Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Guðmundur P. Ólafsson Fullorðnir hafernir eru með hvítt stél, eins og þessi, en ung- fuglar með dökkt. Fullorðinn örn sást við Hafnarfjall FULLORÐINN öm sást undir Hafn- arfjalli í síðustu viku, þar sem hann stóð um 40 metra frá veginum nærri grjótnámu sem þar er. Islenskir haf- ernir eru mjög átthagabundnir, nema þá helst ungfuglar, sem eiga það til að flakka víða á haustin, svo að mönnum fannst þetta sæta nokkrum tíðindum. I samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur að í granófýr- kletti í miðju Hafnarljalli, sem nefn- ist Flyðrur, sé gamall arnarstaður, sem hafi verið í notkun fram undir 1950, en allsendis sé óvíst hvort þessi fugl tengist þeim stað. „Á haustin sjást emimir flakka hvað mest,“ sagði Kristinn Haukur; „þá er eins og komi eitthvert los á unga fugla og eldri. Um það leyti sjást þeir víða, jafnvel í efstu grös- um. Þegar svo harðnar í ári em þeir bundnir við sjávarsíðuna eða örfáar ár alveg fram á vor. Ernir sjást t.d. árlega við Hafnarfjall á þessum árs- tíma; vegurinn liggur nærri sjónum og fuglarnir em að renna sér þar meðfram. Þess vcgpia er erfitt að segja til um hvaðan þessi er kominn. Varp- staðir á Mýmnum em ekki langt undan, 10-15 km í loftlínu, svo að þetta gæti allt eins verið öm frá ein- hveijum þeirra staða. Þó að full- orðnir ernir haldi sig oftast á varp- stöðvunum eða í grennd við þær, til að koma í veg fyrir að aðrir nái þar yfirráðum, sjást þeir gjarnan allt að 10-20 kílómetrum frá heimahögun- um, og þetta er í raun innan þeirra marka. En síðan eru líka til fullorðnir emir, sem eru óparaðir eða em ekki búnir að helga sér land. Svo auð- vitað gæti sá möguleiki verið fyrir hendi að þessi öm hafi verið einn slíkur, að gæla við Flyðrurnar," sagði Kristinn Haukur að lokum. Krónan hefur lækkað um 9% frá áramótum Gengisvísitala íslensku krónunnar frá áramótum Vísitalan mælir virði erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni. 120,00-r- Hækkandi vísitala sýnir því lækkandi gengi krónunnar. 110,00 109,00 108,00 107,00 106,00 105,00 Lækkunin stuðl- ar að aukinni verðbólgu, segir forstjóri Þjóð- hagsstofnunar GENGI íslensku krónunnar náði sögulegu lágmarki í gær þegar gengisvísitala krónunnar fór í fyrsta sinn yfír 120 stig á milli- bankamarkaði, skömmu eftir skráningu Seðlabankans um morg- uninn. Vísitalan mælir virði er- lendra gjaldmiðla gagnvart ís- lensku krónunni. Við lokun banka í gær stóð gengisvísitalan í 120,34 stigum en var 119,81 þegar við- skipti hófust í gærmorgun. Frá áramótum hefur gengi krónunnar lækkað um 9%. Lækk- un krónunnar í gær varð eftir frekar lítil viðskipti. Nokkuð hefur dregið úr viðskiptum á millibanka- markaði undanfarna tvo mánuði. Meðalvelta á dag á þessu ári eru tæpir 3 milljarðar en meðalvelta á dag í október og nóvember um 2,3 milljarðar króna. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir gengislækkunina treysta stöðu útflutningsfyrirtækja og leiða af sér hagstæðari viðskipta- jöfnuð en ella. Að sama skapi hafi lækkunin neikvæð áhrif á verðlag hér á landi og afkomu innflutn- ingsfyrirtækja. Að sögn Þórðar stuðlar þessi gengisþróun að auk- inni verðbólgu, að öðru leyti sé um aðlögun að breyttum skilyrðum í efnahagslífinu. Eftirspurn meiri en framboð Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að engar ákvarðanir lægju fyrir um inngrip bankans í