Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 71
FRETTIR
Vilja hraða einkavæð-
ingu á samkepnissviði
EFTIRFARANDI stjórnmálaálykt-
un var samþykkt á fulltrúaráðsfundi
Landssambands sjálfstæðiskvenna
sem haldinn var í Valhöll við Háaleit-
isbraut 11. nóvember sl.:
„Fulltrúaráðsfundur Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna (LS), hald-
inn í Valhöll 11. nóvember 2000,
fagnar árangri ríkisstjómar Davíðs
Oddssonar í efnahagmálum, en lýsir
jafnframt áhyggjum yfir þenslu-
einkennum og viðvörunum um
aukna verðbólgu á næstu missemm.
Nauðsynlegt er að hraða einkavæð-
ingu opinbers rekstrar á samkeppn-
issviði og beita enn frekara aðhaldi í
opinberum útgjöldum. Þá er mikil-
vægt að taka tekjutengingu bóta-
kerfisins sem hefur verið við lýði um
áratugaskeið, til endurskoðunar, þar
sem sérstök áhersla verði lögð á að
skoða tengingu elli- og örorkubóta
við tekjur maka.
Fundurinn lýsir stuðningi sínum
við virkjunaráform ríkisstjómarinn-
ar, en leggur áherslu á að nýting
náttúruaðlinda sé ætíð í fullri sátt við
náttúraverndarsjónarmið. Þá varar
fundurinn við óábyrgum upphlaup-
um gegn aðgerðum sem hafa bætt
lífskjör og lífsgæði landsmanna að
markmiði með uppbyggingu nýrra
atvinnutækifæra.
f ljósi þess að spurn eftir vinnuaíli
er nú í sögulegu lágmarki á lands-
byggðinni með fáeinum undantekn-
ingum er nauðsynlegt að marka
skýrari byggðastefnu í þeim tilgangi
að viðhalda byggð um landið sem
felst m.a. í því að efla atvinnulíf,
menntun og menningu á lands-
Kynning* á
L’anza-
hárvörum
UMBOÐSAÐILAR L’anza á íslandi
bjóða aðstandendum og starfsfólki
hársnyrtistofa til kynningar á
L’anza-hárvöranum föstudaginn 17.
nóvember kl. 20-22 á Hótel Cabin í
Borgartúni.
L’anza á íslandi hefur fengið hing-
að sérhæfðan þjálfara frá höfuð-
stöðvum L’anza í Evrópu, Paul A.
Hetherington, til að kynna vörarnar.
Hann mun m.a. kynna nýjungar frá
L’anza, byltingarkenndar lausnir
fyrir öll hárvandamál, auk þess sem
hann mun gefa góð ráð varðandi sölu
og kynningu á vöranum til góða fyrir
hársnyrtistofur. Paul er þekktur í
geiranum fyrir sérstakar kynningar
og mega þátttakendur því eiga von á
líflegri og skemmtilegri kvöldstund,
segir í fréttatilkynningu.
Tilkynna þarf þátttöku til L’anza á
íslandi eða í tölvupósti fyrir 17. nóv-
ember.
byggðinni og bæta enn frekar sam-
göngur á landinu öllu.
Jafnframt fagnar fundurinn
breytingum á lögum um fæðingar-
orlof er stuðlar ótvírætt að auknu
jafnrétti kynjanna, m.a. með því að
tryggja feðrum sjálfstæðan fæðing-
arorlofsrétt. Fulltrúaráðsfundur LS
telur að mikilvæg skref hafi verið
stigin á undanfömum misseram i að
fjölga konum í sveitarstjómum og á
Alþingi. Fundurinn fagnar sérstak-
lega árangri sjálfstæðiskvenna í síð-
ustu kosningum, en hlutdeild kvenna
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
jókst hlutfallslega mest miðað við
aðra þingflokka. Þessi góði árangur
er mikilvægt spor í átt að því að ná
markmiðjum jafnréttisbaráttunnar,
sem felast m.a. í að hlutdeild kynjana
á öllum sviðum samfélagsins verði
sem jöfnust. Sérstök áhersla er lögð
á mikilvægi þess að draga úr launa-
mismun kynjanna sem er, þegar
grannt er skoðað, meginuppspretta
kynbundins ójafnaðar."
Sjálfstæðisflokkurinn
Kjördæmisráð
stofnað í Suður-
kjördæmi
STOFNFUNDUR nýs kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi var haldinn sl. laugardag.
Á fundinn mætti mikill fjöldi trúnað-
armanna Sjálfstæðisflokksins af því
svæði sem nú hefur sameinast í eitt
kjördæmi, þ.e. af Suðurlandi, Suður-
nesjum og Á-Skaftafellssýslu.
