Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 1 3 • • Mál Oryrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun flutt í Hæstarétti Atti reglugerðin sér stað í lög’uni? Fyrir Hæstarétti er tekist á um það hvort reglugerð um skerðingu lífeyrisbóta öryrkja vegna tekna maka hafí átt sér stað í lögum. Einnig er tekist á um hvort lög sem stjórn- völd settu 1998 um þessa skerðingu standist stjórnarskrá og alþjóðlega samninga. Morgunblaðið/Ásdís Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, og Ragnar Aðal- steinsson, Iögfræðingur þess, ræddu saman eftir að málflutningi lauk. MÁLFLUTNINGUR var í Hæsta- rétti í gær í máli Öryrkjabandalags íslands gegn Tryggingastofnun rík- isins. Tekist er á um heimild ríkisins til að skerða tekjur, bætur, öryrkja vegna tekna maka. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að reglugerð, sem heimilaði slíka skerðingu, hefði ekki átt sér stað í lögum og viðurkenndi því kröfu Öryrkjabandalagsins. Meirihluti dómsins taldi hins vegar að stjórnvöldum hefði verið heimilt að setja lög á árinu 1998 þar sem kveðið væri á um þessa skerðingu. Áður en farið var með þetta mál fyrir dómstóla hafði Öryrkjabanda- lagið ítrekað reynt að fá stjómvöld til að hætta að láta tekjur maka skerða bætur öryrkja og m.a. haldið því ákveðið fram að skerðingin væri and- stæð lögum. Gagnrýni á þetta ákvæði og hótun um málsókn á hend- ur Tryggingastofnun varð til þess að árið 1998 voru sett lög, sem tóku gildi 1. janúar 1999, þar sem heimild til skerðingarinnar var lögfest, jafn- framt því sem dregið var úr skerð- ingunni. Fyrir lagasetningunna var kveðið á um skerðinguna í reglugerð. Oryrkjabandalagið vann málið í Héraðsdómi Það var samróma niðurstaða fjölskipaðs dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega á grundvelh ákvæðis í reglugerð sem gefin var út í septein- ber árið 1995; reglugerðina hefði skort næga lagastoð til skerðingar- innar. Dómurinn taldi að þessi skerð- ing hefði verið óheimil frá 1. janúar 1994 til ársloka 1998 þegar nýju lögin tóku gildi. Minnihluti dómsins taldi að nýju lögin væru andsnúin stjórn- arskrá og því bæri einnig að fallast á kröfu Öryrkjabandalagsins hvað varðaði gildi laganna. Fyrir Hæstarétti í gær var fyrst og fremst tekist á um tvö meginat- riði. Annars vegar hvort Trygginga- stofnun hafi verið heimilt að skerða tekjur maka öryrkja frá 1. janúar 1994 til ársloka 1998 á grundvelli reglugerðar og hins vegar hvort lög- in sem sett voru 1998 brytu í bága við stjórnarskrá og alþjóðasamninga. í málflutningi fyrir Hæstarétti var tekist á um hvort stjórnvöld hefðu brotið tvær greinar stjómarskrár ís- lands. I fyrsta lagi 76. gr. hennar þar sem segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til að- stoðar vegna sjúkleika, örorku, elh, atvinnuleysis, örbirgðar og sambæri- legra atvika.“ Einnig var tekist á um hvort 65. gr. hefðu verið brotin, en þar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Málefnalegar forsendur fyrir skerðingunni Guðrún M. Árnadóttir hæstarétt- arlögmaður flutti málið fyrir hönd Tryggingastofnunar. Hún sagði að 76. gr. fæli í sér skyldur á hendur rík- isvaldinu, en ríkið hefði eftir sem áð- ur svigrúm til að setja reglur um hvernig ætti að útfæra þessar skyld- ur þannig að fjármagn nýtist sem best. Ríkið gæti t.d. mælt fyrir um skyldur allra til að greiða í lífeyris- sjóð. Hún sagði að jafnræðisreglan (65. gr.) kvæði á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Markmið hennar