Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 53

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ __________________________ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 53 UMRÆÐAN Falinn kennaraskort- ur í Hafnarfírði „ Að pissa í skóinn sinn“ Ása Björk Guðni Snorradóttir Kjartansson FRAM hefur kom- ið að Hafnarfjörður státar af góðum ár- angri í ráðningum á kennurum. Nefnt hefur verið að hlut- fall leiðbeinenda sé 3% í skólum Hafnar- fjarðar á móti 10% í skólum Reykjavíkur. Vissulega getur þetta verið rétt og ekki ástæða til að rengja þessar tölur. Hins vegar væri gott að skoða hvers vegna skólar í Hafnarfirði þurfa ekki eins mikið að glíma við kennara- skort og reykvískir skólar. Ekki getur ástæðan verið sú að sá viðbótarsamningur sem kennar- ar gerðu við bæjaryfirvöld sé svo góður. Síður en svo, hann er einn sá lakasti á landinu ef ekki sá lak- asti. Nei ástæðan er sú að þeir kennarar sem starfa í skólum Hafnarfjarðar taka á sig ómælda yfirvinnu til þess að fylla þau skörð sem aðrir kennarar hafa skilið eftir sig þegar þeir hafa horfið frá störfum. I Hafnarfirði eru starfandi u.þ.b. 220 kennarar og til glöggv- unar fyrir lesandann er kennslu- þáttur einnar stöðu skilgreindur sem 28 kennslustundir á viku. Kennari sem vinnur 28 kennslu- stundir á að skila í undirbúningi kennslustunda, samstarfs- og kennarafundum, prófagerð og úr- vinnslu þeirra o.fl. alls 45:46 klst. í vikulegri vinnuskyldu. Af þessum u.þ.b. 220 kennurum kenna rúmlega eitt hundrað þeirra meira en heila stöðu, þ.e. allt að 39 kennslustundir á viku og hafa jafn- vel umsjón með tveimur bekkjum. Því til viðbótar eru 10 kennarar með yfir 40 kennslustundir á sinni stundaskrá. Það er óþarfi að benda lesendum á hve vinnutíminn margfaldast þegar málum er svo háttað sem hér er lýst. Það má fela margan vandann með tölfræði en sá leikur sem stundaður er í Hafnarfirði er bæj- aryfirvöldum til skammar. Það að svo hátt hlutfall kennara í einu sveitarfélagi beri uppi skólastarfið er líklega ekki einsdæmi á íslandi. Kennarar eru skikkaðir til að kenna meira en þeir geta og vilja. Launin hækka jú með yfirvinnunni og það er hagur sveitarfélaganna að nefna einhverja nógu háa með- altalstölu í launum kennara. Þessi tala fæst með því að setja kennara í ánauð sem þessa, þ.e. að skikka þá til óhóflegrar vinnu, „ef þeir vilja á annað borð halda stöðu sinni“. Vissulega eru margir kenn- arar sem sækjast eftir yfirvinnu til Kennarar Það má fela margan vandann með tölfræði, segja Ása Björk Snorradóttir og Guðni Kjartansson, en sá leikur sem stundaður er í Hafnarfirði er bæjaryfirvöldum til skammar. að vega upp léleg laun en eftir því sem fleiri skólar eru einsetnir þeim mun minni möguleiki er til þess að hækka launin fyrir þá sem það vilja. Það sem hér um ræðir er annað mál, markvisst er verið að fela kennaraskort í Hafnarfirði. Fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar voru þeir flokkar sem börðust um atkvæði okkar hinna almennu kjósenda hér í Hafnar- firði með það sem eitt af sínum meginstefnumálum að gera vel við skólana, bæði innra starf og þann þátt sem snýr að steypu. Efndirn- ar eru, eins og vænta má, litlar sem engar. „Skólabærinn Hafnar- fjörður“ var slagorð sem margir kjósendur gleyptu en þetta slag- orð, eins og svo mörg önnur, bíður næstu