Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 45
44 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKIN ÞÁTTTAKA í FRIÐARGÆSLU HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra flutti árlega skýrslu sína um utanríkismál á Alþingi í fyrradag og greindi þá meðal annars frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að efla þátttöku íslands í alþjóðlegri friðargæslu til muna. Ráðherrann sagði stefnt að því að á næstu tveimur til þremur árum myndu um 25 íslendingar starfa við alþjóðlega friðargæslu og að sú tala gæti hækkað í um 50 manns með auk- inni þátttöku og reynslu. Gert er ráð fyrir að fólk úr ýmsum stéttum geti komið að þessu starfi, til dæmis lög- reglumenn, verkfræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar, lögfræðingar og tæknimenntað starfsfólk. Komst ríkisstjórnin að þessari nið- urstöðu á grundvelli tillagna sem starfshópur fjögurra ráðuneyta skil- aði í síðasta mánuði. Halldór Ásgrímsson lýsti áformum ríkisstjórnarinnar á eftirfarandi hátt: „Undir heitinu Islenska friðar- gæslan verður komið upp lista eða skrá yfir allt að 100 manns sem eru tilbúnir að fara til friðargæslustarfa með stuttum fyrirvara. Islenska frið- argæslan verður undir stjórn al- þjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins sem mun sjá um ráðningu, undirbúning og þjálfun starfsfólks og almenna umsjón með starfseminni.“ Þessi ákvörðun ríkisstjórnar er eðlilegt framhald af þeirri þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Þátttaka Islendinga í friðargæslu- verkefnum hefur farið stöðugt vax- andi í takt við breytta skipan öryggis- mála í Evrópu og má nefna að alls hafa um 50 manns starfað að friðar- gæslu á vegum Islands í Bosníu og Kosovo frá 1994. Hins vegar hefur ekki verið mótuð nein skýr stefna um rammann í kringum þátttöku Islend- inga. Framlag Islendinga hefur ekki síst verið á sviði löggæslu og heil- brigðismála og flestir íslendinganna starfað á vegum alþjóðlegra stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, NATO og ÖSE og einnig hefur verið formlegt samstarf á milli íslendinga og bresku SFOR-sveitanna. Samskipti þjóða hafa verið að breytast á síðastliðnum áratug og samvinna ríkja í Evrópu við lausn á ýmiss konar vandamálum er orðin mun nánari en áður var. Hafa Evrópuríki til dæmis axlað sameigin- lega ábyrgð á því að stilla til friðar á Balkanskaga eftir stríðin í fyrrver- andi Júgóslavíu. Enn sér ekki fyrir endann á þeim deilum og líklegt að þörf verði á friðargæslu í Kosovo og Bosníu í mörg ár til viðbótar. Þeim stöðum fjölgar um allan heim, þar sem þörf er á alþjóðlegri friðargæslu og má nefna Austur-Tímor, Sierra Leone og Kýpur sem dæmi um spennusvæði. Alþjóðleg friðargæsla er krefjandi starf og á stundum hættulegt. íslend- ingar geta hins vegar ekki frekar en aðrar þjóðir skorast undan þeirri ábyrgð sem því fylgir, að eiga aðild að hinu alþjóðlega samfélagi. Við erum herlaus þjóð en státum okkur af því að vera rótgróið lýðræðisríki er ber mikla virðingu fyrir mannréttindum. Að auki eru lífskjör íslendinga betri en flestra annarra. Við getum því lagt margt af mörkum í friðargæslu þó svo að við sendum ekki herlið líkt og samstarfsríki okkar gera. Reynsla undanfarinna ára sýnir að framlag okkar er mikilvægt, það