væri að koma í veg fyrir að farið væri í manngreinarálit. Hún útilokaði hins vegar ekki að reglur byggðust á mál- efnalegum forsendum. Það væru málefnalegar forsendur fyrir því að líta til efnahags og hjúskaparstöðu þegar settar væru reglur um greiðslu lífeyrisbóta. Guðrún sagði mikilvægt að hafa í huga að tekjutenging í almanna- tryggingalögum ætti sér langa sögu. Strax í lögum um alþýðutryggingar frá árinu 1936 kæmi fram það mat löggjafans að efnahagslegar aðstæð- ur einstaklinga og hjóna væu ekki þær sömu og taka yrði tillit til þess. Þegar lög um tekjutryggingu voru sett 1971 hefði verið við það miðað að við útreikning tekjutryggingar ættu tekjur hjóna að vera metnar sameig- inlega. I samræmi við þetta hefði verið gefin út reglugerð sem leitt hefði það af sér að bætur öryrkja tækju mið af tekjum maka hans. Verið að svara mismunandi aðstæðum öryrkja Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerðin sem kvað á um skerðingu vegna tekna maka hefði ekki átt stoð í lög- um. Guðrún varði drjúgum tíma síns máls í að andmæla þessu. Hún sagði að heimild til útgáfu reglugerðar væri að finna í 17. og 18. gr. almanna- tryggingalaganna og í 67. gr. Hún benti jafnframt á að við breytingar á lögunum hefði ekki komið fram sá vilji löggjafans að breyta þeirri teng- ingu við tekjur maka öryrkja sem framkvæmd hefði verið til margra ára. Hún lagði áherslu á að reglan væri fallin til að jafna efnahagslegar aðstæður bótaþega innbyrðis og í þessu sambandi þyrfti m.a. að horfa til efnahagslegrar stöðu hjóna þegar bæði væru bótaþegar. Það væru því fullkomlega málefnaleg rök fyrir þessari reglu. Guðrún benti á að grundvallar- munur væri á stöðu einstaklinga og hjóna samkvæmt lögum. Ekki yrði séð af stjómarskrá að það væri ólög- mætt. Þvert á móti væri fullkomlega málefnalegt að horfa til efnahags- og fjölskylduaðstæðna. Hún benti á að hjón teldu fram sameiginlega til skatts og nytu margvíslegs hagræðis af því að tekjur þeirra væm metnar sameiginlega. í lögum væri víða að finna ákvæði um stuðning við fjöl- skylduna. Fjölskyldan ætti rétt á húsaleigubótum, vaxtabótum og barnabótum. Hún benti jafnframt á að löggjafinn hefði sett lög sem væri ætlað að taka tillit til margvíslegra aðstæðna fólks. Tryggingastofnun væri með bótaflokka sem væri ætlað að svara kröfum lífeyrisþega og taka tillit til þeirra. Hún minnti á að reglur um barnalífeyri kvæðu á um að heimilt væri að greiða foreldri sér- staka uppbót ef foreldri væri líf- eyrisþegi. Guðrún sagði að ekki yrði betur séð en sú regla sem um væri deilt í þessu máli væri í samræmi við allar alþjóðlegar skuldbindingar sem ís- land hefði undirgengist. Hún minnist á mannréttindasáttmála í því sam- bandi og sagði að hafa yrði í huga að stýring bóta væri fallin til þess að eyða efnahagslegu ójafnrétti og skapajafnrétti. Guðrún vék að bók Stefáns Olafs- sonar prófessors, „íslenska leiðin“ en þar er talað um að skerðing tekna maka sé fátíð meðal nágrannalanda okkar og sú hugsun sem í henni felst sé víkjandi. Hún sagði að ekki væri séð að mikil rannsókn lægi að baki þessari fullyrðingu og benti á að skerðing vegna tekna maka væri að finna bæði í danskri og norskri lög- gjöf. Skýra verður stjórnarskrána út frá alþjóðlegum sáttmálum Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður flutti málið fyrir hönd Öryrkjabandalagsins. Hann varði drjúgum hluta máls síns í að fara yfir alþjóðlega sáttmála um réttindi fatl- aðra. Hann tók fram að þótt þessir sáttmálar hefðu