Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 84
ATLAIMTSSKIP
- ÁREIÐANLEIKI í FLUTNINGUM -
Leitið upplýsinga í sima 520 2040
www.atlantsskip.is
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGL UNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Ekki missa af
tilboðunum
hjá ACO.
Sony og
Panasonic
vörur á
ótrúlegu verði,
hugsaðu I sknpadu I upplifdu
Skaftahlíð 24 • Simi 530 1800 Fax Q30 1801
Yfír 100 manns komu að björgunaraðgerðum í Skagafírði í fyrrakvöld
—
Atta enn
• á sjúkra-
húsi eftir
rútuslys í
Fljótum
MILDI er að ekki fórr verr þegar
rúta með 39 manns fór út af veg-
inum við fyrir neðan grunnskól-
ann Sólgarð, nærri Barði í Fljót-
um á sjöunda timanum síðdegis á
sunnudaginn. I rútunni voru fé-
lagar í Sönghópi Félags eldri
borgara í Skagafirði, en þeir voru
að koma af sönghátið á Siglufirði
og voru á leið til Sauðárkróks.
Alls hlutu 27 farþegar aðhlynn-
ingu á sjúkrahúsinu Sauðárkróks.
Sex manns liggja enn á sjúkrahús-
inu þar, einn var fluttur til
Reykjavíkur og annar til Akur-
eyrar. Enginn farþega var lífs-
hættulega slasaður.
Belti hefðu breytt miklu
Farþegar sem í rútunni voru
telja nær fullvíst að hefðu belti
WPrið í rútunni hefðu færri slasast
en raun varð á. Undir skoðun far-
þeganna tekur Birgir Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Heilbrigð-
isstofnunarinnar á Sauðárkróki.
„Ég tel að mittisbelti hefðu getað
breytt miklu í þessu slysi þannig
að færri hefðu slasast," segir
Birgir.
Mikill viðbúnaður var vegna
slyssins og voru sjúkraflutninga-
menn, læknar og björgunarsveit-
arfólk frá Blönduósi í vestri til
Akureyrar í austri kallað út. Alls
komu sex sjúkrabílar fólki til að-
stoðar og fluttu þeir þá sem mest
voru slasaðir til Sauðárkróks.
Óskar Óskarsson, formaður al-
•Tnannavarnanefndar Skagafjarð-
ar, telur að á milli 100 og 150
manns hafi komið nærri björgun-
araðgerðum.
■ Mikill viðbúnaður/42-43
Morgunblaðið/RAX
Andri Þór Sigurðsson fagnar afa sfnum, Sveini Gislasyni, er hann kom í heimsókn til afa og ömmu í gær. Sveinn
og kona hans, Lilja Sigurðardóttir, voru meðal þeirra sem lentu í slysinu í Fljótum á sunnudag. Hlutu þau ekki
alvarlega áverka. Á myndinni til vinstri sést rútan utan vegar við Sólgarð í Fljótum og hjólfórin í vegkantinum.
Dregið úr
vetrarflugi
til Ameríku
og Evrópu
AFKOMA Flugleiða hefur versnað
talsvert á milli ára samkvæmt níu
mánaða uppgjöri félagsins. Hagn-
aður á þessu tímabili var 403 millj-
ónir króna í ár miðað við 2.057
milljóna króna hagnað á fyrstu níu
mánuðum síðasta árs og bendir
uppgjörið til þess að tap verði á
rekstri félagsins á þessu ári. Til
þess að bregðast við verri afkomu
á árinu í kjölfar hækkana á elds-
neytisverði, óhagstæðrar gengis-
þróunar og innlendra kostnaðar-
hækkana hafa Flugleiðir sett af
stað tveggja ára áætlun sem ætlað
er að snúa taprekstri félagsins í
hagnað.
Samkvæmt níu mánaða uppgjör-
inu urðu jákvæðar breytingar á
rekstri félagsins frá sex mánaða
uppgjörinu og á tímabilinu júlí til
september var afkoman svipuð og
á sama tíma í fyrra. Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, segir
engu að síður nauðsynlegt að grípa
til aðgerða, enda sé afkoman ekki í
samræmi við markmið félagsins.
