Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 52
.52 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANHILDUR SIGRÍÐUR
VALDIMARSDÓTTIR,
Hólshúsi,
Sandgerði,
verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugar-
daginn 18. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameins-
félagið.
Valdimar Sveinsson,
Sigurlína Sveinsdóttir,
Einar Sveinsson, Kolbrún Kristinsdóttir.
t
Ástkáer eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir, amma og systir,
ELÍN RANNVEIG HALLDÓRSDÓTTIR,
Hólabergi 12,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 17. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega
bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Guðni Auðunsson,
Kristjana Halldórsdóttir,
Guðjón Sigurðsson, Elsa Magnúsdóttir,
Svanhvít Elínardóttir,
Sólveig Larsen, Jens-Peter Larsen,
Kristjana Guðnadóttir, Geir Atle Gussiás,
Ingvar Sigurðsson, Sigurást Heiða Sigurðardóttir,
barnabörn og systkini.
Okkar ástkæra,
SERÍNA STEFÁNSDÓTTIR,
Nesgötu 20,
Neskaupstað,
verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugar-
daginn 18. nóvember kl. 14.00.
Anna Karen Billy, Arthur F. Billy,
Lúðvík S. Sigurðsson, Brenda I. Sigurðsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Bertha S. Sigurðardóttir, Hermann Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, sonur og bróðir,
EÐVALD VILBERG MARELSSON,
Bröttukinn 8,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 17. nóvember kl. 15.00.
Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir,
Sigurður Eðvaldsson Elva Dögg Pedersen,
Sigrún Eðvaldsdóttir,
Margrét Eðvaldsdóttir, Árni James Coliett,
Snorri, Kristófer, Arnar Freyr,
Marel Eðvaldsson, Lilja Bergþórsdóttir,
Ingibjörg Marelsdóttir,
Örn Marelsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ÁRNASON
málarameistari,
Höfðagrund 26,
Akranesi,
andaðist á Landspítalánum við Hringbraut,
miðvikudaginn 8. nóvember sl.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 17. nóvember
kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Guð-
mundar Sveinbjörnssonar.
Sigríður Unnur Bjarnadóttir,
Póra Einarsdóttir, Ingjaldur Ásvaldsson,
Jóhanna Einarsdóttir, Páll Skúlason,
Sigurður Már Einarsson, Anna Steinsen,
Flosi Einarsson, Katla Hallsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ODDNÝEDDA
SIGURJÓNSDÓTTIR
+ Oddný Edda Sig-
urjónsdóttir
fæddist í Snæ-
hvammi í Breiðadal
28. maí 1939. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 5.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Hey dalakir kj u 11.
nóvember.
Ó, elsku amma mín,
nú ertu farin og mér
finnst mjög erfitt að
trúa því, mér finnst
bara eins og þú sért ennþá heima á
Breiðdalsvík og ég sé bara heima hjá
mér í Hafnarfirðinum og ég sæi þig
bara næsta sumar þegar ég kæmi í
heimsókn austur.
Eg man þú kenndir mér að baka
kleinur og gera uppáhalds kakóið
mitt. Og ég man hve heitt þú unnir
garðinum þínmn, settir niður kartöfl-
ur og síðan rabbabarinn þinn. Það var
svo oft sem þú hafðir rabbabaragraut
í eftirmat og þú gerðir svo oft rabba-
barasultur og berjasultur og saftir.
Og svo man ég eftir að ég og Palli vor-
um stundum að stelast í jarðarberin
þín í garðinum.
Svo þegar ég fór að vinna í frysti-
húsinu og mér leið svo illa eitthvað að
ég hætti en þú varst svo hraust og
dugleg að þú vaknaðir eldsnemma og
fórst í frystihúsið svo fórstu að bera
út póstinn, komst svo aftur eftir há-
degi í frystihúsið, vannst til sex,
komst heim og bjóst þá til matinn
handa okkur.
Mér finnst svo skrítið að þú sért
farin því þú varst ávallt svo hraust og
sterk, þú hafðir líka fengið þennan
hræðilega sjúkdóm áður og sigraðist
þá á honum, nú varð það reyndar
öðruvísi því krabbameinið var á fleiri
stöðum. En ég hélt alltaf í vonina um
að þér myndi batna. Þér líður örugg-
lega bara betur núna, en ég sakna þín
samt mikið.
