Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ A Ráðstefna ungra framsóknarmanna um Island og ESB Evrópuumræðan nauðsyn- leg að mati fundarmanna * Island og Evrópusam- bandið var umfjöll- unarefni ráðstefnu Sambands ungra fram- sóknarmanna á laugardag. Arna Schram fylgdist með umræðunum. MARGIR þeir sem til máls tóku á ráðstefnu Sambands ungra fram- sóknarmanna á laugardag voru á því að Evrópuumræðan væri nauðsynleg hér á landi jafnvel þótt ekki stæði til að taka ákvörðun um aðild Islands að Evrópusambandinu í nánustu fram- tíð. Framsögumenn voru fimm þau: Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanrQds- ráðherra, dr. Baldur Þórhallsson, lektor í stjómmálafræði við Háskóla íslands, Ingólfur Bender, hagfræð- ingur hjá Islandsbanka-FBA, Úlfar Hauksson stjómmálafræðingur og Drífa Hjartardóttir, bóndi og alþing- ismaður. Halldór Ásgrímsson hóf umræðuna ogminnti m.a. á að Framsóknarflokk- urinn hefði þegar tekið Evrópumálin til ítarlegrar umfjöllunar. Vísaði hann þar til vinnu hinnar svokölluðu fimm- tíu manna Evrópunefndar flokksins undir forystu Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi skólastjóra á Bifröst. „Við stöndum ekki frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um það á morgun, á næsta ári eða þar næsta ári, hvort við ætlum að standa utan ESB eða vera innan þess. En við þurfum að undirbúa þá ákvörðun mjög vel og í því skyni höfum við í Framsóknarflokknum tekið þetta mál til umfjöllunar. Til að leiða það til lykta innan flokksins og gera okkur grein fyrir þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir.“ I máli Halldórs kom jafnframt fram að til þess að við Islendingar gætum tekið þátt í samstarfi þjóð- anna á eigin forsendum þyrftum við að sjá hvar okkar hagsmunir liggja. „Okkar hagsmunir liggja í sam- starfi með Norðurlandaþjóðunum og í samstarfi með Evrópuþjóðunum. Það er þess vegna sem við erum í sam- staifi við þessar þjóðir,“ sagði Hall- dór og hélt áfram. „Það liggur ljóst fyrir að við kunnum að þurfa - og er- um alltaf að gera það - að færa eitt- hvað af okkar eigin valdi inn í slíkt samstarf. Það erum við að gera í um- hverfismálum, það erum við að gera í öryggis- og vamarmálum og það er- um við að gera á mörgum sviðum. Mér er það alveg Ijóst. Það er þáttur í alþjóðavæðingunni. En umfram allt þurfum við að gera það á eigin for- sendum, að eigin frumkvæði, en hrekjast ekki undan. Ef við kryfjum þessi mál ekki til mergjar munum við hrekjast undan og standa frammi fyr- ir því einn góðan veðurdag að þurfa að taka ákvarðanir sem okkur kunna ekki að líka.“ Baldur Þórhallsson gerði stöðu smærri ríkja í Evrópusambandinu að umfjöllunarefni. Byggði hann um- fjöllun sína á niðurstöðum rannsókn- ar sem hann vann á þessu efni fyrir nokkrum árum en sú rannsókn nær til tímabilsins 1986 til 1994. Eru þar skoðaðir starfshætti smærri ríkja, svo sem írlands, Svíþjóðar, Finnlands og fleiri landa, í tveimur málaflokkum ESB; landbúnaðarstefnunni annars vegar og byggðastefnunni hins vegar. Baldur greindi frá því að komið hefði í ljós að smærri ríld forgangs- röðuðu verkefnum sínum innan ESB, þ.e.þau einblíndu á fáa aftnarkaða málaflokka. Sagði Baldur m.a. í þessu sambandi að smærri ríki væru neydd Morgunblaðið/Porkell Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á fundi Sambands ungra framsóknarmanna að það lægi á að taka Evrópumálin til umræðu. til að forgangsraða. „Stjómsýsla smærri ríkjana getur ekki leyft sér að sinna öllum þeim málaflokkum sem Evrópusamandið fjallar um,“ sagði hann. Bætti hann því við að for- gangsröðun þýddi að smærri ríkin fómuðu þar með því að hafa áhrif á aðra málaflokka. Spurningin væri hins vegar sú hvort það kæmi að sök. „Svo er ekki,“ sagði hann, „vegna þess að þau em virk í þeim málaflokk- um sem þau telja miki]vægust.