Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðbjörg var
fædd 7. maí
1908. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 8. nóvem-
ber siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jónas Krist-
jánsson, f. 20.9.
1879, d. 3.4. 1960,
læknir á Sauðár-
króki og stofnandi
NLFÍ, og Hansína
Benediktsdóttir, f.
17.5. 1874, d. 21.7.
1948, húsmóðir.
Jónas var sonur
Kristjáns Kristjánssonar, b. á
Snæringsstöðum í Svínadal, og
Steinunnar Guðmundsdóttur.
Hansina var dóttir Benedikts
Kristjánssonar, prests. á Grenj-
aðarstað í Þingeyjarsýslu, og
Regínu Sivertsen konu hans.
Systkini Guðbjargar: Rann-
veig, f. 18.10. 1903, d. 2.1. 1994,
handavinnukennari; Regína Mar-
grét, f. 30.4. 1905, d. 31.8. 1923;
Ásta, f. 9.11. 1911, ekkja Skúla
Guðmundssonar kennara, f. 6.11.
1902, d. 3.3. 1987; Kristján, f.
12.5. 1914, d. 27.7. 1947, læknir.
Uppeldissystkini Guðbjargar:
Páll Daníelsson, f. 1.11. 1913;
Ingibjörg H. Jónsdóttir, f. 21.4.
1917, d. 12.8. 1996; Hansína Sig-
urðardóttir, f. 29.5. 1919, d. 29.2.
1992, var gift Magnúsi Á. Magn-
ússyni, f. 19.5. 1921, d. 5.11.
1993, fyrrv. fulltrúa hjá Reykja-
víkurborg; Hansina Margrét
Bjarnadóttir, f. 13.7. 1926, ekkja
Komið er að kveðjustund. í dag
’ *“i kveðjum við ömmu mína og nöfnu,
Guðbjörgu Birkis. Amma var falleg
. kona og ekki síður eftir að hún
komst á efri ár. Þó svo að amma
væri orðin gömul kona er söknuð-
urinn mikill og fær mann til að
staldra við og leyfa minningunum
að rifjast upp. Að vera orðin 38 ára
eins og ég og hafa átt ömmu á lífi
þann tíma eru forréttindi.
Ég ætla ekki að rekja lífsferil
ömmu minnar heldur minnast
hennar frá þeim tíma sem ég fer
að muna eftir henni.
Amma flutti í Hátún 8 árið sem
ég fæddist 1962. Mamma sagði
mér að þegar foreldrar mínir voru
að hjálpa henni að flytja var ég
m, nánast nýfædd, lyftan ekki komin í
Minningin lifir
Minnisvarðar
úr íslensku Lergi
og granít
REIN
Steinsmiðjan Rein elif.
,, Lækjarmel, Kjalarnesi
^ ‘ Sími : 56 66 081
Jóns V. Bjarnasonar,
f. 23.3. 1927, d. 5.5.
1990, garðyrkju-
bónda að Reykjum í
Mosfellssveit.
Guðbjörg giftist
1936 Sigurði Birkis,
f. 9.9. 1893, d. 31.12.
1960, söngkennara
og síðar söngmála-
stjóra þjóðkirkjunn-
ar. Hann var sonur
Eyjólfs Einarssonar,
bónda að Reykjum í
Skagafirði, og Mar-
grétar Þormóðsdótt-
ur. Börn Guðbjargar
og Sigurðar eru Regína Margrét,
f. 1.2. 1937, ritari hjá Reykjavík-
urhöfn, gift Guðbergi Har-
aldssyni, f. 30.9. 1927, fyrrv.
deildarstjóra hjá Reykjavíkur-
höfn. Regína var gift Jóni B.
Gunnlaugssyni, f. 21.6. 1936, d.
17.12. 1991, og voru börn þeirra
þrjú; Sigurður Kjartan, f. 13.3.
1945, yfirflugvélavirki hjá UPS í
Chicago í Bandaríkjunum,
kvæntur Bonnie DePalma Birkis,
f. 5.7. 1948, flugfreyju hjá Amer-
ican Arlines, og eiga þau þrjú
börn. Börn Regínu og Jóns eru:
Gunnlaugur Kristján, f. 20.8.
