Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson forsætisráðherra afhendir Friðriki Þór Edduna fyrir Engla alheimsins, sem kjörin var mynd ársins. Morgunblaðið/Þorkell Björk Guðmundsdóttir afhendir Þorgeiri Þorgeirsyni heiðursverð- launin. Englar alheimsins fengu flestar Eddur EDDUVERÐLAUNIN, fslensku kvikmynda- og sjónvarpsverð- launin, voru afhent í Þjóðleikhús- inu síðastliðið sunnudagskvöld við hátíðlega athöfn. Mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Englar aI- heimsins, var valin mynd ársins. Kvikmyndin var einkar feng- sæl, þar sem Friðrik Þór var val- inn leikstjóri ársins, Ingvar E. Sig- urðsson leikari ársins, Björn Jörundur Friðbjörnsson fékk verðlaun fyrir aukahlutverk í myndinni svo og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Einnig fékk mynd- in sérstök fagverðlaun fyrir tón- Iist og voru það þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Kjartan Sveinsson úr hljómsveitinni Sigur Rós sem veittu þeim viðtöku. Myndin var svo valin sem framlag Islands til forvals Óskarsverðlaunanna. Björk Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í Myrkradansaranum. Þorgeir Þorgeirson hlaut sérstök heiðurs- verðlaun, en hann varð fyrstur manna hérlendis til þess að læra sérstaklega til fagsins. ■ í algleymi engla/77 Kennarar halda bar- áttufund Bjartsýni ríkjandi í deilu MATVÍS EKKERT miðaði í gær í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins en fundi lauk hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir nokkurra klukku- stunda árangurslausar viðræður. Tvær vikur eru liðnar í dag frá því að verkfallið hófst í öllum framhalds- skólum landsins. Félag framhalds- skólakennara hefur boðað til bar- áttufundar í íslensku óperunni í dag kl. 14 meðal félagsmanna sinna. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði við Morgunblaðið að fundi loknum í gærkvöldi að samningavið- ræður gengu afar illa. Samkomulag væri síður en svo að nást. A síðustu fundum hefur helst verið rædd sú krafa ríkisins að auka kennsluskyldu kennara, sem þeir eru óánægðir með, að sögn Elnu Katrínar. A næsta fundi, sem boðað- ur hefur verið hjá sáttasemjara á morgun, miðvikudag, vonast Elna Katrín til að launaliðir og launakerfi komi til umræðu. Hins vegar sé sá tímapunktur nú að velta megi því fyrir sér hvort samningaviðræður hafi einhvern tilgang, þegar svo mik- ið ber á milli deiluaðila. Elna Katrín sagðist ekki geta tek- ið undir yfirlýsingar skólastjómenda um að haustönnin sé ónýt, leysist deilan ekki fijótlega. Geri hún það sé möguleiki á að kenna fram að jólum og færa próf fram í janúar. SAMNINGAFUNDUR var hald- inn í húsakynnum ríkissáttasemj- ara í gær í kjaradeilu MATVIS (Matvæla- og veitingasambands ís- lands) og Samtaka atvinnulífsins, en sambandið hefur boðað verkfall um 1.200 félagsmanna sinna frá kl. 19 föstudaginn 24. nóvember nk. takist samningar ekki fyrir þann tíma. Formaður MATVÍS, Níels S. 01- geirsson, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að þokast hefði í já- kvæða átt til samkomulags. Það væri vilji beggja samningsaðila að klára málið áður en til verkfalls kæmi. „Við fömm fetið,“ sagði Ní- els. Áfram verður fundað í kjara- deilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, situr í samninganefnd Samtaka at- vinnulífsins. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vera bjartsýn á að deilan við MATVÍS leystist fyrir boðað verkfall. Agæt- lega hefði miðað á fundinum í gær. MATVÍS er heildarsamtök iðn- aðarmanna í matvæla- og veitinga- greinum, þ.e.a.s. bakara, fram- reiðslumanna, kjötiðnaðarmanna, matreiðslumanna, nema og annarra sem starfa við framreiðslu, fram- leiðslu, matreiðslu og sölu á mat- vælum. Ef til verkfalls kemur stöðvast því rekstur veitingahúsa, kjötvinnslufyrirtækja og brauð- gerða um allt land. Hjá sáttasemjara var einnig fundað í gærkvöldi í kjaradeilu skipstjórnarmanna, kokka og bryta á kaupskipum og ferjum. Þeir hafa boðað verkfall frá og með næsta fimmtudegi, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Níels sat þann fund einnig og vildi hann lítið segja um möguleika á samningi fyrir fimmtudaginn. Fundur vegna þeirra deilu verður hjá sáttasemj- ara síðar í dag. Trilla dregin til GUÐRÚN HF, trilla frá Hafnar- firði, með þremur mönnum um borð, varð vélarvana og rafmagns- laus um 18 sjómílur norðvestur af Garðsskaga síðdegis í gær og kom togarinn Háey frá Vestmannaeyj- um Guðrúnu til bjargar, eftir að hafa séð til neyðarblyss frá henni. Þyrla og varðskip Landhelgis- gæslunnar voru til taks ef með þyrfti, en til þess kom ekki. Háey, sem var á leið til Hafnarfjarðar af veiðum fyrir vestan land, tók trill- una í tog. A leiðinni til Hafnar- fjarðar í gærkvöldi slitnaði taugin tvisvar sinnum og tafði það förina nokkuð. Þegar Morgunblaðið ræddi við Óskar Þór Kristjánsson, skip- stjóra Háeyjar, í gærkvöldi átti hafnar hann eftir um 19 mflna siglingu til Hafnarfjarðar og reiknaði með að koma til hafnar um tvöleytið í nótt. Veður var gott þegar Guðrún bil- aði og hamlaði ekki ferðinni í land, að sögn Óskars Þórs. Hann sagði skipverja vera í góðu ásigkomu- lagi, Háeyjarmenn hefðu náð að koma heitum kaffisopa til þeirra, því ekki hefði veitt af í kuldanum. Fimm pilt- ar réðust á húsvörð LÖGREGLAN í Reykjavík var kvödd á vettvang um miðjan dag í gær að Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti þegar til- kynnt var um árás unglingspilta á húsvörð Gerðubergs. Verið var að vísa fimm piltum úr húsi vegna óspekta, að sögn lög- reglu, þegar einn þeirra, 15 ára að aldri, réðist að húsverðinum. Lá hann óvígur eftir og var fluttur á slysadeild með áverka á hálsi og sprungna vör. Vitni urðu af árásinni og fer lögreglan með rannsókn máls- ins. -------------- Rjúpnaskyttur í sjálfheldu LÖGREGLAN á Selfossi fékk til- kynningu frá þremur rjúpnaskyttum á Fagradalsfjalli um miðjan dag í gær, um að þær væru í sjálfheldu á fjallinu sökum hálku. Lögreglan gerði björgunarsveitum viðvart sem voru í viðbragðsstöðu þegar ijúpna- skyttumar létu vita að þær hefðu á endanum komist niður af fjallinu, heilar á húfi. ------------- Skjávarpa stolið SKJÁVARPA var stolið síðdegis í gær úr einni kennslustofu Háskólans í Reykjavík. Lögreglan fékk tilkynn- ingu um þjófnaðinn um sexleytið og er talið að að skjávarpinn, sem er að verðmæti 300-400 þúsund krónur, hafi horfið úr stofunni milli klukkan fjögur og fimm í gær, en kennt var í stofunni fram að þeim tíma. Morgunblaðið/Jim Smart Jólaljós Starfsmenn á vegum Reylqavíkur- borgar unnu við það í gærkvöldi að skreyta miðborgina með jólaljósum sem lýsa munu upp aðventuna. Sérblöð í dag 48 SiWJR A ÞRIÐJUDOGUM Heimili 22 SÍMIfi Jóhannes Harðarson semur við Groningen/Bl Manchester United heldur sínu striki í Englandi/B8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.