gengisþróunina. Fylgst væri með stöðu mála frá degi til dags og sagði hann enga ástæðu fyrir bankann að örvænta að svo stöddu. „Undanfarnar vikur hefur meiri eftirspurn verið eftir gjaldeyri á markaðnum en framboð. Verðið ræðst af gjaldeyrismarkaðnum og þegar slík staða er uppi myndast þrýstingur á gengið, sem við höf- um verið að upplifa undanfarnar vikur. Við gerðum tilraun til að sporna á móti með vaxtahækkun um síðustu mánaðamót, sem hefur vafalaust haft eitthvað að segja. Bæði styrkti hún gengið tíma- bundið og hefur vafalaust haldið aftur af þessari þróun. Við vitum að þetta er sá árstími þar sem út- streymi gjaldeyris er meira en innstreymi. Það kann að skýra lækkunina að einhverju leyti. Að öðru leyti skýrist þetta af hinu undirliggjandi efnahags- ástandi. Viðskiptahallinn er mikill og ljóst að hann hefur til langs tíma áhrif á gengi krónunnar. Ut- streymi gjaldeyris er mikið vegna fjárfestinga erlendis. Menn eru að kaupa mikið af bæði hlutabréfum og skuldabréfum. Þegar þetta leggst allt saman á eitt þá er þetta útkoman sem við erum að horfa upp á,“ sagði Birgir ísleifur. Stefna Seðlabankans, eftir að gjaldeyrisviðskipti hófust á sínum tíma, hefur verið sú að takmarka hreyfingar vísitölunnar við 115 stig og að hún hafi ekki meira en 9% frá því miðgildi. Gengið má því ekki lækka meira en sem nemur 125 stigum vísitölunnar. „Við höfum því mikið borð fyrir báru ennþá,“ sagði Birgir ísleifur og minnti á að í hina áttina hafi krónan hækkað um 6% frá mið- gengi, eða í 108 stig, en vísitalan var á því bili sl. vor. Seðlabankinn hefur þrisvar grip- ið til vaxtahækkunar á árinu til að styrkja gengi krónunnar. Eins og sést á meðfylgjandi línuriti varð töluverð styrking á krónunni með vaxtahækkun um 0,3% um miðjan febrúar sl. Áhrif vaxtahækkunar um 0,5% í júní voru ekki eins mikil á gengi krónunnar, eða gengis- hækkun upp á um 1% og svipuð hækkun átti sér stað um síðustu mánaðamót með þriðju vaxta- hækkun bankans, þá upp á 0,8%. Óhagstæð áhrif á verðlagið Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði við Morgunblaðið að áhrif lækkunar krónunnar væru hagstæð á stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina, og einnig á stöðu þjóðarbúsins, þ.e. viðskiptajöfnuðinn. „Það sem er óhagstætt eru áhrifin á verðlagið. Lækkun krón- unnar ýtir undir verðhækkanir og stuðlar að meiri verðbólgu en ann- ars hefði orðið,“ sagði Þórður. Aðspurður sagði hann erfitt að meta hversu áhrif gengislækkunar á verðbólgu gætu orðið mikil í pró- sentum talið. Margir þættir hefðu þar áhrif. Lækkunin væri háð því að víxlgangur gengis, launa og verðlags færi ekki af stað. „í framvindu efnahagsmála og efnahagsstærðunum mátti sjá að gengi krónunnar, sem var hæst í vor, hefði ekki staðist til lengdar. Það stefndi í of mikinn viðskipta- halla og í framhaldinu bárust óhagstæð tíðindi úr efnahagslífinu eins og minnkun kvótans og hækk- andi olíuverð. Allt veikti þetta raunskilyrði þjóðarbúsins og í framhaldinu var óhjákvæmilegt að gengið léti undan síga,“ sagði Þórður. Hvort vænta megi frekari lækk- unar krónunnar sagðist Þórður ekki sjá rök fyrir því, nema þá ef þensla færðist í aukana á ný. Ekki væri ástæða til að hafa stórar áhyggjur. Frekar mætti líta á gengislækkunina sem aðlögun að breyttum skilyrðum í þjóðarbúinu. Eldsneyti gæti liækkað um næstu mánaðamót Gengislækkun krónunnar hefur þýtt hækkun gjaldmiðla helstu við- skiptalanda okkar. Þannig hefur dollarinn hækkað um 20% undan- farna tólf mánuði og síðastliðinn mánuð nemur hækkunin um 3%- Þetta hefur töluverð áhrif á inn- flutningsfyrirtæki og olíufélögin eru þeirra á meðal. