Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 41

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Aflagðir hlutir“ MYNDLIST Sýningarsalurinn Man MYNDVERK PÉTUR GUÐMUNDSSON Opið á túna verslunarinnar og milli 14-18 á sunnudögum. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er fátítt, hafí það yfirhöfuð gerst, að rýnirinn hefji skrif sín á því að minnast á sýningu á sama stað á undan. En hér knýr nauðsyn að vekja nokkra athygli á, meður því að nýafstaðin sýning Eyjólfs Einars- sonar, telst ótvírætt eitt kraftmesta framlag hans til íslenzkrar mynd- listar til þessa, jafnframt féllu verkin betur að rýminu en sést hefur á staðnum í annan tíma. Og þó gekk sýningin merkilega hljóðlátlega hjá og þar liggur hundurinn grafinn, eitthvað að hjá fjölmiðlum, söfnum og listunnendum þegar slfkt getur gerst um rismikinn framníng virts og gróins myndlistarmanns. En það gerir trúlega síbyljan og andvara- leysið sem henni fylgir, sýningar í skyndi illa grunnaðar og fljótfærnis- lega fram settar, sem sagt list í hvelli. Allt lagt í upphafið en minna skeytt um framhaldið sem þó er mik- ilvægast; að styðja við bakið á öllu því sem hefur grunnaðan og sterkan undirtón í allri þessari ringulreið yf- irborði og hyglisýki sem einkennir tímana... Þetta sett fram hér, vegna þess að brigðin við að sjá næsta framlag í salnum voru svo mikil, sem er frum- raun ísfirðingsins Péturs Guð- mundssonar í Reykjavík. Gerandinn hefur fengist við húsamálun og sjó- mennsku á staðnum, stúdent frá MA 1971, nam við MHÍ 1972-96. Mikill áhugamaður um framgang mynd- listar á staðnum, einn af stofnendum Myndlistarfélagsins á ísafirði og um leið þátttakandi í mótun Slunkaríkis og listaskóla Rögnvalds Ólafssonar, sem starfar í Edinborgarhúsinu á Isafirði. Allt frábærir hlutir en hins vegar sýnist eitthvert alvöru- og stefnuleysi ríkjandi þáttur í sjálfri myndsköpuninni enn sem komið er. Viðfangsefnin eins og tuggin upp eft- ir öðrum hvort heldur í skúlptúr sem Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Jarðandinn, 2000. málverki, lausnir full auðveldar og ósannfærandi. Grunar mig að Pétur sé að byrja aftur í myndlistinni eftir nokkuð hlé eða slitrótta iðkun henn- ar og hafi enn ekki náð að fóta sig á þeirri hálu braut. Satt að segja afar erfitt að átta sig á og meta hvert stefnir eftir tvö innlit á sýninguna, vel því þann kostinn að bíða átekta... Bragi Ásgeirsson Fjarstæðu- kennd kímni KVIKMYJVDIR Laugarásbíó DROWNING MONA*^ Leiksijóri: Nick Gomez. Handrit: Peter Steinfeld. Aðalhlutverk: Danny DeVito, Bette Midler, Neve Campbell, Jamie Lee Curtis, Casey Affleck, William Fichtner og Peter Dobson. Bandaríkin 2000. MÓNA kerlingin deyr, og öllum er sama. Og meira er að flestir eru bara fegnir að losna við skassið það, sem öllum var til ama. Þó verður að rannsaka hvernig dularfullan dauð- daga hennar bar að garði, og það kemur í hlut lögreglustjóra smábæj- arins, Mr. Rath, sem Danny DeVito leikur, en hann er einnig framleið- andi þessarar kvikmyndar. Það er örugglega hin fjarstæðu- kennda og oft og tíðum ferska kímni sem hefur heillað DeVito við lestur handritsins, en hann hefði kannski átt að rýna betur í það, eða bara leik- stýra myndinni sjálfur. Myndin er nefnilega full brokk- geng, bæði í húmor og stfl, og ef bet- ur hefði verið haldið á spöðunum hefði mátt gera hér betri