1956, lögreglufulltrúi í Reykja-
vík, kvæntur Auði Guðmunds-
dóttur, f. 12.9. 1960, flugfreyju
hjá Flugleiðum, og eru börn
þeirra Brynja, f. 17.7. 1987, og
Eyþór, f. 11.9. 1997; Guðbjörg
Birkis, f. 5.8. 1962, húsmóðir í
Kópavogi, gift Marinó Björns-
syni, f. 24.1. 1956, sölustjóra hjá
notkun en amma bjó á 5. hæð og
var byrjað á því að labba með mig
upp á 5. hæð í burðarrúmi og svo
var hafist handa við að flytja inn-
anstokksmunina upp stigana,
þannig að það má kannski segja að
ég hafi tekið óbeinan þátt í flutn-
ingunum.
Því miður kynntist ég aldrei afa
mínum, Sigurði Birkis, en hann
lést 31. desember 1960, tæpum
tveim árum áður en ég fæðist, en
þegar ég fer að muna eftir mér
finnst mér amma ung kona enda
var hún búin að vera ekkja í tæp
40 ár þegarhún lést.
Amma var hæglát, virðuleg kona
sem gat brosað svo fallega. Þegar
hún hló eða brosti var eins og hún
yngdist um mörg ár og það kom
barnslegur svipur á hana og hún
ljómaði öll í framan. Ég kom oft til
ömmu í Hátúnið og skrýtið er, þeg-
ar maður lætur eftir sér að sökkva
sér niður í minningarnar, hvað það
er sem fer að rifjast upp fyrir
manni. Ég man til dæmis mjög vel
að sem lítil stelpa gisti ég stundum
hjá ömmu og hvað það var ljúft og
gott að fá að kúra undir sæng í sóf-
anum hennar í stofunni og láta
Heklu, og eiga þau börnin Jón
Ragnar Birkis, f. 7.4. 1981, Þor-
björgu Öldu, f. 7.12. 1984,
Regi'nu Sif, f. 7.2. 1992, og
Rebekku Rut, f. 25.12. 1993;
Dalla Rannveig, f. 31.3. 1964,
gift Inga Þór Jónssyni, f. 4.10.
1966, framkvæmdastjóra Þórs-
hallar, og eru börn þeirra Vigfús
Blær, f. 21.11. 1994 og Aldís
Björk f. 23.8. 1994. Fyrir átti
Dalla Regínu Diljá, f. 20.8. 1983,
og Jón Birki, f. 18.5. 1985, og
fyrir átti Ingi Þór soninn Sævar
Þór, f. 23.6. 1989. Börn Sigurðar
og Bonnie eru Sigurður Pétur, f.
5.4. 1975; Jónas Paul, f. 5.12.
1978; og Kate Elizabeth, f. 27.8.
1982. Guðbjörg var fædd að
Brekku í Fljótsdal og ólst þar
upp til þriggja ára aldurs er hún
flutti með foreldrum si'num til
Sauðárkróks. Guðbjörg hlaut þar
almenna menntun en stundaði
síðan nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
árið 1926. Síðar var hún í hús-
stjórnardeild Kvennaskólans.
Árið 1932 hóf Guðbjörg nám
við Ankerhus-húsmæðraskólann
í Sora i' Danmörku og lauk þaðan
námi tveimur árum síðar, 1934.
Þá kom hún til íslands og kenndi
við Kvennaskólann í Reykjavík
1934-36. Hún var einnig próf-
dómari hjá Húsmæðrakennara-
skóla íslands i' mörg ár. Á ár-
unum 1962-78 starfaði Guðbjörg
hjá Happdrætti Háskóla íslands.
Hún hefur tekið mikinn þátt í'
starfi Kvenfélagsins Hringsins
og Kvenfélags Háteigssóknar í
gegnum árin og er nú heiðursfé-
lagi Hringsins og heiöursfélagi
Náttúrulækningafélags Isiands.
Utför Guðbjargar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
færa sér mjólk og brauð með epl-
um og sultu á, þetta þótti mér hví-
líkt lostæti, en ég hef stundum
furðað mig á, að þetta borðaði ég
bara hjá henni ömmu minni í Hát-
úninu.
Við Dalla systir mín vorum að
rifja það upp ekki fyrir svo löngu
og hlógum mikið, að þegar við vor-
um litlar stelpur þá borðuðum við
alltaf hjá ömmu á aðfangadags-
kvöld. Þá var farið í messu í Há-
teigskirkju en við bjuggum í
Barmahlíðinni og var labbað með
jólagjafirnar í ferðatösku upp í
kirkju og kirkjuvörðurinn beðinn
um að geyma gersemarnar meðan
á messu stóð. Svo trítlaði hersingin
með ferðatöskuna niður í Hátún til
ömmu þar sem allt var reiðubúið
til að hátíðin gæti gengið í garð.
