Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 68
68 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Kjúklingaflóttin
★★★ HK D>&
liii'cu
Kjúklingaflóttin
cmmt£&aúti\
Sýnd kl. 4, 6,
8og 10. vitnuzi.
AIH! f rikort gilda ekki.
m PUNKTA
FERÐUIBÍÓ
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
i Vitnr. )56
Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is
Altabakka 8, simi 587 3900 og 5S7 S905
HASKOLABIO
HASKOIMBIO
Hagatorgi
www.haskolabio.is
simi 530 1919
BJORK CATHERINE DENEUVE
2 fyrir 1
uHIGKiNfíl/N
Sýnd kl. 10
Revkiavik
Sýnd kl. 5.20 og 8. b.í. m
Synd kl.8 og10. b.lu
Sýnd kl. 6. meö isl. tali.
FILMUNDUR
9-15. nóv
ÓH UCiNANIX.0fí&tA MYND ALLRA IÍMA
í ÚTGÁFU SFJWp HEITJIi Al.DREI SÉD
mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Fær Baltasar enn eina viðurkenninguna?
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Kemst Björk aftur á verðlaunapall?
Er Ingvar E. Sigurðsson besti leikari í Evrópu?
fleiri en eitt þúsund, en í henni eru
viðurkenndir evrópskir kvik-
myndagerðarmenn, og þ. á m.
nokkrir íslenskir.
Þorfinnur Ómarsson hjá Kvik-
myndasjóði Islands er að vonum
ánægður með tilnefningarnar. „Það
er gaman að því að þessum verð-
launum hefur vaxið ásmegin síð-
ustu ár, verða sífellt fastari í skorð-
um og eru farin að skipta miklu
máli.
Það er sérstaklega gaman að
eiga þarna í þremur myndum og
fjórum tilnefningum en við höfum
ekki upplifað það áður. Það stað-
festir það sem við höfum verið að
ganga í gegnum allt þetta ár, sem
hefur verið sérstaklega gjöfult ár í
íslenskri kvikmyndagerð, að mynd-
unum hefur gengið mjög vel bæði
hér heima og alls staðar annars
staðar, en það skiptir mestu máli.“
Heimir Jónasson hjá Stöð 2 segir
það sérlega gaman að geta fylgst
með í beinni ef fslendingarnir
skyldu hljóta einhver verðlaun.
„Þetta er í fyrsta skipti sem af-
liendinguEvrópsku kvikmynda-
verðlaunanna er sjónvarpað beint á
Islandi og ætlunin er að gera það að
hefð hjá okkur á Stöð 2, ekki bara
af því að aðstaðan er mjög sérstök í
ár með allar þessar tilnefningar."
Þorfinnur er sammála Heimi.
„Það verður mjög gaman að fylgj-
ast með þessu þar sem þrjár ís-
lenskar myndir eru tilnefndar.
Dancer in the Dark er ekki al-
íslensk en samt styrkt af Kvik-
myndasjéði og hefur mikið ís-
lenskt framlag."
- Ættu Evrópsku kvikmynda-
verðlaunin ekki að vera mikilvæg-
ari fyrir okkur en Óskarinn?
„Algjörlega. Það er verið að
reyna að byggja upp þessi verðlaun
og gera þau stærri, en sífellt fleiri
Iönd sýna afhendinguna á hverju
ári, sem ætti auðveldlega að geta
orðið að árlegum stórviðburði."
Björk, Ingvar og Baltasar
AFHENDING Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna fer fram í
Théatre National de Chaillot í París
2. desember nk. og mun verða sjón-
varpað vfða um heim. Bein ót-
sending liefst hér á landi kl. 20 á
Stöð 2.
Nokkrir íslendingar eru tilnefnd-
_ ir og er það mikið ánægjuefni. Ingv-
~~7ar E. Sigurðsson er tilnefndur sem
besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í
Englum alheimsins eftir Friðrik Þór
Friðriksson. Þar keppir hann við
leikarana Jamie Bell, Bruno Ganz,
Sergei Lopez, Krysztof Siwczyk og
Stellan Skarsgárd. Björk er tilnefnd
sem besta leikkonan fyrir hlutverk
sitt. í Dancer in the Dark eftir Lars
von Trier og keppir þar við Bibiana
Beglau, Lena Endre, Sylvie Testud
og Julie Walters. Dancer in the
Dark er tilnefnd sem besta kvik-
myndin, en aðrar kvikmyndir í þeim
flokki eru Billy Elliot eftir Stephen
Daldry, Chicken Run eftir Lord og
Park, Harry, un ami qui vous veut
du bien eftir Dominik Moll, Le gout
des autres eftir Agnés Jaoui, Pane e
tulipani eftir Silvio Soldini og Tro-
lösa eftir Liv Ullman.
Akademían veitir líka verðlaun
fyrir besta handritshöfundinn og
besta kvikmyndatökumanninn. Ým-
is önnur verðlaun verða veitt á há-
tiðinni, þ. á m. áhorfendaverðlaun
sem lesendur Morgunblaðsins höfðu
áhrif á með kosningu sinni á mbl.is í
seinasta mánuði.
Einnig eru Fassbinder-verðlaun-
in veitt, en til þeirra er Baltasar
Kormákur tilnefndur fyrir mynd
sína 101 Reykjavík sem Uppgötvun
ársins. Kvikmyndin hefur þegar
hlotið ýmsar viðurkenningar og
viðamikla alþjóðlega sölusamninga,
og vann nó seinast til verðlauna á
Norrænum kvikmyndadögum í
Liibeck sem haldnir voru um helg-
ina. Þar hlaut Baltasar Kormákur
aðalverðlaun Interfilm Church Film
Prize og að auki heiðursumsögn frá
dómnefnd Baltnesku kvikmynd-
verðlaunanna.
Verðlaun sem skipta máli
Verðlaunin voru fyrst afhent árið
1988, en aldrei hafa jafnmargar
myndir komið til greina við tilnefn-
ingarnar og meðlimir Evrópsku
kvikmyndakademíunnar eru orðnir
ý3\
aðeins 1.900 kr.
Nýir bolir í
MOGGABÚÐINNI
( Moggabúðinni eru margar skemmtilegar vörur. Þú getur m.a
keypt boli, töskur, klukkur o.fl. beint af Netinu með öruggum
hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær
sendar heim til þín eða á vinnustað.
EINFALT OG ÞÆGILEGT!
Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, skoðað
vðrurnar í sýningarglugganum og verslað.
Tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.