Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 53,
+ Arnbjörg Ey-
steinsdóttir fædd-
ist í Litla-Langadal á
Skógarströnd, Snæ-
fellsnesi, 31. ágtíst
1918. Hún lést á
hjtíkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Oddsdóttir, f. 27.11.
1876, d. 4.9. 1960 og
Eysteinn Finnsson, f.
1.5. 1880, d. 29.4.
1956. Arnbjörg er ell-
efta tír hópi þrettán
systkina. Htín flutti ásamt foreldr-
um sínum ogtveimur yngri bræðr-
um að Breiðabólsstað á Skógar-
strönd 1941.
Arnbjörg giftist Sigurði M. Pét-
urssyni, f. 20.10. 1920, d. 3.10.
1960, sóknarpresti á Breiðabóls-
stað 26. nóvember 1953. Foreldrar
Ennþá man ég æsku mína,
engu blómi skal ég týna,
ennþá finn ég ástarmjúka
armastijúka
enni mitt, sem bb'ðvindi
af bládýpi rynni;
hans voru Pétur
Theódór Jónsson og
Kristín Jónsdóttir,
Tungukoti á Vatns-
nesi, V.-Húnavatns-
sýslu.
Arnbjörg og Sig-
urður eignuðust
tvær dætur, Krist-
ínu, f. 1.6. 1955, d.
2.6. 1955, og Jó-
hönnu Sigríði, f.
12.1.1959.
Eftir andlát eigin-
manns síns flutti
Arnbjörg með dóttur
súia til Reykjavíkur
og bjó þar síðan til æviloka.
Eiginmaður Jóhönnu Sigríðar
er Baldvin Þór Grétarsson og eiga
þau saman tvær dætur, Jtílíu, f.
8.7. 1985 og Ambjörgu, f. 2.7.
1990.
Útför Arnbjargar fór fram frá
Fossvogskirkju 14. nóvember.
öll þau hjartans hlýindi
heféggeymdíminni.
(Hulda.)
Við systurnar vorum ekki nema
tæplega eins og tveggja ára gamlar
þegar Adda frænka passaði okkur
fyrst. Heimili hennar var hlýtt og
notalegt og leið okkur alltaf vel hjá
henni.
Það var alltaf mikil tilhlökkun að
fara í heimsókn til Öddu því hún tók
ætíð svo vel á móti okkur. Adda átti
mikið af leikföngum sem skemmti-
legt var að leika sér að. Einnig átti
hún alltaf eitthvað gott í gogginn
handa litlum börnum og ósjaldan bar
hún fram pönnukökur með sykri og
loftkökur með kaffinu handa gestum
sínum.
Við systur þökkum fyrir sam-
fylgdina, tryggðina og alla um-
hyggju hennar í okkar garð.
Hönnu Siggu, Baldvini, Júlíu og
Öddu vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Hugrún og Gerða.
I minningu um yndislega konu.
Við þökkum þér fyrir allt það sem
þú gerðir fyrir okkur, elsku Adda.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Mnn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj.Sig.)
Elsku Hanna Sigga, Baldvin, Júlía
og Adda, við sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur.
Heiðrtín Ýrr og fris Björk.
ARNBJORG
EYSTEINSDÓTTIR
A
\ - '■ í
X
VALUR FANNAR
MARTEINSSON
+ Valur Fannar
Marteinsson
gullsmiður fæddist í
Reykjavfk 24. júní
1927. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans í Fossvogi
1. október síðastlið-
inn og fór títför hans
fram frá Kópavogs-
kirkju 6. október.
Kæri vinur minn.
Ég kýs að hefja
þessar fátæklegu lín-
ur á að kveðja þig,
Valur Fannar, og um
leið þakka þér fyi’ir svo ótal margt.
Margar góðar stundir, við tveir og
stundum fleíri saman.
Strax á mínum unglingsárum
vissi ég hver þú varst en ekki
renndi mig í grunn að þú ættir eft-
ir að verða tengdafaðir minn en sú
varð nú raunin. Eitt af því fyrsta
er í hugann kemur er þegar Hanna
Mjöll bað mig að gera við framhlið-
ina í litlu kerrunni þinni, sjálfsagt
mál sagði ég. Þegar kerran kom
var byrjað að mæla efni og bæta í
og hnoða, þá var spurt, ert þú að
mæla á milli hnoðanna
svona nákvæmlega?
