Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 56

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Y erkfall fram- haldsskólakennara ENN á ný hafa framhaldsskólakenn- arar farið í verkfall til að fylgja eftir kröfum sínum um hærri laun. Hvemig stendur á því að þessi stétt þarf sí- fellt að vera að boða verkfall? Nú held ég að upp "sé runnin ögurstund íslenska framhalds- skólans. Á undanförn- um ámm höfum við séð af mörgum frá- bærum kennurum í önnur störf og litla nýliðun í stéttinni meðal yngri kennara en af tæplega 1.300 framhalds- skólakennurum á síðasta skólaári í Kennarasambandi íslands voru tæp 35 stöðugildi undir þrítugsaldri. Skýringin er einföld, launin eru of lág. Nú þarf að taka pólitíska ákvörðun um það hvort við viljum halda uppi metnaðarfullri mennta- stefnu eða ekki. I skólana verður '? að ráða ungt, vel menntað og hæfi- leikaríkt fólk til að fylgja eftir nauðsynlegu þróunarstarfí sem þarf til að útfæra framsækna menntastefnu. Til þess að það geti gerst þurfa skólarnir að vera sam- keppnisfærir um vinnuafl. I dag staldra ungir og efnilegir kennarar stutt við í skólanum meðan kjörin eru jafnbág. Kennarar hafa á undanförnum árum reynt að ná fram leiðréttingum á laun- um sínum miðað við laun annarra háskóla- menntaðra ríkisstarfs- manna. I mörg ár var vitað um bónusgreiðsl- ur, lestíma eða óunna yfírvinnu sem starfs- mönnum annarra rík- isstofnana voru greiddar ofan á samn- ingsbundin laun. Þetta var svar forsvars- manna ríkisstofnana til að vera samkeppn- isfærir á vinnumark- aðinum í síðustu kjarasamningum var samið um að breyta launum þess- ara starfsmanna á þann veg m.a. að þessar greiðslur voru felldar inn í grunnlaun þeirra. Nú þegar kenn- arar bera þessi laun saman við sín laun telur samninganefnd ríksins þau ekki vera samanburðarhæf vegna þess að kennarar verði þá að gera slíkt hið sama. En um engar slíkar greiðslur til kennara er að ræða. Næsti átakapunktur er að greina milli grunnlauna og heildarlauna. í kjarasamningum er lögð til ákveðin vinnutímaskilgreining og þar er miðað við ákveðna kennsluskyldu. Ef kennslumagn fer umfram þessa kennsluskyldu myndast yfirvinna. En hvers vegna vinna kennarar umfram kennsluskyldu? Sumir Kennarar Stjórnvöld standi nú frammi fyrir þeirri spurningu, segir Yngvi Pétursson, hvort þau vilji halda uppi metnaðarfullu skólastarfí eða ekki. treysta sér ekki til að stunda kennslu vegna lágra grunnlauna en geta hækkað launin með kennslu umfram kennsluskyldu. Síðustu ár- in hefur gengið mjög illa að fá kennara í ákveðnum greinum og á þetta sérstaklega við um raun- greinarnar en þá hefur verið þrýst á þá kennara sem fyrir eru að taka að sér meiri kennslu en þeir vilja. Síðastliðið vor gekk illa að ráða raungreinakennara að framhalds- skólum þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og neyddust því sumir kennarar til að taka að sér meiri kennslu en þeir óskuðu eftir. Þessir kennarar geta náð háum heildar- launum en með gegndarlausri vinnu í mörgum tilvikum. Síðan byrjar rökleysan við samningaborð- ið, kennarar vilja fá hækkuð grunn- laun til að geta minnkað yfírvinn- Yngvi Pétursson una en samninganefnd ríkisins telur hækkunina fara upp skalann og sér heildarlaunin hækka. En staðreyndin er sú að okkur vantar fleiri kennara til starfa en þeir fást ekki nema unnt sé að bjóða upp á hærri grunnlaun. Síðan hefst prósentuhringdans- inn. Fjármálaráðherra er búinn að meta kröfur kennara upp á tölu í kringum 70%. En nú vita flestir að prósenta er ekkert annað en hlut- fallstala og segir því ekkert annað. Um hvaða grunnlaun erum við að tala. I dag eru byrjendalaun miðað við þriggja ára háskólanám (BA/ BS) og eins árs nám í uppeldis- og kennslufræðum um 109 þúsund krónur og hæstu taxtar kennara ná upp í 157 þúsund krónur en með- aldagvinnulaun eru um 135 þúsund krónur. Það liggur í augum uppi að skólarnir eru ekki samkeppnisfærir við vinnumarkaðinn. Nú segja margir eflaust