Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 53
j
EGGERT
KRISTJÁNSSON
+ Eggert Krist-
jánsson fæddist í
Ólafsvík 14. ágúst
1923. Hann lést 25.
október síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Ólafsvíkur-
kirkju 3. nóvember.
3. nóvember sl. var
til moldar borinn góð-
ur vinur, Eggert Krist-
jánsson. í fáum orðum
langar okkur systkinin
að minnast Egga, eins
og hann var alltaf kall-
aður.
Eggi skipar stóran sess í
bemskuminningum okkar. Hann
fylgdi okkur í uppvextinum og fram
á þennan dag.
Eggi var vinafastur og trygglynd-
ur. Með honum og foreldrum okkar
mynduðust sterk vinatengsl þegar
þau voru ung að árum. Þá höfðu for-
eldrar okkar nýhafið búskap á Öl-
keldu. Þangað kom Eggi hvert sum-
ar í sínu fríi og tók af lífi og sál þátt í
störfum heimilisins, gleði og sorg-
um.
Eggi var rausnarlegur, gjafmild-
ur og barngóður. Hann kom iðulega
með rútunni úr Ólafsvík og hve glöð
við urðum þegar við þekktum þenn-
an gest sem kom gangandi upp veg-
inn með eina litla tösku. Þessi taska
rúmaði þó miklar gersemar því upp
úr henni dró hann gjafir og færði
öllu heimilisfólkinu, allskyns góð-
gæti fyrir stóra og smáa og gjarna
eitthvað sem fátítt var í þá daga.
Eggi var dugnaðarforkur og ötull
til vinnu. Hann var stjórnsamur
þegar hann kom, vildi drífa verkin
af og halda mönnum við efnið. Hann
gat haft hátt og verið stórorður. Já,
það var mikill verkstjórabragur á
honum Egga og engin lognmolla í
kringum hann. Sérstaklega minn-
isstætt er hve hann hamaðist í
heyskapnum frá
morgni til kvölds á
þeim tímun þar sem
heyvinnuvéla naut ekki
við að sama skapi og
nú. Það þurfti að raka
og rifja, setja upp í sát-
ur og galta. Um engj-
arnar glumdu hvatn-
ingarköll Egga sem
ekki stoppaði nema þá
aðeins til þess að taka í
nefið og snýtasér. Þeg-
ar þykknaði upp og leit
út fyrir rigningu
kallaði hann: „Það er
bakki í hafið“ og vildi
drífa inn heyið.
Á unglingsárunum þótti okkur oft
sem stjórnsemi hans væri einum of
mikil en við lærðum að virða ákafa
hans og atorku.
Eggi hafði gaman af veiðiskap og
hafði veiðistöngina einatt með í för.
Hann renndi fyrir silung í ánni og
ósnum og var slunginn veiðimaður.
Hann kom hreykinn heim með feng-
inn, spriklandi silung eða nýgenginn
sjóbirting og slengdi honum í eld-
húsvaskinn.
Eggi átti alltaf sitt herbergi og
sitt rúm í húsinu okkar. Þannig vildi
hann hafa það og það fékk hann.
Þrátt fyrir minnkandi þrek síðari
ár hélt Eggi vana sínum að koma að
Ölkeldu á sumrin, líka eftir að for-
eldrar okkar dóu. Hann fylgdist
með okkur systkinunum eftir að við
urðum fullorðin og vissi allt um okk-
ar hagi. Þess vegna fengu bömin
okkar að kynnast Egga eins og við
gerðum.
Nú munum við ekki framar heyra
vinalegan hlátur hans eða skipandi
köll hljóma um hlaðið á Ölkeldu, en
minningarnar lifa.
Við kveðjum góðan, tryggan vin
með þakklæti fyrir samfylgdina.
G/sli, Stefán, Ingibjörg,
Svavar, Haukur, Signý og
Kristján frá Ölkeldu.
KRISTJANA
HREFNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Kristjana Hrefna
Guðmundsdóttir
fæddist á Frakkastíg
12 í Reykjavík 15.
febrúar 1910. Hún
lést í Ljósheimum á
Selfossi 28. október.
Útför Kristjönu fór
fram frá Selfos-
skirkju 3. nóvember
síðastliðinn.
Nú hefur þú kvatt
okkur tengdamóðir
mín, eftir langa og far-
sæla ævi. Eftir sit ég
döpur og rifja upp hversu góð þú
varst mér alla tíð og hve góð þú
varst börnunum okkar Ásgeirs og
öllum hinum barnabörnununum
þínum.
Kristjana (eða Sjana eins og ég
kallaði hana) var gæfusöm kona.
Hún átti yndislegan mann sem elsk-
aði hana heitt og innilega alla tíð eða
í rúm sextíu og fjögur ár. Eins var
með börnin hennar sem umvöfðu
hana ást sinni. Það sýndi sig best í
veikindum hennar. Sjana kenndi
mér meira um ást, kærleika og for-
gangsröðun í lífinu en nokkrar bæk-
ur hefðu getað gert. Alltaf var
mannauðurinn ofar öðru hjá henni.
