Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 74

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 74
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MOFGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf ^Skritið, aðeins örfáa ''N sentimetra í burtu og þar^/ v er allt önnur veröld J if -vw ígulker, krossfiskar, smáfiskar 'N -v i, f sem skjótast um og litlir krabbar ) ^ | '' sem skipta um kuðung ' y _ § ^ r . o - ^ , t® | 7 yjf* /" >Ct t j Ljóska ES OPNA PA FYRIR BOÐI ÞENNAN VASA, 50 ÞÚS. KRÓNUR Því miður Snati. Þú getur Það má ekki fara með Voff. ekki komið með okkur. hunda í skólabflnum. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fita dregur úr matarlystinni Frá Birni S. Stefánssyni: UNDANFARIÐ hefur mikið verið fjallað í Morgunblaðinu um ráð til að forðast offitu. Þar sakna ég þess, sem kunn- ingi minn, búfjárfræðingur, benti mér á fyrir alllöngu, að taka beri til greina, að það slær á lystina að éta fitu. Saðningartilfinningin kemur reyndar, áður en fitan kemur í magann, hún verður til, þeg- ar fitan kemur í hálsinn (vél- indað). Það getur hver reynt á sjálfum sér, hvort matarlystin verður ekki strax minni við að fá sér teskeið af rjóma í upp- hafi máltíðar. Því er gott ráð til að gæta hófs í hefðbundnu kaffisamsæti, þar sem á boð- stólum eru rjómatertur ás- amt sandköku og marmara- köku, að byrja á rjómatertu. Það dregur úr lystinni til að bæta á sig kolvetnunum í marmarakökunni og sand- kökunni. Ef menn byrja á rjómalausu kökunum, kemur saðningin hins vegar seint. í þessu sambandi rifjast upp í'yrir mér, þegar ég var að sumarlagi á bæ einum, þar sem var margt matlystugra bama og unglinga, að bóndinn sagði eldhús- stúlkunum að gefa þeim mjólk að drekka, þegar þau báðu um eitthvað milli mála. Það slær á lystina, sagði hann. Mjólkin var beint úr fjósinu og rjóminn gat sest ofan á. Hitaeiningar í grammi af fitu eru reyndar meira en helmingi fleiri en í grammi af kolvetnum, sem fást í brauði eða pasta. Því gæti sýnst rétt- Morgunblaðið/Kristinn Það er gott ráð til að gæta hófs í hefð- bundnu kaffisamsæti, segir greinarhöf- undur, að byrja á rjómatertu. ast að halda sig við kolvetni til að hafa hóf á holdunum, en þá er ekki tekið með í dæmið, hvernig matarlystin minnkar við að fá fitu í hálsinn. Þetta á einnig við um búfé, sem er fóðrað til afurða og mikilvægt, að átlystin hald- ist sem best. Þannig eru svín ekki fóðruð á fitu, heldur kolvetni (mjöli). BJÖRN S. STEFANSSON, Kleppsvegi 40, Reykjavík Landsfeðurnir ekki góðir stjornendur Frá Steinari Steinssyni: MIKIÐ ósköp eru landsfeðumir af- slappaðir enda forðast þeir að fást við stjórnun. Það dugar þeim alveg að segjast stjórna enda er stór aðdá- endahópur sem trúir því, samkvæmt því sem Gallup segir. Landsfeðurnir eru hreyknir og segja sögur af aukn- um kaupmætti (sumra) sem reyndar fer ótæpilega í hít tryggingafélag- anna. Tryggingafélögin upplýsa að tjón á bflum og slys á fólki hafi stór- aukist. Líklega skrökva þeir ekki mjög miklu er þeir upplýsa að tjón á bflum er um 15 milljarðar og kostn- aður af slysum er önnur eins upphæð að viðbættu alls konar miska og ör- orku. En þeir minnast ekki á tómlæti landsfeðranna sem yppta bara öxl- um eins og málið sé þeim óviðkom- andi. Alvöru stjómandi myndi setja sér markmið, sem gætuverið: Að dragá úr slysum sem næmi 5 milljörðum á ári og sparaði einstaklingum og fjöl- skyldum ómæld óþægindi. - Að draga úr tjónum á farartækjum að sömu upphæð. Hvaða ávinnings má vænta: Ið- gjöld bílatrygginga myndu stórlega lækka og raunkaupmáttur einstakl- inga ykist (en Landsfeðrunum virð- ist skítsama um það). - Spenna á vinnumarkaði bflaviðgerða minnk- aði. - Kostnaður sjúkrastofnana drægist saman. - Spenna í starfs- mannamálum sjúkrastofana yrði við- ráðanlegri. - Virkum vinnustundum vel vinnufæiTa manna fjölgaði og - raunaukning yrði í framleiðni þjóð- arbúsins. Hvað þarf til að ná þessum ára- ngri: Fyrst og fremst það að hefja stjórnun og bæta við 2 til 3 milljörð- um í verkefni. - Finna leið til að fjár- magna verkefnið t.d. með því að skylda tryggingafélögin til að fjár- magna verulegan hluta af átakinu og bónus til þeirra miðað við jákvæðan árangur. - Auka stórlega löggæslu og bæta starfsaðstöðu og samskipta- mál. Hvernig getur borgarinn þrælað landsfeðrunum í stjórnunarstörfin: Landsfeðurna þarf fyrst og fremst að aga. Besta ögunin er að láta þá finna að atkvæðin eru ekki vís. Nota réttinn til leynilegrar atkvæða- greiðslu og láta Gallupana misnota hann. STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.