“ Baldur benti einnig á að smærri ríkin væm afar ósveigjanleg í þeim málaflokkum sem þau hefðu lykil- hagsmuna að gæta en sveigjanleg í öðram málaflokkum. Stærri ríkin hins vegar væra nær ætíð ósveigjan- leg í samningaviðræðum. Að lokum sagði Baldur að stóra ríkin væra aðalgerendur í landbúnað- ar- og byggðastefnu ESB. Þau mynd- uð heildarrammann utan um stefn- umar en á sama tíma tækist smáríkjunum mjög vel að vinna innan þess ramma. Þau næðu að tryggja sína hagsmuni og væra yfirleitt sátt viðmálalok. í erindi sínu fjallaði lngólfur Bend- er m.a. um það hvort Island hefði ein- hvem ávinning af því að gerast aðili að Myntbandalagi Evrópu (EMU) en eins og kunnugt er þurfa lönd að vera í ESB til þess að geta gerst aðilar að EMU. Ingólfur taldi m.a. upp kosti sameiginlegs gjaldmiðils og sagði hann m.a. ýta undir samkeppni á ýmsum sviðum, auka framleiðni sem og gegnsæi í verðlagningu, lækka þar með verðlag og auka kaupmátt. A móti sagði Ingólfur að sjálfstæði í peningamálum gæti við vissar að- stæður tryggt okkur meiri stöðug- leika. Er sjávarútvegsstefna ESB engin fyrirstaða? í ræðu sinni fór Ingólfur m.a. yfir þau skilyrði sem sett era fyrir aðild að EMU, svokölluð Maastricht- skilyrði, og greindi frá því að ísland uppfyllti ekki öll þau skilyrði. I fyrsta lagi væri verðbólga á Islandi of mikil og í öðra lagi væru vextir of háir. Hins vegar stæðust íslendingar vel það skilyrði sem snýr að rekstri hins opinbera en samkvæmt því mega aðildarlönd að EMU ekki vera með meiri fjárhags- halla hins opinbera en sem nemur 2% af landsframleiðslu. Þá sagði hann ís- lendinga sömuleiðis standast vel það skilyrði sem snýr að skuldum hins op- inbera en samkvæmt Maastricht-skil- yrðunum mega skuldir hins opinbera ekki vera meira en sem nemur 60% af landsframleiðslu. Undantekning er gerð ef skuldimar stefna að þessu marki. Benti Ingólfur á að íslending- ar stæðu þama betur að vígi en nær allar aðrar EMU-þjóðir. í lok ræðu sinnar tók Ingólfur þó fram að þrátt fyrir að íslendingar stæðust ekki öll Maastricht-skilyrðin væri auðvelt fyrir þá að bæta þau þannig að þau stæðust kröfur EMU. „Og uppfyllir ísland skilyrðin felur það í sér talsverðan þjóðhagslegan ávinning taki fsland upp evrana," sagði hann og vísaði m.a. til áður- greindra kosta sem fylgja sameigin- legu myntbandalagi. Úlfar Hauksson tók næstur til máls °g byrjaði erindi sitt svona: „Sé litið til hugsanlegrar aðildar íslands að Evrópusambandinu þá strandar í hugum margra allt á sjávarútvegs- málum.“ Tók hann fram að upplýst umræða um hvað það væri í sjávar- útvegsstefnu ESB sem íslendingar gætu ekki sætt sig við, væri af skom- um skammti. „Því hefur verið haldið fram að það sé með öllu óviðunandi að ná viðun- andi niðurstöðu um sjávarútvegsmál í viðræðum við ESB. Flýgur sú fiski- saga að við aðild myndu erlend fiski- skip streyma á íslandsmið og íslend- ingar hefðu lítið sem ekkert að segja um stjóm fiskveiða við landið. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í máli Áma Mathiesen sjávarútvegsráðherra í þættinum Aldarhvörf sem var á dag- skrá Ríkisútvarspins hinn 6. þessa mánaðar. Þar sagðist Ami ekki geta hugsað þá hugsun til enda að þurfa að fara í árlegar bænaferðir til Brussel og ganga í gegnum öll landhelgis- stríðin aftur[...]I ummælum Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ (Landssambands íslenskra útvegs- manna) kvað við svipaðan tón.“ Úlfar hélt áfram að vitna í þáttinn Aldarhvörf og sagði að í máli nokk- urra fulltrúa ESB hefði komið fram ýmislegt sem markaði að sínu mati tímamót í umræðunni um þessi mál hér á landi. „Hér voru á ferðinni sjáv- arútvegsráðherrar Bretlands, ír- lands og Spánar auk framkvæmda- stjóra sjávarútvegsmála ESB og talsmanni Evrópudómstólsins. Allir vora þeir sammála um að sjávarút- vegsmál væra alls ekkert vandamál ef gengið yrði til aðildarviðræðna. Ákaf- lega fátt myndi breytast hvað við kemur íslenskum sjávarútvegi og Is- lendingar yrðu þungavigtarþjóð í þessum málaflokki innan Evrópu- sambandsins ef til aðildar kæmi.“ Yrði aðild að ESB erfið fyrir landbúnaðinn? Úlfar sagði að gerðust Islendingar aðilar að ESB væri óvíst að það myndi þjóna hagsmunum þeirra að standa utan við sjávarútvegsstefnu ESB. Það lægi því í hlutarins eðli að endan- leg ákvörðun um hámarksafla á Islandsmiðum yrði tekin í ráðherra- ráðinu þar sem sjávarútvegsráðherr- ar aðildarríkjanna sætu umhverfis borðið. „Sem fyrr myndi sjávarútvegsráð- herra íslands móta tillögur um há- marksafla í samvinnu við hagsmuna- aðila rökstuddar út frá bestu fáanlegu vísindalegu gögnum. Hann myndi bera upp tillöguna meðal starfsfélaga sinna í ráðherraráðinu og þar yrði hún samþykkt. Engin önnur þjóð ætti hagsmuna að gæta við þá ákvörðun og því óhætt að fullyrða að ráðherra- ráðið færi ekki að hringla í tillögum ís- lenska sjávarútvegsráðherrans." Síðust frammælenda til að taka til máls var Drífa Hjartardóttir. Kom m.a. fram í máli hennar að hún teldi alla umræðu um þessi mál gagnlega og nauðsynlega en sagðist þó ekld telja tímabært að ísland sækti um að- ild að ESB eins og staðan væri nú. Drífa beindi sjónum sínum m.a. að afleiðingum aðildar Islands að ESB á landbúnaðarstefnu íslendinga. „Sérstaða Islands er allnokkur þegar við lítum til landbúnaðarins. Á íslandi er dreifð byggð og erfið veðurskilyrði fyrir landbúnað. Sumarið er stutt og veturinn er langur og vegna legu landsins era skilyrði til ræktunar erf- iðari en annars staðar í Evrópu." Sagði hún ljóst að ef íslendingar gerðust aðilar að ESB yrði núverandi landbúnaðarstefna lögð niður og lög- uð að sameiginlegri landbúnaðar- stefnu ESB. „Við inngöngu í ESB yrðum við að lúta reglum ESB sem leiddi til þess m.a. að landbúnaðarvör- ur flytu hindranarlaust yfir landa- mæri og það sama gilti um innflutn- ing lifandi dýra,“ sagði hún. Benti hún sömuleiðis á að þá yrði hægt að fara til hvaða lands sem væri og kaupa sér fósturvísa eða sæði fyrir hvaða hús- dýr sem væri. „Eina skilyrðið er að erfðaefnið komi frá fyrirtækjum sem hafa leyfi til að stunda slík viðskipti." Hafa ákvarðanir Norðmanna áhrif? í kjölfar framsöguerinda hófust pallborðsumræður um málefni fund- arins og beindu fundargestir fyrir- spumum til framsögumanna. Baldur Þórhallsson var m.a. spurð- ur að því í hvaða málum líklegt væri að íslendingar myndu sérhæfa sig í færa þeir í ESB. Sagði Baldur að til að svara þeirri spumingu þyrfti að hafa tvennt í huga. Hvar efnahags- legu hagsmunir Islendinga lægju og hvar hinir pólitísku hagsmunimir lægju. Sagði hann fyrmefndu hags- munina liggja í sjávarútvegi, í orku- málum, áliðnaði og í ferðaþjónustunni en hinir síðarnefndu í landbúnaði. Þá sagði