Já, ég verð, maðurinn
sem á þessa kerru er
gullsmiður og vinnur
með millimetra og
hann séi’ strax ef bilið
á milli hnoða er ójafnt.
Sú viðgerð heldur
enn.
Stoltur bað ég þig
að smíða giftingar-
hringa okkar hjóna og
er enn haft í gaman-
málum að þeir voru
tilbúnir heilum mán-
uði á undan áætlun.
Gaman þótti mér að fá tækifæri
til að fara með þér og konu þinni í
veiðitúr skömmu eftir að okkar
kynni urðu persónuleg, þó að ekk-
ert veiddist var gleðin yfir fegurð
náttúrunnar mikil. Ekki gleymast
jólaskákmótin okkar. Já, sá vinnur
er fyrr tekur þrjár skákir, síðan
var því breytt í fimm skákir, síðan
breyttist það í að sá vinnur er fleiri
hefur á þrettándanum, þegar þér
fannst ég vera farin að síga of
langt fram úr þá var komið með
kristal og koníak og alltaf jöfnuð-
ust leikar um það bil sem komið
var niður í miðjan miða.
Það snjóaði stundum mikið í
Kópavoginum og þá var tekin
skófla í hönd og rutt af tröppunum
í næsta húsi við mig, þótti þér þá
sjálfsagt að ekki vantaði frostlög á
snjódrekann þann er verkið vann,
slíkt var örlæti þitt. Oft sátum við
saman og fylgdumst með okkar
mönnum í Formúlunni, þú með silf-
urbílunum og ég með þeim rauðu,
en þó þinn væri ekki alltaf fyrstur
fannst þér hann alltaf betri en
minn, sama hvað gekk á og rök-
studdir þú það með miklum ágæt-
um. í sjóði minninganna er miklu
meira; veiðiferðir, bústaðaferðir,
fastir í snjóferðum og kaffispjall.
Upp úr þessu stendur þó traustið
sem dóttir okkar hafði á þér þegar
Stúfur litli jólasveinn birtist heima
í Hlégerðinu á miðju sumri sofandi
uppi í skáp, barnið skildi þetta ekki
og erfitt reyndist okkur að útskýra
þetta, þá var leitað til afa og skyldi
athugað hvort þú kynnir ekki ein-
hverja þulu um svona mál því þú
hafðir alltaf einhver ráð við öllu
sem upp á kom.
Nú hefur guð þig hjá sér og er
ég fullviss um að þú ert að laga alla
gylltu geislabaugana á englunum.
Far þú í friði, minningin um þig
lifír hjá okkur sem eftir erum.
Sæll að sinn.
Brynjólfur Wíum Karlsson.
+ Pétur Guðni Ein-
arsson bifreiða-
stjóri fæddist í Bol-
ungarvík 20. ágúst
1937. Hann lést í Bol-
ungarvík 29. október
síðastliðinn og fór
títfór hans fram frá
Hólskirkju í Bolung-
arvík 7. nóvember.
Mig langar með ör-
fáum orðum að minn-
ast föðurbróður míns,
Péturs Guðna, sem
féll frá á sviplegan
hátt hinn 29. október.
Þegar ég var að alast upp var ég
hálfgerður heimalningur hjá þeim
Helgu og Pétri á Holtastígnum.
Þangað fór ég til að mynda ávallt í
pössun ef foreldrar mínir þurftu að
bregða sér úr bænum, einnig var
ég þar oft að leik við Harald. Þar
var ég alltaf auðfús gestur og var
mér tekið sem einum úr systkina-
hópnum. Pétur var
einstaklega barngóður
og það var þægilegt að
vera í návist hans. Ég
man hvað ég hafði
gaman af því að flækj-
ast með Pétri á vöru-
bílnum því þá fannst
mér eins og ég væri
merkilegasti strákur-
inn í bænum og gat
horft niður á aðra
vegfarendur úr hásæti
Scania-bifreiðarinnar.