skiptir máli og það er vel metið af öðrum ríkjum. GEÐVERND BARNA GEÐHEILBRIGÐISVIKA barna stendur nú yfir og lýkur 17. nóv- ember. Þetta er átaksvika, sem lýtur að því að auka skilning á vanda geð- sjúkra og freista þess að draga úr for- dómum, sem því miður gætir enn í þjóðfélaginu gagnvart geðsjúkum. Geðsjúkdómar á Islandi eru enn mikið feimnismál og flestum virðist erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir eigi geðveikt barn. Nauðsynlegt er að líta á geðræn vandamál rétt eins og aðra sjúkdóma og rétt eins og Jenný Steingrímsdótt- ir, formaður Foreldrafélags geð- sjúkra barna og unglinga, sagði í sam- tali við Morgunblaðið síðastliðinn föustudag, er fyrsta skrefið í rétta átt stigið með átaksviku sem þessari, sem nú stendur yfir, þar sem viðurkenning er fengin á því að vandamálið sé raun- verulegt og að það sé til. Átaksvikan er ekki eingöngu hugsuð vegna veikra barna, heldur sé geðheilbrigði barna almennt, atriði sem hlúa beri að. „Það gleymist oft í hraða nútímaþjóðfélags að gefa sér tíma til að sinna börnunum og veita þeim athygli og umhyggju. Líkamlegt heilbrigði er ekki nóg, við þurfum líka að huga að geðheilsunni,“ sagði Jenný. Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga var stofnað fyrir ári. Tæplega sjötíu fjölskyldur tengj- ast starfi félagsins og virðist þörfin fyrir stuðningshóp hafa verið brýn. Félagið er einnig stofnað í þeim til- gangi að mynda þrýstiafl til þess að fá betri og aukna þjónustu við geðsjúk börn. Biðlistar eftir meðferðarúrræð- um hafa verið langir, skólamál í ólestri og einnig vantar hvíldarheimili til að létta tímabundið álagi af nán- ustu fjölskyldu barnsins. Páll Tryggvason, sem er formaður Barnageðlæknafélags Islands, segir í samtali við Morgunblaðið sl. föstudag: „Heilbrigðiskerfi, skólakerfi, félags- kerfi og aðrir þeir sem koma að mál- efnum barna, þurfa að vinna betur saman til þess að ná árangri.“ Mikil- vægi skólans í þessu hlutverki er mik- ið að mati Páls og hann segir, að nauð- synlegt sé að ná í þessu sambandi til kennara, skólastjórnenda, sálfræð- inga, heilsugæzlulækna og skóla- hj úkrunarfræðinga. Geðsjúkdómar eru alltaf erfiðir við- ureignar fyrir sjúklinga og aðstand- endur en það er átakanlegra en orð fá lýst þegar geðveiki kemur upp í börn- um. Það er rík ástæða til að hvetja alla þá, sem að þessum málum koma í heil- brigðiskerfinu, til þess að veita þess- um börnum, foreldrum þeirra og systkinum allan þann stuðning, sem nokkur kostur er á. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 Ý 45 / / Urslit atkvæðagreiðslu í forsetakjöri gengu þvert á tillögu kjörnefndar ASI-þingsins Grétar Þorsteinsson endurkjör- inn forseti með 66,5% atkvæða Grétar Þorsteinsson var endurkjörinn forseti ✓ Alþýðusambandsins til næstu tveggja ára á þingi ASI. Grétar hlaut 66,5% atkvæða en Ari Skúlason, fram- / / kvæmdastjóri ASI, hlaut 33,5%. Urslit kosninganna ganga þvert á tillögu kjörnefndar þingsins þar sem sex fulltrúar mæltu með kjöri Ara en þrír fulltrúar lögðu til að Grétar yrði kjörinn. Morgunblaðið/Jim Smart Grétar Þorsteinsson (t.h) tekur hér við hamingjuóskum frá Finnbirni Hermannssyni, for- manni Samiðnar, andartaki eftir að úrslit í forsetakjörinu lágu fyrir. GRÉTAR Þorsteinsson var endur- kjörinn forseti