að síðan eigi eftir að bæta við alls konar álagi en um slíkt er ekki að ræða. Kennarar geta að vísu fengið 1-2 launaflokka (3%-6%) ófan á þessi laun fyrir að gegna starfi deildarstjóra eða um- sjónarkennslu. Frekari laun eru fyrir viðbótarvinnu umfram dag- vinnu. Það er ekki langt síðan þingfararkaup var miðað við laun menntaskólakennara. Kennarar sætta sig vel við að snúa þessu við í dag. Annar útbreiddur misskilningur er um vinnutíma kennara. Vel þekkt er umræðan um kennarana sem vinna aðeins hálfan daginn hálft árið. Með svipuðum rökum má ræða um störf presta sem vinna að- eins einn klukkutíma á sunnudög- um. En auðvitað er hér um ræða mikið þekkingarleysi á þessum störfum. Eg minnist þess að fyrr- verandi samkennari minn, sem nú er löngu hættur kennslu, segist enn fá hroll þegar hann gengur fram hjá skólanum og minnist kennslu- starfsins. Hann segist aldrei á ævi sinni hafa lagt jafnmikla vinnu á sig fyrir jafnlágt kaup. í viðtali við al- þingismanninn Pétur H. Blöndal í Dagblaðinu 7. nóv. sl. ræðir hann um stutt skólaár en það hvarflar nú ekki að honum að kanna betur eig- in rann þar sem þingið starfar að- eins hluta úr ári og eftir að farið var að sjónvarpa beint frá þing- fundum hafa tíðar fjarvistir þing- manna úr þingsölum vakið athygli. Það þætti slæleg mæting í skóla. En auðvitað má benda þingmannin- um á að lengd skólaársins er ákveðin af löggjafarvaldinu en ekki í kjarasamningum kennara. Þessi umræða stafar auðvitað af því að störfin eru ekki sýnileg en það sama á við um þingstörfin. Ekki er við kennara að sakast þótt ekki sé viðunandi vinnuaðstaða til að sinna undirbúningi og yfirferð verkefna í skólunum. Kennarar eru fúsir til þess að ljúka vinnu sinni í skólun- um í stað þess að inna þá vinnu af hendi heima og þurfa auk þess að útvega skrifstofuaðstöðu á heimili sínu. Eins og ég sagði í upphafi grein- ar minnar held ég að stjórnvöld standi nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort þau vilji halda uppi metnaðarfullu skólastarfi eða ekki. Því lengur sem það dregst þeim mun dýrara og lengur verður að byggja það upp aftur. Kjara- skerðing kennara nú vegna verk- falls og kennslutap nemenda okkar eru smámunir í samanburði við þau langtímaáhrif sem núverandi launa- kjör framhaldsskólakennara hafa í menntakerfi landsins. Höfundur er stærðfræðikennari og konrektor við Menntaskólann í Reykjavík. HÚSASKILTI Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval Pantid tímanlega til jólagjafa. Ofnæmí eða óþoli gagnvart hreinsiefnum I heimilishaldi og iðnaði. Tlðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, ollu, klttí, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. C LYFJA K. Pétursson ehf www.kpotur8Son.net J Þingvallastaður - Prestsetur í 1000 ár EINS og forsætis- ráðherra hefur greint frá í fréttum er það nú ætlun ríkisvaldsins að leggja niður prest- setrið á Þingvöllum. Þar með legst af nær 1000 ára búseta prests á einum elsta kirkju- stað þjóðarinnar. Hér er því um söguleg tímamót að ræða, hvað svo sem mönnum þykir um þessa ákvörðun að öðru leyti. Á slíkum tíma- mótum er ekki úr vegi að riíja upp sögu prestsetursins við Öx- ará og þar með sögu Þingvallastað- ar. Fyrsta kirkjan var reist á Þing- völlum árið 1017 og var það Bjarn- harður Vilráðsson hinn bókvísi biskup, er kom með kirkjuvið frá Ólafi konungi Haraldssyni í Nor- egi, en biskupinn hefur sennilega búið á Þingvöllum. Með kirkjuviðn- um sendi konungur einnig forláta klukku. Er Þingvöllur talinn fyrsti eða annar lögformlegi kirkjustað- urinn á Islandi. Þessi fyrsta kirkja sem var þingmannakirkja, var eign Alþingis og hefur líklega staðið þar sem kirkjan stendur enn í dag. Var hún helguð Ólafi konungi helga. Áður hafði staðið svokölluð bú- andakirkja á staðnum, en tilheyrði hún Þing- vallabónda og voru þessar tvær kirkjur sameinaðar um miðja 11. öld. Fyrsti nafn- greindi prestur á Þingvallastað er séra Brandur Þórisson, en hann var