Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 32

Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ LISTIR Hamrahlíðarkórinn á lokatónleikunum í tónleikaröð Tónskáldafélags Islands Frumflutt verk eftir Hildig’unni Rúnarsdóttur ÍSLENSK kórtónlist frá síðustu tveimur áratugum tuttugustu aldar er á efnis- skrá lokatónleikanna í þriðju og síðustu tónleik- aröð Tónskáldafélags ís- lands í Listasafni Islands kvöld, þar sem Hamrahlíðar- kórinn syngur undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórinn flytur tónsmíðar eftir tíu íslensk tónskáld, elsta verkið er sam- ið árið 1981 og hið yngsta 1999; Nú skil ég stráin eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Það verk verður frumflutt á tónleikunum í kvöld en Hildigunnur skrifaði það við ljóð eft- ir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fyrir systur sína, Hallveigu Rún- arsdóttur, sem syngur einsöng, og Hamrahlíðarkórinn. Á efnisskránni eru einnig tvö lög sem nú verða flutt í fyrsta sinn á tónleikum; lög Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok og Enginn grætur Islending. Lögin vom samin fyrir Hamrahlíðarkórinn 1993 og frumflutt í leikritinu Ferða- lokum eftir Steinunni Jóhannesdóttur sama ár. „Ferðalok era eitt frægasta ástarljóð íslenskra bók- mennta sem varla nokkur maður hefur haft dirfsku til að tónsetja,“ segir Þorgerður og fagnar því að fá tækifæri til að flytja það á tónleik- um. Þá verða flutt verkin Brot eftir Þorkel Sigurbjömsson, Örvænting eftir Hauk Tómasson, Ungæði - Vet- ur eftir Karólínu Eiríksdóttur, Kvöldvísur um sumarmál eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Haust - Þögn - Vor eftir Jón Nordal, Afmorsvísa eftir Snorra Sigfús Birg- isson, Limrur eftir Fjölni Stefánsson og íslenskt rapp (Rondo fantastico VI) eftir Atla Heimi Sveinsson. Þorgerður segir hugmyndina að Hamrahlíðarkórinn syngur í Listasafni Islands í kvöld. Myndin er tekin af hluta kórsins á æfingu fyrr á þessu ári. tónlistarhátíð Tónskáldafélags ís- lands, íslensk tónlist á 20. öld, stór- kostlega og dáist að stjóm Tón- skáldafélagsins fyrir að hafa gert hana að veraleika. „Mér finnst það mjög magnað af þeim,“ segir hún. Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður era einu flytjendurnir sem hafa tekið þátt í öllum þremur tónleikaröðum hátíðarinnar. „Kórinn tók að sér fyr- ir ári að flytja tónverk sem að ein- hveiju leyti sýndu þróunina í ákveð- inni tegund kórtónlistar liðinnar aldar,“ segir hún og bætir við að verkefnavalið hafi í flestum tilfellum verið einskorðað við tónlist verald- legs eðlis og án hljóðfæra og til þess að gefa sem breiðasta mynd af tíma- bilinu hafi styttri tónsmíðar haft for- gang. Tónleikarnir í Listasafni Islands hefjast kl. 20 í kvöld og era á dag- skrá Reykjavíkur - menningarborg- ar Evrópu árið 2000. Einkasafn Berg- gruens selt þýska ríkinu ÖRYGGISVÖRÐUR sést hér standa milli verkanna Gulu peys- unnar og Konu í stól, sem eru tvö þeirra verka spænska listamanns- ins Pablos Picassos sem finna má á Stuehler Bau, einkasafni Þjóð- verjans Heinz Berggruens. Metið á fimmtán millj- arða íslenskra króna Um eitt hundrað og þrettán málverk og skúlptúra eftir lista- menn á borð við Picasso, Klee og van Gogh er að finna í einka- safninu, sem þýska fjármálaráðu- neytið hefur nú samþykkt að kaupa. Safn Berggruens, sem hingað til hefur verið að láni hjá Berlín- arborg og er metið á fjögur hundruð milljónir marka eða rúmlega fimmtán milljarða ís- lenskra króna, mun þar með verða eign þýska ríkisins. Háskólatónleikar í Norræna húsinu HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudag, kl. 12.30. Þórann Elfa Stefánsdóttir syng- ur við undirleik Evu Þyriar Hilmarsdóttur. Á dagskránni eru verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, C. Armstrong Gibbs og C.V. Stanford. Þórunn Elfa Stefánsdóttir nem- ur við Söngskólann í Reykjavík en Eva Þyri Hilmarsdóttir nemur píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Báðar munu þær ljúka lokaprófum á vori komanda. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskír- teina. jKjyi-2000 / Þridjudagur 21. nóvember LISTASAFN ÍSLANDS KL. 20 íslensk kórtónlist - Hamrahlídarkór- inn Lokatónteikar þriðja og síðasta hluta hátíðar Tónskáidafétagsins, sem hófst 18. október og lýkur 21. nóv- ember. Hátíðin hefur verið tiieinkuð tónsmíðum frá 1985 og til aldarloka. Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Á efnisskrá er íslensk kórtónlist frá síðustu tveimur áratugum. Ljósadýrð MYNDLIST & HÖNNUN Listasafn ASf, Ásmundarsal LJÓSAHÖNNUN Lovorka Banovic, Monna Blegvad, Aleksej Iskos, Igor Kolobaric, Hans E. Madsen, Aðalsteinn Stefánsson, Carlo Volf & Janne 0hre. Til 3. des- ember. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. LJÓSASÖGUR er sýning í Lista- safni ASÍ sem Hönnunarsafn Islands í Garðabæ styrkir í samráði við Raf; hönnun, EPÁL og Samskipti ehf. í skemmstu máli fjallar sýningin um lýsingu og ljós af hvers konar toga. Jafnframt því að vera titill sýning- arinnar er Ljósasögur - eða Lysfor- tællinger eins og heitið hljómar á dönsku -félagsskapur sem stofnaður var nákvæmlega fyrir þremur árum, eða í nóvember 1997. Á hverju ári set- ur hópurinn saman eina sýningu í Danmörku, sem síðan fer á flakk til annarra landa. Ljósasögur hefur höfuðstöðvar sínar í Danmörku en meðlimimir era af ýmsu þjóðerni eins og nöfn hönn- uðanna bera með sér. Ávarp þeirra eða „manifest" er dæmigert fyrir þessa breidd. Þátttakendurnir segj- ast vera í könnunarleiðangri á svæði þar sem fátt sé um takmörk. Frá hinu þekkta halda þeir á vit hins óþekkta og láta kylfu ráða kasti um afleiðing- amar. Nýjar gátur geta af sér form sem leita tilgangs sem heimtar nýtt form. Sýningar Ljósasagna era við- komustaðir á ferðalagi þessara stöð- ugt Ieitandi listamanna. Með sýningum sínum hefur hópur- inn smám saman haslað sér völl og framleiðendur hafa bragðist við með að snara nokkram hugmyndum af hverri sýningu á markað. Þannig virka sýningar hópsins sem hug- myndabanki fyrir framleiðendur, og svo virðist sem þar með hafi slíkum hönnunarsýningum hlotnast nýtt Ljósmynd/Halldór B. Kunólfsson Islendingurinn Aðalsteinn Stefánsson er einn af at- hyglisverðum listamönnum sem taka þátt í sýning- unni Ljósasögur, í Listasafni ASÍ. hlutverk með við- snúningi á sjálfu framleiðsluferl- inu. I staðinn fyrir að hönnunarfyrir- tæki sýni væntan- legum neytendum framleiðslu sína taka hönnuðirnir af skarið og sýna tilraunir sínar mögulegum fram- leiðanda í von um að sá hinn sami falli fyrir tilraun- inni og taki hana til framleiðslu. Um leið skapast mun meiri eftir- vænting í tengsl- um við viðkom- andi sýningu. Verkin sem þar era til sýnis era ekki naglrekin heldur sjá gestir tillögur að ljósum sem þeir geta sjálfir tekið af- stöðu til á fram- stigi hönnunarinn- ar. Ef til vill er hér kominn vísir að nýrri tegund sýninga þar sem lista- menn gefa tóninn að verki fremur en fullgert verk. Það hefur oft hvarflað að okkur nútímamönnum að kominn væri tími til að skilja milli listamanns- ins og framleiðandans, eða öllu held- ur að tími væri kominn til að brjóta upp framleiðsluferli listarinnar til að hverfa aftur til þeirra hátta þegar listframleiðsla var teymisvinna. Heit- ið vísindamaður segir okkur ekki lengur neitt því við spyrjum að bragði að sérþekkingu mannsins. Hví skyldu listamenn sætta sig við minni sérhæf- ingu en vísindamenn, eða hví skyldi arkiteldnn - svo dæmi sé tekið - sætta sig við að aðrir byggi verkið sem hann hefur upp hugsað og útfært á teikniborðinu? Margar spumingar vakna við skoðun þessarar fallegu sýningar, einmitt sem varða takmörk lista og hönnunar, eða öllu heldur, hvar listin tekur enda og hönnunin læðist inn. Eins og ávallt þegar Ijós og lýsing er annars vegar, kvikna til- finningar í tengslum við hugmyndir og ævintýraheimur opnast á mörkum margra vídda. Þannig er sýning Ljósasagna í Listasafni ASI; list fyrir augað, tilfinningamar og hugarflug- ið, svo allar gáttir opnast í einu og all- ir vegir verða færir. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.