Einnig óx mér það
mikið í augum að
koma til Péturs í
skemmuna en á þeim tíma voru
þau hjónin með umboð fyrir Vífil-
fell. Aðrar eins kókbirgðir hafði ég
aldrei séð og fannst mér afar
merkilegt að þau skyldu eiga allt
þetta kók.
Þegar ég varð eldri kynntist ég
annarri skemmtilegri hlið á Pétri
en það var þegar hann var í hlut-
verki sögumanns. Á góðri stundu
var Pétur iðulega hrókur alls fagn-
aðar, reytti af sér brandarana og
hló sjálfur manna mest. Frásagn-
argáfa hans var með eindæmum
góð og nærstaddir voru fljótir að
sperra eyrun þegar Pétur hóf að
segja sögu. Hlátur hans var einnig
svo smitandi að þó svo að maður
hefði ekki heyrt sjálfan brandar-
ann komst maður ekki hjá því að
rifna úr hlátri þegar Pétur byrjaði
að hlæja.
Á 100 ára afmælisdegi Einars
afa, hinn 17. maí árið 1998, man ég
að Dódó frænka sagði í ræðu sinni
að Pétur hefði alltaf verið uppáhald
okkar allra og þar held ég að hún
Dódó frænka mín hafi átt kollgát-
una því hann var að minnsta kosti
minn uppáhaldsfrændi.
En nú þegar Pétur Guðni er
horfínn til annarra starfa, langar
mig til þess að þakka fyrir þau for-
réttindi að hafa fengið að kynnast
honum. Bærinn verður aldrei sam-
ur án hans en minningin um góðan
dreng mun lifa um ókomna tíð.
Megi fjölskylda hans finna styrk til
þess að takast á við þessa miklu
sorg.
PETUR GUÐNI
EINARSSON
HELGA H0RSLEV
S0RENSEN
+ Helga Horslev
Serensen fæddist
á Selfossi 5. jantíar
1944. Htín lést á
heimiii sínu 5. nóv-
ember siðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Selfoss-
kirkju 13. nóvember.
Mig langar í ör-
stuttu máli að kveðja
hana Helgu mína.
I nokkur ár vann ég
með föður hennar
Sörensen heitnum
sem var danskur
mjólkurfræðingur og einn af þeim
mörgu dönsku mjólkurfræðingum
sem komu hér til starfa í Mjólkur-
bú Flóamanna á Selfossi til upp-
dráttar og góðs. Sörensen talaði
oft um börn sín og unni hann þeim
mjög. Helga var yngst barna
þeirra góðu hjóna. Hún var fannst
mér alltaf svo lítil, grönn, falleg
kona og eitthvað svo brothætt
enda braut lífið hana.
Við kynntumst svo vel þegar
hún bjó við hliðina á mér í næsta
húsi með Hinrik sinn. Við hittumst
því sem næst daglega yfir kaffi-
bolla og spjalli. Stundum passaði
ég Hinrik fyrir hana, hún var þá
lífsglöð og bað fyrir bjartri framtíð
fyrir sig og litla Hinrik sinn. Hún
var góð og yndisleg stúlka, góð
móðir.
Helga giftist og flutti til Eyrar-
bakka, lífið virtist blasa við henni.
Hún eignaðist fleiri börn og var
hamingjusöm. Við hittumst oft,
hún kom oft hingað á Selfoss.
Tengsl okkar rofnuðu aldrei.
Ég vissi fyrir löngu að hún átti
við erfið veikindi að stríða. Hún
ræddi þau við mig. Ég reyndi að
gera það sem ég gat fyrir hana
þegar við hittumst. Nú seinni ár
versnaði henni, við hittumst þó af
og til. Hún sagði mér stundum hve
illa sér liði.
Nú á þessari stundu þegar hún
er frjáls frá sjúkdómi sínum hugsa
ég um síðustu kveðju okkar og
gleðst yfir henni. Helga vann nú
síðast í Sláturhúsi Suðurlands. Hjá
mér býr kona nú í sláturtíðinni.