kosninga. Höfundar eru grunnskólakennarar í Hafnarfirði og í stjóm FGH, Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði. Hvað halda lögreglu- menn lengi út ? SÍÐUSTU daga hafa landsmenn tekið eftir auglýsingum frá Lands- sambandi lögreglu- manna sem birst hafa á síðum Morgunblaðsins og í sjónvarpi. Auglýs- ingar þessar hafa vakið mikla athygli og orðið til þess að skapa um- ræðu um margvísleg störf og launakjör lög- reglumanna almennt. I auglýsingum er m.a. vikið að starfslokamál- um lögreglumanna en eins og staðan er í dag og fram kemur í auglýs- ingum verða lögreglumenn að starfa til sjötugs ef full lífeyrisréttindi eiga að nást og er það einsdæmi hvað lög- reglumenn varðar í vestrænum heimi a.m.k. Islenskum lögreglumönnum finnst þetta ótækt með öllu, að þeir verði að standa í eldlínunni þetta lengi, misjafnlega vel á sig komnir, fást við oft á tíðum mjög erfið og krefjandi verkefni þar sem bæði reynir á sál og líkama. Þetta kemur glöggt fram í einni sjónvarpsauglýsingunni þar sem lög- reglumenn hafa verið kallaðir til vegna heimilisofbeldis sem leiðir til þess að heimilið er leyst upp, einstakl- ingar aðskildir og inn í þessa atburð- arás blandast oftar en ekki böm sem standa aðgerðarlaus hjá, stjörf af ótta og angist, geta ekkert aðhafst nema vonað það besta, eru í raun fangar að- stæðna inni á sínu eigin heimili og vitni að atburðum sem fylgja þeim ef til vill íyrir lífstíð með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Þetta er umhverfi sem lögreglumenn þekkja mæta vel úr daglegu starfi. Um er að ræða mjög erfiðar aðstæður þar sem reynir verulega á þá einstakl- inga er í slíkum verk- efnum lenda, verkefni sem því miður eru of al- geng. Lögreglumaður sem búinn er að vera lengi í starfi og kominn á endasprett síns starfs- ferils í þjónustu ríkis við þegna þessa lands á ekki að þurfa að ganga í gegnum slíkar hremm- ingar, hann er væntan- lega búinn að upplifa margt misjafnt á starf- sævinni sem lögreglu- maður, eitthvað sem óneitanlega fylgir starfi lögreglumannsins og spuming hvort réttlætanlegt sé að senda siíkan ein- stakling í útköll þar sem verulega reynir á andlegan- og líkamlegan styrk. Eg segi nei, eðlilegt er því að spurt sé; „hvað heldur hann lengi út ?“ Færa má rök fyrir því að lögreglu- menn lifa 5 til 7 árum skemur en al- mennt gerist og má ætla að vakta- vinna, óregluleg vinna oft á tíðum, álag og streita af ýmsum toga ráði þar miklu. Það er krafa Landssambands lögreglumanna að lögreglumenn hætti störfum í þjónustu ríkisins með full lífeyrisréttindi þegar 60 ára aldri er náð eins og tíðkast víðast hvar í nágrannalöndunum. Þetta er ekki einungis réttlætismál þeirra sem vinna við löggæslu heldur einnig þeirra sem þurfa á þjónustu lög- reglunnar að halda sem er almenn- ingur þessa lands. í þessari umræðu gleymast oft á tíðum þeir lögreglu- menn sem vinna á landsbyggðinni við svo mjög misjafnar aðstæður. Dæmi eru um staði hérlendis þar sem lög- regluliðin eru mjög fámenn, allt niður í einn lögreglumann. Þessir lögreglu- menn vinna oftar en ekki langan vinnudag við misjafnar starfsaðstæð- ur og eru að auki með það sem er kall- að bakvakt, sími lögreglunnar er stilltur heim til lögreglumannsins eft- Kjör Færa má rök fyrir því, segir Gils Jóhannsson, að lögreglumenn lifí 5 til 7 árum skemur en almennt