Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 13
Umfangsmikill vefur um geðræn vandamál opnaður í gær
Nær til þeirra sem ekki hafa
treyst sér til að leita hjálpar
Morgunblaðið/Þorkell
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra opnaði vefinn persona.is í gær.
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra opnaði í gær vefinn pers-
ona.is sem er umfangsmikill vefur um
geðræn vandamál. A vefnum eru á
annað þúsund síður og eru höfundar
efnis um fimmtíu talsins. Auk þess
eru birtar reynslusögur af ýmsum
toga, boðið upp á sjálfspróf og spjall-
rásir og er einnig hægt að beina
spumingum til sérfræðinga og eru
svör þá birt á Netinu. Enn fremur er
hægt að leita frekari ráðgjafar sér-
fræðinga gegn gjaldi og eru svör þá
send með tölvupósti.
Á næsta ári er stefnt að því að
koma á netviðtölum milli einstakhnga
og sérfræðinga sem þá ræða saman á
lokaðri rás.
Aðgengilegar upplýsingar um
geðheilsu eyða fordómum
Við opnun vefjarins sagði heil-
brigðisráðherra að það væru tíma-
mót að fólk gæti farið inn á slíkan vef,
leitað sér upplýsinga, prófað sig
áfram og komist að því hvort það
þyrfti á hjálp að halda. Hún sagði
ljóst að umræða um geðheilbrigði
hefði opnast mikið að undanförnu og
að með þessum vef væri verið að opna
mikilvægan banka upplýsinga sem
hægt yrði að taka út úr að vild.
Olafur Þór Ægisson geðlæknir
sagðist fagna því að með opnun þessa
vefjar væri nú komin leið til að nýta
nýjustu leiðir í tölvu- og samskipta-
tækni til að veita fræðslu og ráðgjöf
varðandi geðheilbrigði en ljóst væri
að mikil eftirspurn væri eftir hvoru
tveggja. Hann sagði eftirspurn eftir
ráðgjöf lækna fara sívaxandi en að
hún hefði ekki endilega verið að-
gengileg hingað til og því væri þetta
þörf viðbót við aðra þjónustu lækna.
Hann sagði að læknar fyndu í
auknum mæli fyrir því að fólk leitaði
Fjárþörf heilbrigð-
isstofnananna
Fjárþörf
Land-
spítalans
mest
STÆRSTI hlutinn af óleystum
fjárhagsvanda heilbrigðis-
stofnananna á þessu ári er til-
kominn vegna fjárþarfar Land-
spítalans-háskólasjúkrahúss,
að sögn Sigurðar Þórðarsonar
ríkisendurskoðanda.
Landspítalinn 600 milljónir
umfram heimildir
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu telur Ríkisend-
urskoðun að horfur séu á því að
útgjöld heilbrigðisstofnana fari
um 600 milljónir króna fram úr
fjárheimildum þessa árs, þ.e.
fram úr fjárlögum ársins og
fram úr því sem gert er ráð fyr-
ir í fjáraukalagafrumvarpi árs-
ins.
Hlutur Landspítalans-há-
skólasjúkrahúss í þessari 600
m.kr. fjárþörf er um 300 millj-
ónir, að sögn Sigurðar. Þá
skipta eftirtaldar þrjár stofn-
anir með sér fjárþörf upp á um
200 m.kr. þ.e. Heilbrigðisstofn-
unin Akranesi, Heilbrigðis-
stofnun Austurlands og Heil-
brigðisstofnunin Suðurnesjum.
Að lokum skipta daggjalda-
stofnanirnar Grund og Hrafn-
ista með sér fjárþörf upp á um
100 milljónir króna.
til þeirra með fyrirspumir i tölvu-
pósti. Enn fremur gæti fólk Ieitað að-
stoðar hvar sem það væri statt og
læknar svarað hvar sem þeir væru
staddir og því væri hægt að segja að
þetta væri meðferð án landamæra.
Ólafur sagðist einnig viss um að
auknar og aðgengilegar upplýsingar
um geðheilsu myndu hjálpa til við að
eyða fordómum og auka fólki skilning
á geðrænum vanda.
Líklegt að eidri börn og
unglingar nýti sér vefinn
Sigurður Guðmundsson landlækn-
ir sagði við opnun vefjarins að um-
Á PERSONA.is er að finna greinar-
góðar upplýsingar um „geðheilsu,
samskipti, kynlíf, vinnuna, uppeldi
og allt sem tengist mannlegri hegð-
un“ eins og segir á forsíðu vefjar-
ins. Höfundar efnis eru um 50 og
eru þrír meginflokkar viðfangsefna
skráðir á forsíðuna: „geðheilsa",
„daglegt líf ‘ og „börn og ungl-
ingar“. Undir hveijum þessara
flokka eru svo liðir sem vísa nota-
ndanum áfram á efni þeim tengt.
