Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 1
4
11
STOFNAÐ 1913
263. TBL. 88. ARG.
FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hæstiréttur Flórída hafnar kröfu um stöðvun handtalningar
Gore býð-
ur Bush
til fundar
Atlanta, Tallahassee, Washington. AFP, AP.
AP
A1 Gore flytur yfirlýsinguna á fréttamannafundi í Washington í gærkvöld.
Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata, stendur á bak við hann.
AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna
og forsetaframbjóðandi demókrata,
sagði á fréttamannafundi í gærkvöld
að ef George W. Bush, forsetaefni
repúblikana, féllist á handtalningu at-
kvæða í þremur sýslum Flórída,
myndu demókratar skilyrðislaust
hlíta niðurstöðunni og falla frá öllum
málaferlum. Bush hafði ekki gefið
svar þegar Morgunblaðið fór í prent-
un en Gore gaf til kynna á frétta-
mannafundinum að ef hann féllist
ekki á þetta tilboð myndu demókratar
hugsanlega fara fram á handtalningu
atkvæða í öllum 67 sýslum Flórída.
Gore bauð Bush jafnframt til fundar,
„ekki til að semja heldur til að bæta
andrúmsloftið".
Hæstiréttur Flórídaríkis hafði
skömmu áður hafnað kröfu Katherine
Harris, innanríkisráðherra Flórída,
um að handtalning atkvæða yrði
stöðvuð í sýslunum Palm Beach,
Broward og Miami-Dade. Talning-
unni var því haldið áfram en niður-
staða hennar getur ráðið úrslitum í
bandan'sku forsetakosningunum.
Harris hafði farið fram á að hand-
talningin yrði stöðvuð þar til úrskurð-
ur hefði verið kveðinn upp um hvort
lagalegur grundvöllur væri fyrir
henni. „Við höfum teldð kröfuna til
umfjöllunar og ákveðið að hafna
henni,“ segir í yfirlýsingu hæstarétt-
ar Flórída en úrskurðurinn var kveð-
inn upp án réttarhalda. Dómaramir
sjö voru sammála um niðurstöðuna en
þeir eru allir skipaðir af ríkisstjórum
úr flokki demókrata.
Harris, sem er repúblikani, hafði
jafnframt farið þess á leit að málsókn-
ir vegna endurtalningar atkvæða
yrðu sameinaðar og að öll málin yrðu
tekin fyrir af dómstóli Leon-sýslu,
þar sem ríkishöfuðborgm Tallahassee
er staðsett en hæstiréttur Flórída
hafnaði þeirri kröfu einnig.
AlríkisdómstóII tekur mál
repúblikana fyrir
Dómari í Flórída hafði á þriðjudag
úrskurðað að sýslur í ríkinu hefðu
frest til klukkan 19 í gær að íslensk-
um tíma til að skila inn rökstuðningi
fyrir kröfu um endurtalningu. Rök-
stuðningur barst frá fjórum sýslum,
Palm Beach, Broward, Miami-Dade
og Collier.
Síðdegis í gær hafði alríkisdómstóll
í Atlanta í Georgíuríki samþykkt að
taka fyrir mál sem samtök repúblik-
ana höfðuðu til að stöðva handtalning-
una í Flórída en þar höfðu dómarar
vísað máli þeirra frá. Alríkisdómstóll-
inn mun einnig taka fyrir mál þriggja
íbúa í Broward-sýslu í Flórída en í
báðum tilvikum er málið höfðað á
þeim grundvelli að handtalning í
nokkrum sýslum sé brot á 14. breyt-
ingarákvæði bandarísku stjómar-
skrárinnar. Miða málsóknimar að því
að stöðva handtalningu í sýslunum
Palm Beach, Miami-Dade, Broward
og Volusia en demókratar em sterkir
í þessum sýslum. Ekki hefur verið
greint frá því hvenær málin verði tek-
in fyrir en hugsanlegt er að alríkis-
dómstóllinn kveði upp úrskurð án
réttarhalda.
Stuðningsmenn George W. Bush
hafa barist harðlega gegn frekari
endurtalningu atkvæða í Flórída en
eftir fyrstu endurtalningu hefur Bush
300 atkvæði umfram Gore. James
Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra
sem fer fyrir lögfræðingaliði Bush í
Flórída, sagði í gær að endurtalning-
amar væm „ósanngjamar og byðu
upp á hættuna á mannlegum mistök-
um og gríðarlegu misferli."
Ótímabærum jóla-
skreytíngum mótmælt
Skeinmd-
ir uimar
á versl-
unum
Montreal. AP.
SAMTÖK sem berjast gegn því, sem
þau kalla ótímabærar jólaskrej'ting-
ar, hafa að undanfömu unnið vemleg
skemmdarverk á verslunum í Mont-
real í Kanada. Hafa verslanirnar ver-
ið sóðaðar út með málningu og olíu og
eggjum kastað í þær.
Samtökin, sem kallast „Baráttan
gegn ótímabærum jólaskreytingum“,
hóta að beita sér gegn öllum verslun-
areigendum, sem setja upp jóla-
skreytingar áður en desember geng-
ur í garð, og hafa sent sumum bréf
þar sem segir, að þeir verði ekká látn-
ir komast upp með „að eyðileggja
haustið".
Fram að þessu hefur verið ráðist á
níu verslanir og eigendur meira en
100 verslana hafa verið varaðir við.