A fundinn mættu einnig þingmenn
Sjálfstæðisflokksins af þessu svæði,
formaður Sjálfstæðisflokksins, Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra, og
varaformaður, Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra, sem báðir ávörpuðu
fundinn.
Á fundinum vora samþykkt lög
kjördæmisráðsins og kjörin fyrsta
stjóm þess. Formaður var kjörinn
Sigurður Valur Ásbjarnason, Sand-
gerði, en aðrir í stjórn era Bjöm Ingi
Gíslason, Selfossi, Magnús Jónas-
son, Vestmannaeyjum, Halldóra
Bergljót Jónsdóttir, Höfn, og Árni
Ingi Stefánsson, Reykjanesbæ.
Harma frestun
á vegafram-
kvæmdum
EFTIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt á sameiginlegum fundi fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík sem
haldinn var fimmtudaginn 8.nóvem-
ber sl.:
„Sameiginlegur fundur stjórna
framsóknarfélaganna í Reykjavík
harmar að fyrirhugaðar frestanir
vegna vegaframkvæmda virðast
ætla að bitna hvað harðast á höfuð-
borgarbúum.
A þenslutímum er nauðsynlegt að
draga úr opinberam framkvæmdum
en sú ákvörðun samgönguráðherra
að fresta vegaframkvæmdum í svo
miklum mæli í Reykjavíkurborg er
óviðunandi.
Framkvæmdir hér í Reykjavík
eins og mislæg gatnamót Víkurveg-
ar og Vesturlandsvegar era fram-
kvæmdir sem þola alls enga bið.
Við skorum á samgönguráðherra
að hafa í forgangi umferðaröryggi
þorra landsmanna þegar ákvarðanir
um frestun framkvæmda er teknar-
.Mannslíf era í húfi.“
C355D
UMHVERFISVÆHAR
GÓLFSÁPUR
'f-
Ræstivörur
Stangarhyl 4
110 ReyHjavík
Sími 561 4141
www.mbl.is
Innköllun
vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa
í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Þann 16. desember 2000 verða öll hlutabréf í Sjóvá-Almennum
tryggingum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfa-
skráningu íslands hf. i samræmi við ákvörðun stjómar félagsins.
Frá þeim degi ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í
samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignar-
skráningu verðbréfa. Lokað verður fyrir viðskipti með bréf
Sjóvá-Almennra trygginga hf. á Verðbréfaþingi mánudaginn
18. desember 2000.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem
telja nokkum vafa leika á þvi að eignarhald þeirra sé réttilega
fært í hlutaskrá félagsins, að staðreyna skráninguna með fyrir-
spum til hlutaskrár Sjóvá-Almennra trygginga hf., Kringlunni 5,
103 Reykjavík, i stma 569 2500 eða með tölvupósti til
edda@sjova.is. Komi i ljós við slíka könnun að eigendaskipti
hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagn-
vart félaginu fyrir skráningardag.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til
ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á fram-
færi við fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð
eða verðbréfafyrirtæki) fyrir skráningardag.
Athygli hluthafa er vakin á því að hin áþreifanlegu hlutabréf
félagsins verða sjálfkrafa ógild og þvi er ekki þörf á að skila
þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á því að ferli raf-
rænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til
að eiga viðskipti með bréf sín í félaginu að mánudeginum
18. desember nk. undanskildum.
Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reiknings-
stofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu
fslands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöf-
um félagsins hafa verið kynntar þessar breytingar bréfleiðis.
Upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu félagsins, sjova.is, og á
vefsíðu Verðbréfaskráningar Islands hf., vbsi.is.
Stjóm Sjóvá-Almennra trygginga hf.
BK-
Hokkískautar:
Reimaðir
Stærðir 37-46
Verð aðeins
kr. 9.338
Hokkískautar:
Smelltir
Stærðir 36-46
s Verð aðeins
kr. 5.990
Listskautar:Vinil
Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46
Stærðir 28-36
V kr. 4.201.
Stærðir 37-46
kr. 4.689
Smelluskautar:
Stærðir 29-41
1 v Verð aðeins
»A kr. 4.989
Listskautar:
Leður
Hvítir:
Stærðir 31-41
Verð aðeins
kr. 6.247.
Svartir:
Stærðir 36-45
mc kr. 6.474
Nýjung:
Skautar undir HYPNO
jT línuskautaskó
/ kr. 4.823
Barnaskautar
[Smelluskautar)
Stærðir 29-36
Verð aðeins
OR kr. 3.989
Skeifunni 1 i, sími 588 9890
i
n.
■■