Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 39

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 39 Nýjar bækur • UT er komin bamabókin Brúin yfír Dimmu eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. I fréttatilkynn- ingu segir: „í Mángalíu búa vöðlungamir í sátt og samlyndi og á Stöpli undir Brúarsporði, þar sem þessi saga gerist, hefur allt ævinlega verið með kyrrum kjör- um. En Kraka og Míríu þyrstir í ævintýri og dularfulli lykillinn sem þau veiða upp úr gmgg- ugum hylnum undir Dunufossi setur svo sannarlega viðburðarika atburða- rás af stað. Spennandi ævintýrasaga úr smiðju Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar sem þekktur er fyrir vand- aðar og skemmtilegar bamabækur. Halldór Baldursson skreytir bókina líflegum teikningum." Utgefandi erMál ogmenning. Bókin erl61 bls., prentuð íPrent- smiðjunni Steinholti. Mál ogmenning gefw út. Leiðbeinandi verð er 1.990 krónur. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Framhaldsskólanemar taka þátt í starfsemi Borgarleikhtíssins. Borgarleikhúsið opið framhaldsskólanemum Lesið úr ljóðabókum SIGURBJÖRG Þrastar- dóttir les úr nýútkominni ljóðabók sinni, Hnatt- flugi, í verslun Pennans Eymundssonar í Austur- stræti kl. 12.30 í dag, fimmtudag. Bókin hlaut viðurkenn- ingu dómnefndar í sam- keppni um Bókmennta- verðlaun Tómasar Guð- mundssonar. Síðar í dag, klukkan 18, verður ljóða-og lista- verkabókin Tímaland/ Zeitland kynnt á bók- menntakjmningu í Penn- anum-Eymundsson, Austurstræti. í bókinni eru 30 ljóð á íslensku og þýsku eftir Baldur Óskarsson skáld. Ljóðin þýddu kunn þýsk ljóðskáld Barbara Köhler, Sigurbjörg Þrastardóttir Baldur Óskarsson Uwe Kolbe, Gregor Laschen, Wolfgang Schiffer og Johann P. Tammen. Bókina prýða vatnslitamyndir þýska málarans Bernd Koberl- ing, sem dvalið hefur langdvölum hérlendis. Baldur Óskarsson mun lesa upp úr bókinni fyrir gesti bókmenntakynn- ingarinnar. Ennfremur verður til sýnis bókin Wortlaut Island, sýnis- bók íslenskra samtíma- bókmennta á þýsku er út kom í sumar. Ljóðaunnendum er einnig bent á að 30% af- sláttur verður veittur af öllum ljóðabókum í Pennanum Eymundsson vikuna 16. til 22. nóvem- ber • ÚT er komin bókin Einar Bene- diktsson - Ævisaga III eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Þetta er þriðja og síðasta bindi þessa mikla verks. I kynningu frá forlaginu segir: „Enginn ís- lenskur athafna- maður átti sér stærri drauma í upphafi aldar en Einar Benedikts- son, ekkert skáld hugsaði hærra, enginn persónuleiki var stórbrotnari og margslungnari. Slíkir menn hverfa ekki þegjandi og hljóðalaust af sjónarsviðinu og kannski var Einar aldrei stærri í sniðum en eftir að halla tók undan fæti í lífi hans - skuldum vafinn heimsborgari sem lauk að lokum æv- inni á afskekktum sveitabæ. Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur lýkur hér hinni miklu ævisögu þjóðskáldsins, hugsjónamannsins og snillingsins dáða og umdeilda, Ein- ars Benediktssonar, sem um leið er saga íslensks þjóðfélags á um- brotatímum í árdaga nýrrar aldar. Með umfangsmikilli heimildarvinnu og heilsteyptri úrvinnslu dregur hann hér upp áhrifamikla mynd af ógleymanlegum einstaklingi sem átti sér stærri og viðburðaríkari sögu en nokkur samtíðarmaður hans.“ Fjöldi gamalla ljósmynda er í bók- inni af Einari Benediktssyni og fjöl- skyldu hans og af ýmsum samstarfs- og samferðamönnum hans. Utgefandi erlðunn. Bókin er448 bls. Leiðbeinandi verð: 4.980 krónur. • ÚT er komin barnabókin Mói hrekkjusvín eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. I fréttatilkynn- ingu segir: „Marteinn Jör- undur Marteins- son yngsti, öðru nafni Mói, er stórhættulegur kúreki, raf- magnssnillingur Kristín Hclga og forsetavinur Gunnarsdóttir nieð meÍTU. Hon- um dettur margt í hug og fram- kvæmir flest af því ásamt vini sínum OiTa prestsins og Byssu-Jóa, löngu dauðum kúreka úr villta vestrinu. Gallinn er sá að sumar hugmyndirn- ar eru alveg glataðar og þess vegna kalla sumir hann hrekkjusvín. Þessi bráðskemmtilega saga minnir um margt á metsölubækur Kristínar Helgu um Binnu, enda engin furða - Binna er nágranni Móa við Silfur- götu og kemur lítillega við sögu í prakkarastrikum hans. Margrét E. Laxness skreytir bókina bráð- skemmtilegum myndum.“ Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 197 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Leiðbeinandi verð er 1.990 krónur. Guðjón Friðriksson RÚMLEGA 100 framhaldsskóla- nemendur mættu í Borgarleikhúsið klukkan tíu fímmtudagsmorguninn 9. ndvember til að kynna sér verk- efnið Opið Borgarleikhús. Að sögn Jóhönnu Vigdísar Guð- mundsdóttur kynningarstjóra Leik- félags Reykjavíkur kviknaði sú hug- mynd í síðustu viku, þegar ljóst var að kennaraverkfall væri yfir- vofandi, að opna Borgarleikhúsið fyrir framhaldsskólanemendum, ef af verkfalli yrði. „Hugmyndin var kynnt lauslega fyrir framhalds- skólanemum í Reykjavík - að höfðu samráði við skölastjórnendur - og orðið látið ganga, en undirbúningur fór ekki í fullan gang fyrr en á þriðjudag, þegar verkfallið var skollið á. Um hundrað manns skráðu sig, hjá leikfélögum skól- anna og á borgarleikhus@borgar- leikhus.is, og iiímlega hundrað manns mættu í anddyri Borgar- leikhússins í morgun. Jóhanna Vigdís segir að hug- myndin sé sú að kynna krökkunum leikhús og vinnu í leikhúsi. „Nám- skeið og fyrirlestrar eru skipulagðir dag frá degi, fyrstu tveir dagarnir fara í almenna kynningu á starfi í leikhúsi og í næstu viku verður boð- ið upp á leiklistarnámskeið, skoðun- arferðir um húsið, starf að ákveðn- um verkefnum og með ólíkum deildum hússins eins og tækifæri gefast til. Á miðvikudaginn ætlar Nemendaleikhús leiklistardeildar Listaháskólans að taka á móti hópn- um og kynna sitt starf og skólann. Tilraunaverkefnið mun standa í viku, ef verkfall varir svo lengi, og að lokinni fyrstu vikunni verður tek- in sameiginleg ákvörðun um áfram- hald. Ef áhugi verður á áframhald- andi starfi vonumst við til þess að krakkarnir taki sjálfir stjórnina, skipuleggi sín eigin verkefni, en fái Myndin af heiminum á Súfistanum DAGSKRÁ í tilefni af útkomu bókar Péturs Gunnarssonar, Myndin af heiminum, verður á Súfistanum, bókakaffi í versí- un Máls og menn- ingar í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Jón Karl Helgason ræðir um skáldið og verk hans og Pét- ur les úr bókinni. Einnig verður lesið úr eldri verkum hans og Kristján Eldjárn gítarleikari og Brynhildur Björns- dóttir söngkona flytja nokkur þekkt lög við texta eftir Pétur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Pótur Gunnarsson aðstoð og innlegg frá starfsmönnum Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið vill með þessu verkefni bregðast við þeirri stöðu sem myndast í kennara- verkfalli og veita fólki tækifæri til þess að fylla það tómarúm sem myndast með skapandi vinnu. Við- brögð þeirra hundrað þátttakenda sem mættu í Borgarleikhúsið í morgun lofa góðu um framhaklið." Verkefnið Opið Borgarleikhús er í gangi alla virka morgna frá kl. 10 til 13, í anddyri Borgarleikhússins. Aðgangur er ókeypis, en fólk verð- ur að skrá sig til þátttöku. (S'ulísÁart(jripir DEMANlAHUSIÐ | Kringian 4-12, sími 588 9944 NMtoíi^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu veröi AILTAÐ 30% AFSLÁTTUR 1 Í/Friform | HÁTÚNI 6A (í húsn. Fðnix) SlMI: 552 4420 Námskeið í leturfræði (týpógrafíu) 20. - 23. nóvember kl. 8:30 -12:00. Leiðbeinandi: Torfi Jónsson. Meðal efnis sem farið er í: • Saga leturfræði og prentunar. • Samhverfa og ósamhverfa. • Myndskurður og texti. • Tæknilega hliðin við skurð mynda og staðsetningar. • Ljóssjónar miðpunktur (Optíski miðpunkturinn). • Hlutföll gullinsniðs. • Spássíur. • Sáturflötur. • Leturval og leturþekking. • Greinarmerki, tölur og týpógrafía. • Umbrot sem einn þáttur ritstýringar. • Letur og læsileiki. • Línulengd, línubil, leturstærð og orðabil. • Sérkenni leturgerðarinnar. • Til hverra á prentgripurinn að höfða? • Hvernig vekja má forvitni og áhuga lesandans? Torfi Jónsson, týpógrafer og myndlistamaður, lauk námi við Listaháskóiann í Hamborg árið 1962. Hann hefur kennt við skóla og stofnanir víða um heim, þ.á.m. við Myndlista- og handíðaskólann og var einnig skóiastjóri hans, Iðnskólann í Reykjavík, Prenttæknistofnun og Listaháskóiann i Saar undanfarin 10 ár. Margmiðlunarskóliitn Faxafeni 10 ■ Sími 588 0420 ■ www.mms.is m Prenttæknistofnun RAFIÐNAÐARSKÓLINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.