Með söknuði ég því kveð þig, elsku
amma mín.
María Björg Gunnarsdótir.
Mamma, elskulega mamma mín.
Núna ert þú farin, og kemur ekki aft-
ur og ég á svo erfitt með að sætta mig
við það, ég hélt svo lengi í vonina um
að þú myndir ekki fara. Alveg fram á
síðustu stundu vildi ég ekki hlusta á
annað en að þú kæmist í gegnum þinn
erfiða sjúkdóm, en þú vissir betur og
þín sorg var mikil yfir að fara frá okk-
ur. Þú varst svo sterk og dugleg fyrst
þegar þú fékkst krabbamein ’87 og
þín góða trú kom þér á
fætuma. Þegar ég fékk
þennan illvíga sjúkdóm
’95 varst þú minn sterki
klettur í stórsjó. Þú
komst til mín um leið og
ég kallaði á þig og nær-
vera þín huggaði mig.
Mamma, þegar þú
veiktist aftur var sjúk-
dómurinn kominn á
marga staði sem gerði
allt svo erfitt og tók allt
þitt þrek og allan kraft.
Mamma, þú varst
alltaf svo dugleg, taldir
aldrei neitt eftir þér,
gekkst í hvaða verk sem var, og ég
man að þú sagðir: Gerðu það með
glöðu geði hvað sem þú þarft að taka
þér fyrir hendur, þá verður allt miklu
léttara.
Eg man að mamma tók oft húsið
allt í gegn fyrir jólin, málaði allt eld-
húsið, veggfóðraði herbergin, setti
jafnvel nýtt á gólfin, breytti öllu í stof-
unni og herbergjunum þannig að
Laufás varð nýtt hús þegar ég kom
heim úr skólanum. Þú tókst svo vel á
móti mér. Mamma, þú hefðir orðið
góður innanhússarkitekt.
E lsku mamma, þú kenndir mér svo
mikið, kenndir mér að meta tónlist,
myndlist, sögur og Ijóð sem ég mun
ávallt geyma í hjarta mínu, þú hvattir
mig til að teikna og mála, sem er dýr-
mætasta gjöf mín frá þér. Þú söngst
með okkur systkinunum og dansaðir
við okkur um allt húsið þegar pabbi
var að spila á harmonikkuna. Þú last
fyrir okkur ljóð í eldhúsinu í Laufási
sem voru þér hjartfólgin og það kom
ekki á óvart ef það var ljóðabók í jóla-
pakkanum eða afmælispakkanum.
Elsku mamma, það var svo margt
sem þér fannst gaman, vinna í garðin-
um, setja niður blóm, rækta græn-
meti. Þar leið þér vel, þú varst mikið
náttúrubam. Þér fannst gaman að
vinna að allri listsköpun og þér fannst
sérstaklega gaman að vefa í vefstól,
sem þú gerðir á Hallormsstað.
Mamma vildi öllum vel og var alltaf
tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd og
tók svari þeirra sem minna máttu sín.
Fæðingarstaður mömmu, Snæ-
hvammur, var henni alltaf mjög kær
og þar var gaman að labba um í fjör-
unni. Mömmu þótti líka mjög vænt
um allt fólkið sitt, vini og vandamenn.
Elsku mamma, það er svo sárt að
missa þig, geta ekki lengur hlegið
með þér og búið til marga skemmti-
lega hluti, sauma með þér, baka,
ganga um í náttúrunni og búa til saft
og fleira góðgæti og geta ekki lengur
hringt í þig og spurt þig ráða.
Elsku mamma, ég bið algóðan guð
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELSA D. HELGADÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
Árskógum 2, Reykjavík,
áður til heimilis á Skúlagötu 40,
lést á heimili sínu að morgni laugardagsins
11. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
17. nóvember kl. 10.30.
