Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 61

Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 61 Samtök ferðaþjónustu um hækkun olíuverðs Ríkið verð- ur að slaka á klónni SAMTÖK ferðaþjónustunnar sendu Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrir helgina bréf þar sem segir að verði ekki gripið til einhverra ráðstaf- ana vegna hækkunar oh'uverðs muni staða hópbifreiðagreina „verða nær óbærileg með fyrirsjáanlegum afleið- ingum“. I bréfinu er vitnað til þess að Geir hafi viðurkennt að hlutur ríkisins sem næmi virðisaukaskatti af olíuverðinu hækkaði, en fyrirtækin gætu talið hann til innskatts. „Þá er því til að svara að til þess að svo megi verða þurfa fyrirtækin að vera í virðisaukaskattskerfinu," segir í bréfinu. „Fólksflutningar hér á landi, sem ekld gi’eiða virðisaukaskatt frekar en aðrir fólksflutningar, sitja uppi með virðisaukaskattinn og mega fyrirtækin í þessari atvinnugi-ein nú greiða ííkinu allt að 6 krónum meira í virðisaukaskatt af hverjum olíulítra enþau gerðu í ársbyrjun 1999.“ I bréfinu er þess krafist að ríkið láti þessa hækkun ganga aftur til hóp- ferða- og sérleyfisfyrirtækja og um leið farið fram á að slakað verði á skattheimtu þannig að fyrirtækin fái svigrúm til að mæta olíuverðshækk- unum. Bent er á að tekjur ríkisins af þungaskatti hafi stóraukist og láti nærri að þær séu allt að einum millj- arði hærri árið 2000 en gert hafi verið ráð fyrir: „Þarna verður að slaka á klónni". Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi Ný stjórn kjörin AÐALFUNDUR Samfylkingarinn- ar í Suðvesturkjördæmi var haldinn í Hafnarfirði miðvikudaginn 1. nóv- ember. Á fundinum var kjörin stjórn kjördæmisráðsins og er hún þannig skipuð: Halldór S. Magnússon, Garðabæ, formaður, Geir Þórólfsson, Hafnar- firði, gjaldkeri, Dóra Hlín Ingólfs- dóttir, Mosfellsbæ, Kristján Svein- bjömsson, Álftanesi, Logi Kristjánsson, Kópavogi, Páll Vil- hjálmsson, Seltjarnarnesi, og Val- gerður Guðmundsdóttir, Hafnar- firði. I varastjórn: Anna Magnea Hreinsdóttir, Garðabæ, Gerður Magnúsdóttir, Kópavogi, og Sandra Franks, Álftanesi. Á fundinum fóra fram almennar stjórnmálaumræður þar sem þing- menn kjördæmisins fluttu framsögu og samþykkt var ályktun þar sem fjallað er um fyrirhugaðar skatta- hækkanir, kjör aldraðra og öryrkja, samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu og menntamál. Nýtt námskeið um álitamál í erfðavísindum KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar, Gísli Pálsson, for- stöðumaður Mannfræðistoíhunar HI, og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, era meðal fyrirles- ara á námskeiðinu Líívísindi og sam- félag hjá Endurmenntunarstofnun HÍ dagana 24.-25. nóvember. Á því verður leitast við að svara áleitnum spumingum sem vaknað hafa í kjölfar örrai- þróunar í líftækni og erfðavís- indum undanfarin ár. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eignarhald á erfðaupplýsingum, siðferðisleg álitamál í erfðavísindum, hlutverk löggjafans og genalækning- ar. Námskeiðið er haldið í samstarfi við íslenska erfðagreiningu og Mann- fræðistofnun HÍ og er öllum opið. Frekari upplýsingai- um námskeið- ið fást á vefsetrinu www.endurmennt- un.is. Vegprestar settir upp á hálendi LIONSKLÚBBURINN Freyr í Reykjavík fór í sína árlegu merk- ingaferð í byrjun september. Merkt var á afrétti Skaftár- hrepps, frá Langasjó að Rjúpna- felli, og voru alls sett upp 26 skilti. Lionsklúbburinn Freyr hefur frá árinu 1969 sett upp um 800 skilti á hálendi og á þjóðvegum. Fræðslufundur á vegum Minja og sögu GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðingur kynnir bók sína, þriðja bindi ævisögu Einars Benediktssonar, á fundi Minja og sögu í Nor- ræna húsinu fimmtudag- inn 9. nóvember kl. 17.30. „Með þriðja bindinu lýk- ur hinni miklu ævisögu þjóðskáldsins, hugsjóna- Einar Bene- frá Miiyum og sögu. mannsins og snillingsins diktsson skáld. Guðjón mun svara fyr- dáða og umdeilda Einars Bene- irspurnum fundarmanna. Fundur- diktssonar. Slíkir menn hverfa inn er öllum opinn. ekki þegjandi og hljóða- laust af sjónarsviðinu og kannski var Einar aldrei stærri í sniðum en eftir að halla fór undan fæti í lífi hans, skuldum vafinn heimsborgari sem lauk ævinni á afskekktum sveitabæ," seeir í frétt Jólakort Hringsins komið út JÓLAKORT Hringsins er komið út. í ár prýðir jólakortið mynd eftir listakonuna Guðrúnu Geirsdóttur. Jólakortaútgáfa Hringsins hefur í rúma tvo