ASÍ á þingi þess í Digranesi í Kópavogi síðdegis í gær. Hann var kjörinn til næstu tveggja ára, eða til ársfundarins áinð 2002. Grétar hlaut 66,5% greiddra atkvæða, sem jafngildii- atkvæðum 47.450 félagsmanna ASI, en Ají Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, 33,5%, sem jafngildir 23.925 atkvæðum félags- manna sambandsins. Alls kusu 484 þingfull- trúar með rafrænni kosningu, Grétar hlaut 325 atkvæði, Ari 157 en 2 fulltrúar skiluðu auðu. Niðurstaða kosninganna var á öndverðum meiði við tillögu kjömefndar en sex fulltrúar af m'u gerðu tillögu um Ara en þrír lögðu til að Grétar yrði kjörinn forseti. Áður en til kosn- inga kom var óskað eftir því úr þingsal að frambjóðendur kynntu sig og stefnumál sín stuttlega en fundarstjóri hafnaði þeirri beiðni sökum þess hve seint hún kom fram. Öðrum kosningum var frestað til síðasta þingdags í dag, m.a. um varaforseta og miðstjóm ASÍ. Halldór Bjömsson frá Eflingu, formaður kjömefndar, kynnti tillögurnai' áður en kosn- ingar fóm fram. Auk Halldórs stóðu Kristján Gunnarsson, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, Haraldur H. Jónsson frá Félagi ís- lenskra rafVirkja, Ágúst Óskarsson, Verslun- aimannafélagi Húsavíkur, Konráð Alfreðs- soni, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, og Guðbrandur Einarsson, Verslunarmannafé- lagi Suðumesja, að tillögunni um Ara. Þorbjöm Guðmundsson frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur kynnti tillögu minnihluta kjöm- efndar. Auk hans kom tillagan um Grétar Þor- steinsson frá Guðrúnu Erlingsdóttur, Verslun- armannafélagi Vestmannaeyja, og Þórði Ólafssyni, sem er fulltrúi Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins Boðans. Grétar þakkaði Ara fyrir drengilega framgöngu Kosningamar, sem vom þær fyrstu hér á landi sem fóm fram með rafrænum hætti, gengu hratt og vel fyrir sig og úrslit lágu fyrir skömmu eftir að kjörinu lauk. Þingheimur reis úr sætum sínum og klappaði fyrir Grétari Þor- steinssyni þegar úrslitin vom kunngerð. Grét- ar flutti stutt ávarp þar sem hann byrjaði á að þakka traustið sem þingheimur hefði sýnt sér. Einnig þakkaði hann Ara fyrir drengilega framgöngu. Vonaðist hann til þess að þingfull- trúar gætu staðið upp ósærðir frá kosning- unni. „Mér var fullljóst að mjög deildar meiningar vora um forsetakjörið. Það réðst með þessum hætti. Miklu máli skiptir, þegar við höfum öll dregið djúpt andann, ekki bara hvað varðar kjör á forseta heldur þá miðstjóm sem verður kosin, að við eigum vísan stuðning ykkar allra í þeim mikilvægu verkefnum sem em framund- an,“ sagði Grétar. Hann sagðist töluvert hafa lært af aðdraganda kosninganna og vonandi gagnaðist það sér á kjörtímabilinu. Tók ákveðna áhættu með framboðinu Ari Skúlason sté næst í pontu og óskaði Grétari til hamingju með kjörið. Hann sagðist ekki vera sár, með framboði sínu hefði hann tekið ákveðna áhættu. Hann sagðist hafa boðið sig fram til að ná fram breytingum. „Ég tel að sá ferill sem við höfum verið í hafi lífgað umræðuna töluvert. Ég vona, líkt og Grétar sagði áðan, að við getum nýtt það til að ná betri árangri og starfsháttum. Ég vona einnig að við komum heil og sameinuð frá þessu þingi. Við höfum þegar náð miklum ára- ngri á þessu þingi, þetta er stefnumótandi þing. Ég vona að