prestur þar á síðari hluta 12. ald- ar. Hann var sonur Þóris bónda á Þing- völlum, Skegg- Brandssonar bónda á sama stað, Þormóðssonar. Seint á 12. öld er getið um prestinn séra Guðmund Ámundason á Þingvöllum, af ætt Ingólfs Arnarsonar, en hann var kvæntur Sólveigu, dóttur Jóns Loftssonar í Odda er nefndur var fursti Islands um sína daga eða „princeps patriae“ að latneskum sið. Sonur þeirra Guðmundar og Sólveigar var séra Magnús alls- herjargoði á Þingvöllum, kjörinn biskup árið 1236 en fékk ekki bisk- upsvígslu vegna veraldlegrar tign- ar sinnar. Var hann síðar prestur á Kirkjustaður Verði prestsetrið á Þingvöllum lagt niður leggst af nær 1000 ára búseta prests á elsta kirkjustað þjóðarinnar, segir Þórhallur Heimisson, sem rifjar hér upp sögu prestset- ursins við Öxará. Þingvöllum til dauðadags. Sýnir það best vægi Þingvalla í hugum manna þegar 13. öldinni. Af mörg- um nafnfrægum prestum er þjónað hafa staðnum í gegnum aldirnar má nefna Alexíus Pálsson sem var staðarprestur í ein 20 ár á miðri 16. öld. Byggði hann þar nýja kirkju á hinum forna grunni. Varð hann síðar síðasti ábóti katólskra manna í Viðey. Séra Engilbert Nikulásson, er nefndur var læknir, var prestur á Þingvöllum frá um 1618-1668 en þá veitti Brynjólfur biskup í Skálholti bróðursyni sín- um, séra Þórði Þorleifssyni stað- inn. Séra Páll Þorláksson frá Sel- árdal, bróðir þjóðskáldsins séra Jóns á Bægisá, tók við Þingvöllum 1781 og var þar prestur í ein 40 ár, til ársins 1821. Þá settist séra Björn Pálsson sonur hans í emb- ættið og gegndi því til 1846. 1846- 1879 gegndi embættinu séra Símon Daníel Vormsson Bech, hálærður maður af norðlenskum ættum. Byggði hann núverandi Þingvalla- kirkju árið 1859, en kirkjusmiður var Eyjólfur Þorvarðarsons. Eftir hans dag tók við staðnum séra Jens Pálsson og sat hann staðinn Þórhallur Heimisson til 1886. Hann varð síðar prestur á Utskálum og þjóðkunnur skörung- ur á Alþingi. Séra Jón Thorstensen var Þingvallaprestur 1886-1923 er séra Guðmundur Einarsson tók við embættinu. Gegndi hann því til 1928. Árið 1928 er Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stofnaður. Þá er land prestsetursins tekið eignarnámi og gamla prestsetrið rifið. Þingvalla- bærinn hinn nýi var síðan reistur af kirkjujarðasjóði fyrir Aiþingis- hátíðina 1930, en kirkjujarðasjóður fjármagnaði þá byggingu prest- setra. Prestsetrið var upphaflega aðeins þrjár burstir. Tvær burstir bættust við árið 1974. Voru þær ætlaðar til afnota fyrir forsætis- ráðherra. Embætti Þingvallaprests var ekki setið frá 1928-1958, en þá er það endurreist með komu séra Jóhanns Hannessonar, fyrrverandi kristniboða og síðar prófessors í guðfræði við Háskóla Islands. Bjó hann á Þingvallabænum eins og aðrir prestar hafa gert. Þeir prest- ar er setið hafa staðinn síðan er séra Eiríkur J. Eiríksson 1959- 1981, séra Heimir Steinsson 1981- 1991 og aftur 1996 til dauðadags 15. maí árið 2000 og séra Hanna María Pétursdóttir 1991-1996. Þannig spannar saga Þingvalla- kirkju og prestsetursins þau 1000 ár sem kristinn siður hefur verið í landinu. Undanfarna áratugi hafa Þingvallaprestar gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar, þjóðgarðsvarðar og síðar staðar- haldara enda hefur alltaf þótt fara vel á því að heimamaður bjóði gesti velkomna heim til Þingvalla, er- lenda sem innlenda, árið um kring. Oft hefur ríkisvaldið ætlað sér stóra hluti á Þingvallastað. Árið 1953, á 103. fundi sínum, sam- þykkti til dæmis þáverandi Þing- vallanefnd að rífa Þingvallakirkju og reisa í stað hennar minningar- kapellu úr steinsteypu. Var því þá afstýrt, eins og segir í Þingvalla- bók Björns Th. Björnssonar vegna þess að „þjóðgarðsvörður var á sama tíma ráðinn prestvígður mað- ur og staðurinn því ekki ósetinn lengur“. En nú eru breyttir tímar og brátt heyrir Þingvallastaður sögunni til, alla vega í bili. Höfundur er prestur Hafnarfjarðar- kirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.