Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 58

Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 58
5,8 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐI fólk úrval bóka í stórum bóka- verslunum eða al- mennum bókasöfnum á íslandi sést glöggt að þar eru tveir meg- inflokkar frumsam- inna ritverka. Þar er gnægð skáldsagna og Ijóða í einum flokki; meðal skáldverka. Og þar eru fræðslurit; allt frá vinsælum flokki ævisagna til myndskreyttra rita um listir eða náttúr- una. Eru þetta vinsæl rit þegar á heildina er litið? Vissulega. Þau seljast bæri- lega. Útlán bókasafna staðfesta vinsældirnar og ritin ná langt inn á könnunarlista fjölmiðla. Listun- um er einmitt skipt eftir þessum meginflokkum. Er mikið til af svona ritum sem eru innan við 5- 10 ára gömul? Svo sannarlega. Titlar skipta hundruðum. Líklega fellur um helmingur frumsaminna ritverka hvers árs í umræddan flokk fræðslurita. Eru þá kennslu- bækur frátaldar. Margir höfundar Virkir höfundar fræðslurita sl. áratugar eru áreiðanlega nær 200 en 100 talsins. Þeirra á meðal eru starfandi vísindamenn, sjálflærðir fræðimenn, höfundar sem sérhæfa sig í ævisagnaritun, starfandi Ujíennarar og ljósmyndarar. Sumir rithöfundanna hafa ritað 1-2 bæk- ur en aðrir eiga tugi titla að baki. Mikill meirihluti stundar ritstörf í hjáverkum, og margir þá einmitt með vís- indastörfum eða kennslu. Ekki leikur vafi á að fræðslurit tilheyra bókmenntum þjóðar- innar. Líka er al- kunna að þeir sem skrifa slíkar bók- menntir teljast til rit- höfunda. Hefðin er enda gömul og traust. Ari fróði Þorgilsson skrifaði Landnámu á 12. öld og Snorri Sturluson samdi fræðsluritið Eddu á 13. öld. Allar götur síðan hafa komið út bækur í flokki fræðslurita. Oft hefur þá komið í ljós að skilin á milli skáldverka og fræðslurita eru ekki glögg. Það á t.a.m. við um ævisögur, samtals- bækur og náttúrulýsingar. All- margir rithöfundar eru líka kunnir fyrir bæði skáldverk og fræðslurit. Mennt er.,. Með þetta í huga er forvitnilegt að skoða hvernig lagt er út í bók- menntakynningar og bókmennta- hátíðir. Gildir einu hvort það eru innlendir eða alþjóðlegir viðburðir hér heima, eða viðburðir erlendis þar sem kynntar eru íslenskar bókmenntir. Gildir einu hvort við- burðirnir nefnast menningar- eða bókmenntadagskrá. Lausleg rýni leiðir í ljós að á að giska 90-95% ritverkanna sem þarna eru kynnt eru skáldverk. Svipað er upp á teningnum þegar kannað er hvað felst f hugtakinu bókmennta- Fræðirit Leikur vafi á að fræðsluritin séu hluti ís- lenskrar menningar? spyr Ari Trausti Guð- mundsson í hugleiðing- um í tilefni af norrænni ályktun um bókmenntir. kennsla í skólum. Þar er nær ein- göngu fjallað um skáldverk; þegar fyrstu öldum ritlistar á Islandi sleppir. Skýringuna á þessari sér- áherslu á listhluta bókmennta get ég ekki lagt fram. Skáld eru að sjálfsögðu alls góðs makleg enda hluti af kjölfestunni í menningar- starfi þjóðarinnar. Svör óskast Að svo komnu máli vakna nokkrar spurningar. Leikur vafí á að fræðsluritin séu hluti íslenskrar menningar? Teljast fræðsluritin til íslenskrar ritlistar? Er áhugi á þeim bókmenntum erlendis? Hvaða sess skipa fræðslurit nú al- mennt í bókmenntum? Hvaða sess ættu þau almennt að skipa? Hvaða sess eiga fræðslurit að skipa í um- fjöllun um bókmenntir og við kynningu á þeim heima og heim- an? Ógreiðfært hagsmunalandslag Hagsmunir allra rithöfunda eru háðir viðtökum forleggjara