Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Breyta þarf
starfsemi
Byggða-
stofnunar
STARFSEMI Byggðastofnunar
þarf í meiri mæli að beinast að því að
stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun
á landsbyggðinni en að sama skapi
þarf að breyta áherslum í lánastarf-
semi stofnunarinnar, sérstaklega
hvað varðar útlán til hefðbundinna
atvinnugreina. Þetta er mat Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð-
herra en hún sagði í utandagskrár-
umræðu sem fram fór á Alþingi í
gær að verja þyrfti meira fé til starf-
semi Byggðastofnunar en nú er gert
til að gera stofnuninni kleift að taka
virkan þátt í verkefnum er lúta að at-
vinnuuppbyggingu. „Eg tel að við
þurfum að laga starfsemi Byggða-
stofnunar að breyttum tímum,“
sagði hún m.a. í umraeðunni.
Kristján L. Möller, Samfylkingu,
sagði fréttir um litla spum eftir
vinnuafli á landsbyggðinni en mikla
á höfuðborgarsvæðinu ástæðu þess
að hann kveddi sér hljóðs utan dag-
skrár til að ræða um ástand og horf-
ur í atvinnumálum landsbyggðarinn-
ar. Hann sagði stjórnarflokkana
hafa sett sér háleit markmið til að
spoma gegn byggðaröskun en lítið
hefði orðið um efndir þeirra.
Kristján sagði ýmsar nýlegar
ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna
hafa reynst íþyngjandi fyrir íbúa og
atvinnurekstur landsbyggðarinnar.
Nefndi hann þar breytingar á
þungaskatti, sameiningu ríkisbank-
anna sem myndi hafa í för með sér
fækkun starfa á landsbyggðinni, háa
vaxtastefnu stjórnvalda og gengis-
lækkun krónunnar sem hefði íþyngt
atvinnurekstri stórlega. Ennfremur
hefði sjávarútvegsstefnan haft sitt
að segja.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagðist telja að atvinnuþró-
unarstarf stjómvalda þyrfti í meiri
mæli að beinast að því að ný störf
sem sköpuðust í ýmsum tækni-
greinum yrðu hornsteinn atvinnu-
þróunar á landsbyggðinni á næstu
ámm. Flestum væri Ijóst að hinar
hefðbundnu atvinnugreinar myndu í
framtíðinni ekki standa undir upp-
byggingu atvinnulífsins á lands-
byggðinni í þeim mæli sem verið
hefði fram til þessa.
Tvö frumvörp um skattalega meðferð á söluhagnaði hlutabréfa til meðferðar
Deilt um hvaða leið sé best
við breytingar á lögunum
GEIR H. Haarde hefur sett á lagg-
irnar sérstakan vinnuhóp sérfræð-
inga sem vinnur að því að endur-
skoða ákvæði í gildandi lögum um
álagningu eignarskatts og væntir
hann niðurstöðu þeimar vinnu áður
en mjög langt um líður. Þetta kom
fram í umræðum á Alþingi í gær
um skattalega meðferð á söluhagn-
aði hlutabréfa en tvö frumvörp
voru á dagskrá í gær er snúa að
þessu sama efni.
Hið fyrra var frumvarp Svanfríð-
ar Jónasdóttur, þingmanns Sam-
fylkingar, og hið síðara frumvarp
fjármálaráðherra. Var frumvarp
Svanfríðai- rætt í gær en umræðu
um frumvarp Geirs frestað þar til í
dag.
Töluverðar almennar umræður
spunnust um málefnið eftir að
Svanfríður mælti fyrir frumvarpi
Samfylkingarinnar en það miðast
að því að taka upp fyrra fyrirkomu-
lag á þessum málum. Sem kunnugt
er var heimild leidd í lög árið 1996
til að fresta skattlagningu sölu-
hagnaðar hlutabréfa en Svanfríður
sagði það hafa sýnt sig að afleiðing-
ar breytinganna hefðu orðið aðrar
og víðtækari en ráð var fyrir gert.
