Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 64
84 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
i------------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þeir voru margir kallaðir en aðeins einn útvalinn þegar „knapi ársins“ var útnefndur en titilinn hlaut að þessu sinni Logi Laxdal.
Logi Laxdal
knapi ársins
______Logi Laxdal var útnefndur „knapi ársins“ af_
hófapressunni á uppskeruhátíð hestamanna. Pað var fyrst og
- — ■— —
fremst Islandsmet í 150 metra skeiði sem lagði grunninn að út-
nefningunni en þar fyrir utan er að nefna frábæran árangur
Loga í skeiðkappreiðum ársins . Valdimar Kristinsson var á
hátíðinni og gladdist með öðrum hestamönnum.
ÁRANGUR Loga á árinu hefur verið sér-
lega góður og eru það aðallega þrír hestar
sem hafa verið mest áberandi í þátttöku
hans í skeiðinu. Þar fer að sjálfsögðu
fremstur Þormóður rammi frá Svaðastöðum
sem kom nokkuð á óvart með frábærum
sprettum síðsumars og hápunkturinn að
sjálfsögðu metið 13,64 sekúndur sem þeir
settu á veðreiðum Fáks 31. ágúst. Viku síðar
áttu þeir einnig góða spretti langt undir
nýja og gamla metinu á KPMG-móti And-
vara. Þar var meðvindur yfir mörkum svo
ekki þurfti að huga að metumsókn en þar
voru tímarnir 13,16 sek., 13,26 sek og 13,75
sek.
Þá var Logi með góða tíma á Hraða frá
Sauðárkróki en hann keppti bæði í 150 og
250 metra skeiði í sumar. Bestu tímar í 150
metrunum voru 13,90 sek. þrívegis og marg-
sinnis rétt ofan við 14 sekúndurnar. Þá
keppti Logi nokkrum sinnum á Tangó frá
Lambafelli og náðu þeir bestum tíma 21,89
sekúndum í 250 metrunum en í 150 metrun-
um var besti tíminn 14,03.
í allri keppni eru alltaf margir kallaðir en
fáir útvaldir og á það einnig við um val á
knapa ársins. Valið þótti að þessu sinni mjög
vandasamt og voru þeir sem að valinu stóðu
sammála um að í það minnsta fjórir hefðu
vel getað hampað titilinum. Þar ber að sjálf-
sögðu fyrstan að nefna Sigurbjörn Bárðar-
son sem hefur hlotið þennan titil oftar en
nokkur, en aðeins fjórir hafa hlotið titilinn
auk Sigurbjörns. Sigurbjörn er að venju
með glæsilegan árangur og ber þar hæst er
hann reið Markúsi frá Langholtsparti til
sigurs í B-flokki á landsmótinu í sumar. Er
það langþráður sigur hjá Sigurbirni og á
hann þá aðeins eftir að ríða til sigurs í A-
flokki gæðinga á landsmóti og heimsmeist-
aratitill í fjórgangi er einnig eftir en ef hon-
um tekst að vinna þetta tvennt hefur hann
líka unnið alla eftirsóttustu sigra eða titla
sem hægt er að vinna í íslands-
hestamennskunni. Það kann að vera að ár-
angur Sigurbjörns á árinu hafi ekki verið
metinn að fullum verðleikum og hefur þá
líklega haft áhrif hversu oft hann hefur
hampað þessum titli.
Atli Guðmundsson var mjög heitur eins
og einhver orðaði það en hjá honum ber
hæst glæsilegur sigur í A-flokki á landsmóti
en þar reið hann Ormi frá Dallandi til sig-
urs. Þar fyrir utan er hann með mjög góðan
árangur á öðrum mótum. Ætla má að staða
hans hefði verið sterkari ef hann hefði sigr-
að í fimmgangi á íslandsmótinu eins og
búist hafði verið við fyrirfram en hann vann
það ágæta afrek að sigra í samanlögðu en
það er einmitt titill sem Sigurbjörn hefur
einokað mjög í gegnum tíðina. Þá er Atli
mjög afkastamikill á sviði kynbótasýninga
og er þar með góðan árangur.
Þá er röðin komin að Þórði Þorgeirssyni
sem er ókrýndur konungur kynbótasýning-
anna í ár eins og undanfarin ár. Hann sýndi
alls 85 kynbótahross á árinu, meðaleinkunn
hrossanna sem hann sýndi er 7,81 og náðu
45 einkunn yfir 8. Sem dæmi má nefna að
hann er með stóðhesta í elsta flokki á lands-
móti í öðru sæti, fimmta, sjötta, áttunda,
níunda, tíunda og ellefta sæti. í flokki fimm
vetra hesta er hann með hest í efsta sæti,
þriðja sæti í flokki fjögurra vetra stóðhesta.
Þórður kom vel til álita sem knapi ársins
fyrir þennan frábæra árangur en það sem
vantar upp á til að herslumuni væri náð er
sigur í öðrum greinum á sterku móti eins og
til dæmis íslands- eða landsmóti í „dýrum
greinum“.
Vignir Jónasson átti gott ár og þar bar
hæst árangur hans á Klakki frá Búlandi en
þeir félagar hafa verið að klífa upp metorð-
astigann hægt og sígandi og náðu toppnum
á Islandsmótinu í fimmgangi. Hafa þeir ver-
ið í fjórða sæti á heimslistanum í fimmgangi,
hæstir íslendinga og vafalaust eiga þeir eft-
ir að hækka eftir þessa vegtyllu. Vignir hef-
ur vakið athygli fyrir góða reiðmennsku á
árinu. Hann hefur haft undir höndum frá-
bær hross og skilað þeim í góð sæti. Þá má
geta árangurs hans í frumraun sinni sem
landsliðseinvaldur er hann stjórnaði lands-
liði Islands á Norðurlandamótinu í Noregi í
sumar. Það kemur honum að vísu ekki til
góða í vali á „knapa ársins" en látið fljóta
hér með eigi að síður.