Mannkærleikur hennar vann eins og
sólin, sem með geislum sínum fyllir
hvert skúmaskot. Þannig fyllti kær-
leikur Sjönu heimili hennar, Hrefnu-
tanga, af góðum tilfinningum, sem
allir fundu er þangað komu. Það var
engin tilviljun að öll börn hændust að
henni. Þegar börnin mín voru lítil
fengu þau oft að koma ein með rútu í
pössun og alltaf voru þau svo mikið
velkomin. Sjana sagði
alltaf: „Sendu þau bara
með rútunni og afi
skýst eftir þeim niður á
rútustöð." Alltaf var
allt svo sjálfsagt og
aldrei eins og verið
væri að gera okkur
greiða heldur þakkaði
hún okkur fyrir lánið á
þeim. Ófáar dúkkurnar
og bangsana saumaði
hún handa þeim og
bænirnar kenndi hún
þeim, föndraði og bak-
aði með þeim. Allt lék í
höndunum á Sjönu.
Börnin mín hefðu farið mikils á mis
hefði amma þeirra ekki verið hluti af
lífi þeirra. Eg segi oft: „Ég er svo
heppin að hafa gifst inn í svona góða
fjölskyldu því þá eignast maður svo
góð böm.“
Elsku tengdamamma mín. Nú eru
þáttaskil í lífi okkar allra sem eftir
lifum.
Mest er þó sorgin þín elsku Ai-nold
tengdapabbi minn. Eg vona að guð
gefi þér og börnum ykkar styrk í
sorginni. Elsku Agga mín, þú hefur
alltaf verið foreldram þínum góð
dóttir, sem sannaðist best þegar þú
fluttir til þeirra svo þau gætu verið
lengur sjálfbjarga. Aðra eins gæsku
við foreldra sína hef ég aldrei séð eða
heyrt um eins og þú annaðist þau.
Þú, sem ert uppspretta orkunnar,
geislar þínir lýsa um allan heim,
lýstu einnig upp hjarta mitt til að það
geti unnið sem þú.
Við sjáumst seinna, elsku Sjana
mín. Hvíldu í friði.
Þín tengdadóttir,
Gunndóra Viggósdóttir.
+ Berglind Eiríks-
dóttir fæddist 24.
september 1977. Hún
lést á heimili sínu,
Borgarholtsbraut 38
í Kópavogi, hinn 25.
október. Utför Berg-
lindar fór fram frá
Kópavogskirkju 3.
nóvember síðastlið-
inn.
Mér frnnst ég varla heill
né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga
því er ver,
ef værir þú hjá mér
vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja
að sumarið líður alltof fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Elsku Berglind okkar.
Við sitjum hérna saman vinkon-
urnar og tölum um allar þær yndis-
legu minningar sem við eigum um
þig. Þær eru ófáar enda höfum við
verið vinir frá barnæsku. Þrátt fyr-
ir illvíg veikindi þín síðasta eitt og
hálfa árið varstu alltaf svo bjartsýn
og viljasterk að okkur finnst ótrú-
legt að þú sért farin frá okkur.
Það er margt sem rifjast upp;
skólinn, íþróttirnar, afmælin og
margt annað. Sérstaklega minnis-
stæð er þó handbolta-
keppnisferðin okkar
til Partille í Svíþjóð
sumarið ’93 sem lauk
með verslunarferð í
Köben. Það var meiri-
háttar upplifun og oft
hefur verið hlegið
mikið að atvikum sem
áttu sér stað í þeirri
ferð. Þó að handbolta-
ferillinn hafi ekki ver-
ið glæsilegur var það
félagsskapurinn sem
hélt okkur saman og
átti stóran þátt í að
móta þennan vinahóp.
Það er líka mjög minnisstætt
þegar þið Tommi kynntust, hvern-
ig hann átti hug þinn og hjarta og
þið smulluð vel saman. Fjölskylda
þín var þér greinilega einnig mjög
kær, enda samheldin og hlý.
Þú varst alltaf traustur og góður
vinur og stóðst fast á þínu. Það
sem þú tókst þér fyrir hendur
vannstu af heilum hug eins og
námið sem þú sinntir mjög vel
þrátt fyrir erfiðar meðferðir. Þú
lést engan bilbug á þér finna og
hélst ótrauð áfram.
Við minnumst þín, bross þíns,
hlátursins og afmælanna þegar þú
varst búin að búa til gómsætar
kökur og kræsingar eins og þér
einni var lagið, við mikinn fögnuð
okkar. Þú gerðir allt svo vel og
virtist ekkert hafa fyrir því.
Við dáumst að styrk þínum og
dug. Þú hefur kennt okkur svo
margt og við varðveitum hverja
minningu um þig í hjarta okkar.
