Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður Delta hf. meiri en reiknað var með Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum Hækkunin fyrir Island um 1 % HAGNAÐUR af rekstri Delta hf. fyrstu 9 mánuði ársins var 166 millj- ónir króna en endurskoðuð áætlun fyrir árið í heild sinni gerði ráð fyrir 162 milljóna króna hagnaði. í til- kynningu til Verðbréfaþings íslands segir að afkoman hafi tekið miklum stakkaskiptum frá fyrra ári en allt árið 1999 var 59,5 milljóna tap á starfseminni. Hreint veltufé frá rekstri nam 350 milljónum króna á tímabilinu sem er einnig veruleg aukning frá 1999 en þá nam veltufé frá rekstri 149 millj- ónum króna fyrir allt árið. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) fyrstu 9 mánuði ársins nam 467 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að afkoma síðasta ársfjórð- ungs verði ekki lakari en þess þriðja. Gengistap félagsins, sem helst má rekja til veikingar krónunnar, er um 45 milljónir fyrstu 9 mánuði ársins. Um 70% af tekjum félagsins eru til komnar vegna sölu á erlenda mark- aði en um 30% vegna sölu á innan- landsmarkað. Lyfjahugvit 20% af sölutekjum Fram kemur í tilkynningunni frá Delta hf. að hlutur lyfjahugvits hafi vaxið mikið og sé nú um 20% af sölu- tekjum útflutningssviðs en 80% er sala á lyfjum. Delta hf. hefur mark- aðsleyfi í um 20 löndum og hefur sal- an á Þýskalandsmarkaði, sem er stærsti markaður félagsins, vaxið mikið en einnig hefur náðst mikil- vægur árangur við að koma lyfjum félagsins inn á ný markaðssvæði. Töfluframleiðsla fyrirtækisins hefur aukist mjög og stefnir í að hún nái hálfum milljarði taflna á árinu. Rekstrargjöld Delta hf. fyrstu 9 mánuði ársins námu 1.203 milljónum króna. Eigið fé í lok tímabilsins var 1.475 milljónir króna og hafði hækk- að um 182 milljónir frá áramótum. „Það er stefna Delta að halda áfram að fjölga þróunarverkefnum félagsins og efla enn frekar sölu- og markaðsstarf innanlands sem utan. Á undanförnum mánuðum hefur aukin áhersla verið lögð á markaðs- starf innanlands auk þess sem nýir stórir samstarfssamningar á sviði þróunar og markaðssetningar á er- lendum mörkuðum hafa verið undir- ritaðir, nú síðast við indverska lyfja- fyrirtækið Dr. Reddýs Group sem talið er að muni skila fyrirtækinu 400 milljónum króna í tekjur á næstu ár- um. Talsverð fjölgun starfsmanna hefur orðið á árinu samfara auknum umsvifum og eru starfsmenn Delta nú um 170. Horfur á fjórða ársfjórðungi eru góðar og sala á stærstu mörkuðum gengur vel. Nýlega hófst útflutning- ur til Hollands á húðlyfinu Ketok- onazol sem ætlað er til meðferðar á flösu og sveppasýkingum í hársverði. Lyfið er í formi fljótandi sápu og er á markaði á Islandi undir heitinu Dermatín. Er það fyrsta lyfið sem ekki er í töflu- eða hylkjaformi sem Delta flytur út í einhverjum mæli,“ segir í tilkynningunni frá Delta hf. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 107,2 stig (1996=100) í október síðastliðnum og stóð í stað frá september. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir ísland um 1,0%. Frá október 1999 til jafnlengdar á þessu ári var verðbólgan, mæld með sam- ræmdri vísitölu neysluverðs, 2,4% að meðaltali í ríkjum EES, 2,7% í Evru- ríkjum og 3,8% á íslandi. Mesta verðbólga í Evrópu á þessu tólf mán- aða tímabili var á Irlandi 6,0% og í Lúxemborg 4,3%. Verðbólgan var minnst, 1,0%, í Bretlandi, og 1,3% í Svíþjóð. Eurostat, hagstofa Evrópusam- bandsins, hefur endurskoðað vinnu- reglur við framsetningu, birtingu og afstemmingu á samræmdri vísitölu neysluverðs. Við það hafa vísitölur, vogir og verðbólgutölur þessa árs verið leiðréttar fyrir nokkur lönd, þ.á m. ísland, sem og samtölur vegna Evru-svæðisins, ESB og EES. Leiðréttingin felur í sér 0,3% hækkun á samræmdu vísitölunni fyrir Island. Samræmd vísitala neysluverðs er reiknuð af hagstofum EES-ríkja í hverjum mánuði. Munurinn á sam- ræmdu vísitölunni og íslensku neysluverðsvísitölunni er fyrst og fremst sá að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Verðbólga í nokkrum ríkjum Breyting samræmdrar neysluverðs- vísitölu frá ág. 1999 til ág.2000 Irland Lúxemborg 4,3% Spánn 4,0% Grikkland 3,8% — ísland 3,8% Belgía 3,7% Portúgal 3,7% Bandaríkin 3,4% Finnland 3,4% Holland* 3,2% Noregur 3,1% Danmörk 2,8% Ítalía 2,7% Þýskaland 2,4% Frakkland* 2,1% Sviss 2,1% Austurríki* 1,9% Svíþjóð 1,3% Bretland 1,0% Japan -0,8% Meðalt. EMU* Bi-Slt' 2,7% Viðsk.lönd** 2,5% Meðalt. ESB* 2,4% Meðalt. EES* HBl 2,4% ' Bráðabirgðatölur " Skv. gengisvog Seðlab. Ist I EES ríkjum er miðað við samræmda evrópska neysluverðs- vísltðlu en í Bandar,, Japan og Sviss við neysluverðsvísitðlur. ÓÁÞREIFANLEGAR EIGNIR (INTELLECTUAL CAPITAL / KNOWLEDGE MANAGEMENT) MG Annie Brooking er einn frumkvöðla á sviði vitsmunalegs auðs. Sérfræðisvið hennareraukið bókfært virði fyrirtækja, vegna óáþreifanlegra eigna. Á því sviði hefur hún þróað Draumamiðann, aðferð sem gerir fyrirtækjum kleift að meta stöðu sína með tilliti til breytilegra markaða, innra skipulags og mannlegra og vitsmunalegra auðlinda. Matið er síðan undirstaða þróunar og breytinga á þessum auðlindum. Hefur þessi aðferð t.d. aukið möguleika nýrra hugbúnaðarfyrirtækja á að fá fjárfesta úr 1% í 13%. Annie hefur unnið í hátæknigeiranum í 30 ár, sem kennari í tölvunarfræði hjá South Bank University, Brunel University og fleirum. Hún var stofnandi og forstöðumaður háskólatengds rannsóknarseturs um þróun gervigreindar fyrir iðnað, vöruþróunarstjóri hjá Sun Microsystems, markaðsstjóri Symbolics Inc. og ráðgjafi hjá MAXWEST, en starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Hún vinnur við að meta hugbúnaðarfyrirtæki fyrir fjárfesta í Evrópu og Bandaríkjunum. Annie skrifaði bækurnar Intellectual Capital, Intellectual Capital - Core Asset for the Third Milennium Enterprise og Corporate Memory - Strategies for Knowledge Management, auk fjölda greina. Þann 6. desember, kl. 09.00 - 17.00, stendur Stjórnendaþjálfun Gallup fyrir námskeiði með Annie Brooking. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: • Átti sig á mikilvægi og hlutverki óáþreifanlegra eigna í fyrirtækjum í dag • Hanni Draumamiðann fyrir tiltekið markmið fyrirtækisins • Beri kennsl á mikilvægar þekkingarstöður innan fyrirtækisins • Undirbúi aukna þekkingarmiðlun innan fyrirtækisins • Beri kennsl á hvaðan þekking sprettur upp innan fyrirtækisins og hvað gleypir hana Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og vinnuverkefnum. Vegna verkefnanna er æskilegt að það séu tveir þátttakendur frá hverju fyrirtæki. Þátttökugjald er 40.000 kr., veitingar og námsgögn innifalin. Hámarksfjöldi þátttakenda er 26 manns. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Hrönn Pétursdóttur, netfang hronn@img.is eða sími 540-1000. Vertu í þjálfun Stjórnendaþjálfiin Gallup Hagnaður Hampiðj- unnar146 milljónir kr. HAGNAÐUR Hampiðjunnar og dótturfélaga var 146 milljónir króna fyrstu 9 mánuði þessa árs. Rekstrar- tekjur samstæðunnar voru 1.714 milljónir króna. Rekstrargjöld voru 1.603 milljónir króna og hagnaður án fjármagnsgjalda og fjármunatekna var 111 milljónir króna. Sambærileg- ur hagnaður í 6 mánaða uppgjöri fyr- irtækisins var 97 milljónir króna og 93 milljónir fyrir allt árið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Hampiðjunni hf. voru fjármagns- gjöld og fjármunatekjur neikvæð sem nemur 51 milljón króna. í 6 mánaða uppgjörinu var þessi liður neikvæður um 26 milljónir króna og hefur því versnað um 25 milljónir króna og stafar það af lækkun ís- lensku krónunnar. Hagnaður íyrir aðrar tekjur og gjöld var því 60 millj- ónir króna. Aðrar tekjur og gjöld voru 153 milljónir króna. Hagnaður fyrir tekju- og eigna- skatt var 213 milljónir króna. Tekju- og eignaskattur var 68 milljónir króna og hagnaður Hampiðjunnar fyrstu 9 mánuði þessa árs var þannig 146 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að heildartekjur þessa árs verði um 2.200 milljónir króna sem er 47% aukning á milli ára, en heildartekjur síðasta árs voru 1.495 milljónir króna. ------*-+-*----- Tap OZ.COM 864 millj. kr. TAP OZ.COM fyrstu níu mánuði ársins var tæplega 9,8 milljónir bandaríkjadala, eða um 864 milljónir króna, en á sama tímabili í fyrra var tapið 1,9 milljón bandaríkjadala, eða um 170 milljónir króna. Heildartekj- ur fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins námu tæplega 5,3 milljónum bandaríkjadala, eða 464 milljónum króna, en voru 295 milljónir króna fyrir sama tíma árið 1999. Þetta er aukning upp á 57,5%. Tap á rekstri OZ.COM á þriðja ársfjórðungi þessa árs varð 278 milljónir króna fyrir afskriftir og fjármagnsliði, að því er fram kemur í upplýsingum fyrirtækisins um af- komuna á þriðja ársfjórðungi ársins 2000. Þar kemur fram að tekjur fé- lagsins á tímabilinu námu ríflega 1,9 milljónum bandaríkjadala, eða um 172 milljónum króna, sem er tæp- lega tvöföldun tekna frá sama tíma í fyrra. ------♦-+-♦----- GPRS hjá Landssímanum um áramót STEFNT er að því að GPRS-tæknin, þráðlaus sítenging við Netið í gegn- um GSM-síma, verði tilbúin hjá Landssíma íslands öðru hvorum megin við næstkomandi áramót, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, for- stjóra fyrirtækisins. Hann segir að byrjað sé á uppsetningu nauðsynlegs búnaðar í símstöðvum. „Vandræðin við allar þessar fram- farir í símamálunum eru þau að þeim fylgja kaup á nýjum símum,“ segir Þórarinn. „Þetta á einnig við um GPRS-tæknina. Markaðurinn fyrir þessa þjónustu er því lítill í upphafi, annars vegar vegna þess að lítið er til af tækjum, og hins vegar vegna þess að fáir hafa tekið þessa tækni upp. Við eigum því ekki von á að mik- il eftirspurn verði eftir þessari þjón- ustu fyrr en á næsta ári.“ ••• •$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.