Þegar hún sagði Helgu hvar hún
byggi fékk ég innilega kveðju frá
henni og að hún ætlaði að koma
fljótlega í heimsókn. Ég skilaði til
baka kveðju minni til hennar, hjá
mér væri hún ávallt velkomin. Nú
ylja þessar kveðjur mér um hjarta.
Mig óraði ekki fyrir elsku Helga
mín að þetta yrðu síðustu kveðjur
okkar. Ég þakka fyrir öll góðu
gömlu árin sem við áttum saman
þegar allt var svo öðru vísi. Nú líð-
ur þér vel. Drottinn þig nú geymi
og gæti vina mín.
Eg votta fjölskyldu þinni inni-
lega samúð, í hjarta þeirra geym-
ist allt það góða sem þú gafst
þeim.
Sigrtín F. Sigurgeirsdóttir.
Elsku vinkona, mig langar að
kveðja þig með örfáum orðum.
Ekki hvarflaði að
mér þegar þú hringd-
ir í mig laugardaginn
sem þú lést að það
væri okkar síðasta
samtal. Þú sagðist
ætla að koma á
sunnudaginn með af-
mælisgjöf handa mér.
Þú sagðist vera svo
spennt að sjá hvernig
mér líkaði hún. En þú
komst aldrei, Helga
mín, en hann Gísli
Ragnar sonur þinn
kom með gjöfina til
mín og mér líkaði hún
svo sannarlega vel. Þú gafst aldrei
annað en fallegt því þú varst mjög
smekkleg kona eins og heimili þitt
bar vott um.
Vinátta okkar Helgu hófst fyrir
um 20 ámm og styrktist meir og
meir eftir því sem árin liðu, aldrei
síðustu 4-5 árin leið sá dagur ef þú
varst ekki á sjúkrahúsi að við
heyrðum ekki í hvor annarri eða
þú kæmir til mín, stundum oft á
dag og stundum varstu heilu sólar-
hringana hjá mér. Ef þér fannst
ég ekki nógu glöð að sjá sagðir þú:
„Emma mín, ertu ekki glöð að ég'
er komin?“ og þá gat maður ekki
annað en hlegið, því þó að þú vær-
ir oft mjög lasin var alltaf stutt í
húmorinn og mikið hlegið.
Mikið hafðir þú gaman af að
rifja upp eitthvað skemmtilegt
sem börnin þín höfðu gert og síðar
barnabörnin. Þú talaðir mikið um
hvað hann Hinrik Freyr væri góð-
ur og duglegur drengur og hvað
hún Fransiska Björk væri falleg
með fallegar krullur í hárinu og
síðast en ekki síst hann Jóhann,
sem hafði svo gaman af að spila
við ömmu sína. Það var mikið stolt
í þér þegar þú talaðir um þau.
Kæra vinkona, þá er langri
þrautagöngu lokið og þú hefur
fundið frið hjá góðum guði. Ég er
honum ákaflega þakklát fyrir að
hafa leitt okkur saman því að það
hefur svo sannarlega þroskað mig,
breitt lífssýn minni og kennt mér
að morgundagurinn er ekki sjálf-
gefmn.
Með brotthvarfi þínu mun skap-
ast stórt tómarúm í lífi mínu sem
vart verður fyllt. En minning um
góða, trygga og skemmtilega vin-
konu lifir og enginn getur tekið
hana frá mér. Takk fyrir allar
samverustundirnar, Helga mín. Ég '
trúi að leiðir okkar muni liggja
saman á ný.
Eg þakka þau ár sera ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfm úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við Hafþór og okkar fjölskylda
vottum fjölskyldu Helgu H. Sören-
sen okkar dýpstu samúð. Guð veri
með ykkur.
Emma G. Eiríksdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON,
áður bóndi á Syðri-Grund
í Svínadal,
Hnitbjörgum, Blönduósi,
sem andaðist mánudaginn 6. nóvember, verður
jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn
18. nóvember kl. 14.00.
Sætaferðir verða frá BSÍ sama dag kl. 9.00.
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Valgerður Guðmundsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Einar Sigurðsson,
Þorsteinn Guðmundsson, Sigrún Jónsdóttir,
Sveinn H. Guðmundsson, Karin Roland,
barnabörn og langafabörn.
Kristján Jónsson.