Undir flokknum geðheilsa er að
finna upplýsngar um kvíða og
fælni, þunglyndi, meðferð og aldr-
aða, undir flokknum daglegt líf eru
liðimir kynlíf, samskipti, vinnan og
áföll og undir flokknum börn og
unglingar eru liðimir átröskun,
hejrðunarvandi, þroski og uppeldi.
Á forsíðunni er jafnframt að
finna skrá með nær hundrað efnis-
orðum sem vísa á upplýsingar um
tiltekin málefni. Notendur geta
einnig hlýtt á fyrirlestra, lesið frétt-
ir sem settar eru inn á vefinn reglu-
lega og tekið sjálfspróf af ýmsu
tagi, meðal annai-s greindar-
vísitölupróf. Boðið verður upp á
lista með tenglum á vefi um tengd
málefni og einnig er sérstaka bóka-
verslun að finna á vefnum.
ræðan um geðræn vandamál hefði
gjarnan verið mikið feimnismál og að
hún hafi einkennst af fordómum.
Hann nefndi að talið væri að geðræn
vandamál færu fremur vaxandi, og
sagði frá spá Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar þar sem fram kemur að
fimm af þeim tíu heilbrigðisvanda-
málum sem talið er að muni valda
mestum búsifjum á næsta áratug eru
geðsjúkdómar.
Sigurður benti á að fordómar væru
afleiðingar vanþekkingar og því yrði
markmið þessa vefjar, það er að
segja að efla þekkingu og umræðu, tll
þess fallið að draga úr fordómum.
Hægt að leita ráða
sérfræðinga með tölvupósti
Hægt er að leita ráða sérfræð-
inga með því að senda spurningar
með tölvupósti, svörin eru þá birt á
vefnum og þannig er einnig hægt
að lesa svör við spurningum ann-
arra. Boðið er upp á frekari ráð-
leggingar sérfræðinga, gegn gjaldi,
og fær viðkomandi þá send svör við
spurningum si'num með tölvupósti,
annaðhvort á netfang sitt eða á sér-
stakt netfang sem hann býr til á
vefnum og nýtur hann þá nafn-
leyndar. A næsta ári stendur til að
bjóða upp á netviðtöl milli einstakl-
inga og sérfræðinga þar sem þeir
ræða saman á lokaðri rás.
Kynni sér notendaskilmála
áður en netþjónustan er notuð
Aðstandendur persona.is eru
hópur einstaklinga og fyrirtækja
sem tengjast geðheilbrigðismálum.
Framkvæmdastjóri vefjarins er
Fjölvar Darri Rafnsson og ritstjóri
er Ægir M. Þórisson. Á vefnum eru
birtir ftarlegir trúnaðarskilmálar
og notendaskilmálar og er notend-
um gert að kynna sér skilmálana
áður en þeir nýta sér netþjónustu
Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á
bama- og unglingageðdeild Land-
spítalans, sagðist telja að vefur sem
þessi næði til einhverra þeirra sem
hingað til hefðu ekki treyst sér til að
leita sér hjálpar. Hann sagði að þetta
ætti jafnan við um eldri böm og ungl-
inga en þau ættu gjaman erfitt með
að trúa fullorðnum meðferðaraðila
íyrir vandamálum sínum og snem
sér þá frekar til jafnaldra sinna.
Hann sagðist eiga von á því að eldri
böm og unglingar myndu nýta sér
þjónustuna á vef þessum enda væri
þeim tamt að nýta sér tölvur á marg-
víslegan hátt.
vefjarins. Þar kemur meðal annars
fram að vefurinn er eingöngu ætl-
aður til fræðslu og upplýsingaöfl-
unar og til þess að fólk geti áttað
sig á þeim möguleikum sem standa
til boða til að takast á við vandamál
á þessu sviði. Tekið er fram að þjón-
ustan á vefnum kemur ekki í stað-
inn fyrir ráðgjöf og meðferð fag-
fólks, enda sé það ekki ætlunin og
er ekki ætlast til þess að fólk byggi
ákvarðanir sfnar á sviði heilbrigðis-
mála eingöngu á þjónustunni.