Alvarlegast væri hversu mikið fjár-
magn hefði verið losað úr íslensku
atvinnulífi með sölu hlutabréfa og
flutt úr landi, og einkum og sér í
lagi styngi það í augun þegar menn
færu með fé út úr sjávarútvegi - og
hefðu þar ekki greitt fyrir þau af-
not sem þeir fengu af sameiginlegri
auðlind þjóðarinnar - án þess að
greiða af hagnaði sínum skatt.
Svanfríður sagði að í raun þyrfti
að endurskoða lögin um tekjuskatt
og eignarskatt með heildstæðum
hætti, með tilliti til þeirra breyt-
inga sem orðið hefðu á fjármála-
markaði og vegna opnunar slíkra
viðskipta til útlanda. A hinn bóginn
hefði Samfylkingunni tekist það
markmið sitt að vekja athygli á
þessum málum enda væri nú komið
fram frumvarp frá fjármálaráð-
herra um sama efni, sem áður er
vikið að.
ALÞINGI
Svanfríður sagði um frumvarp
fjáimálaráðherrans að þar væri
reyndar einungis ráð fyrir því gert
að afnema heimild einstaklinga -
ekki lögaðila - til að fresta skatt-
lagningu söluhagnaðar hlutabréfa.
Með því væri þess vegna verið að
beina einstaklingum í þann farveg
að stofna eignarhaldsfélög um
hlutabréfaeign sína, komast þannig
undir þak lögaðila og eiga þannig
áfram möguleika á frestun.
Svanfríður lagði áherslu á að mál
þessi yrðu skoðuð vel og vandlega í
meðförum efnahags- og viðskipta-
nefndar, þegar frumvörpin tvö
kæmu þangað eftir fyrstu umræðu.
Hún sagði að svo virtist reyndar
sem framsóknarmenn væru meira
á línu Samfylkingarinnar í þessum
efnum en fjármálaráðherrans.
Sömuleiðis hefði sjálfstæðismaður-
inn Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar AI-
þingis, lýst því yfir að hann væri
ekki ýkja hrifinn af frumvarpi fjár-
málaráðherra.
Um venjulegar fjármagns-
tekjur að ræða
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði ekki deilt um að laga-
breytingarnar frá 1996 hefðu haft
aðrar og víðtækari afleiðingar en
að var stefnt. Það hefði reyndar
verið eðlilegt á sínum tíma að
heimila frestun skattlagningar
söluhagnaðar hlutabréfa því það
úrræði hefði orðið til að vekja
markaðinn til lífsins. Hliðaráhrifin
sem menn sáu ekki fyrir, þ.e. að
hægt yrði að hverfa úr landi með fé
án þess að það yrði jafnvel nokkurn
tíma skattlagt, væru hins vegar
vitaskuld neikvæð.
Geir var hins vegar ekki á því að
frumvarp Samfylkingarinnar væri
rétta skrefið. Þar væri lagt til að
horfið yrði aftur til baka, þ.e. að
menn borguðu fullan tekjuskatt af
slíkum söluhagnaði. Þetta yrðu
semsé einu fjármagnstekjurnar
sem ekki bæru fjármagnstekju-
skatt. „Ég tel að þetta myndi þýða
það að viðskipti með hlutabréf
myndu fara í gamla farið,“ sagði
Geir. Frumvarpið myndi hafa allt
önnur áhrif en því væri ætlað,
draga úr viðskiptum með hlutabréf,
draga úr tekjum ríkissjóðs af við-
skiptum með hlutabréf og færa
markaðinn langt aftur í tímann
„Leiðin til þess að tryggja það að
ríkið fái einhverjar skatttekjur af
þessu er að horfast í augu við þá
staðreynd að hér er um að ræða
venjulegar fjármagnstekjur. Lang-
flest fólk mun ekki setja það fyrir
sig, tel ég, að borga 10% fjár-
magnstekjuskatt af slíkum hagnaði
og mun gera það miklu frekar en
þurfa að fara í einhverjar æfingar
við að koma peningum sínum til út-
landa og hirða þaðan arð og borga
af því alls kyns kostnað sem því
fylgir."
Sagði Geir að menn hefðu ekki
verið tilbúnir að horfast í augu við
þessa staðreynd 1996, að venjuleg-
ar fjármagnstekjur væri að ræða.
Þess vegna hefði lagaákvæðið verið
þannig úr garði gert sem raun bæri
vitni.