og les- enda. Ritlaun eru langoftast háð sölu bóka á almennum markaði. Þau miðast þá iðulega við 23% af heildsöluverði forlags án vsk. Þessi hundraðshluti lækkar ef mikið er af ljósmyndum eða graf- ískum myndum í ritverki (á hinn bóginn hækkar jafnan heildsölu- verðið). Langoftast eiga fræðslu- rithöfundar í hlut en ekki skáld þegar slíkur lækkaður hundraðs- hluti til höfundalauna á við. Meðal- bók með nokkru af myndum, 2.300 kr. að forlagsverði (nær 5.000 kr. úr búð), gæti fært rithöfundi 400-500.000 kr. fyrir hver 1.000 seld eintök. Árleg sala, fyrstu 2-3 árin, þykir ágæt nái hún 2-3.000 eintökum. íslenski markaðurinn er nefnilega bæði smár og árstíða- bundinn. Hagur allra rithöfunda er enn fremur háður styrk- eða starf- slaunaveitingum úr allnokkrum sjóðum. Og loks fjölda útlána í bókasöfnum. Fyrir þau fást dálitl- ar beingreiðslur. Þessu til viðbótar er nokkuð um að fyrirtæki, sveit- arfélög, stofnanir eða samtök ráði rithöfunda til ritstarfa, einkum sögulegra skrifa. Langflest skáld og nokkrir fræðirithöfundar eru félagar í Rit- höfundasambandi íslands. Félög- unum þar er einna mestur akkur í starfslaunum listamanna úr Launasjóði rithöfunda. Launin, greidd af ríkinu, nema lægri laun- um háskólakennara í 6, 12, 24 eða 36 mánuði. Fjörutíu höfundar geta fengið fé úr þeim sjóði ár hvert og fellur það nær allt skáldum í skaut, a.m.k. ef miðað er við sl. 5-10 ár. Fáir fræðirithöfundar sækja um starfslaunin og enn færri hafa hlotið þau. Langflestir fræðirithöfundar eru félagar í Hagþenki - samtökum höfunda fræðirita og kennslu- gagna. Félagið hefur veitt árlega ritstyrki, flesta að upphæð 100-200 þús. krónur, til um 30 höf- unda. A þessu ári voru í fyrsta sinn veitt starfslaun úr Launasjóði fræðirithöfunda á vegum ríkisins, til átta rithöfunda, með svipuðu fyrirkomulagi og fyrr kom fram. Hinir 58 umsækjendurnir fengu enga úrlausn. Til Launasjóðs fræðirithöfunda eða til Hagþenkis sækja ekki skáld um fé nema þau ætli að semja fræðslurit. Oftar hug'sjón en gróði Að öllu samanlögðu er sann- gjarnt að segja að starfskjör fræðirithöfunda og margra skálda séu tæplega viðunandi þegar með- alsala og lágir styrkir eða starfs- laun fara saman. I öðrum, og það mörgum, tilvikum eru kjörin léleg, jafnvel svo að höfundur nær ekki að bæta fyrir útlagðan kostnað. En seljist bækur vel, í nokkur eða mörg þúsund eintökum, eru kjörin oftast prýðileg. Ekki má gleyma því að ritun meirihluta allra fræðslubóka krefst langs vinnu- tíma ekki síður er samning skáld- verka. Fullyrða má að í miklum meirihluta tilvika hvetji fræðilegur áhugi, eldmóður og ósk um að fræða fólk flesta íslensku fræði- rithöfundana mun meir en efnis- legur ávinningur ritstarfanna. Þetta á við mörg skáldanna líka; áhugi á ritlist og frásagnargleði vegur iðulega þyngra en ritlaunin. Er einmitt ein sérstaða Islands sem lítils málsamfélags fólgin í þessari staðreynd. Hugsjónir rithöfunda leita m.a. farvegs í ályktunum á ráðstefnum og þingum. Oft koma í þeim fram gagnrýnin viðhorf, skýr ádeila eða kröfugerð. í haust var samþykkt ályktun frá Norræna rithöfunda- og þýðendaráðinu sem varðar leið inn í nýja öld. Vakin er athygli á henni í fjölmiðlum, og þá meðal annars einmitt hér í Morgunblað- inu í dag. Höfundur skrifar bæði skáldskap og fræðslurit. Hann situr í fulltniaráð/ Hagþenkisog er félagi í Ritböfunda- sambandi íslands. ________________UMRÆDAN Bókmenntir - menn- L, ing - list - fræðsla Ari Trausti Guðmundsson HELGA Halldórs- dóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, skrifaði grein í Morgunblaðið í síðustu viku þar sem hún gagnrýndi mig fyrir að taka upp á Álþingi umræðu um skipan lögregluum- dæma. Helga telur að um- ræða af þessu tagi grafi undan tiltrú al- mennings á löggæsl- í unni á svæðinu. Hvers vegna ætti hún að gera það? ■ Gagnrýnin umræða er aldrei vond. Annaðhvort styrkir hún ríkjandi fyrirkomulag vegna þess að hún hefur ekki við rök að styðjast eða hún kallar fram nauð- synlegar breytingar vegna þess að rök þeirra sem benda á það sem betur megi fara hafa sannast í um- ■sæðunni. Hún spyr hvort það sé stefna Samfylkingarinnar að „plokka“ embætti milli sveitarfé- laga í kjördæmunum. Svarið er nei, en við þorum að benda á það sem við teljum að betur megi fara þó að það komi við einhverja og geti valdið deilum. Að lokum bend- ir Helga mér á að taka hugarfar dómsmálaráðherrans mér til fyrir- myndar, en ráðherrann lagði fram hugmyndir um hvernig þessum málum yrði best fyrirkomið en gafst svo upp eftir að hafa fengið neikvæð viðbrögð ráðamanna í héraði. Það ætla ég ekki að gera. Fyrirkomulag sem þarf að breyta Eg sagði við úm- ræðuna á Alþingi að þessi mál hefðu verið í ólestri í mörg ár. Þar átti ég við að lögsagnarumdæmum sýslumannanna er alls ekki skynsamlega fyr- ir komið eigi þau að vera starfssvæði lög- gæslunnar. Þetta hljóta allir menn að sjá og gagnrýni á það fyrirkomu- lag, sem er í gildi, hefur lengi ver- ið uppi. Einn lögreglumaður úr Búðardal á að sjá um allt svæðið frá Gilsfjarðarbotni í Alftafjörð og upp á Bröttubrekku, Laxárdal og Heydal. Einn lögregluþjónn getur ekki tekið mann fyrir of hraðan akstur, hvað þá ráðið við stærri mál nema leita sér aðstoðar. Það eru 9 stöðugildi lögreglu- manna í Stykkishólmi, þar er stórt svæði undir úr Alftafirði út og í kringum Snæfellsnes allt að Hít- ará að sunnanverðu. Það er yfir fjallvegi að fara á suðursvæðið og það virðist augljóst að auðveldara væri að sinna að minnsta kosti ein- hverjum hluta svæðisins frá Borg- amesi. Borgarneslögreglunni, sem hefur 8 stöðugildi, er ætlað að sinna u.þ.b. helmingi alls Vestur- lands. Allt frá Hvalfjarðarbotni að Hítará og upp á Holtavörðuheiði og Langjökul en Akraneslögregl- unni, 11 mönnum, er ekki ætlað að fara upp fyrir Berjadalsá og Leyn- islæk en þessi vatnsföll eru við út- jaðra þéttbýlisins á Skaganum. Þetta er auðvitað fráleitt fyrir- komulag sem á að breyta. Ég þekki dæmi um að fólk, sem hefur lent í umferðaróhöppum örstutt frá Akranesi, hefur orðið að bíða Lögregluumdæmi Sparnaðurinn af breyttu fyrirkomulagi, segir Jó- hann Ársælsson, kæmi fram í betri nýtingu lög- gæslumanna, betri þjón- ustu og auknu öryggi. tímunum saman eftir aðstoð lög- reglu. Ég hef komið að slysi við Hítarvatn þar sem lögreglan í Borgarnesi átti ekki fulla lögsögu og þess vegna þurfti að kalla lög- regiuna í Stykkishólmi til þótt hún ætti yfir fjallveg að fara. Eg þekki fleiri dæmi og mínar athugasemdir byggjast þess vegna ekki á sögu- sögnum eins og Helga segir í sinni grein. Ég spyr, er þetta í góðu lagi og engin vandamál uppi þó öryggi og nýting á mannafla sé augljós- lega ekki sem skyldi? Ráðherrann reyndi en var sendur til baka Fyrir ári ’ lagði dómsmálaráð- herra tillögu um breytingar fyrir ráðamenn en þeir sendu ráðherr- ann til baka og vildu óbreytt ástand og nú segir ráðherrann að engin vandamál séu fyrir hendi. Hvers vegna lagði ráðherrann þá fram tillögu um breytingar? Svarið er að auðvitað eru þessi mál ekki í lagi. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að lögreglumenn eru að sinna allt of stórum svæðum. Þeir lögreglumenn sem styst eiga á slysstað eru ekki alltaf kallaðir til og heildarfjöldi lögreglumanna nýtist ekki eins vel og mögulegt væri. Meiri samvinna er þakkarverð milli embættanna en hún leysir ekki úr vandanum að fullu vegna þess að starfssvæðunum er ekki skipt með skynsamlegum hætti með tilliti til vegalengda og rann- sóknarþáttur málanna fylgir starfssvæðunum. Ráðherrann gafst upp á þessari leið, en það eru fleiri keppir í pottinum. Tillaga ríkislögreglustjóra Sýslumannsembættin í landinu hvíla á afar gömlum grunni. En verkefni þeirra hafa breyst hratt á undanförnum árum og dómara- störfum hefur nú verið létt af sýslumönnum. Nú er er 1 héraðs- dómstóll fyrir allt Vesturland. En það hefur líka verið stofnað til embættis ríkislögreglustjóra. Það embætti hefur vaxið afar hratt og ríkislögreglustjóri, sem á að skipu- leggja starfsemi lögreglunnar um allt land, hefur bent á þá leið að skipta landinu í jafnmörg lögreglu- umdæmi og héraðsdómstólarnir eru með einum lögreglustjóra í hverju þeirra. Jafnframt yrði störfum löreglustjóra létt af sýslu- mönnum. Ríkislögreglustjóri telur að með þessu yrði starfsemin öflugri, skil- virkari og kostnaðarminni. Hann hefur viðrað þessa skoðun við alls- herjarnefnd Alþingis. Ymsir sýslumenn, t.d. formaður sýslumannafélagsins Björn Jósef Arnviðarson á Akureyri og Ólafur Helgi Kjartansson á ísafirði, hafa lýst sig andvíga tillögu ríkislögreglustjóra en talið að sam- eining og fækkun sýslumannsem- bætta væri mun betri kostur. Eina yfirstjórn löggæslumála á Vesturlandi Helga segir að ég hafi opinberað þá skoðun mína að stækka ætti lögsagnarumdæmi sýslumannsins á Akranesi á kostnað sýslumann- sumdæmisins í Borgarnesi. Þetta er rangt. Eg benti á þrjár leiðir til betri nýtingar á lögreglu- mönnum og að meira öryggi yrði tryggt á svæðum þessara sýslu- manna. Þær voru: Sameining sýslu- mannsembættanna á öllu Vestur- landi; Stækkun lögsagnarumdæm- is sýslumannsins á Akranesi; Sameining sýslumannsembætt- anna á Akranesi og í Borgarnesi. Mín skoðun er að það eigi að setja einn sýslumann yfir Vestur- land og ég hef látið hana koma fram áður. Sparnaðurinn af breyttu fyrirkomulagi kæmi fram í betri nýtingu löggæslumanna, betri þjónustu og auknu öryggi. Lokaorð í þessari umræðu verða menn að horfast í augu við að það virðist nú mjög líklegt að sýslumannsem- bættum muni fækka á næstunni. Annaðhvort með því að lög- gæslumálin verði tekin frá sýslu- mannsembættunum og starfs- grundvelli þeirra þar með raskað meir en orðið er þannig að samein- ing og fækkun þeirra verði óum- flýjanleg í kjölfarið. Éða, og ég er sammála formanni sýslumannafélagsins og sýslu- manninum á Isafirði um að sá kostur sé betri, að menn velji þá leið að endurskipuleggja, sameina og styrkja sýslumannsembættin til framtíðar, hafa yfirstjórn löggæsl- unnar hjá þeim áfram en aðlaga hana kröfum tímans um hag- kvæmni og betri þjónustu. Höfundur er alþingismaður. OLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN Á GARÐATORGI 7, VIE>„KI.UKKUTURNINN“ ÖR * DJASN - GARBATORG 7 • GARBABÆR • SlMI 565 $>í»55 • FAX 565 9977 Vinnubrögð vond eða góð? Jóhann Ársælsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.