gerist. ir að reglubundinni vakt er lokið, þar sem búast má við útköllum ýmiss konar sem bitnar oftar en ekki á öll- um heimilismeðlimum lögreglu- mannsins, þegar síminn hringir t.d. að nóttu til og aðstoðar lögreglu er óskað. Þar sem slík bakvaktakerfi eru, sem er mjög víða, hefur það færst í vöxt að leitað sé til lögreglunn- ar á öllum tímum sólarhringsins og skapast það m.a. af almennri eign fólks á farsímum. Flestir gera sér ekki grein fyrir að á landsbyggðinni eru ekki sólarhringsvaktir hjá lög- reglunni nema í stærri kaupstöðum. Oftar en ekki eru lögreglustöðvamar sem ekki eru með sólarhringsvaktir mannlausar og lokaðar þegar lög- reglumenn sinna störfum úti og á nóttunni sem ekki á að þekkjast. Sími lögreglunnar er því stilltur út á eftir lögreglumönnunum til að tryggja svörun. Lögreglumenn sem vinna við að- stæður sem þessar eða hveijar aðrar eiga að mínu mati alls ekki að vinna til sjötugs til að komast á fullan lífeyri. Gils Jóhannsson AD undanförnu hafa menn verið að lofa góðærið en jafn- framt varað okkur við afleiðingum þenslunn- ar. Almenningur siglir eins og brimbretta- maður á toppi hag- sveiflunnar. Brotlend- ing, gjaldþrot eða alvara lífsins er víðs- fjarri. Þjóðin er svo upptekin í neyslu smjörsins sem drýpur af hverju strái að hún gefur hinum minnsta bróður sínum engan gaum. Þetta ástand er kjörið fyrir yfirvöld til að innleiða „saklausar" kerfis- breytingar án þess að framkalla fjaðrafok. Heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir áformar breytingar. Ráðherra ætlar að láta sykursjúka borga fyrir insúlín. Er ráðherra búin að tapa allri heilbrigðri skyn- semi? Hvað ræður svona vitleysu? Aformin eru að danskri fyrirmynd. Við erum hætt að apa eftir Svíum en erum nú að snúa okkur að Dön- um. Það er ekki við öðru að búast úr röðum framsóknarmanna. Þessi ráðstöfun ein og sér er eins og að pissa í skóinn. Okkur hlýnar rétt á meðan en kuldinn sækir svo enn hraðar að. Eg hef lifað og hrærst í návist sykursjúkra. Sykursýki er sjúk- dómur sem hægt er að lifa „eðli- legu“ lífi með ef gætt er að heils- unni. Almenningi til upplýsingar þá skiptist sjúkdómurinn í tvær mis- munandi tegundir. Tegund I er insúlínháð og tegund II er svo köll- uð öldrunar- eða fullorðinssykur- Bakvaktir og útköll eru mjög sh'tandi og m.a. til þess eins fallnar að stytta lífaldurinn að mínu mati. Það hefur einnig verið skoðun mín um nokkurt skeið að tími þessara litlu lögregluhða er hðinn, er bam síns tíma. Eg tel brýnt að sameina mörg smærri lög- regluhðin, ef til vill við lögreglulið sem til eru fyrir og eru stærri hvað fjölda lögreglumanna varðar. Þetta myndi leiða til þess að betri nýting yrði á þeim mannafla og tækjakosti sem lögreglan hefur yfir að ráða. Framhaldsrannsóknarvinna ýmiss konai- hefur verið ört vaxandi þáttur í starfi lögreglunnar síðari ár sem gerir það aftur að verkum að lög- reglumenn sem vinna við slíkar rannsóknir á fámennari stöðum eru ekki úti við eftirlitsstörf á meðan, sýnileg löggæsla dregst saman, þvert á kröfu almennings í landinu. Við stærri lögregluliðin eru starfandi rannsóknardeildir en sameining sem þessi myndi efla slíkar deildir, að mínu mati á sama tíma og þeir sem sinna almennri löggæslu gætu einbeitt sér að löggæslumálum innan umdæmis enn frekar. Sýnileg löggæsla myndi aukast. Samgöngur eru