Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 61 UMRÆÐAN Vatnsblönduð mjólk og hysknir kennarar ÞRÁTT fyrir þá óumdeildu staðreynd að kennarar hafi setið eftir í kjaraþróun í samanburði við aðrar stéttir háskólamennt- aðra starfsmanna ríkis- ins hefur samninga- nefnd ríkisins í engu orðið við þeirri réttlæt- iskröfu að leiðrétta kjörin. Reiknast tölu- glöggum svo til að laun kennara þurfi að hækka um 32,4% til þess eins að halda í við samanburðarhópa. Vegna þess má ætla að í launaumslög kennara vanti í krónum talið nokkra tugi þús- unda í hverjum mánuði. Dagsverk kennara I stað þess að horfast í augu við ofangreinda staðreynd, fylgja við- tekinni jafnræðisreglu í opinberri stjórnsýslu og verða við leiðréttingakröfu kennara hefur samn- inganefnd ríkisins brýnt kutann og lagt til atlögu við bæði fagvit- und og trúverðugleika kennarastéttarinnar. Ráðherrar og þing- menn ríkisstjórnar- flokkanna, ásamt odd- vita sínum í samninga- nefnd ríkisins, hafa nú ítrekað látið að því liggja að kennarar vinni ekki vinnuna sína. í opinberri umræðu hafa þessir aðiliar sí- endurtekið sett fram það sjónarmið að endurskoða þurfi gildandi vinnu- tímaskilgreiningu í þeim tilgangi að færa ótilgreinda þætti yfirvinnunar yfir í dagvinnuna. Ekki er hægt að skilja þennan málflutning á annan veg en þann að kennarar vinni ekki Kennarar Ekki er hægt að skilja þennan málflutning á annan veg en þann, segir Krisiján Ari Arason, að kennarar vinni ekki fullt dags- verk í dagvinnu. fullt dagsverk í dagvinnu. Málflutn- ingur sem þessi sætir furðu, ekki síst í ljósi þess að engin starfsstétt á íslandi vinnur jafn-vel skilgreint dagsverk og kennarar. Tæplega tveir þriðju hlutar vinnutímans fara að jafnaði í kennslu og kennslu- undirbúning. Framhaldsskólakenn- ari sem hefur fullt starf þarf að kenna 23,87 kennslustundir á viku. Kristján Ari Arason Til að sinna 40 mínútna kennslu- stund fær kennarinn 1,7 klst. til um- ráða, og er þá undirbúningur, kennsla, úrvinnsla og heimavinna innifalin. Aðrir skilgreindir verk- þættir eru m.a. prófavinna, vinna undir stjóm skólameistara, vinna við undirbúning og skipulag skólastarfs við upphaf og lok annar. Alls 80 klst. á ári eru ætlaðar í endurmenntun og almennan kennsluundirbúning eða innan við 5% af skilgreindum vinnu- tíma. Mjólkurbland í skólana Ekki verður séð að hægt sé að bæta verkþáttum inn í hina skil- greindu dagvinnu nema með því að auka kennsluskylduna eða hafa skipti á öðrum verkþáttum. Ef horft er til nágrannaríkja kemur í ljós að kennsluskyldan í framhaldsskólum á íslandi er að meðaltali hærri en á hinum Norðurlöndunum að teknu tilliti til lengdar starfstíma skóla. Má vera að samninganefnd ríkisins telji íslenska kennara geta mjólkað kúna betur en í öðrum löndum en vart verður mjólkurmagnið aukið í lítrum nema með vatnsblöndun. Sá möguleiki er fyrir hendi að flytja að hluta til þá vinnu sem nú er unnin undir stjórn skólameistara yf- ir í yfirvinnu og færa þar inn í dag- vinnuna skilgreinda verkþætti úr yf- irvinnunni. Þeir tímar verða þó vart taldir í mörgum tugum í ársverki kennarans. I ljósi þessa má undrast þá áherslu sem viðsemjendur kenn- ara og talsmenn þeirra leggja íé? breytta vinnutímaskilgreiningu. Ohjákvæmilega hafa kennarar neyðst til að sinna mikilli kennsluyf- irvinnu. Vart þarf á það að benda að ástæðan er einkum hin lágu laun sem kennurum er boðið upp á. 111- mögulegt er að fá nýja kennara til starfa og þeir sem fyrir eru eiga í erfiðleikum með að halda uppi þeirri starfsemi í skólunum sem mælt er fyrir um í lögum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að þar verði breyting á nema kjör kennara verði í það minnsta sambærileg þeim sem aðrir samanburðarhópar hafa. Höfundur er kennari í Borgarholtsskóla. ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, simi 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. Bílavara- hlutaverslun fyrir japanska og kóreska bíla RIKISSTJORNIN Á RANGRIBRAUT Óssurar Skarphéðinssonar og Margrétar Frímannsdóttur þar sem þau kynna Leið Samfylkingarinnar og sitja fyrir svörum ásamt heimamönnum. Þriðjudaginn 21. nóvember Sal iðnsveinafélagsins, Tjarnargötu 7 Reykjanesbæ kl. 20.00 Miðvikudaginn 22. nóvember Deiglunni Akureyri kl. 20.00. Fimmtudaginn 23. nóvember Hótel Selfossi, Norðursal, kl. 20.00 Laugardaginn 25. nóvember Kornhlöðuloftinu Reykjavík, kl. 12.00 Allir velkomnir Össur og Margrét heimsækja jyrirtæki og stofnanir á ofantöldum stöðum. Samfylkingin Stefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til vaxandi verðbólgu, hárra vaxta ágreinings á vinnumarkaði og verri stöðu í efnahagsmálum. Samfylkingin hefur varað við lausatökum í efnahagsmálum og miklum viðskiptahalla og hún vill ábyrga ríkisfjármálastefnu og sátt vió launþega. Stefna ríkisstjórnan'nnar hefur leitt til þess að við höfum dregist verulega aftur úr í menntamálum. Samfylkingin setur menntamál í forgang þannig að menntun hérlendis verði samkeppnishæf á alþjóðmælikvarða og að laun kennara séu bætt samhlióa breytingum í skólastarfi. Framtíð unga fólksins er okkar framtíð. Stefna rikisstjórnarinnar hefur þrengt að kjörum aldraða og öryrkja. Samfylkingin vill afkomutryggingu fyrir aldraða og öryrkja sem eyðir óvissu þeirra sem minna mega sín í samfélagi okkar. Samfylkingin vill afnema gjafakvótakerfið og tryggja jafnan aðgang allra að auðlindinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.