Þetta var svo hátíðlegt en amma
sem gamall húsmæðrakennari
kunni heldur betur til verka og það
var allt svo fint hjá henni og er
mér ógleymanlegt hvað þetta var
allt hátíðlegt og formfast. Jólin
voru ekki komin fyrr en við vorum
komin til ömmu.
Árin liðu og við barnabörnin
urðum fullorðin og eignuðumst
okkar fjölskyldur og amma varð
langamma. Ommu þótti alltaf vænt
um manninn minn, hann Marinó,
og það skemmdi ekki fyrir að hann
var að norðan, hann vann hjá
Heklu sem var staðsett fyrir ofan
húsið hennar ömmu í Hátúninu og
þegar amma sat í borðstofunni
sinni þar sem hún lagði oft kapal
og saumaði út, gat hún haft góða
yfirsýn yfir Hekluhúsið og talaði
hún mikið um allt lífið sem þar var
og umferðina, sérstaklega var
henni tíðrætt um hvað henni fannst
gott að fylgjast með hitamælinum
sem var staðsettur við Hekluhúsið
og lengi vel klæddi hún sig eftir
því hvað mælirinn á Hekluhúsinu
sagði þegar hún fór út. Það var
gott að heimsækja ömmu, hún tók
á móti manni eins og hún væri
búin að bíða eftir manni allan dag-
inn og ekki stóð á kaffinu og kök-
unum og langömmubörnunum var
alltaf boðið gos úr gleri sem hún
geymdi í eldhússkápnum, þegar ég
fór eftir að hafa heimsótt hana leið
mér alltaf betur.
Þegar við barnabörnin hennar
fórum að halda okkar aðfangadag á
okkar heimilum með okkar börnum
og mökum þá fer amma að fara til
mömmu á aðfangadag en við mætt-
um öll til ömmu á jóladag í pörust-
eik og það var sko veisla. Við Gulli
bróðir vorum vön, þótt við værum
orðin fullorðin, að berjast við borð-
ið um hvort okkar fengi meiri pöru
af steikinni, að visu í góðu, en par-
an á svínasteikinni hennar ömmu
var þvílík að ég hef hvergi fengið
annað eins lostæti. Þessum hætti
hélt amma þar til 1994, þá orðin 86
ára gömul, geri aðrir betur. Amma
var mikil félagsvera og fannst
gaman að vera innan um fólk. Hún
talaði oft um það nú síðustu árin
hvað henni fannst gaman að koma í
heimsókn til mín og horfa á mig
elda en þá sat hún við eldhúsborðið
og við spjölluðum saman og hún
fékk sér sjerrýglas fyrir matinn.
Síðastliðin ár hefur öll fjölskyld-
an borðað saman hjá mér á gaml-
árskvöld, mikið mun ég sakna þess
að hafa hana ekki með okkur leng-
ur.
Það fór að halla undan fæti hjá
henni ömmu minni með heilsuna og
hún fór á dvalarheimilið Fell í
Skipholtinu í febrúar 1998, þá orð-
in tæplega níræð að aldri en fram
að þeim tíma hugsaði hún nánast
algjörlega um sig sjálf, fór með
strætó í bæinn ef hún þurfti þess
með, það var ekki hennar stíll að
biðja um að keyrslu ef hún þurfti
að bregða sér af bæ. Amma var
stolt kona og vildi bjarga sér sjálf.
Ömmu leið vel á Felli en við-
brigðin voru að sjálfsögðu mikil frá
því að flytja úr Hátúninu en þar
kom til kasta hennar móður minn-
ar og þar var ekki slegið af. Ég hef
oft hugsað um það undanfarin tvö
ár, eftir að amma flutti að Felli, að
amma hefur gert eitthvað mikið
rétt í uppeldinu á móður minni því
aðdáunarvert er hve vel hún hugs-
aði um hana og reyndi allt sem hún
gat til að létta henni lífið en
mamma naut dyggrar aðstoðar
bróður míns, Gulla, sem bjó hjá
ömmu frá því hann var 16 ára
gamall og þar til hann stofnaði sína
eigin fjölskyldu.
Amma var svo óheppin að detta
og mjaðmagrindarbrotna í septem-
ber og var flutt á Landspítala - há-
skólasjúkrahús, Fossvogi, og eftir
það var leiðin hröð niður á við.