Elsku Tommi, Éiríkur, Ásdís,
Ingþór og Bryndís. Okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, Guð gefi
ykkur styrk á þessum sorgartím-
um.
Þínar vinkonur,
Herdís, Júlíana,
Ragnheiður og Björg.
Er dimma tekur drúpir höfði strá
er lifað hefur stormasaman vetur,
nú vorió hefur vakið mína þrá
á vogarskálar lífs og dauða setur.
Er dagsins ljómi lýsir dal og grund
geng ég ein - löngu troðna slóð,
Þögul sest og horfi stutta stund
á staðinn þar sem litla stráið stóð.
Nú er þar ekkert nema landið kalt
í lífi mínu myndast þáttaskil,
en gjöfin - hún var göfugri en allt
er gafstu mér með því að vera til.
(Bergþóra Guðmundsd.)
Það voru forréttindi að fá að
kynnast Berglind og öllu hennar
fólki, sem hafa reynst syni mínum
einstaklega vel í veikindum Berg-
lindar.
Elsku Tommi minn, þú hefur
sára reynslu að baki en yndislegar
minningar til að hafa með þér til
framtíðar sem munu veita þér
styrk.
Elsku Ásdís, Eiríkur, Ingþór,
Bryndís og aðrir ástvinir, Guð gefi
ykkur styrk alla daga.
Unnur.
BERGLIND
EIRÍKSDÓTTIR
ELÍN
ARADÓTTIR
+ Elín Aradóttir
fæddist að
Grýtubakka í Höfða-
hverfi í Suður-Þing-
eyjarsýslu hinn 3.
nóvember 1918. Hún
varð bráðkvödd á
ferðalagi innanlands
hinn 25. október. Út-
för Elínar Aradóttur
fór fram frá Einars-
st aðakirkju í Reykja-
dal laugardaginn 4.
nóvember síðastlið-
inn.
í bernskuminning-
unni var amma á Brún ekki beinlínis
raunveraleg heldur fremur persónu-
gervingur alls sem norðlenskt var.
Stundum á góðviðrisdegi sá ég
Norðurlandi bregða fyrir bak við
Jarlhetturnar og vissi að þar bjuggu
amma og afi á Brún. Það var fjall-
garðurinn sem skildi á milli norðurs
og suðurs, landamæri tveggja heima
og þangað var óravegur.
Á sumrin heimsótti ég afa og
ömmu. Afi heilsaði iðulega kumpán-
lega með handabandi og kallaði mig
frænku en amma lukti mig örmum
og norðlenskan hljóm-
aði sem hátíðarsöngur.
Móttakan á tröppunum
á Brún var virðuleg at-
höfn, enda komu þau
bæði fram við fólk af
kurteisi og laus við allt
tildur og smjaður. Það
kom sjaldan fát eða fum
á ömmu og hégómi var
henni ekki að skapi; til-
finningar átti hún með
sjálfri sér en vinnan var
hennar lífsstíll. Við fór-
um á vatnið og veiddum
silung í soðið en ég
skildi varla til fulls þá
einlægu gleði hennar þegar stór
bleikja kom í netið. Við tíndum fjalla-
grös í grasaheiði og aðalbláber út á
skyrið. Það var erfitt að fylgja ömmu
eftir við vinnu þvi hún var einstak-
lega handfljót og sterk. Hún reri
eins og karlmaður og fyllti grasa-
sekkinn eða berjafötuna á undan
öðram. Ef nóg var af berjum í heið-
inni mátti dagur líða að kveldi áður
en tekið var saman og haldið heim.
Ánægja hennar yfir dagsverkinu var
svo einlæg að ég skildi hana varla
enda mér ekki eðlislægt að draga
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi'einunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
björg í bú. Hendur hennar vora stór-
ar og sterklegar; æðabert handar-
bakið og liðugir fingur bára vott
vinnusemi sem aldrei þvarr. Hún var
spör á blíðuorð og gælur en hafði
mildan augnsvip og augun urðu mér
hugleikin. Svipmótið var þó langt í
frá angurvært heldur greindarlegt.
Þegar ég stautaði skólaljóðin ís-
lensku þjóðskáldanna, stóð amma
fyrir hugskoti mínu sem fjallkonan á
íslenskum búningi. Svipur hennar
bar ávallt merki gæsku og myndug-
leiks, hver sem störfin voru. Röddin
var þýð og gott íslenskt málfar var
henni í blóð borið. Hún fylgdist vel
með barnabörnum sínum, gerði vel
við þau og lá ekki á skoðun sinni um
gildi góðrar menntunar. Allt hennar
var vel gert.
Nú er amma horfin og með henni
lífsgildin sönnu. Guð varðveiti minn-
inguna um ömmu og afa á Brún.
Elín Una Jónsdóttir.
Minniní
m
Minnisvarðar
úr íslensfeu tergi
og granít
REIN
Steinsmiðjan Rein ekf.
Lækjarmel, Kjalamesi
Sími : 56 66 081