Helstu breytingar sem gerðar
verða í rekstri Flugleiða næstu tvö
árin eru m.a. þær að dregið verður
úr vetrarflugi til Ameríku um 8-
15% og um 8-10% til Evrópu. Þeg-
ar hefur verið dregið úr flugi til
Minneapolis, Kaupmannahafnar og
Frankfurt og aðrar flugleiðir verða
endurmetnar um áramótin.
Þá stendur til að gera breytingar
á starfsemi Flugfélags íslands, en
að sögn Sigurðar er það stefna fé-
lagsins að hætta óarðbæru flugi
innanlands, og nú stendur yfir at-
hugun á möguleikum þess að snúa
taprekstri í hagnað á flugleiðum
eins og til Vestmannaeyja og
Hornafjarðar.
Félagið stefnir á frekari vöxt í
fraktflutningum og aukningu í hót-
elrekstri á höfuðborgarsvæðinu.
■ Óarðbæru/20
Einkavæðingarnefnd og utanrflrisráðuneyti funda með mannvirkjasjóði NATO
Otímabundin afnot af
hluta ljósleiðarakerfísins
MANNVIRKJASJÓÐUR Atlants-
hafsbandalagsins kostaði hluta af
uppsetningu ljósleiðarakerfis Lands-
símans hf. og fékk fyrir það ótíma-
bundin einkaafnot af þremur pörum
af átta sem í strengnum eru. Einka-
væðingamefnd hefur verið með þetta
atriði til skoðunar meðal annarra sem
tengjast hugsanlegri einkavæðingu
Landssímans hf. og segist formaðm-
einkavæðingamefndar ekki telja að
það verði nein vandamál því samfara
að leysa þetta með viðunandi hætti,
en hann gerir ráð fyrir að fundað
verði með mannvirkjasjóðnum af
þessu tilefni fyrir lok nóvember.
Greiddu 22
milljónir dala
Heildarkostnaður við lagningu
Ijósleiðara um landið að meðtöldum
búnaði og að frátöldum innanbæjar-
kerfum var um fjórir mifljarðar
króna á verðlagi ársins 1997 og þar af
greiddi Mannvirkjasjóður Atlants-
hafsbandalagsins um 22 milljónir
Bandaríkjadala að því er fram kom í
svari við fyrirspurn á Alþingi haustið
1997.
Hreinn Loftsson, formaður einka-
væðingamefndar, sagði að það væru
ýmis atriði sem tengdust undirbún-
ingi að hugsanlegri einkavæðingu
Landssímans sem nefndin hefði verið
að skoða og leggja á ráðin um hvernig
leyst yrðu og þar á meðal væri hvem-
ig fara ætti með þennan þátt málsins,
þ.e.a.s. afnot Bandaríkjahers af hluta
Ijósleiðarakerfisins. Hann liti ekki
þannig á að það yrði neitt vandamál
að leysa þetta með viðunandi hætti
fyrir alla aðila, því þetta væri ekki
fyrsti og eini staðurinn þar sem upp
hefðu komið mál af þessu tagi. Þeir
væm með tillögur í þessum efnum í
undirbúningi og hefðu átt fundi með
utanríkisráðuneytinu og vamarmála-
skrifstofu og hann gerði fastlega ráð
fyrir því að fulltrúi einkavæðingar-
nefndar og fullrúi utanríkisráðuneyt-
isins funduðu með mannvirkjasjóðn-
um fyrir lok þessa mánaðar. „Öll rök
hníga að því að þetta verði leyst,“
sagði Hreinn ennfremur.
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri
Landssímans, sagði að sérstakur
samningur hefði verið gerður um
þetta á sínum tíma þess efnis að
mannvirkjasjóður Atlantshafsbanda-
lagsins kostaði sem svaraði þremur
pömm af átta í ljósleiðarahringnum
og hefði af þeim ótímabundin einka-
afnot, en eignarhaldið væri formlega
hjá Landssímanum.
Þórarinn sagði að þessum þremur
pömm væri haldið aðgreindum í sím-
kerfinu og engin umferð færi um þau
önnur en umferð vegna ratsjárstöðv-
anna. Á sínum tíma hefði verið gerð
áætlun um kostnað vegna lagningar
strengsins og samið um kostnaðar-
þátttöku mannvirkjasjóðsins í hlut-
falli við það.