Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 62

Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DAGBÓK í dag er miðvikudagur 8. nóvem- ber, 313. dagur ársins 2000. Orð flagsins: Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum. (I. Tím. 6,10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes og Goðafoss koma ídag. _________ HafnarQarðarhöfn: Lone Boye fór í gær. - Lagarfoss fer í dag. Ár- ni Friðriksson kom í gær, Sléttbakur kemur í dag.____________________ Fréttir Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjafar- innar, 800-4040, frá kl. 15-17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvalla- götu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun. Opið frá kl. 14-17. Áheit. Kaidrananes- kirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mik- illa endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta mál- efni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Aflagrandi 40. Verslun- arferð í dag, farið frá Af- lagranda kl. 10. skráning í afgreiðslu sími 562- ^2571. Ath. breyttan tíma í leikfími aðeins 2 skipti eftir miðvikudaginn 8. nóvember kl. 8.45 í stað föstudagsins 10. nóvem- ber og miðvikudaginn 15. nóv kl. 8.45 í stað tíma 13. nóvember. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur ofl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 13 hárgreiðsla, kl. 8- >> 12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl.9-16 hand- avinna og fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl.13 spiladag- ur og vefnaður. Haust- fagnaður verður föstu- daginn 10. nóvember, salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17, hlaðborð, Þóra Þor- valdsdóttir verður með upplestur, EKKO- kórinn syngur, Ragnar Leví og félagar leika fyr- ir dansi, skráning á staðnum fyrir kl. 12 fimmtudaginn 9. nóvem- ber. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opn- ar, kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15- 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Vetrarfagnað- ur verður í Gaðaholti 9. nóvember kl. 20 í boði Lionsklúbbsins Eikar. Rútuferðir frá Álftanesi og Kirkjulundi kl. 19.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndmennt kl. 13. Pílu- kast og frjáls spila- mennska kl. 13:30. Englanámskeiðið kl. 13:30. í fyrramálið er púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi í dag kl. 9.50. Ath. breyttan tíma. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17.00. Línu- danskennsla Sigvalda fellur niður. Árshátíð FEB verður haldin 10. nóvember. Miðar seldir á skrifstofu FEB. Silfur- línan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10-12. Ath. opnunartími skrifstofu FEB er frá kl. 10-16. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frákl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar hjá Helgu Þórarinsdóttur, kl. 11.20, fráhádegi spilasalur opinn, Tón- hornið fellur niður í dag, „Hughrif 2“ mynd- listasýning Hrefnu Sig- urðardóttur stendur yf- ir, allir velkomnir. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í sima 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb og tréskurður. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta á þriðju- og föstudaga. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan opin frá kl. 10. Leikfimi kl. 9 og 10, vefnaður kl. 9, keramikmálun kl. 13, enskakl. 13.30. Gleði- gjafamir syngja á fóstu- dag kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, 9-12 útskurður, kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa og fóta- aðgerð, kl. 13 böðun. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl.llsundí Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9-16 fótaaðgerðarstofan opin, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handavinnustof- urnar opnar, kl. 10 sögu- stund, kl. 13-13.30 bank- inn og kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13- 14 spurt og spjallað. Föstudaginn 10. nóvem- ber kl. 14.30 verður dansað við lagaval Hall- dóru. Vöfflur með rjóma með kaffinu. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bók- band, kl. 14.10 verslun- arferð. Háteigskirkja. Á morg- un kl. 10 foreldramorg- unn, kl. 16-17.30 bros og bleiur fyrir foreldra um og undir tvítugt. Bústaðarkirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun fimmtudag kl. 10, að Korpúlfsstöðum. Púttað, kaffi og spjallað. Allir velkomnir. Nánari upp- lýsingar veitir Ingibjörg Sigurþórsdóttir í síma 545-4500. Vinahjálp Brids fyrir konur á Hótel Sögu hefst kl. 14 nánari uppl. í síma 568-8170. Kvenfélag Bústaðar- sóknar heldur fund mánudaginn 13. nóvem- ber kl. 20 á Hótel Sögu í Skála á annarri hæð, inngangur norðanmegin á móti Þjóðarbókhlöðu. Ensöngur Signý Sæ- mundsdóttir og Guð- finna Ragnarsdóttir spjallar um ættfræði. Kaffiveitingar. Rangæingafélagið. Fé- lagsvist verður í kvöld kl. 20 í Skaftfellingabúð Laugavegi 178. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Fé- lagsvist kl. 19.30. Barðstrendingafélagið spilað í kvöld í Konna- koti Hverfisgötu 105,2. hæð kl. 20.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, sími 530-3600. Kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar heldur fund í sveitinni í kvöld, miðvikudaginn 8. nó- vember, kl. 20. Mætum allar. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1166, jeérbiöð 569 1222, augiýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasðlu 150 kr. eintakið. Tapað/fundið Nokia 3210 tapaðist NOKIA 3210 gsm sími tap- aðist aðfaranótt sunnu- dagsins 5. nóvember sl. annað hvort á Gauk á Stöng eða Glaumbar. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Harald í síma 557-4326 eða 535-7000. Nokia 6110 tapaðist NOKIA 6110 gsm sími tap- aðist á leiðinni frá Austur- bergi að Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti, föstu- daginn 3. nóvember sl. Upplýsingar í síma 557- 6387. Fundarlaun. Húfa tapaðist á Brávallagötu APPELSÍNUGUL húfa frá French Connection tap- aðist við Brávallagötu/ Hringbraut á fimmtudags- kvöld í síðustu viku. Húfan er þykk og vönduð og afar dýrmæt eiganda sínum. Hafi einhver fundið húfuna og bjargað henni í hús má hann vinsamlegast tilkynna fundinn í síma 551 7709. Svart leðurbelti tapaðist SVART leðurbelti af leður- frakka tapaðist, sennilega á Framnesvegi eða á Vestur- götu, fimmtudaginn 2. nóv- Morgunblaðið/Rax ember sl. Upplýsingar í síma 557-4757. Dýrahald Köttur í óskilum HVÍT grá bröndóttur kött- ur, hvítur á maganum og örlítið í andliti hefur haldið til við hús í Sigluvogi und- anfarið. Hann er ómerktur. Upplýsingar í síma 869- 9888. VELVAKANDI Allir tryggðir LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi koma eftirfarandi skilaboð- um á framfæri: Össur Skarphéðinsson sagði að Samfylkingin ætlaði að beita sér fyrir því, að tryggja aldraða og öryrkja gegn fátækt. Lesandinn vill benda á, að allir íslenskir ríkisborgarar eru tryggðir í almannatryggingakerfinu. Anægður áhorfandi MAÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yfir ánægju sinni með Geir H. Haarde í þættinum hennar Steinunnar Ólínu „Milli himins og jarðar" á laugardagskvöldið 4. nóv- ember sl. Hann var alveg frábær. Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Krossgáta LÁRÉTT: 1 reiðilegt á svip, 8 legill, 9 hlunnindin, 10 fugls, 11 nirfill, 13 skrika til, 15 tappagat, 18 reif, 21 kriki, 22 lokka, 23 lítill bátur, 24 jarðaði. LÓÐRÉTT: 2 horskur, 3 falla í drop- um, 4 ótti, 5 guðirnir, 6 hugarfar, 7 elska, 12 ætt, 14 bókstafur, 15 fokka, 16 eldstæði, 17 beitti þjöl, 18 glyrna, 19 styrkið, 20 spilið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU; Lárétt: 1 yrkja, 4 falsa, 7 japla, 8 risar, 9 rúm, 11 rýrt, 13 knár, 14 ýlfur, 15 skýr, 17 ókum, 20 err, 22 pausi, 23 öld- ur, 24 róaði, 25 geiga. Lóðrétt: 1 yljar, 2 kopar, 3 apar, 4 form, 5 lasin, 6 aurar, 10 úlfur, 12 Týr, 13 kró, 15 sýpur, 16 ýsuna, 18 koddi, 19 merja, 20 eimi, 21 röng. Víkverji skrifar... VEÐURFAR hefur verið sérlega milt í haust á suðvesturhomi landsins, svo að óvenjulegt má telj- ast. Hefur ríkt næsta mikið staðviðri og hlýindi enda október sagður hafa verið nokkru hlýrri en í meðalári. Hefur blíðviðrið áreiðanlega aukið vellíðan manna almennt og létt lund þeirra sem kvíða vetrinum. Ekki hefur færðin spillst og þótt heldur hafi kólnað í veðri síðustu daga er enn sama bjartviðrið. Nægir að galla sig sæmilega vel ef menn ætla að stunda útivist til að standast áraun Kára þegar hann blæs að norðan. Víkverji vonar bara að fyrri hluti vetrar verði mildur og þægileg- ur og ekki saknar hann þess sérstak- lega að fá ekki snjó og sleða- eða skíðafæri, að minnsta kosti ekki hér í þéttbýlinu. XXX ING Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í höfuðborginni og er það mikið fyrirtæki. Margir koma þar við sögu. I fyrsta lagi þingfull- trúar sem ræða málin formlega og ákveða þetta og hitt, embættismenn sem aðstoða við að undirbúa mál og sjálfsagt hafa þeir líka sín áhrif á framgang þeirra, fjölmiðlar sem flytja af þeim fréttir og fulltrúar stjónrmálaflokka og félagasamtaka sem láta sig norræn mál varða. Allir þurfa að fylgjast með á sínu sviði og passa að allt fari nú í réttan farveg. Mikill pappír verður til á þingi sem þessu. Tillögur og skýrslur koma fram sem þarf að lesa og ræða. Mjög mikil breyting hefur þó orðið á þessu sviði á fáum árum því Netið hefur snarlega dregið úr þörf þess að allt efni sé prentað út. Nú má skoða hitt og þetta á skjánum, ef ekki heima áður en farið er af stað, þá á staðnum á fartölvunni eða í mið- stöðvum og skrifstofum sem þingið kemur upp. Alls staðar eru tölvur og alltaf er hægt að „fletta" upp í þeim. Það hlýtur að vera ánægjuefni og framfaraspor ef við getum farið hægar í skógarhöggið og pappírs- framleiðsluna og dregið úr útprent- un á öllu þessu sem við handfjötlum daglega. xxx Ilokin má svo benda á aukna nýt- ingu á pappír. Er ekki ráð að halda til haga því sem við þó prent- um út? Það verða býsna drjúgir staflar eftir vikuna. Arkir í stærðinni A4 sem prentað er á öðrum megin, lesið og blaðað í þeim og síðan hent. Er ekki rétt að halda þessu til haga sem rissblöðum? Eða til að renna þeim aftur gegnum prentarann - og þá þai-f bara að muna hvor hliðin á að snúa upp! Varla eru þetta allt slík leyndarmál að ekki sé óhætt að nýta hina hliðina. Ef svo er getur hver og einn í það minnsta notað þennan not- aða pappír sem eigin rissblöð. Það er dyggð að nýta hlutina betur og það er hægt á svo mörgum svið- um. Það er ekki svo langt síðan Vík- verji vissi til að fullorðnir menn héldu til haga á árum áður bakhlið- inni á umslögum sem þeir fengu í pósti. Það voru fullboðleg rissblöð í þá daga. Og eru eflaust ennþá, það er að segja ef einhver fær sendibréf ennþá. I það minnsta mætti nota öll umslögin undan bankayfirlitunum, gíróseðlunum, happdrættismiðun- um, félagsgjaldarukkununum og þar fram eftir götunum. Og vantar ekki alltaf heimilisföndur fyrir framan sjónvarpið? Eða meðan einhver úr fjölskyldunni les kvöldsöguna? Eða fer með kvæði? Eða hvað sem menn annars gera á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.