áratugi verið ein aðal- uppistaðan í fjáröflun félagsins til styrktar Barnaspítalasjóði Hrings- ins. Á síðasta ári var hafist handa við byggingu sérhannaðs barna- spítala á Landspítalalóð. Jólakoi-tið er að öllu leyti unnið í Odda hf. Útgefandi og dreifinga- raðili er Hringurinn kvenfélag, Ás- vallagötu 1,101 Reykjavfk og er hægt að leggja inn pantanir þar. Fræðslufundur um geðræn vandamál aldraðra LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir fræðslufundi fyrir al- menning fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20.30 í húsnæði læknasamtak- anna á 4. hæð, Hlíðarmára 8, Kópa- vogi. Yfirskrift fundarins er: Þunglyndi, heilabilun og önnur geðræn vandamál hjá öldruðum. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Fundurinn er skipulagður þannig að sérfræðingur heldur erindi um ákveðið heilsufarsvandamál og síðan er góður tími til fyrirspurna og um- ræðna. Þannig gefst almenningi tækifæri til að spyija sérfræðinginn beint og taka þátt í umræðunni. Þunglyndi og geðræn einkenni era algeng vandamál meðal aldraðra. Þar sem hópur aldraðra fer ört stækkandi í þjóðfélaginu er hér um umfangsmikið heilsufarsvandamál að ræða. Fyrir utan vanlíðan sjúkl- inga valda þessi einkenni miklu álagi og áhyggjum hjá aðstandendum, segir í fréttatilkynningu. A fundinum tala læknarnir María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilis- lækningum, Sigurður Páll Pálsson, sérfræðingur í geðlækningum, og Ólafur Þór Ævarsson, sérfræðingur í geðlækningum. Næsti fundur verður fimmtudag- inn 23. nóvember og þá talar Har- aldur Briem sóttvarnarlæknir um matarsýkingar. Fyrirlestur um heimili og skóla DR. SUNITA Gandhi, stofnandi „The Council of Global Education" og ráðgjafi CMS-skólans á Indlandi, sem í eru 24.000 nemendur og er þekktur að einstökum kennsluað- ferðum, afburða námsárangri og sérstæðu samstarfi heimilis og skóla, fjallar um viðfangsefnið: Manngildi og menntun, heimili og skóli hvernig á þetta allt saman? á Mannhæðinni, Laugavegi 7, Reykjavík, 3. hæð, fimmtudaginn 9. nóvemver kl. 20.30. Fyrirlesturinn er haldinn í sam- vinnu landssamtakanna Heimfii og skóli og áhugamannafélagsins Mannræktai’ á Akureyri. Allii- vel- komnir meðan húsrúm leyfír. Rætt um hreintungu- stefnu í mál- stofu nýbúa MÁLSTOFA um hreintungustefnu verður haldin í Miðstöð nýbúa við Skeljanes fimmtudaginn 9. nóvem- ber kl. 20. Stjórnandi málstofunnar er dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. Að loknu erindi verða almennar umræður og fyrir- spumum svarað. Allir sem áhuga hafa era velkomnnir. I fréttatilkynningu segir: „Islensk málstefna hefur einkennst af því að uppræta s.k. „málvillur“ sem og orð og önnur málfarsatriði af ei’lendum uppruna, sem gjarnan hafa talist eins konai’ „illgresi í tungunnni,“ „slett- ur“ eða „flekkun við hreinleika máls- ins.“ Á sama tíma hefur mikil áhersla verið lögð á að „hlúa að“ og „leggja rækt við“ s.k „hreinleika" íslenskrar tungu, þ.e. orð og önnur málfarsat- riði sem era óyggjandi talin vera af „hreinum“ íslenskum málstofni. í erindinu verður rýnt í þessar hugmyndir og m.a. velt upp spurn- ingum um hvernig þær hafa mótað sjálfsmynd íslendinga, sem og af- stöðu þeirra tfi útlendinga. Ennfrem- ur verður rætt hvernig hrein- tunguhugmyndii’ hafa mótað bæði opinbera og almenna afstöðu til tján- ingar á opinberum vettvangi og hvernig sú afstaða fer saman við hug- myndir um fjölmenningarlegt lýð- ræði.“ Lýst eftir vitnum HARÐUR árekstur varð 3. nóvember sl. kl. 19.10 á Grensásvegi á móts við Dominos. Þama varð árekstur tveggja bifreiða, BMW 316, hvítrar að lit, og Nissan Micra, hvítrar að lit. Vitni að nefndum árekstri era vinsamlega beðin að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. ■ MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda almennan félagsfund fimmtudaginn 9. nóvem- ber kl. 20 í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10. Á fundinum mun Sesselja Gunn- arsdóttir, varaformaður MFÍK, segja frá ferð sinni til Sýrlands og Jórdaníu í september síðastliðnum. Að því loknu verða almennar um- ræður. Fundurinn er öllum opinn. ÁRVfK ÁRMÚLA 1 • SfMI 568 7222 • FAX 568 7295 letra TRILLUR HJÓLAB0RÐ 00 VAGNAR ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SfMI 568 7222 • FAX 568 7295 Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Léttur og meðfærilegur GSM posi með iniibyggðuiii prentara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.