við höldum áfram að gera góða hluti og ná árangri,“ sagði Ari og fékk kröftugt lófaklapp fyrir. Urslitin sýna að fulltrúar vilja ekki miklar breytingar Ari lagði áherslu á að þörf væri á breytingu hjá Alþýðusambandinu er hann tilkynnti fram- boð sitt. Morgunblaðið spurði hann hvemig hann túlkaði úrslit kosninganna með tilliti til þessa. Sagðist Ari túlka niðurstöðuna svo að fólk vildi ekki að gerðar yrðu mjög miklar breyt- ingar. Hann sagði einnig að þeir hópar sem hefðu hvatt sig til framboðs og staðið að baki framboði sínu hefðu greinilega ekki skilað því sem hann hafði reiknað með þegar gengið var til kosninga. Aðspurður hvert framhaldið yrði af hans hálfu sagði Ari að það ætti eftir að koma í ljós. „Ég sagði þegar ég fór út í þetta að þótt ég tap- aði þessu myndi ég ekki ganga út af skrifstofu Alþýðusambandsins strax eftir helgi. Ég hugsa mitt mál,“ sagði hann. Ari var einnig spurður hvort hann teldi að úrslitin hefðu ráðist að miklu leyti á þinginu sjálfu. „Miðað við þennan mun tel ég að þau hafi að miklu leyti legið fyrir, en það er mjög erfitt fyrir mig að spá í þetta,“ svaraði Ari. Tillögu til málamiðlunar var hafnað Mikil óvissa ríkti fram eftir gærdeginum um forsetakjörið og átti sér stað rnikið baktjalda- makk meðal þingfulltrúa og kjörnefndar- manna. Samkvæmt traustum heimildum Morgunblaðsins ræddu helstu stuðningsmenn frambjóðendanna um tíma um leiðir sem þóttu koma til greina til málamiðlunar um foiystu sambandsins. Fól þessi tillaga í sér að Grétar yrði kjörinn forseti sambandsins og að Ari tæki við varaforsetaembættinu. Var þá hug- myndin sú að Grétar gegndi forsetaembættinu aðeins til eins eða tveggja ára en léti þá af emb- ætti og nýr forseti tæki þá við. Skv. nýjum lög- um Alþýðusambandsins styttist kjörtímabil forseta í tvö ár en ársfundur verður haldinn á hverju ári. Þessum skilyrðum höfnuðu stuðn- ingsmenn Grétars þegar á daginn leið og varð þá ljóst að kjömefndin myndi klofna og ekki yrði komist hjá kosningu á milli frambjóðend- anna á þinginu. Ekki með hugmyndir um „hreinsanir" I samtali við Morgunblaðið, skömmu eftir að úrslit lágu fyrir, sagðist Grétar Þorsteinsson ekki geta neitað því að vera sáttur við niður- stöðuna. Hann hefði metið stöðuna þannig að kjörið yrði tvísýnt og því kom niðurstaðan hon- um á óvart. Skiljanlega væri fengur að því hvað úrslitin væm afdráttarlaus. Aðspurður um málamiðlanir á bak við tjöldin, skömmu fyrir kjörið í gær, sagðist Grétar ekki hafa tek- ið þátt í þeim. Hann hefði strax tekið þá ákvörðun að leiða slíkt hjá sér. Grétar sagðist hafa vitað að sumir stuðningsmanna sinna hefðu eitthvað verið skoða hvemig landið lá, eins og hann orðaði það. Hvort hann væri tilbúinn að starfa áfram við hlið Ara Skúlasonar innan ASÍ sagðist Grétai' ekki ætla að fullyrða neitt um á þessu stigi. „Frá mínum bæjardyram séð höfum við Ari átt gott samstarf. Sjaldan hefur komið upp ágreiningur. Ari verður auðvitað að svara því hvað hann er tilbúinn að gera. Ég er ekki fyrir- fram með neinar hugmyndir um hreinsanir,“ sagði Grétar. Hann sagði það ögrandi verkefni fyrir sig að fá að leiða Alþýðusambandið áfram til næstu tveggja ára, nú þegar ný lög hefðu verið sam- þykkt um sambandið og skipulag þess. Það hefði verið ein meginástæðan fyrir sínu