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, sagði við Morgunblaðið að stöðug hækkun á dollar hefði neikvæð áhrif á fyrirtækið og útlit væri fyrir ívið meira gengistap á árinu en reiknað hafði verið með. Á sama tíma hækkaði olíuverð á heimsmarkaði og sagði Geir líkur á olíuverðslækkun um næstu mán- aðamót hafa dofnað, eins og félag- ið hefði gert sér vonir um í byrjun mánaðarins, þegar olíuverð lækk- aði um tíma. Síðan hefði verðið tekið að hækka, einkum í síðustu viku þegar tonn af bensíni hækk- aði um 16 dollara á Rotterdam- markaði á einum degi. Geir sagði að ef þróunin héldi svona áfram, að ekki væri hægt að horfa á þróun dollars og olíu án þess að sjá hækkun, stefndi allt í verðhækkanir á eldsneyti um næstu mánaðamót. Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC L-200 D-cab 4x4 2500 diesel turbo, nýskráður 4.11.1999, ekinn 22 þ. km, breytlur 33 tommu, brettakantar, álfelgur, hús á palli, pall- ur klæddur, krómuð kastaragrind, pia kastarar. Ásett verð 2.690.000 Ath! Skipti á ódýrarí. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500 Opnunartimar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 laugardagar kl. 10-14 BÍLAÞINGÍEKLU Laugavegi 174,105 Reykjavfk, sími 569 5500 vmw.bilathing.ls * www.bilathing.is • www.bilathing.is Hópur fólks veitt- ist að lögreglu HÓPUR fólks veittist að lögreglu- mönnum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags og þurftu lögreglumennimir að beita varnar- úða (mace-úða). Múgurinn hefti m.a. för lögreglubíla og gerði til- raun til að losa fimm unga menn sem lögreglan hafði handtekið. Lögreglumenn sem voru í lög- reglubifreið í miðbænum fengu til- kynningu um kl. 4 um nóttina um að ráðist hefði verið að manni á Ingólfstorgi. Fjórir lögreglumenn fóru á staðinn til að stöðva slags- málin. Þegar þeir komu á staðinn höfðu tveir ungir menn þann þriðja undir. Lögreglumennirnir komu honum til aðstoðar og handtóku þann sem mest hafði sig í frammi. Þegar hinn handtekni var færður í lögreglubifreið gerðu nokkrir til- raun til að frelsa manninn úr hönd- um lögreglu. Aukinn fjöldi lögreglumanna var kallaður til og voru fjórir til viðbót- ar handteknir. Fíkniefni og tæki til fíkniefnaneyslu fundust á einum hinna handteknu. Lögreglan notaði varnarúðann Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík voru alls þrjár lögreglubifreiðar á staðnum með um 8-10 lögreglu- mönnum eftir að liðsauki barst. Múgurinn reyndi að hefta för lög- reglubifreiðanna af vettvangi og reif í hurðir þeirra í þeirri von að frelsa hina handteknu. Þá var bjór- flöskum kastað í átt að lögreglu- mönnum. Lögreglan notaði varnar- úðann m.a. til að ryðja bflunum braut. Að sögn varðstjóra lög- reglunnar hefði verið ástæða til að handtaka enn fleiri. Aðstæður hefðu hinsvegar verið þannig að það þótti óráðlegt. Nokkrar skemmdir urðu á lögreglubifreiðun- um en þó óverulegar. Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn segir slíka atburði sjaldgæfa en þeir hendi þó af og til. Það sé alvarlegt mál þegar borgar- ar reyni að hindra lögregluna við skyldustörf. Karl segir ástandið í miðbænum hafa batnað mjög síð- ustu 114-2 ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.