með þeim hætti í dag að auðvelt ætti að vera koma á sameiningu sem þessari mjög víða, a.m.k. hér á Suður- landi þar sem ég þekki hvað best til. Það er mín skoðun að þetta myndi leiða til betri þjónustu við íbúana og þá sem þurfa á þjónustu lögreglunnar að halda. Stjómsýsluumdæmin eru með nútímatækni og -þjónustu orðin úrelt eins og þau eru í dag, með því að fækka þeim og stækka verulega má spara umtalsverða fjármuni. Um- dæmi og mörk ýmiss konar eru á und- anhaldi, atvinnusvæðin orðin stærri, sveitarfélögin sameinast og kjör- dæmin hafa stækkað. Lögreglan verður að fylgja nútímaframþróun þjóðfélagsins hvað þetta varðar sem og í öðru. Ég get vel séð fyrir mér að einn lögreglustjóri verði t.d. hér á Suðurlandi. Höfundur er lögreglu varðstjóri l Rangárvallasýslu og varaformaður Landssambands lögreglumanna. sýki. Mun fleiri eru með tegund II en teg- und I. Sykursjúkir með tegund I þurfa að sprauta sig með insúl- íni til að lifa. Börn og unglingar fá tegund I Ég á átján ára ungl- ing sem fékk syfp'j ursýki fimm ára. Gerir ráðherra sér grein fyrir, að með þessu er verið að stytta lífslík- ur barnsins míns? Einhverjir þúsund- kallar virðast skipta litlu máli í huga ráð- herra. Væntanlega er þetta skoðað sem tölur í stærri heild. Ungling- urinn minn er að verða sjálfstæðari Sykursýki * Eg legg til að ráðherra dusti rykið af skýrsl- unni, segir Jónma Guðrún Jónsdóttir, og nýti upplýsingarnar til úrbóta fremur en að rífa niður árangurinn. með hverjum deginum sem líður. Hann tekur sjálfstæðar ákvarðai/o- um í hvað hann „eyðir“ peningun- um sínum. Viljum við að ungling- urinn minn láti sig fremur vanta insúlín en bensín á bílinn? Kannski skiptir það ríkiskassann engu, þeir fá sitt út úr bensíninu. Hvað gerist þegar líkami ungl- ingsins míns verður bensínlaus af völdum insúlínskorts? Aukaverk- anir af völdum sjúkdómsins fara að láta á sér kræla. Hjarta- og æða- sjúkdómar, nýrnabilun, blinda og aflimanir. Þegar þessar aukaverk- anir stinga sér niður kosta þær hver og ein þjóðfélagið milljónir. Er það ætlun ráðherra að leggja þennan skatt á framtíðina? I ráðuneytinu er til skýrsla sertö heirir Sykursýki á íslandi en ég er einn höfunda hennar. Þar kemur fram mun minni tíðni aukaverkana á Islandi en t.d. hjá hinum Norður- landaþjóðunum. Allar tölulegar upplýsingar frá íslandi bera sem gull af eiri í alþjóðlegum saman- burði. Þessi árangur er afrakstur virkrar heilsugæslu. Ég legg til að ráðherra dusti rykið af skýrslunni og nýti upplýsingarnar til úrbóta fremur en að rífa niður árangurinn með einu pennastriki. Samskipti mín við heilbrigðsráð- herra, Ingibjörgu Pálmadóttur, hafa verið ágæt. Við höfum getað rætt málin af skynsemi og fundið réttlátar lausnir. Fjárhagslegwr ábati ríkissjóðs af áætluðum gjald- tökum er dropi í hafið þegar borinn er saman kostnaður af aukaverkun- um. I þróunarlöndum er það enn dauðadómur að fá sykursýki, það er væntanlega ekki ætlun ráðherra að færa okkur niður á sama plan. Ég hvet ráðherra til að vera sjálf- stæð. Höldum okkar ágæta kerfi og sleppum erlendu fyrirmyndinni. Ég skora á ráðherra að falla frá þessum áformum. Höfundur er viðskiptafræðingur og-i fv. formaður Foreldrafélags sykursjúkra bama ogfv. vara- formaður Samtaka sykursjúkra. www.mbl Lis Jónína Guðrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.