Ný glufa búin til í
frumvarpi ráðherra?
Jóhanna Sigurðardóttir, Sam-
fylkingu, sagði þá glufu sem var í
lögunum hafa verið siðlausa því
menn hefðu verið að koma undan
skatttekjum. Rétt væri að loka
henni og það væri lagt til í frum-
varpi Samfylkingar. Það vekti hins
vegar athygli í frumvarpi sem fjár-
málaráðherra legði fram að þar
væri aðeins tekið á einstaklingum
en ekki lögaðilum og því búin til ný
leið fyrir menn að nýta sér áfram
frestunarheimild skattlagningar
söluhagnaðar hlutabréfa.
Jóhanna vék að þeirri staðreynd
að skattur af fjármagnstekjum
væri aðeins 10% en hins vegar 38%
af launatekjum. Velti hún því fyrir
sér hvort menn hefðu verið að taka
laun sín út sem arðgreiðslur og
hvort ekki væri rétt að bregðast
við því með því að skattleggja þetta
eins. Það gæfi þá líka möguleika á
að lækka skattprósentu vegna
launatekna.
Ögmundur Jónasson, Vinstri-
hreyfingunni - grænu framboði,
sagðist aðhyllast frumvarp Sam-
fylkingar fremur heldur en frum-
varp fjármálaráðherra. Munurinn
virtist einkum liggja í því að ráð-
herra gerði greinarmun á lögað-
ilum og einstaklingum og var Ög-
mundur ekki sammála þeirri leið.
Hann tók undir orð Jóhönnu að
samræmi ætti að vera í skattlagn-
ingu tekna sem hlytust af fjár-
magni og launavinnu. Hitt fylgdi
ekkert endilega að skattprósentan
þyrfti að vera sú sama. Skattar af
fjármagni ættu að vera skattar af
raunávöxtun fjármagnsins, þ.e.a.s.
að verðbólga væri dregin frá og
hinar raunverulegu tekjur einstakl-
ingsins skattlagðar.
Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að sumir þingmenn
hefðu greinilega ekki áttað sig á
því að skattstofn væri háður
skattprósentu. Ef skatturinn væri
alltof hár byggðu einstaklingar
ekki til neinn skattstofn, þ.e. þeh'
seldu einfaldlega ekki eigur sínar.
Tók Pétur dæmi og sagði að eig-
endur Hagkaups hefðu aldrei selt
fyrirtækið undir þeim reglum sem
giltu fyrir 1996. Sagði hann að öll
sú bylting sem orðið hefði í at-
vinnulífinu hefði átt sér stað vegna
þess að skattprósentan væri aðeins
10%. Það virkaði örvandi á markað
og tekjur ríkissjóðs væru margfalt
meiri fyrir vikið.
Fjármálaráðherra tjáir sig á Alþingi um verkfall framhaldsskólakennara
Kennarar þurfa
að koma niður
úr skýjunum
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
sagði á Alþingi í gær að kennarar
þyrftu að koma niður úr skýjunum ef
takast ætti að leysa launadeilu þeirra
og ríkisins og binda endi á tveggja
vikna verkfall í framhaldsskólum
landsins. Það væri alveg ljóst að eng-
in ríkisstjórn gæti gengið að kröfum
þeirra um 70% launahækkanir miðað
við tveggja ára samningstíma.
Jóhann Ársælsson þingmaður
Samfylkingarinnar hóf umræðu um
kennaraverkfallið við upphaf þing-
fundar í gær. Hann benti á að tvær
vikur væru nú liðnar frá því verkfall-
ið hófst og að mati ýmsra væru nú
allra síðustu forvöð að leysa verkfall-
ið ef takast ætti að bjarga haustönn-
inni fyrir nemendur framhaidsskól-
anna.
„Er það orðin niðurstaða að ríkis-
stjórnin meti bilið á milli framhalds-
skólakennara og sín svo breitt að
fóma beri þessari önn til óbætanlegs
tjóns fyrir nemendur og skólastarfið
að öðru leyti?“ spurði hann og sagði
síðan að margt benti til að áhugaleysi
á því að leysa deiluna einkenndi for-
ystu fjármálaráðuneytisins í þessum
málum.