Halla Guðmundsdóttir, Gunnlaugur H. Gíslason,
Hans Bjarni Guðmundsson, Steinunn Njálsdóttir,
Friðjón Guðmundsson, Karen Emilsdóttir,
Snorri Guðmundsson, Lilja Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg frænka mín,
MARGRÉT N. LÝÐSDÓTTIR,
Meistaravöllum 5,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun,
föstudaginn 17. nóvember, kl. 15.00.
Guðný Margrét Skarphéðinsdóttir.
um að vemda þig og senda ljósið sitt í
sálu þína og ég kveð þig með bænun-
um sem við fórum með þegar þú áttir
erfitt með að sofna meðan þú lást
veik.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson.)
Láttu nú ljósið þitt
logaviðrúmiðmitt
Hafðuþarsessogsæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf.ók.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H.Pét)
Ég fel í forsjá þína,
Guðfaðir,sálumína,
þvínúerkominnótt
Um Ijósið lát mig di-eyma
ogljúfaenglageyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(Matth. Joch.)
Þessar bænir allar bið ég fyrir þér,
elsku mamma mín.
Elín Inga Baldursdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja Eddu móðursystur mína. I vor
áttum við saman gott spjall í síma,
nokkrum dögum áður en ljóst var að
eldri veikindi höfðu tekið sig upp aft-
ur. Ekki grunaði mig þá að þetta yrði
okkar síðasta spjall eða að við ættum
ekki eftir að hittast aftur. Ég var svo
handviss um að hún kæmist yfir þessa
þraut og ætlaði að heimsækja hana
þegar hún væri alkomin heim aftur.
En það fór því miður á annan veg.
Þegar ég var lítil stelpa fannst mér
alltaf gott að koma í heimsókn í Lauf-
ás. Edda gaf sér góðan tíma til að tala
við okkur krakkana og alltaf átti hún
eitthvað gott með kaffinu. Foreldrar
mínir höfðu það að reglu að fara í
heimsókn í Laufás á Þorláksmessu
með jólapóstinn og ég fylgdi yfirleitt
með. Þetta voru notalegar stundir. Þá
var Edda yfirleitt á kafi í jólaundir-
búningi en hafði alltaf tíma til að
spjalla og vildi helst að við dveldum
sem lengst. Hún talaði oft um það að
sig langaði að koma óvænt yfir á
Stöðvarfjörð þennan dag, með jóla-
sveinahúfu og banka uppá hjá frænd-
fólkinu. Hún lét líka verða af því ein
jólin.
Frá Eddu geislaði mikil hlýja, ró-
legt fas og umhyggja fyrir öðrum.
Hún hafði alltaf nóg að gera og ef hún
var ekki að vinna átti fjölskyldan
hennar tíma, svo og garðyrkjan og
kórsöngurinn sem hún hafði gaman
af. Síðustu tvö ár sungum við saman í
kirkjukórnum og Samkór Suður-
fjarða og hittumst því reglulega. Á
síðustu kóræfingunni sem við hitt-
umst færði hún mér peysu og tvenna
sokka sem hún hafði prjónað handa
syni mínum, alveg ómöguleg yfir því
að vera ekki búin að koma þessu til
mín fyrr. Peysan hefur mikið verið
notuð, en sokkamir sem enn eru of
stórir bíða síns tíma. Ég hálfpartinn
tími varla að láta hann nota þá, en ég
hugsa að það hefði henni þótt hálf-
kjánalegt.
Á stundu sem þessari leita á mann
margar áleitnar spumingar og það er
alltaf erfitt að kveðja fólk í blóma lífs
síns, fólk sem manni finnst eiga svo
margt eftir. Þegar annar máttarstólpi
fjölskyldunnar fellur frá reynir á að
fjölskyldan geti staðið saman til að
takast á við sorgina. Kæri Baldur, ég
sendi þér mínar innilegustu samúðar-
kveðjur svo og Elínu, Brynju, Öllu,
Palla og öllum ykkar nánustu.
Kæra frænka. Þetta verða kveðju-
orðin mín til þín
Sífellt þig dreymi um sólfagurt vor
og svífðu þar víða í anda
og labbaðu gleðinnar gullprýddu spor
til gæfunnar heiðbjörtu landa.
(Siguijón Jónsson frá SnæhvammL)
Þín
Solveig Fr.