Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 65
Ert þú í loftpressu-
hugleiðingum?
Komdu þá við hjá
AVS Hagtæki hf.
Við hjálpum þér að meta stærð
loftpressunnar með tilliti til
afkastaþarfar.
Stimpilpressur og skrúfupressur
í mörgum stærðum og gerðum,
allt upp í fullkomna skrúfu-
pressusamstæðu (sjá mynd)
Eigum einnig loftþurrkara í
mörgum gerðum og stærðum.
Gott verð - góð þjónusta!
Til sýnis á staðnum
PAÐ LIGGUR f LOFTINU
^ySg|g,§TigM,l HF-
Akralind 1, Kópavogi,
sími 564 3000.
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 65
HESTAR
FRETTIR
Jólakorta-
sala Blindra-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Kirlgubæjarbræður þeir Ágúst og Guðjón Sigurðssynir höfðu ástæðu til
að gleðjast þegar Kirkjubæjarbúið var útnefnt ræktunarbú ársins.
Kirkjubær
á toppinn
KIRKJUBÆJARBÚIÐ var af fag-
ráði hrossaræktar útnefnt rækt-
unarbú ársins 2000 og tóku þeir
bræður Guðjón og Ágúst Sigurðs-
synir við viðurkenningunni úr
höndum Ara Teitssonar, for-
manns stjórnar Bændasamtak-
anna. Mikill fjöldi hrossa frá
búinu kom í dóm á árinu, náði
góður hluti þeirra fyrstu verð-
launum eða einkunn yfir átta.
Það styrkir hina tölulegu útkomu
Kirkjubæjarhrossanna í dómi að
flest þessara hrossa voru að
koma fram í fyrsta skipti í dóm.
Þá stendur Kirkjubæjarræktunin
á bak við mörg hross frá öðrum
búum sem hafa staðið sig vel á
kynbótasýningum og má í því
sambandi nefna hrossin frá Hóla-
búinu og Töfra frá Kjartansstöð-
um.
Hrossaræktin í Kirkjubæ stend-
ur á gömlum merg en þar hafa
hross verið ræktuð í meir en
hálfa öld. Þeir Guðjón og Ágúst
tóku við búinu 1992 af föður sín-
um Sigurði Haraldssyni.
Ágúst Sigurðsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að það væri
vissulega ánægjuefni að fá þessa
viðurkenningu á ræktunarstarf-
inu í Kirkjubæ. Það væri hins
vegar á vissan hátt erfitt fyrir sig
að vera í sviðsljósinu með þessum
hætti þar sem hann gegni starfi
hrossaræktarráðunauts. „Eg vona
sannarlega að við eigum þessa
viðurkenningu skilið því þetta
virkar að sjálfsögðu sem góð
hvatning fyrir okkur bræður í
ræktunarstarfinu en sömuleiðis
er þetta mér hvatning í starfi
mínu sem hrossaræktarráðu-
nautur. Það er manni styrkur í
ráðgjafastarfinu að vita að maður
hefur sjálfur náð árangri og er
að gera rétta hluti,“ segir Ágúst.
Ritstjóri Eiðfaxa, Jens Einars-
son, hefur varpað fram spurning-
um um það hvort við hæfi sé að
hrossaræktarráðunautur sé gjald-
gengur í val sem þetta og sömu-
leiðis hvort Hólabúið sem sé rík-
isbú eigi að vera gjaldgengt í
slíkri samkeppni. Var Ágúst
spurður hvaða skoðun hann hefði
á því?
„Mér finnst gott að umræða á
þessum nótum fari í gang, ekki
bara á kaffistofum hesthúsanna
heldur og þarf hún að vera opin-
ber. Sé einhver ágreiningur um
þetta er gott að hann komi
fram,“ svarar Ágúst.
Hann var því næst spurður
livernig hann myndi bregðast við
ef niðurstaðan úr slíkri umræðu
yrði á þá leið að hrossaræktar-
ráðunautur ætti ekki að fást við
hrossarækt samfara starfi sínu?
„Ætli ég vinni þá ekki bara fyr-
ir mér með öðrum hætti,“ svarar
hann að bragði og heldur áfram.
„Hrossaræktin er minn drifkraft-
ur í starfínu. Það er margt mjög
skemmtilegt í þessu starfi en þeg-
ar ég byrjaði í því var hrossa-
ræktin mér mikilvægari en sjálf-
sagt getur það breyst í tímans
rás, það er aldrei að vita. Hitt er
svo annað mál að mínir framtíð-
ardraumar hafa ekki staðið til
þeirrar áttar að vera eilíft í opin-
beru starfi," svaraði Ágúst Sig-
urðsson hrossaræktarráðunautur
en kannski miklu frekar hrossa-
ræktandi.