Geir H. Haarde sagði að þegar
tveir aðilar deildu þyrftu báðir að
leggja sitt af mörkum til að sátt feng-
ist. „Það hefur ekki verið í þessari
deilu,“ sagði hann. „Kjarakröfur
kennaranna eru því miður ennþá
uppi í skýjunum, rúmlega 70 af
hundraði miðað við tveggja ára
samningstíma, og það sjá það auð-
vitað allir, og það vita kennararnir
líka sjálfir, að það er ekki hægt að
ganga að þessum kröfum."
Geir sagði þetta gilda um núver-
andi ríkisstjóm og raunar gæti engin
ríkisstjórn gengið að slíkum kröfum
miðað við núverandi aðstæður.
Spurði hann þingmenn Samfylking-
ar hvort þeir myndu treysta sér til
þess, ef þeir sætu í ríkisstjóm.
Fjármálaráðherra sagði ekkert
gamanmál að reyna að leysa svona
kjaradeilu. Það yrði sannarlega ekki
gert með upphrópunum úr í'æðustól
Alþingis heldur við samningaborðið.
Af hálfu samninganefndar ríkisins
hefðu verið lagðar fram ákveðnar
Morgunblaðið/Ásdís
Kennarar fylgdust með umræðum af þingpöllum í gær.
hugmyndir sem hefðu verið hunsað-
ar af samninganefnd kennara. Hitt
væri víst að menn yrðu að halda
áfram að leita lausnar við samninga-
borðið. Sú leit myndi hins vegar ekki
skila árangri nema kennarar kæmu
sér niður úr skýjunum.
Gerður verði bráðabirgða-
kjarasamningur
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra tók í sama streng og Geir. „Ég
fullyrði að þær hugmyndir sem
menntamálaráðuneytið hefur komið
með inn í þessar viðræður hefðu get-
að stuðlað að lausn og breyttum að-
stæðum í viðræðunum, ef kennarar
hefðu ekki tekið þeim með því hugar-
fari sem gert hefur verið,“ sagði
hann. „Og það vekur mér ekki
bjartsýni um lausn þessarar deilu
hvernig kennarar bregðast við þeim
hugmyndir sem kynntar hafa verið.“
Ymsir fleiri tóku þátt í þessari um-
ræðu og m.a. sagði Ögmundur Jón-
asson, Vinstri grænum, að það þyrfti
ekki nýtt launakerfi fyrir framhalds-
skólakennara eins og ríkisstjórnin
héldi fram heldur nýtt fjármagn inn í
skólakerfið. Sigríður Jóhannesdótt-
ir, þingmaður Samfylkingarinnar,
lagði hins vegar til að gerður yrði
bráðabirgðakjarasamningur og tím-
inn notaður til að ræða síðan þær
skipulagsbreytingar sem ríkið hefði
sett á oddinn.
Alþingi
Dagskrá
FUNDUR hefst á Alþingi í
dag kl. 13.30. Eftirfarandi
mál eru á dagskrá:
1. Tekjuskattur og eignar-
skattur (söluhagnaður
hlutabréfa o.fl.). Frh. 1.
umræðu.
2. Jöfnun flutningskostnaðar
á sementi. 1. umræða.
3. Verðbréfaviðskipti. 1. um-
ræða.
4. Greiðsla kostnaðar við op-
inbert eftirlit með fjár-
málastarfsemi. 1. umræða.
5. Ábyrgðarmenn. 1. um-
ræða.
6. Félagsþjónusta sveitarfé-
laga. 1. umræða.
7. Greiningar- og ráðgjafar-
stöð ríkisins. 1. umræða.
8. Vinnumarkaðsaðgerðir. 1.
umræða.
9. Lækningatæki. 1. umræða.
10. Réttindi sjúklinga. 1. um-
ræða.
11. Stjórn veiða úr norsk-
íslenska sfldarstofninum.
1. umræða.
12. Könnun á áhrifum
fiskmarkaða. Fyrri um-
ræða.
13. Þjóðminjalög. 1. umræða.
14. Safnalög. 1. umræða.
15. Húsafriðun. 1. umræða.
16. Menningarverðmæti. 1.
umræða.
17. Tólf ára samfellt grunn-
nám. Fyrri umræða.