Þörfin fyrir slíkan vef
er ótvírætt fyrir hendi
Að sögn aðstandenda vefjarins er
þörfin fyrir vef sem fjallar um geð-
ræn vandamál ótvírætt fyrir hendi,
en upplýsingar um þau og önnur
skyld mál hafa til þessa verið lítt að-
gengileg á íslandi. Margir einstakl-
ingar eiga erfitt með að tjá sig and-
spænis sérfræðingi en þeim þykir
auðveldara að tjá sig skriflega, auk
þess sem vefurinn býður upp á
áhugaverða kosti fyrir þá sem
haldnir eru félagsfælni og öðrum
kvillum sem torvelda samskipti.
Vefurinn ætti einnig að nýtast þeim
sem gefa sér ekki tíma til þess að
leita sér hjálpar vegna anna.
Rafræn við-
skipti for-
gangsverk
RÍKISSTJÓRNIN hefur skilgreint
rafræn viðskipti og rafræna
stjórnsýslu sem fjórða forgangs-
verkefni í framkvæmd stefnu hennar
um málefni upplýsingasamfélagsins.
í því felst meðal annars að búa
upplýsingakerfi stjórnvalda þannig
úr garði að gagnvirk rafræn sam-
skipti almennings og stjómvalda
fullnægi kröfum um málsmeðferð
stjómvalda.
Forsætisráðherra hefur skipað
nefnd til að kanna hvort og hvaða
lagabreytinga sé þörf til að
stjómsýslan geti áfram þróast raf-
rænt á æskilegan hátt. Nefndinni er
falið að kynna sér hvaða leiðir hafi
verið farnar annars staðar á Norður-
löndum og undirbúa lagabreytingar.
Formaður nefndarinnar er Páll
Hreinsson prófessor og formaður
stjómar Persónuvemdar.
----------------
Sótt um 960
millj. kr. í
Tækni- og
vísindasjóð
ALLS sóttu 97 umsækjendur um
verkefiiastyrk til Tæknisjóðs fyrir
styrkárið 2001 en umsóknarfrestur
rann út um mánaðamótin. Sótt er um
350 milljónir kr. en sambærileg upp-
hæð var 477 milljómr kr. í fyrra en þá
vora umsóknimar 133. Tæknisjóður
hefur 100 milljónir kr. til ráðstöfunar í
ár í verkefnastyrid.
Samtals komu 275 umsóknir í Vís-
indasjóð og sótt var um 610 miHjónir
kr. en það er sambærilegur fjöldi um-
sókna og var í fyrra og fjárhæðin sem
sótt er um er einnig á sömu nótum og
fyrir ári. Vísindasjóður hefur um 150
milljónir kr. til ráðstöfunar í ár í verk-
efnastyrki en vonir standa til að ráð-
stöfunarfé sjóðsins verði aukið.
--------------------
50.000 kr. sekt
fyrir brugg
RUMLEGA þrítugur karlmaður var
í gær dæmdur til sektargreiðslu í
héraðsdómi Reykjaness fyrir ólög-
lega framleiðslu á áfengi. Vegna
málsins vom gerðir upptækir 196
lítrar af gambra, sem var 17% að
styrkleika. Ákærði játaði á sig brotið
en ósannað þótti að áfengið hefði
verið ætlað til sölu. Auk gambrans
vom ýmis tæki og tól til áfengisfram-
leiðslu gerð upptæk í leiguhúsnæði í
Garðabæ þar sem maðurinn stund-
aði hina ólöglegu iðju sína. Meðal
tækjanna var suðutæki og sex 220
lítra tunnur. Héraðsdómur taldi
hæfilega sekt mannsins vera 50.000
krónur sem renna í ríkissjóð. Gunn-
ar Aðalsteinsson héraðsdómari kvað
upp dóminn.
------*_*_♦-----
45 daga fang-
elsi fyrir ölv-
unarakstur
SELTIRNINGUR á þrítugsaldri
var í gærmorgun dæmdur í 45 daga
fangelsi fyrir ölvunarakstur. Maður-
inn var fundinn sekur um að hafa í
byijun september á þessu ári ekið
bifreið sviptur ökuréttindum og und-
ir áhrifum áfengis suður Reykjavík-
urveg í Hafnafirði að Hjallabraut.
Ákærði játaði á sig brotið. í dómnum
segir að hinn ákærði hafi fimm sinn-
um gengist undir sáttir vegna brota
gegn almennum hegningarlögum,
áfengislögum og umferðarlögum.
Hann hefur tvisvar áður gerst sekur
um ölvunarakstur og tvisvar hefur
hann ekið án ökuréttinda. Héraðs-
dómi þótti 45 daga fangelsi hæfileg
refsins. Gunnar Aðalsteinsson hér-
aðsdómari kvað upp dóminn.
Hluti af forsíðu persona.is.
Upplýsingar, sjálfspróf og
netviðtöl við sérfræðinga