr- andi kostnaði og þreng- ingum fyrir þá sem þar búa. Þessu hefur verið líkt við mannleg móðu- harðindi. I þessu blaðri sínu era þeir farnir að minna nokkuð á annálaðan kjaftaask upp í Háskóla sem fáir hlusta lengur á. SUS hélt á haustdögum þing sitt á Akureyri, því miður átti ég ekki heimangengt en ljóst má vera að Heimdallur hefur neytt liðsmunar enda bera ályktanir þingsins þess vott. „Samband ungra Sjálfstæðis- manna hafnar tillögum auðlinda- nefndar sem miða að þjóðnýtingu auðlinda og aukinni skattheimtu. Það verður aldrei sátt um sósíalisma á íslandi. Samband ungra Sjálfstæðis- manna leggur til að ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar og Alþingi Islendinga virði tillögur auðlindanefndar að vettugi". Frelsi er afar vandmeðfarið þar sem fólk verður að búa í sátt og sam- lyndi. Páll Sverrisson Stjórnmál Sem betur fer er það ekki Heimdallur sem stjórnar landinu, segir Páll Sverrisson, heldur Alþingi og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Til þess að samfélag geti dafnað verða að vera leikreglur. Eg get ekki ákveðið minn hámarkshraða sjálfur eða að á mínum bíl verði vinstri um- ferð, það er augljóst að slíkt gengur ekki. Að krefjast frelsis í öllum mál- um er að kalla yfir sig stjórnleysi. En það er kannski í lagi. Markaðurinn bregst við? Það verður kannski á endanum að sá á réttinn í umferðinni sem er á stærri bfl. Framganga Heimdellinga er mesti voði sem steðjar að okkur ung- um sjálfstæðismönnum og langt því frá að þetta félag sé heppilegt flokknum. Þjóðinni svelgist eðlilega á við málflutning þeirra félaga minna. Það era ekki stórir hugsuðir sem marka hina skammsýnu stefnu félagsins um sölu íslenskra auðlinda til handa út- lendingum. Þama er skautað á afar þunnum ís og einungis hugsað um stundargróða í stað þess að hugsa með reisn til framtíðar. En sem bet- ur fer er það ekki Heimdallur sem stjórnar landinu heldur Alþingi og ríldsstjórn Davíðs Oddssonar og ég treysti því að sá mikli stjómmálafor- ingi láti ekki klúbba eins Heimdall hafa áhrif á gjörðir sínar. Höfundur er formaður Fylkis, fólags ungra sjálfstœðismanna á ísatirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.