„Þetta er fáránlegt,“ sagði verslun-
arstjórinn Jean Demoors. „Ég hef
aldrei heyrt um annað eins.“ Gerardo
Marasco, starfsbróðir hans í annarri
verslun, sagði, að hópurinn hefði hót-
að að rífa niður jólaskreytingamar
hve oft sem þær yrðu settar upp.
Lögreglan í Montreal hefur aukið
gæslu í hverfinu þar sem mest hefur
kveðið að skemmdarverkunum. Seg-
ist hún líta þau mjög alvarlegum aug-
um enda aldrei að vita hvenær fólki af
þessu tagi þyki ekki nóg að gert með
málningunni einni.
Palestínumeim minnast sjálfstæðisyfirlýsingar
Israelar gera þyrlu-
árásir á búðir Fatah
Reuters
Hundruð ísraela vottuðu Leuh Rabin virðingu sína í gær, en fyrir út-
förina var haldin minningarathöfn á Rabin-torgi í Jerúsalem, þar sem
eiginmaður hennar, Yitzhak Rabin, var skotinn til bana árið 1995.
Gaza-borg, Jerúsalcni, Nablus. AFP, AP.
ÍSRAELAR gerðu seint í gærkvöld
eldflaugaárásir úr þyrlum á fjórar
búðir Fatah-hreyfingar Palestínu-
manna á Vesturbakkanum. Ráðist
var á höfuðstöðvar hreyfmgarinnar í
Hebron, Salfit og Tulkarm, og á
vopnabúr í borginni Jeríkó. í gær-
kvöld var ekki vitað til þess að neinn
hefði fallið í árásunum en talið var að
þær hefðu verið gerðar í hefndar-
skyni fyrir morð á fjómm ísraelskum
hermönnum á mánudag.
Að minnsta kosti átta Palestínu-
menn biðu bana í átökum við ísr-
aelska hermenn á sjálfstjómarsvæð-
unum í gær, þegar 12 ár voru liðin
síðan Yasser Arafat lýsti á táknræn-
an hátt yfir sjálfstæði Palestínu. Er
þetta mesta mannfall sem orðið hefur
á einum degi í tæpan mánuð. Israelar
héldu palestínskum bæjum og þoi-p-
um enn í herkví í gær en það kom ekki
í veg fyrir að Palestínumenn minntust
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar sem Ara-
fat gaf út þegar hann var í útlegð í
Alsír árið 1988. Nokkur hundruð
manns tóku þátt i mótmælagöngu í
Gaza-borg og kröfðust þess að palest-
ínska heimastjómin, undir forystu
Arafats, lýsti tafarlaust yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis.
Leah Rabin borin til grafar
Leah Rabin, ekkja Yitzhaks Rabin,
fyrrverandi forsætisráðherra ísraels,
var borin til grafar í gær en hún lést
af völdum krabbameins á sunnudag.
Meðal gesta við útförina vom Hillary
Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna,
Johannes Rau, forseti Þýskalands, og
Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss-
lands. Leah tók virkan þátt í friðar-
umleitunum milli ísraela og Palest-
ínumanna eftir að eiginmaður hennar
var myrtur árið 1995.
Þungar horfur
á loftslagsráð-
stefnu SÞ í Haag
Haag. Morgunblaðið.
EFTIR nokkra bjartsýni undanfama
daga um að farið væri að draga saman
með Bandaríkjunum og Evrópusam-
bandinu horfði í gærkvöldi þunglega
með viðræðumar á loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Haag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins gengu viðræðumar stirt og
enn ber mikið á milli. Bjartsýnin frá í
fyrradag hafði dvínað en þá virtist
sem ESB tæki vel í bandarískar hug-
myndir um möguleika á að þróunar-
löndum yrði borgað fyrir nýrækt
skóga en skógar þurrka upp kol-
tvísýring. Mörg náttúruverndarsam-
tök segja þetta aðeins millifærslu sem
ekki dragi í raun úr loftmengun. Sam-
tök bandarískra náttúmvemdar-
hreyfinga segja að tillögur Banda-
ííkjamanna muni í raun auka áhrif
efna er valda gróðurhúsaáhrifum um
18%.
Þessa vikuna funda embættismenn
og sérfræðingar 180 landa í Haag til
undirbúnings ráðherrafundar í næstu
viku. Vonir hafa staðið til að á þeim
fundi verði hægt að ganga frá Kyoto-
bókuninni frá 1997 svo að einstök lönd
geti síðan staðfest hana með lagaleg-
um gjömingum, sem á Islandi þýddi
að Alþingi staðfesti hana. Auk ráð-
herranna er von á fjölda umhverfís-
vemdarsinna til Haag. Þegar em
áætlaðar aðgerðir til að vekja athygli
á málstað þeirra og lögreglan hér hef-
ur mikinn viðbúnað. Fulltrúar ýmissa
stórfyrirtælga, til dæmis olíufyrir-
tækja, em einnig mættir til borgar-
innar, en meðal þeirra ríkir uggur um
að niðurstöður ráðstefnunnar leggi
fyiirtækjum á herðar kostnaðarsam-
ar en gagnlitlar kvaðir.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar
hafa einnig reynt að taka tillit til um-
hverfisins. Plastmatarílátum í ráð-
stefnuhöllinni er safnað í sérstaka
kassa og þau þvegin og endumotuð.
Matarleifum verður safnað saman og
þær notaðar í áburð.
■ Líkur á/29
MORGUNBLAÐIÐ 16. NÓVEMBER 2000