Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fjórar bækur frá Fósturmold
NÝ BÓKAÚTGÁFA, Fósturmold
ehf., sendir frá sér fjórar bækur á
þessu hausti.
Prinsessur eftir Leó E. Löve.
Að sögn höfundar er þessi bók
byggð á reynslu hans sem ungs lög-
fræðings af málum er tengdust kyn-
ferðislegri misnotkun. „Þessari bók
verða ekki gerð skil í fáum orðum.
Hana þarf því annað hvort að lesa
eða láta ólesna,“ segir í kynningu.
Bókin er 203 blaðsíður.
Leiðb. verð: 2.980 kr.
Ferð um ísland 1809 eftir William
Jaekson Hooker í þýðingu Arngríms
Thorlacius. „Þetta er ferðasaga ungs,
bresks grasafræðings, William Jack-
son Hooker, sem hingað kom sum_-
arið 1809 með ensku kaupfari. Á
þessum tíma er breska heimsveldið
sennilega voldugasta riki í Evrópu,
en ísland að sama skapi einhver af-
skekktasti og aumasti útnári hennar.
Þetta er því lýsing heimsmanns á
framandi landi, byggðu frumstæðu
fólki - skítugu, lúsugu, sjúku, trú-
ræknu en svolítið hjátrúarfullu, blá-
fátæku en þó ótrúlega gestrisnu.
Þetta var í stjórnartíð Napóleons og
bandamenn hans Danir áttu í stríði
við Breta. íslendingar voru kúgaðir
af dönskum nýlenduherrum sem
voru í herkví Breta, sem aftur vildu
Rannveig I. E.
Löve
fá að stunda hér verslun. Og mitt í
öllu saman stóð danskur ævintýra-
maður og Englandsvinur, Jörgen
Jörgensen, og kippti í spotta og atað-
ist. Jörundi hefur jafnan verið lýst
sem trúði, en hvemig gat trúðurinn
tekið öll völd í landinu? Hver var fííl-
ið?“
Bókin er 250 blaðsíður. ISBN
9979-60-584-7. Leiðb. verð: 3.980 kr.
Völuspá, Sonatorrek og 12 lausa-
vísur Egils. Þráinn Löve samdi skýr-
ingar við Völuspá. Hér eru nýjar og
byltingarkenndar skýringar á Völu-
spá með gerbreyttum og frumlegum
túlkunum á mörgum atriðum í þessu
merka kvæði. Þráinn Löve, fyrrum
konrektor við Kennaraháskóla Is-
lands, hefur á undanfömum ámm
unnið að þessu verki og setur hér
fram margar kenningar, sem varpa
ljósi á torskilin atriði og gera kvæðið
allt ljóslifandi.
Sonatorrek og 12 lausavísur EgOs.
Margar af vísum Sonatorreks em
hér skýrðar betur er fyrr hefur tekist
og verður kvæðið hér samfelld heild
með rökréttri stígandi alit til enda.
Bókin er 225 blaðsíður.
ISBN 9979-60-585-5. Leiðb. verð:
2.980 kr.
Myndir úr hugskoti eftir Rann-
veigu I.E. Löve. Rannveig, sem varð
80 ára á síðasta sumri, er elst 15
systra sem kenna sig við Réttarholt í
Sogamýri í Reykjavík.
I þessari bók rifjar hún upp atvik
úr ævi sinni, bregður upp myndum af
atvinnu- og lifnaðarháttum þess tíma
sem hún var að alast upp og segir frá
því hvernig hún braust til mennta á
krepputímum.
I bókinni segir hún frá baráttu við
berklaveikina, sem lagði svo ótal
margt ungt fólk að velli. Sjálf var hún
höggvin, eins og kallað var og sigrað-
ist á berklunum.
Hún segir frá brautryðjandastarfi
sínu sem sérkennari og lýsir á lifandi
hátt þeirri lífsbaráttu sem hún þurfti
að heyja til þess að komast af og búa í
haginn fyrir komandi tíma.
Bókin er 320 blaðsíður. ISBN
9979-60-582-0. Leiðb. verð: 4.980 kr.
LeóE.
Löve
TOJVLIST
Dómkirkjan
KÓRTÓNLEIKAR
Tónlistardagar Dómkirkjunnar.
Verk eftir Grieg, Bmckner, Saint-
Saens, Alain, Dvorák og Fauré.