Hún var flutt á Landakot 11. októ-
ber síðastliðinn og lést þar 8. nóv-
ember. Ég sat oft hjá henni á
Landakoti síðustu vikurnar og
stundum gátum við spjallað örlítið
saman og það var þá helst um
Skagafjörðinn sem hún elskaði svo
mikið. Það er sárt að sjá á eftir
ömmu sinni þótt hún hafi verið
orðin öldruð, hún var eina amman
mín á lífi og eina langamma barn-
anna minna og hún hefur verið til
svo lengi í minningu minni.
Ég sakna þess að eiga ekki
ömmu á lífi lengur til að drekka
sjerrý með og heyra hana segja
sögurnar sínar að norðan og hlusta
á hana tala um foreldra sína sem
voru henni svo kærir. Ég veit að
þér líður vel þar sem þú ert núna
amma mín en þú varst orðin lúin
og hvíldinni fegin og skyldi engan
furða eftir 92 ára æviferil. En
kannski má enda þetta með að
segja eins og átta ára dóttir mín
sagði eftir að hún vissi að lang-
amma var dáin, „loksins eru lang-
amma og langafi saman á ný,“ litlu
börnin eru ekkert að flækja þetta.
Farðu í Guðs friði, elsku amma
mín, og takk fyrir samfylgdina.
Þín dótturdóttir,
Guðbjörg Birkis Jónsdóttir.
Elsku langamma mín.
Nú er ævigöngu þinni lokið en
hún stóð í 92 ár og það er ekki
stutt ganga en þú gekkst hana með
reisn og lengst framan af með góða
heilsu og það er ekki sjálfgefið á
þessum aldri.
Ég ætla ekki að rekja þessi 16
ár sem ég fékk með þér, elsku
langamma, heldur frekar minnast
síðustu áranna okkar saman og þá
helst þessara síðustu tveggja ára,
eftir að þú fluttir úr Hátúninu á
Fell í Skipholtinu. Á þeim tíma
sem þú varst að flytja úr Hátúninu
á Fell var ég að byrja að vinna
með skólanum á Pottinum og
pönnunni sem er í næstu götu við
Fell og þá kom ég stundum við hjá
þér á leið í vinnuna eða úr vinn-
unni. Þú tókst alltaf vel á móti mér
og bauðst mér nammi sem þú varst
með í körfu á borðinu sem amma
Regína sá um að væri alltaf fyllt á.
Við spjölluðum saman og ósjaldan
fékk ég að heyra sögur um Skaga-
fjörðinn þinn og Sauðárkrók og
mér leiddist ekkert að hlusta á
sögurnar þínar að norðan enda
eiga bæði mamma og pabbi ættir
sínar að rekja norður og þar af
leiðandi hef ég oft komið í Skaga-
fjörðinn.
Oft töluðum við saman um
hestaen ég var svo heppin að þegar
ég fermdist gáfu foreldrar mínir
mér hest í fermingargjöf og þegar
þú varst stelpa á Sauðárkróki átti
pabbi þinn hest sem hét Gráni sem
þér þótti svo vænt um og þú talað-
ir mikið um þennan hest og ferð-
irnar sem þú fórst á honum og þú
ljómaðir öll þegar þú sagðir mér
þessar sögur.
Alzheimer-sjúkdómurinn, sem
herjaði á þig síðustu árin, gerði
það að verkum að þú talaðir mikið
um sömu hlutina og stundum rugl-
aðist þú á því hver ég var en það
var allt 1 lagi því mamma var búin
að útskýra þetta fyrir mér og þeg-
ar ég kom til þín sagði ég alltaf;
langamma, þetta er Þorbjörg
hennar Guðbjargar, og þú brostir
til mín. I sumar kom ég til þín á
Fell og veikindin voru að sækja
harðar að þér, þá varstu ekki viss
um hver ég var en þá bauðstu mér
sjerrý en það var svo ríkt í þér að
geta boðið upp á eitthvað. Þegar
ég þáði það ekki sagðirðu leiðinleg
geturðu verið. Þegar ég sagði
mömmu frá þessu hló hún og sagði
að langamma gerði sér ekki grein
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Baldur
Frederikseti
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Sverrir Eimrsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir \Olsen úlfararstjóri. §L ~VÍ|
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fyigí-
Um hvern Iátinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
GUÐBJORG
BIRKIS