fram- boði, að hann taldi sig geta gert gagn í sam- starfi við fleiri að laga starfsemi ASÍ að nýjum lögum. Kjör um einn varaforseta við hlið Grétars fer fram á þingi ASÍ í dag, ásamt kjöri í 15 manna miðstjóm. Aðspurður um þessar kosn- ingar sagðist Grétar vonast til þess og treysta að menn stæðu upp sáttir að þeim loknum. Menn yrðu að þola þá lýðræðislegu aðferð að kjósa á milli einstaklinga eða hópa. Átti von á ágengari umræðu Grétar var spurður hvort honum hefði fund- ist kosningabarátta þeirra Ara gerast fullpers- ónuleg. Hann taldi svo ekki vera því fyrirfram hefði hann reiknað með umræðu um sína pers- ónu, og jafnvel með ágengari hætti en raun varðá. „Ég er ágætlega meðvitaður um að þetta er hluti af þeirri veröld sem við lifum í, návígið er orðið svo mikið. Umræðan hefði ekki orðið svona fyrir tuttugu árum,“ sagði Grétar. Hann var að lokum spurður að því hvort Al- þýðusambandið kæmi sterkar út eftír þingið en áður. Grétar sagðist trúa því. Það gerðist ekki eins og hendi væri veifað en með nýjum lögum væri búið að skapa aðstæðumar til þess. Morgunblaðið/Jim Smart Forsetakosningar fóru fram með rafrænum hætti í fyrsta sinn hér á landi og gengu þær hnökralaust fyrir sig þótt sumir þingfulltrúar, einkum af eldri kynslóðinni, segðust fyrirfram vera smeykir við tölvurnar. Ný lög samþykkt eft- ir deilur á þinginu Y LOG fyrir Alþýðu- samband íslands voru samþykkt á þingi ASÍ upp úr hádegi í gær með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Nýju lögin fela í sér gmndvallar- breytingar á skipulagi samtakanna. Breytingartillaga felld með 217 atkvæðum gegn 112 Hart var deilt í laga- og skipulags- nefnd þingsins og við umræður á þinginu í gær um breytingartillögu sem Signý Jóhannesdóttir, formað- ur Vöku á Siglufirði, lagði fram við ákvæði um atkvæðavægi aðildarfé- laga við kosningar á ársþing sem koma í stað ASÍ-þinga. Signý og fleiri þingfulltrúar héldu því fram að ákvæðið kæmi niður á minni félög- um þar sem gert er ráð fyrir að full- trúatala og atkvæðaijöldi hvers fé- lags á ársfundi miðist við fjölda fullgreiðandi félagsmanna en þar er átt við þann reiknaða fjölda sem stendur á bak við iðgjaldatekjur fé- laganna miðað við meðaltekjur í hverri starfsgrein. Laganefnd þingsins lagði til að breytingartiUaga Signýjar yrði felld gegn 6 atkvæðum í nefndinni. Signý bar þá tillöguna upp á þinginu sjálfu og tóku nokkrir þingfulltrúar undir gagnrýni hennar. Hervar Gunnars- son, verkalýðsfélagi Akraness, o.fl. svöraðu gagnrýninni og héldu því fram að umrædd lagaákvæði gengju jafnt yfir stór sem lítil verkalýðsfé- lög. Miklar umræður urðu um málið og var tillaga Signýjar síðan felld í almennri atkvæðagreiðslu með 217 atkvæðum gegn 112. Lagafmmvarp- ið og breytingartillögur laganefndar þingsins vom svo borin upp í einu lagi til afgreiðslu gegn hávæmm mótmælum nokkurra þingfulltrúa sem vildu að einstakar greinar yrðu bomar sérstaklega undir atkvæði. Lögin vom síðan samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta atkvæða en notast var við handauppréttingu í stað rafræna kosningakerfisins. Samkvæmt lögunum verður forseti ASÍ og einn varaforseti, í stað tveggja nú, kosnir til tveggja ára. Sambandsstjóm fellur niður en árs- fundur fær æðsta vald í öllum málum ASÍ. Þá verður fækkað í