ekki hlotið alþjóð- lega skuldbindingu yrði að hafa í huga að eftir þvi sem fleiri færu eftir þeim myndaðist venjuréttur. Þessir sáttmálar væru oftast undanfari al- þjóðlega skuldbindandi samnings. Hann minnti einnig á að áður en mannréttindaákvæði voru tekin upp í stjórnarski-á íslands hefði Hæsti- réttur Islands oft vitnað til mann- réttindasáttmála Evrópu og notað hann til lögskýringa. Sáttmálinn hefði þó ekki haft sterkari stöðu á þeim tíma en þeir sáttmálar sem hann vísaði til í þessu máli. Ragnar vísaði til þess að alþjóðleg- ir sáttmálar kvæðu á um rétt fatlaðs fólks til lágmarks framfærslu. Horfa yrði til þessa þegar verið væri að skýra ákvæði 76. gr. stjómarskrár- innar. Hann sagði mikilvægt að hafa í huga að ef fallist yrði á kröfu Ör- yrkjabandalagsins yrði þessi lág- marksframfærsla ákveðin rúm 48.000 kr. á mánuði, en samkvæmt gildandi lögum væri hægt að skerða bætur ör- yrkja vegna tekna maka þannig að eftir sætu aðeins rúmlega 17.000 kr. á mánuði. Hann minnti jafnframt á að í alþjóðlegum samanburði væri ísland fimmta ríkasta þjóðin innan OECD. Island ætti því að geta verið með hæstu viðmið bóta í heiminum. Því væri hins vegar alls ekki fyrir að fara. Lífeyrisbætur hér á landi væru þær lægstu á Norðurlöndunum. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjóm Sam- taka um betri byggð til að „skýra af- stöðu sína til frammistöðu borgar- stjórnar og starfa sérfræðihóps um landnotkun í Vatnsmýri": „Stjórn Samtaka um betri byggð vekur athygli á því að verksvið sér- fræðihóps skv. erindisbréfi borgar- ráðs Reykjavíkur frá 18. apríl 2000 er flókið, umfangsmikið og óljóst og því óvíst um árangur af starfi hans. Því leggur stjórn samtakanna til að samhliða kosningum til sveitar- stjórna 2002 verði greidd um það at- kvæði á landsvísu hvort innanlands- flug verði til framtíðar á nýjum flugvelli utan byggðar á höfuðborg- arsvæðinu eða á Keflavíkurflugvelli. Engin heimild til útgáfu reglu- gerðar um skerðingu bóta Ragnar hafnaði algjörlega rökum lögmanns Tryggingastofnunar um að reglugerðin um skerðingu tekna maka öryrkja ætti sér stoð í lögum. Engin heimild væri fyrir því í 17. gr. almannatryggingalaga fyrir útgáfu reglugerðar. í 18. gr. væri að finna heimild sem fjallaði um afmarkaðan þátt sem ekkert snerti skerðingu á tekjum maka. í 67. gr. væri að finna heimild til setningar reglugerðar um „framkvæmd laganna". Ragnar sagði fráleitt að þessi almenna heimild gæfi ráðherra heimild til að kveða á um réttindi og skyldur sem ekki væri að finna í lögunum sjálfum. Hann benti jafnframt á að í lögunum væri kveðið á um að þegar öryrki sækti um bætur ættu að fylgja upplýsingar um „hag bótaþegans“. Ekki væri talað um að fylgja ættu upplýsingar um hag bótaþegans og maka hans. Tryggingastofnun ætti ekki rétt á að fá upplýsingar um persónulega hagi manna nema um það væri kveðið á í lögum. Ragnar sagði að sú skerðingar- regla sem þetta mál fjallaði um svipti öryrkja tekjutryggingu við að ganga í hjúskap. Hann minnti á að greiðslur atvinnuleysisbóta til þeirra sem misstu vinnuna væru ekki tengdar tekjum maka. Sá sem væri lagður inn á spítala þyrfti ekki að sæta því að greiða kostnað við spítalavist í hlutfalli við tekjur maka. Ragnar sagði að stuðningur ríkis- valdsins við fjölskylduna væri engin rök í þessu máli. Ríkisvaldinu bæri skylda til að styðja fjölskylduna með ýmsum hætti en það tengdist ekkert kröfu Öryrkjabandalagsins að fá lágmarksbætur. Hann sagði að auk þess væri þessi regla