Margrét Bóasdóttir sópran, Berg-
þór Pálsson barýton; Anna Guðný
Guðmundsdóttir, pianó;
Dómkórinn undir stjórn Marteins
H. Friðrikssonar. Laugardaginn
18. nóvember kl. 17.
MIKIL aðsókn var að tónleikum
Dómkórsins á laugardaginn og hvert
sæti skipað hlustendum, jafnt uppi
sem niðri. Því miður drekkti mann-
fjöldinn um leið því litla af auknum
eftirhljómi sem náðst hefúr með und-
anfömum endurbótum á kirkjunni
innan stokks, og voru hvorki kór- né
einsöngvarar par öfundsverðir af því
að þurfa að syngja við álíka gjöfulan
hljómburð og gæfist í vörulager
svampdýnuframleiðanda. Kraftur og
hljómfylling koma við slíkar aðstæður
að litlu haldi; aðeins fágun og ná-
kvæmni skila sér þokkalega, enda
virtist stjómandinn gera sér ljóst,
bæði í verkefnavali og túlkun, hvað
hljómlistarflutningur í höfuðkirkju
landsmanna er alvarlegum takmörk-
unum háður. Raunar mætti taka svo
djúpt í árinni að fullyrða, að Dóm-
kirkjan verði hvað hljómburð snertir
aldrei viðunandi hljómlistarhús, og í
engu samanburðarhæft við fjölda
þeirra sóknarkirkna prófastsdæmis-
ins sem standa nú að mestu ónýttar
utan messutíma eftir tilkomu Salarins
á Digranesi.
Vel kann að vera að undirritaður sé
viðkvæmari að þessu leyti en gengur
og gerist. En sömuleiðis er eins lík-
legt, að fjöldi þeirra sem fylltu
kirlquna umrætt síðdegi og meta
hljómburð mikils hafi látið þau sjón-
Kyrrlát-
ur náðar-
geisli
armið þoka íyrir öðrum. Alltjent var
af miklum og hlýjum undirtektum
áheyrenda ekki annað að sjá en að
menn hefðu mikla ánægju af flutn-
ingnum, þó að íyrir þeim sem hér rit-
ar hafi hljómleysið sett verulegt strik
í tónlistarupplifúnina. Örh'til bót í máli
hefði kannski verið að vandaðri tón-
leikaskrá sem segði hlustendum írá
höfundum og verkum, og hefði hugur
áheyrenda þá ugglaust beinzt eitt-
hvað frá fyrrgreindum vanda, en því
var ekki að heilsa.
Hið stutta a cappella kórverk Ave,
maris stella eftir „Edward" Grieg
(eins og tónleikaskráin vildi enska
hann) er meðal örfárra kórverka
Griegs fyrir blandaðan kór. Dómkór-
inn virtist þar heldur daufur og jafnvel
svolítið hniggjam í inntónun, og hélzt
það áfram í Locus iste Bruckners næst
á eftir, þrátt fyrir fallega fíngert niður-
lag. Það var ekki fyrr en kom að ís-
lenzkum texta, í Drottinn ég er þess
ekki verður eftir Camiile Saint-Saéns,
að hljómurinn tók að opnast og kórinn
fór að nálgast sitt bezta.
Margrét Bóasdóttir söng tæran og
fallegan einsöng í Vocalise Dorienne -
Ave Maria eftir Jehan Alain, en varla
með þeirri markvissu mótun er þyrfti
til að gæða verkið spennu, og svipað
gilti um hljómmikinn söng Bergþórs
Pálssonar í Drottinn er minn hirðir
eftir Antonin Dvorák, er var mikið til
eins út í gegn. Píanóleikur Önnu Guð-
nýjar Guðmundsdóttur var í sam-
ræmi við sönginn og fremur til hlés,
en þó áferðarfallegur.
Píanóið gekk í skarð kammersveit-
ar í hinni hálftíma löngu Sálumessu
Gabriels Fauré sem var síðust á dag-
skrá, og hefði vissulega verið fróðlegt
að geta lesið sér til í betur frágenginni
tónleikaskrá um hvaðan sú útgáfa
væri runnin, hafí ekki einfaldlega ver-
ið leikið upp úr píanóútdrætti fyrir
kóræfingar. Enda þótt kórinn sé í for-
grunni í frumgerð tónskáldsins og
píanóparturinn væri ágætlega út-
færður af Önnu Guðnýju væri samt
synd að segja að slaghörpuútdráttur-
inn megnaði að lyfta verkinu upp á
sama plan og hljómsveitarfrumgerð-
in, ekki frekar en vélritaður texti
megni að vekja sömu áhrif og listfeng
skrautskrift. Þetta var dáhtið svipað
því að skoða regnboga af svart-hvítri
Ijósmynd.