Alls voru tíu bú tilnefnd til
verðlaunanna að þessu sinni og
þótti keppnin að þessu sinni mjög
tvísýn. Virtust skoðanir hinna
einstöku „sérfræðinga" mjög
skiptar áður en tilkynnt var
hvaða bú hlyti heiðurinn þetta ár-
ið. Var Hólabúið gjarnan nefnt til
sögunnar og sömuleiðis Holts-
múlabúið. Þá var hrossaræktar-
búið í Þúfu einnig nefnt en önnur
bú voru Fet, Lækjarbotnar, Vot-
múli, Auðsholtshjáleiga, Ketils-
staðir og Steinnes.
félagsins
JÓLAKORTASALA Blindrafélags-
ins er komin í fullan gang en jóla-
kortasalan er einn af mikilvægustu
burðarásum í fjáröflunarstarfsemi
félagsins. í rúm 60 ár hefúr félagið
fyrst og fremst treyst á stuðning al-
mennings og atvinnulífs við starf-
semi sína. Félagið veitir í dag fjöl-
þætta þjónustu á mörgum sviðum,
má þar nefna í húsnæðis,atvinnu-, fé-
lags- og fræðslumálum.
í ár hefur félagið til sölu kort til
einstaklinga og fyrirtækja. Kortin til
einstaklinga eru tvenns konar, ann-
ars vegar jólakort með teikningum
Bjarna Jónssonar af íslensku jóla-
sveinunum og með jólasveinavísum
eftir Jóhannes úr Kötlum. Hins veg-
ar eru jólakort með myndum frá
Viktoríutímanum. Jólakortin með ís-
lensku jólasveinunum eru 13 stk.
saman í pakka en kortin með mynd-
um írá Viktoríutímanum eru 15 stk.
saman í pakka. Fyrirtækjakortin eru
með ljósmynd frá Mýrdalsjökli.
Fimm mánaða
fangelsi fyrir
ölvunarakstur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
hefur dæmt tuttugu og þriggja ára
Reykvíking i fimm mánaða fang-
elsi fyrir ölvunarakstur um Álfta-
nesveg og Hafnarfjarðarveg í
ágúst sl.
Hann ók bifreið sinni sviptur
ökurétti. Maðurinn játaði brot sitt
skýlaust en hann var auk fangels-
isdómsins dæmdur til að borga all-
an sakarkostnað.
Snemma árs 1996 var ákærði
sviptur ökurétti í eitt ár vegna ölv-
unaraksturs. Áður en það ár var
liðið hafði hann sex sinnum fengið
dóm eða gengist undir sátt fyrir
akstur án tilskilinna réttinda. í
febrúar 1998 var ákærði enn frem-
ur sviptur ökurétti í þrjú ár. Frá
þeim tíma hefur hann 6 sinnum
hlotið dóma fyrir akstur án öku-
réttinda.
Ráðstefna Skýrslutæknifélags íslands
Stjórnun viðskiptatengsla
CRM - customer relation management
22. nóvember 2000 á Hótel Loftleiðum
12:35 Innritun fundargesta
12:55 Setning
Óskar B. Hauksson, formaður SÍ
13:00 Ævintýri Lísu í CRM landi
Bjarni Sv. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, Hugvit hf.
13:40 Stjórnun viðskiptatengsla - snýst hún um
fólk eða tækni?
Sverrir Hauksson,
framkvæmdastjóri, Markhúsið ehf.
14:20 Implementing of a CRM system in
Superfos Packaging
Ewa Ivarsson, Project Manager, Superfos Packaging
15:00 Kaffihlé
15:25 Valkostir í samskiptalausnum
(CRM) frá Navision Software
Ragnar G. Eiriksson,
tæknistjóri Navision Software á Islandi
15:45 Samskiptalausn Axapta (CRM)
Stefán Þ. Stefánsson,
markaðsstjóri Concorde Axapta Island
16:05 Oracle CRM
Jón Sigurðsson, sölustjóri Financials og Business
intelligence, Teymi hf.
16:25 Siebel eBusiness
Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri
hugbúnaðarsviðs Nýherja hf.
16:45 Ráðstefnuslit
Þátttökugjald: félagsmenn kr. 8.800,
utanfélagsmenn kr. 11.800.
Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi 21/11
í síma 553 2460 eða með tölvupósti til sky@sky.is.
NASSAU iðnaðarhurðir
Þrautreyndar við íslenskar aðstæður
SALA
UPPSETNING
VIÐHALÐSÞJÓNUSTA
Sundaborg 7-9, Reykjavík
Sírni 5688104, fax 5688672
idoxi&idex.ix
Jafnan á metsölulista...
Var að
berast
í versl-
anir
Einstæð
bók!
Fjöldi þekktra manna og kvenna sýnir á sér
nýja hlið og segir frá atvikum og fólki sem
ekki gleymist.
Til styrktar Barnaspítala Hringsins og
forvarnastarfi meðal barna.
STOÐ OG STYRKUR
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Björgui
aræfing
ÁRLEG sjóbjörgunaræfing nem-
enda Lögregluskólans í Reykja-
vík fór fram í Koilafirði á dögun-
um. Þar voru nemendumir m.a.
þjálfaðir í björgun úr sjó og sigl-
ingu björgunarbáta og voru að
lokum hífðir af varðskipinu Óðni
um borð í þyrlu Landhelgisgæsl-