mjög fjandsamleg konum. Árið 1998 hefði hún skert tekjur 1.508 kvenna, en 827 karla. Fordæmi væru fyrir því að dómstólar hefðu úrskurð- að að reglur sem ríkisvaldið hefði sett væru svo andsnúnar lögum um jafna stöðu karla og kvenna að úr- skurða bæri hana ólögmæta á þeirri forsendu. Málið snýst ekki um Reykjavíkur- flugvöll sem einangrað fyrirbrigði heldur hvaða stefnu menn taka varðandi framtíðarskipulag höfuð- borgarsvæðisins. Það er yfirlýst stefna skipulagsyf- irvalda að gamla miðborgin í Reykjavík skuli vera meginkjarni (center) fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt. Miðborg í útjaðri flugvallar stenst ekki. Annað hvort verður að víkja. Gamla miðborgin veikist hlutfalls- lega þrátt fyrir góða viðleitni og vilja til að hressa upp á hana öðru hverju. Einkarekstur yfirgefur miðborg- ina og eftir verður að mestu starf- -semi,-sem greidd er af opinberu fé. Ragnar gerði kröfu um að Ör- yrkjabandalagið þyrfti ekki að bera málskostnað í þessu máli. Hann minnti á að bandalagið sjálft myndi ekki hafa neinn fjárhagslegan hagn- að af málinu þó að skjólstæðingar þess nytu þess. Hann sagði það skyldu dómstóla að auðvelda aðgang almennings að dómstólum með því að láta hann ekki bera kostnað af mál- um. Hann minnti á að í öllum víxla- málum væri þeim sem ynni málið dæmdur málskostnaður og það sama ætti að vera í málum þar sem tekist væri á um grundvallarmannréttindi. Ekki brot á alþjóðlegum skuldbindingum Guðrún lagði áherslu á það í and- svörum sínum að þetta mál snerist ekki um fjárhæð bóta heldur um það hvort stjómvöldum væri heimilt að leggja saman tekjur hjóna og reikna út lífeyrisbætur á grundvelli þess. Hún minnti á að skerðingarreglan virkaði í báðar áttir og að yrði hún afnumin myndi hópur öryrkja þurfa að sæta skerðingu á bótum. Guðrún sagði að í máli Ragnars um alþjóðasamninga hefði hvergi komið fram að Island hefði brotið þessa samninga. Raunar væri í al- þjóðlegum samningum beinlínis vís- að til framfærsluskyldu fjölskyld- unnar. Hún hafnaði því algerlega að skerðing maka beindist frekar að konum en körlum. Konur væru hins vegari fjölmennari í þessum hópi ein- faldlega vegna þess að þær væru al- mennt á lægri launum en karlar. Hún sagði að lokum að í bók Stefáns Ólafssonar kæmi fram að lífeyris- kerfi sumra þjóða OECD væru að komast í þrot og að þess vegna væru þær í auknum mæli að feta sig í átt að meiri tekjutengingu. Ragnar sagði að þessi röksemd um OECD ætti ekki við hér á landi því að bætur væru miklu lægri hér en í nágrannalöndum okkar. Hann hafn- aði því að ekki mætti hætta skerð- ingu tekna maka vegna þess að ein- hver annar hópur öryrkja kynni að tapa á því. Það væri auðvelt fyrir rík- isvaldið að bregðast við því. Opinber starfsemi er einnig á forum úr miðborginni, hægt og sígandi. Nær öllum vexti á höfuðborgar- svæðinu næstu 20 ár, eða 56.000 manns og atvinna, er ætlaður staður austan Elliðaáa. Ef þessi þróun heldur áfram verð- ur gamla miðborgin lítið úthverfi nálægt flugvellinum en raunveruleg miðborg flyst austur fyrir Elliðaár, þar sem meiri hluti íbúanna og at- vinnureksturinn verða. Verði kosið um flugvöll í Vatns- mýri er byrjað á því að svifta borg- arstjóm möguleikanum á að hagnýta og skipuleggja dýrmætasta byggingarland íslands, höfuðborg- inni til glæsilegrar framtíðar og þroska.".... - - nm I, ■■ | I- .m nniT" i Yfírlýsing frá stjórn Samtaka um betri byggð Flugvöllur verði ekki í miðborginni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.