Hraðaval stjórnandans verkaði oft í
hægara lagi, en trúlega hefur þó
mestu um ráðið skraufþurr akústíkin,
sem sló á dauðaþögn um leið og hverri
hendingu lauk. Einsöngvaramir tveir
stóðu sig með mestu prýði, þótt ekki
virtust þeir ýkja innblásnir af ómvist-
inni, og lái þeim hver sem vill. Kórinn
hlaut í stöðunni sem fyrr sagði að
leggja mest upp úr fágun, nákvæmni
og innileika. Tókst honum víða mjög
vel upp með tærum og vel sammótuð-
um söng í góðu jafnvægi, þrátt fyrir
helzti mikla yfirvikt í sópran og svolít-
ið afturreigingslega tenóra í Requiem
aetemam. Þökk sé textaúrvinzun tón-
skáldsins á Dies irae-þættinum er hin
htla perla Faurés að mestu á ljúfari
nótunum, enda hefðu meiriháttar
efstadagsátök við þessar aðstæður,
og með píanói einu til stuðnings, tæp-
lega komið vel út. En fíngerð fágun
síðrómantíska meistarans, kannski
svipfegurst í In paradisum-lokaþætt-
inum, skilaði sér Ijómandi vel í tján-
ingu Dómkórsins og yljaði hlustend-
um um hjartarætur á hráköldu
árvetrarkvöldi líkt og kyrrlátur náð-
argeisli af himnum ofan.
Ríkarður Ö. Pálsson
Nýr fíðlukonsert
TÖNLIST
Geislaplötur
HAUKURTÓMASSON
Haukur Tómasson: Konsert fyrir
fiðlu og kammersveit (1997), Ár-
hringur (1994), Spírall (1992),
Stemma (1997). Jón Ásmunds-
son: Stemma (hljóðritað 1966).
Einleikur: Sigrún Eðvaldsdóttir
(fiðla). Hljómsveit: Caput En-
semble. Hfiómsveitarstjóri: Guð-
mundur Oli Gunnarsson. Heild-
artími: 70’28. Útgefandi:
Grammofon AB BIS (BIS-
CD-1068).Verð:kr. 1.799.
Dreifíng: Japis.
ROBERT von Bahr er stofn-
andi og aðaleigandi sænsku
plötuútgáfunnar BIS, smáfyrir-
tækisins framsækna. Nú á dög-
um er BIS orðið eitt virtasta
plötufyrirtæki heims enda er
útgáfan þekkt fyrir vönduð
vinnubrögð, góða tæknivinnu og
vandaðan tónlistarflutning. Verk-
efnavalið hjá BIS er afar fram-
sækið og oft veltir maður því fyr-
ir sér hvernig fyrirtækið þorir að
taka þá áhættu sem felst í því að
grafa upp gleymd tónskáld og
hljóðrita jafnvel heildarútgáfu á
tónlist þeirra. Ekki er það síður
mikilvægt að þeir skuli gefa út
verk yngri tónskálda sem risarn-
ir á markaðnum líta ekki við.
Meira að segja tónskáld frá jað-
arsvæðum eins og Islandi og
Færeyjum ná eyrum BIS. Robert
von Bahr hlaut Fálkaorðuna árið
1996 og hafa ýmsir hlotið hana af
minna tilefni.
Nú hefur litið dagsins ljós nýr
geisladiskur frá BIS með tónlist
Hauks Tómassonar. Áður hefur
BIS hljóðritað óperu Hauks,
Fjórða söng Guðrúnar, og fékk
sú útgáfa mikið lof gagnrýnenda
erlendis (BIS-CD-908) enda þyk-
ir verkið mjög áhugavert og til
útgáfunnar vandað í alla staði.