miðstjóm úr 21 í 15. Tillaga um Evrópusambands- mál samþykkt samhljóða Tillaga sem alþjóðanefnd Alþýðu- sambandsins og miðstjóm lögðu fyr- ir þingið um Evrópumál var sam- þykkt óbreytt í þingnefnd og tekin til umræðu á þinginu fyrir hádegi í gær. Litlar umræður urðu um tillög- una á þinginu og var hún síðan sam- þykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum. Mörgum viðmælendum Morgunblaðsins á þinginu í gær kom á óvart að tillagan væri samþykkt án breytinga eða ágreinings á þinginu. I- henni segir m.a. að þrátt fýrir ágæti EES-samningsins sé hann greini- lega orðinn mun veikari en áður var. „Nokkur umræða hefur verið um möguleika á því að ísland geri tví- hliða samning við ESB í stað EES- samningsins. ASÍ leggst alfarið gegn slíkum hugmyndum og telur þær óraunhæfar," segir m.a. í plagg- inu. Þar segir að meðal helstu verk- efna ASÍ sé að taka fmmkvæði í Evrópuumræðunni og stuðla að því að spumingin um aðild að ESB og skilgreining á samningsmarkmiðum komist fyrir alvöra á dagskrá. Grétar Þorsteinsson, nýkjörinn forseti ASÍ, sagði við Morgunblaðið að hann hefði átt von á því að efnis- lega gengi tillagan um Évrópusam-' bandið eftir. Flestir hefðu þó átt von á tillögum um orðalagsbreytingar. Mestu skipti að ekki mætti hlífa okk- ur við því að fara í ágenga umræðu um Evrópumálin. Ekki mætti gefa sér niðurstöður fyrir fram. „Lykillinn að því að fólk sé sæmi- lega dómbært, þegar og ef reynir á aðild að Evrópusambandinu, er að það sé vel upplýst um þessi mál. Við teljum okkur hafa unnið þannig á þessu kjörtímabili og með tillögunni er í raun verið að leggja til að auka ágengni í umræðunni. Við gerum okkur grein fyrii' því að deildar meiningar em í þjóðfélaginu um Evrópumálin,“ sagði Grétar. Olga á einingarþingi / / / Urslit í forsetakjöri á þingi ASI eru talin áfall fyrir kjörnefnd. Oein- ing og óvissa er um kosningu varaforseta og í miðstjórn í dag. Ómar Friðriksson fylgdist með þreifíngum að tjaldabaki á ASI-þinginu. MARGIR þingfulltrúar á þingi ASÍ lýstu í samtölum í gær miklum áhyggjum sínum af þeirri ólgu og átökum um lyör forystusveitar ASI sem einkennt hafa þetta siðsta þing sam- bandsins. Meginverkefni þingsins var að setja sambandinu ný lög með það m.a. að markmiði að styrkja einingu sambandsins og setja niður deilur á milli aðildarfélaganna. Voru sumir þeirrar skoðunar að kosningaátök um varaforseta og 15 manna miðstjórn í dag verði til að magna enn frekar óein- ingu og ósætti innan hreyfingarinnar. Flestum þingfulltrúum kom mjög á óvart hversu afgerandi meirihluta Grétar Þorsteinsson hlaut í for- setakjörinu. Voru ýmsir viðmælendur þeirrar skoðunar að Ari Skúlason og helstu stuðningsmenn hans hafi van- metið verulega styrk hans á þinginu. Urslitin eru talin mikið áfall fyrir 9 manna kjörnefnd þingsins en 6 af 9 kjörnefndarmönnum gerðu tillögu um Ara. Ljóst er að ncfndinni, sem er undir forystu Halldórs G. Björnssonar, for- manns Starfsgreinasambandsins, er mikill vandi á höndum þegar hún legg- ur fram tillögu um varaforseta og upp- stillingu í miðstjórn í dag. Talið var að mjög jafnt yrði á munum í forsctakjörinu en þegar nær dró kosn- ingunni virtist stuðningur við Grétar fara vaxandi meðal þingfulltrúa. Ymsir höfðu á orði að kosningabarátta Ara hafi verið of