mynd. Sér- staklega er húmorinn stundum ekki í takt við neitt sem maður hefur séð áður, sem er býsna svalt, en heildin virkar bara ekki. Casey Affleck leikur Bobby, til- vonandi tengdason lögreglustjórans og helsta fórnai’lamb Mónu og lítt að- laðandi fjölskyldu hennar. Hann er ekki sérlega skemmtilegur leikari, og persónan hans verður hálfleiðinleg líka, og einhvern veginn er manni nokk sama um þetta allt saman, ég fann hvorki fyrir spennu né forvitni. Margir góðir leikai-ar standa sig mjög vel í þessari mynd. Danny vinur minn DeVito klikkar ekki frekar en fyrri daginn en hann er í mjög yfir- veguðu hlutverki hér. Hin sí- skemmtilega leikkona Jamie Lee Curtis er yndisleg, sjálf Bette Midler leikur Mónu en nær því miður ekki að gera sannfærandi persónu úr henni, Neve Campbell er fín og meira mætti sjást af leikaranum fína Peter Dobson. Myndin er ekki nógu grípandi, en sumir brandaramir eru það óborgan- legir og frumlegir að þeir gera það þess virði að sjá þetta furðuverk. Hildur Loftsdóttir ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 41 Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna IMámstefna um fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins Föstudaginn 24. nóvember n.k. kl. 10:00 -16:00 í Háskóla íslands, Tæknigaröi, Dunhaga 5 Námsstefiia um gerð umsókna og fjármögnun rannsókna- og tækniþróunarverkefna úr rannsóknarsjóðum Evrópusambandsins, ásamt yfirliti yfir rekstur og þátttöku í slíkum verkefnum. Fjallað verður almennt um skilyrði umsókna og hvemig gerð þeirra skuli háttað. Rætt verður um samningagerð vegna veritefha og þann lagagrunn sem þau byggja á, auk þess sem mismunandi samningsform verða skoðuð. Einnig verða tekin fyrir helstu atriði sem huga þarf að í rekstri slíkra fjölþjóðaverkefna og hvaða kröfúr eru gerðar til þeirra af hálfu Evrópusambandsins. Dagskrá: Yfirlit yfir 5. rammaáœtlun ESB Eiríkur Bergmann Einarsson, verkefnisstjóri Evrópumála hjá Rannsóknaþjónustu H.I. t Vmsóknagerð Peter Van Poortvliet, hollenskur sérfrœðingur í gerð Evrópuumsókna • Ferill umsókna og mat þeirra Paul Richardson, framkvœmdastjóri Evrópuverefnisins VMART RA SAMTÖK iÐNAÐARJNS CDil Námsstefnan er öllum opin sem eru að huga að umsóknum í fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins en fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 25 manns. Þátttökugjald er kr. 2.000. Innifalið í þátttökugjaldi er léttur hádegisverður. Tekið er á móti skráningum hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands í síma 525 4900 eða með tölvupósti á eirikur.bergmann@hi.is og er skráningarfrestur til 20. nóvember Rannsóknaþjónusta Rannsóknaþjónusta Háskóla fslands, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Rvk., sími 525 4900, fax 552 8801 netfang evropusamvinna(a)evropusamvinna.is, vefsíöa www.evropusamvinna.is LANCOME PARIS RENERpIE. CONTOUR LIFT Besti stuðningur húðarinnar www.lancome.com RFNFRtUl' 'NTOUR U LANCÓME kynning í dag. Snyrtifræðingur frá LANCÓME kynnir einstaka nýjung sem styrkir stoðvefi húðarinnar svo andlitið fær á sig nýjan blæ. Vertu velkomin(n) til okkar og fáðu sýnishorn af RÉNERGIE CONTOUR LIFT og Rénergie kreminu. Einnig kynnum við nýja ilminn, miracle. Glæsilegir kaupaukar handa LANCÓME viðskiptavinum. Lyf&heilsa Austurstræti, sími 562 9020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.