Svo er og um þennan nýja disk,
hljóðfæraleikur er með ágætum
og upptakan prýðileg en sárlega
vantar aðgengilegra lesefni til
skýringar. Þegar maður fær í
hendur tónlist sem maður hefur
aldrei heyrt áður og hún reynist í
ofanálag strembin í meira lagi, þá
eru góðar og skýrar upplýsingar í
textahefti alveg bráðnauðsynlegt
haldreipi. Texti Atla Ingólfssonar
krefst talsverðrar undirstöðu-
þekkingar í tónlistarfræðum og
mér er til efs að hann nýtist hin-
um almenna hlustanda til að
skilja það sem hér fer fram. Und-
irritaður er ýmsu vanur í þessum
efnum en þegar um er að ræða
tónlist eins og þessa er þörf á að-
gengilegri skýringum. Og á ís-
lensku, takk. Þegar bæði höfund-
ur skýringartexta, tónskáldið og
flytjendur eru íslenskir finnst
mér ekki til of mikils mælst að
lesefnið sé einnig skrifað á ís-
lensku. Lausleg athugun á BIS-
diskum í safni mínu leiddi í Ijós
greinilega tilhneigingu BIS-
manna til að notast við móðurmál
tónskálds í skýringartextum:
Skalkottas (gríska), Tubin (eist-
neska), Kokkonen, Aho og Sibel-
ius (finnska), Holmboe, Gade og
Nielsen (danska) og Jón Leifs (ís-
lenska) o.s.frv. Þannig að for-
dæmið er líka fyrir hendi.
Að mínu mati ber Konsertinn
fyrir fiðlu og kammersveit frá
1997 höfuð og herðar yfir annað
sem hér er flutt. Tónmálið í þessu
verki er einnig hvað aðgengileg-
ast og skýrir það e.t.v. þessa
skoðun. Ekki verður heldur litið
framhjá frábærum fíðluleik Sig-
rúnar Eðvaldsdóttur sem breytir
öllu í gull sem hún kemur nálægt.
Óbrigðult tóneyra, framúrskar-
andi tækni og einstök tilfinning
fyrir framvindu hlýtur að skipa
Sigrúnu í fremsta flokk fíðluleik-
ara. Þetta heyrist glögglega í
mínímalískum öðrum kafla
konsertsins sem tónskáldið kýs
aðeins að nefna II og er glettu-
kafli (held ég) - eins konar eilífð-
arvél (perpetuum mobile). Yfir-
bragð hæga kaflans (III) er
íhugult frekar en ljóðrænt. I ein-
leikslínu fiðlunnar er sem leikið
sé af fingrum fram og hér fer
Sigrún á kostum. Taktfastur
lokakaflinn er bráðskemmtilegur
og reynir augljóslega verulega á
alla hlutaðeigandi og ekki síst á
einleikarann sem gerir gott betur
en að rísa undir væntingum.
Eg verð að segja eins og er að
ég veit ekki hvert Haukur stefnir
í verkunum Árhringur (1994) og
Spírall (1992). Og ekki bætir úr
skák að hann skuli aðeins nefna
hina einstöku kafla verkanna með
rómverskum tölum. Eru góðu
gömlu ítölsku heitin ekki lengur
nothæf til að lýsa samtímatón-
list? Spyr sá sem ekki veit. Ár-
hringur er í fjórum númeruðum
köflum (I - IV) sem segir í sjálfu
sér ekkert um innihald eða
markmið. Spírall er í sjö köflum
(I-VII) og er sama marki brennd-
ur, leiðin sem er farin er óljós og
leiðarendi óviss. Kannski er það
ætlun höfundar. Ef hann er hér
að beita einhverjum úthugsuðum
tónfræðilegum brögðum þá ná
þau því miður ekki til mín og
skýringar Atla Ingólfssonar um
hljómagang sem þróast eins og
spíralhreyfing eru því miður of-
vaxnar skilningi mínum. Hins
vegar má vel dást að framúrskar-
andi hljóðfæraleik Caput-hópsins
og snarpri hljómsveitarstjórn
Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Lokaverkið á diskinum heitir
Stemma (1997). Þar er uppbygg-
ing hinnar fornu stemmu sett í
óvænt samhengi samtímatónlist-
arinnar en djúpt er á frumgerð
stemmunnar sem kvað heyrast
sem snöggvast um miðbik verks-
ins. Þetta verk hreif mig því mið-
ur ekki.