Halldór Ásgrímsson að- spurður að íslendingar mættu ekki láta stjómast af því hvað Noregur eða Sviss ætluðu að gera varðandi aðild- arumsókn að ESB. „Ef þeir taka ein- hver sla’ef þá mun það hafa áhrif á okkur. Eg geri mér grein fyrir því. En við eigum að líta á þessi mál á eigin forsendum. Ef við teljum nauðsynlegt og hagstætt fyrir Island að stíga ein- hver skref, til dæmis að sækja um að- ild að Evrópusambandin í framtíð- inni, þá eigum við að taka það á eigin forsendum en ekki vegna þess að Noregur er að gera það.“ Halldór minntist einnig á það í pall- borðsumræðunum að Ijóst væri að að- ild íslands að ESB yrði erfið fyrir ís- lenskan landbúnað. Hann benti hins vegar á eins og Drífa hafði einnig gert í framsöguræðu sinni að hugsanlega væri hægt að fá undanþágu frá reglum sambandsins um ftjáls við- skipti með landbúnaðarafurðir milli aðildarlanda vegna sjúkdómahættu. Menntamála- ráðuneyti Ráðinn skrifstofu- stjóri menn- ingarmála Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur ákveðið að veita Karitas H. Gunnarsdóttur deildarstjóra embætti skrif- stofustjóra menningarmála í menntamálaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. desem- ber 2000 að telja. Með auglýs- ingu menntamálaráðuneytis- ins, dags. 6. október sl., var embætti skrífstofustjóra menn- ingarmála auglýst laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 1. nóvember sl. og bárast alls tíu umsóknir um embættið. Auk Karitasar sóttu um stöð- una Bjarki Sveinbjörnsson, Friðrik Rafnsson, Geir H. Gunnarsson, Helga Maureen Gylfadóttir, Herþrúður Ólafs- dóttir, Kristín Bragadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Salvör Gissurai-dóttir og Þórir Ólafsson. Sækir einn > um Arbæ SERA Þór Hauksson, prestur í Árbæjarprestakalli, sótti einn um embætti sóknarprests þar sem auglýst var laust til um- sóknar fyrir nokkru. Séra Guðmundur Þorsteins- son, dómprófastur, sem verið hefur sóknarprestur Árbæjar- sóknar, lætur af störfum um áramót vegna aldurs. Gert er ráð fyrir að nýr prestur taki því við embættinu fyrsta janúar. Skreið fót- brotin eftir bílveltu STÚLKA um tvítugt missti vald á bifreið sinni á Skeiðavegi skammt frá Brautarholti snemma á laugardagsmorgun. Bíllinn fór þrjár veltur og enda- stakkst yfir girðingu. Stúlkan, sem var ein á ferð, fótbrotnaði við óhappið. Henni tókst að skríða nokkur hundrað metra að íbúðarhúsi og gera vart við sig. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er bifreiðin sem stúlk- an ók gjörónýt. Stúlkan er grunuð um ölvun við akstur. Seinna um morguninn valt bifreið út af Biskupstungna- braut skammt ofan við Þrastar- lund. Ökumaðurinn, rúmlega þrítug kona, kvartaði undan eymslum í baki og hálsi og var flutt á sjúkrahús. Þá fór bíll út af Suðurlands- vegi við Hjarðarból og hafnaði ofan í skurði. Ökumanni og far- þega var ekið á sjúkrahúsið á Selfossi en að sögn lögreglunn- ar á Selfossi var ekki talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Lögreglan segir tals- verða hálku hafa verið í um- dæminu á laugardaginn sem gæti hafa átt þátt í óhöppunum. Pizzusendill rændur PIZZUSENDILL var rændur í vesturbæ Kópavogs á laugar- dagskvöld. Tveir piltar réðust að honum og neyddu hann til að afhenda peningatösku sem hann bar um mittið. Þeir hlupu að því loknu á brott og komust undan með um 20 þúsund í pen- ingum. Pizzusendilinn sakaði ekki og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni í Kópavogi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.