neikvæð í garð Grétars og það hafi skipt sköpum um að þeir ákváðu að styðja Grétar þó að umdeild- ur væri scm forseti. Stuðningsmenn Ara staðhæfðu aftur á móti að and- stæðingar Ara hefðu sett af stað ófræg- ingarsögur um hann á þinginu sem hafi skaðað framboð hans. Nokkrir full- trúar úr stuðningsmannahópi Ara héldu því einnig staðfastlega fram í samtölum í gær að Framsóknarflokkur- inn hefði haft afskipti af málinu og lagt að framsóknarmönnum úr röðum þing- fulltrúa að kjósa fremur Grétar en Ara, á fundi sem forysta og þingmenn Fram- sóknarflokksins héldu með nokkrum þingfulltrúum á mánudag. Að mati heimildarmanna sem vel þekkja til sótti Grétar einkum stuðning til fulltrúa Samiðnar, mikils meirihluta þingfulltrúa af landsbyggðinni og eru flestir jafnframt þeirrar skoðunar að miklu hafi ráðið um úrslit kosninganna að fjölmennur hópur fulltrúa Verzlun- armannafélags Reykjavíkur ákvað að styðja Grétar. Ari sótti einkum stuðn- ing til fulltrúa frá Flóabandalagsfélög- um, Eflingar, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og til rafiðnaðarmanna, að mati heimildar- manna. Talið er að atkvæði fulltrúa Sjómannasambandsins hafi skipst á frambjóðendur. Skv. breytingum á lögum ASÍ fækkar fulltrúum í miðstjórn úr 21 í 15. Forseti og varaforseti fá sjálfkrafa sæti í mið- stjórn en samkvæmt þeiin huginyndum um uppstillingu í miðstjórn sem ræddar hafa verið í kjörnefnd og í samtölum verkalýðsforingja á seinustu dögum, er gert ráð fyrir að hvert landssainband fái einn fulltrúa í miðstjórn en þau eru sex talsins. Tvö stærstu félögin, Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur og Efl- ing-stéttarfélag, fái tvo fulltrúa hvort, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur einn fulltrúa og Iðja á Akureyri einn fulltrúa. Þetta þýðir að sex fulltrúar kæmu frá hinu nýja Starfsgreinasam- bandi sem er með rúmlega 50% þing- fulltrúa að baki sér. Fjölmargir lands- byggðarfulltrúar eru afar óánægðir með þessar hugmyndir og telja að þær hefðu í för með sér að félög á lands- byggðinni yrðu að miklu leyti skilin út- undan. Yfirgna'fandi meirihluti miðstjórnar- manna kæmi af suðvesturhorni lands- ins og að Iðju á Akureyri frátalinni sé aðeins eitt miðstjórnarsæti til ráðstöf- unar fyrir öll önnur verkalýðsfélög á landsbyggðinni. Vegna mikillar óánægju þingfulltrúa landsbyggðarfé- laga vegna þessa máls gekk undir- skriftalisti á þinginu i gær til stuðnings framboði Signýjar Jóhannesdóttur, for- manns Vöku á Siglufirði, f embætti varaforseta. Auk þess boða fulltrúar stéttarfélaga, sem eiga beina aðild að ASÍ, sérstakt framboð til miðstjórnar í dag. Mikil óvissa er um hver tillaga kjör- nefndar verður um varaforseta cn þau nöfn sem helst voru nefnd i samtölum fyrir forsetakjörið í gær voru Halldór G. Björnsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Eflingu og Hjördís Þóra Sigur- þórsdóttir, stéttarfélaginu Vökull á Höfn. Af máli þingfulltrúa sem rætt var við í gærkvöldi má þó ráða að hugsan- lega sé komin upp alveg ný staða í kjörnefndinni vegna hinna afgerandi úrslita sem urðu í forsetakjörinu. Mun væntanlega skýrast fyrir hádegi í dag hver niðurstaðan verður en skv. dag- skrá þingsins eiga kosningar að hefjast kl. 9.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.