Sveinn Ragnarsson náði einhverjum eftir-
sóttasta sigri hestamennskunnar er hann og
Hringur frá Húsey sigruðu í tölti meistara á
Islandsmótinu. Var það glæstur sigur og
óumdeildur. Sveinn, sem telst ósvikinn
áhugamaður, var með mörg járn í eldinum
og á flestum sviðum í góðum málum. Hann
Hinn frábæri skemmtikraftur Guðni
Ágústsson var ræðumaður kvöldsins og
þótti fara á kostum. Hann sagði meðal
annars frá því þegar hann hcimsótti
Hallbjörn Hjartarson sem hélt að hann
væri Jóhannes Kristjánsson eftirhernia
en Guðni lét það ekki á sig fá og fór létt
með að herma eftir Jóhannesi að herma
eftir Guðna landbúnaðarráðhcrra.
Það var að sjálfsögðu ekki annað hægt en
taka „Hott hott á hesti“ á aðalhátíð hesta-
manna en Ómar Ragnarsson sagðist ekki
hafa sungið það í fímmtán ár og vel kominn
tími til að dusta rykið af úlpunni góðu sem
er ómissandi fylgifiskur lagsins.
var atkvæðamikill í skeiðinu með Framtíð
frá Runnum, í gæðingakeppni með Brynjar
frá Árgerði og nokkurn fjölda kynbóta-
hrossa sýndi hann í góðar tölur.
Þá koma næstir Norðurlanda-
meistararnir. Hinrik Bragason sigraði á
Farsæli frá Arnarhóli í tölti og fjórgangi.
Páll Bragi Hólmarsson sigraði á Isaki frá
Eyjólfsstöðum í fimmgangi og slaktauma-
tölti en auk þess sýndi hann kynbótahross
með ágætum árangri svo eitthvað sé nefnt.
Ekki er raðað í sæti í þessu vali á „knapa
ársins“ og upptalningin hér að framan
handahófskennd hvað það varðar. En allt
voru þetta framúrskarandi knapar sem hér
komu við sögu og ekki þarf að deila um
hæfni þeirra. Keppnin er orðin mun jafnari
en áður var, hart barist um sigrana og ekki
síður um góðu hestana til að auk möguleik-
ana á brautinni. Sigurbjörn Bárðarson sem
borið hefur höfuð og herðar yfir aðra knapa
i áranna rás þarf orðið að hafa meira fyrir
hlutunum og er það út af fyrir sig vel.
Spennandi keppni virkar eins og vítamín-
sprauta á keppnina og eykur það áhugann.
Enn slær Kolfinnur í gegn
KOLFINNUR frá Kjarn-
holtum gerir það ekki
endasleppt. I sumar sló
hann eftirminnilega í gegn
á landsmótinu er hann kom
þar fram ásamt tólf af-
kvæmum sínum sem sýndu
rými og kraft eins og best
gerist. En Kolfínnur mætti
einnig á uppskeruhátíðina
öllum að óvörum og er
óhætt, að segja að hann hafi
slegið enn og aftur í gegn,
nú með fegurðardrottningu
íslands, Elínu Málmfríði
Magnúsdóttur, á bakinu og
teymdur af nýkrýndum
herra hreysti, Gunnari Má
Sigfússyni, sem að sjálf-
sögðu sýndi nokkrar stöður
til að gleðja kvenpening
hestamennskunnar.
Veislustjórinn Hákon Að-
alsteinsson brást undrandi
við þegar mikili reykjar-
mökkur lagðist yfir sviðið
og dynjandi tónlist með til-
heyrandi ljósaspili tók völd-
in. Virtist sem veislustjór-
inn væri að missa tökin á
öllu saman en viti menn,
allt f einu kemur Kolfinnur
upp úr gólfinu með ung-
frúna góðu á bakinu og
vöðvahnyklarann sér við
hlið. Lengi vel vissu menn
ekkert hvaða ,jálkur“ þetta
væri en þegar allt í einu
birtust á sviðsskjánum hin
góðu grip Kolfinns á lands-
mótinu renndi margan
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Kolfinnur frá Kjarnholtum tók sig vel út á sviðinu á
Broadway með herra hreysti og ungfrú Island ásamt
Oddnýju Jónsdóttur sem færði þeim blómvönd. Þótti sá
gamli slá vel í gegn á nýjum vettvangi.
grun í hvaða höfðingi færi
þar.
En Kolfinnur stóð sig
með mikilli prýði á sviðinu f
öllum hávaðanum, reykn-
um og látunum og tiplaði
léttur niður tröppurnar af
sviðinu og út úr salnum.
Ekki er gott að segja hvort
þessi óvænta koma Kolfinns
á uppskeruhát íðina eykur
enn á vinsældir hans en
ekki leyndi sér að vaxtar-
ræktarmaðurinn eignaðist
góðan hóp aðdáenda enda
betur byggður en Kolfinn-
ur. Hvort hæfileikar hans
eru meiri og betri skal
ósagt látið en mikið svaka-
lega má hann vera góður ef
hann er jafnoki Kolfinns í
þeim efnum enda Kolfinnur
með háar tölur fyrir fegurð
í reið, svo dæmi sé tekið.