Það sem upp úr stendur er
vandaður hljóðfæraleikur Caput-
hópsins undir stjórn Guðmundar
Óla Gunnarssonar, snilld Sigrún-
ar Eðvaldsdóttur í einleikshlut-
verkinu og býsna áhugaverður
fiðlukonsert.
Valdemar Pálsson
Steinninn gnði o g glæpalýðurinn
KVIKMYNDIR
Stjörnubíó
SNATCH ★★★
Leikstjóri og handritshöfundur
Guy Ritchie. Tónskáld John
Murphy. Kvikmyndatökustjóri
John Maurice-Jones. Aðal-
leikendur: Jason Statham, Robby
Gee, Dennis Farina, Rade Serb-
edzija, Vinnie Jones, Brad Pitt,
Benicio Del Toro, Aian Ford.
Sýningartími 100 mín. Bresk.
Columbia. Árgerð 2000.
FYRSTA myndin hans Guy
Ritchie, Lock, Stock, and Two Smok-
ing Barrels (’98), var upprifin, há-
bresk. Sannkölluð Tarantino-æfing,
því enginn getur fengist lengur við
kolsvartar, vanstilltar glæpakóm-
edíur eftir Pulp Fiction og Reservoir
Dogs, nema að vera kenndur við
bandaríska kvikmyndaskáldið. Hvort
sem það er sanngjamt eður ei. Mynd-
imar hans Ritchie eru engu að síður
jafnmikill afrakstur vinnunnar sem
leikstjórinn/handritshöfundurinn
hafði gert á tónlistarmyndbandasvið-
inu.
Lock... var dálítið óvænt úr þessari
átt, tryllt og full af skoplegu ofbeldi,
urmull persóna, sem velktust dáh'tið
hver fyrir annarri, kom við sögu.
Ekki bætti úr skák að helftin af leik-
urunum voru einslitir, óþekktir
Lundúnabúar, talandi sína óskiljan-
legu cockney-mállýsku. Nýja myndin,
hans, Snatch, er mikið betri. Fyndn-
ari, hraðari og Ritchie gætir þess að
„marka“ hveija og eina persónu, gefa
þeim líf og einkenni með tilsvörum og
látæði. Söguþráðurinn er þó náskyld-
ur í báðum myndunum og uppbygg-
ingin á svipuðum nótum. Bakgrunn-
urinn em undirheimar Lundúna, eftir
að myndin hefst í ósvífnu demanta-
ráni í Belgíu. Þjófamir hafa risa-
gimstein uppúr krafsinu og vilja allir
koma höndum yfíur djásnið.
Inn í söguna af veraldarvolki dem-
antsins fléttast saga af tveimur vinum
sem stunda ólöglegan hnefaleika-
rekstur. Undirheimahöfðinginn Brick
Top (Alan Ford) fær þá til að koma á
bardaga þar sem annar keppandinn á
að liggja í valnum í fjórðu lotu. Félag-
arnir fá óheflaðan sígaunastrák (Brad
Pitt) til að taka að sér hlutverk þess
sem á að tapa, en hann er ekki á þeim
buxunum og allt stefnir í óefni.
Sem fyrr segir kynnir Ritchie til
sögunnar urmul persóna, þær era
hver annarri spaugilegri og vel leikn-
ar. Bestir eru Brad Pitt, í makalaust
góðu formi, með óskiljanlegan, írskan
sígaunaframburð, allur hinn tætings-
legasti, og Dennis Farina, sem frænd-
inn, glæpakóngurinn í New York,
sem hefur augastað á steininum góða.
Benicio Del Toro er einnig dágóður
sem Fjórfingraði Frank, Vinnie Jon-
es heftir hrikalegt skálksútlitið með
sér og Aian Ford er með illilegri
mönnum sem sést hefur á tjaldinu, og
dágóður leikari að auki. Rúsínan í
pylsuendanum er Rade Serbedzija
(Fyrir regnið), sem sýnir á sér |
spaugilegri hliðina, sem harðsoðinn, ?
rússneskur mafíósi. Þá er ógetið
þriggja, þeldökkra lúða, sem í for-
heimsku sinni og seinheppni minna á
The Three Stooges og aðra slíka
spaugara. Ritchie missir sjaldan tök-
in á þessum litríka mannskap og skil-
ar af sér meinfyndinni svarta-
gallskómedíu þar sem ofbeldið er
fyndið og glæpirnir gamanmál.
Sæbjörn.V.aldimarsson