Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Neðansjávarmyndavél kom að góðum notum á Húnaflóa Lík sj ómanns fínnst eftir sex vikur í sj 6 MntHnmKloAí/l Hvammstangi, Morgunblaðið. Á ÞRIÐJUDAG fundu björgunar- menn lík sjómanns, sem drukknaði fyrir um einum og hálfum mánuði úti á rúmsjó á Húnaflóa. Það var hinn 8. október sl. að Friðrik Friðriksson, skipstjóri á Ingimundi Gamla HU 65, fórst með bát sínum í mynni Húnaflóa, en tveir menn björguðust í björgunar- bát, þeir Haraldur Friðrik Arason, dóttursonur Friðriks, og Sveinn Garðarsson, frændi hans. Nánir vinir og aðstandendur sættu sig illa við að reyna ekki til þrautar að finna lík Friðriks, þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn við allan Húnaflóa hefðu í nokkur skipti gengið stóran hluta af fjörum umhverfis flóann. Ráðist var í að fá neðansjávarmyndavél frá Djúp- mynd hf. til Hvammstanga. Búnað- urinn er eins konar sleði, með áfestri myndavél, sem kemst niður á 300 m dýpi með fjarstýrðum sjálf- keyrandi búnaði. Vissan um þennan búnað gaf að- standendum og vinum Friðriks heitins styrk og von um að finna mætti lík hans, þar sem staðsetning Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Ómar Karlsson um borð í Hörpu. bátsins var vel ljós og sterkar líkur bentu til að lík Friðriks væri þar nærri. Meðal þeiira bjartsýnu, voru Ómar Karlsson og Harpa Vil- bertsdóttir á Hvammstanga, en þau gera út frá Hvammstanga vél- bátinn Hörpu HU 4 sem 60 tonna bátur. Ómar, sem er skipstjóri á Hörpu HU hafði áður reynt að fara í leit með búnaðinn, en orðið frá að hverfa vegna veðurs. Það var svo þriðjudaginn 21. nóv. sem loks gaf. Þá fór Ómar til leitar með sjö manna áhöfn, auk Stefán Martin tæknimanns og eiganda Djúpmyndar hf. Þrátt fyrir gott veður, stóð leitin yfir í marga klukkutíma. Talsverður straumur var á leitarstað, þannig að leitar- búnað bar marga tugi metra af leið í djúpinu. Eftir um fimm klukku- tíma leit fannst lík Friðriks á um 240 metra dýpi, nokkuð frá báts- flakinu og náðist að slæða það upp. Að sögn ðmars má telja þennan ár- angur líkastan ki-aftaverki, þar sem skyggni var aðeins um einn metri og laus botnlög þrengdu mjög sjóndeildarhring myndavélarinnar. Haraldur Friðrik segir þennan myndbúnað afar mikilvægan við slíkar aðstæður og hafi í reynd gjörbreyta möguleika á slíkum ferli, svo sem hér varð. Að finna lík afa hans hafi verið mikill léttir og auðveldara á allan hátt að sætta sig við orðinn hlut. Fjölskylda Friðriks heitins biður Morgunblaðið að koma á framfæri þakklæti til allra, fyiTr þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í leitina. Sérstakar þakkir eru færðar Stef- áni Martin fyrii- hans aðstoð. Gengi krónminar veiktist enn lítillega í gfær í líflegum viðskiptum Dalur hefur hækkað um nær- fellt fjórðung GENGI krónunnar veiktist áfram nokkuð í gær í líflegum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði, þrátt fyrir inn- grip Seðlabankans í tvígang sem keypti krónur annan daginn í röð fyrir rúmlega eitt þúsund milljónir króna. Sölugengi Bandaríkjadals komst í fyrsta skipti yfir 90 kr. og hefur dalurinn nú hækkað um tæp- lega fjórðung frá því í ársbyrjun. Gengisvísitala krónunnar var 121,15 í upphafi viðskipta í gær. Seðlabankinn kom þá strax inn á markaði og keypti krónur fyrir 6 milljónir dollara. f kjölfarið styrktist krónan en það gekk til baka í kjölfarið. Seðlabankinn greip aftur inn í um miðjan daginn, keypti krón- ur aftur fyrir 6 milljónir dala. Við það styrktist krónan aftur en það gekk einnig til baka og við lok mark- aða var gengisvísitala krónunnar í 121,48 stigum, sem jafngildir 0,24% lækkun frá deginum áður. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði að Seðlabankinn hefði í tvígang keypt krónur í gær, fyrst fljótlega eftir að markaðurinn var opnaður í gærmorgun og síðan aftur í eftirmiðdaginn. Upphæðin hefði verið sú sama og á þriðjudag- inn eða rúmur einn milljarður króna. Miðað við þriðjudagskvöldið hefði krónan lækkað um 15 punkta í gær og verið 5,50% yfir miðju í stað 5,35%. Veltan hefði verið þó nokkur á gjaldeyrismarkaðnum eða um 6,7 milljarðar króna sem væri nálægt tvöfóld viðskipti á venjulegum degi. Birgir sagði að þeir myndu áfram fylgjast með þróuninni á gjaldeyris- markaði og framfylgja stefnu bank- ans. í fréttum Búnaðarbankans verð- bréfa kemur fram að Bandaríkjadal- ur hafi í kjölfar veikingar krónunnar í gær í fyrsta skipti farið yfir 90 krónur. Gefið er upp sölugengið 90,24 kr. við lokun markaða í gær, en það þýðir að dalurinn hefur hækkað um 3,92% frá síðustu mánaðamótum og um 24,04% frá síðustu áramótum. Til samanburðar var gengi evrunnar 76,02 kr., sem er 3,32% hækkun frá síðustu mánaðamótum og 4,04% hækkun frá áramótum. Gengisvísitala krónunnar sýnir vegið meðalverð tiltekinna erlendra ISLENDINGURINN Kristenn Ein- arsson er einn af þeim sem nefnd- ur hefur verið sem næsti yfir- maður norska ríkisútvarpsins NRK, í norsk- um fjölmiðlum, en Einar Forde, núverandi for- stjóri NRK, læt- ur af störfum eftir einn mán- uð. í samtali við Morgunblaðið segir Kristenn að á næstu dögum komi í ljós hver arftaki Forde verður. Þangað til vilji hann sjálf- ur ekki tjá sig um málið. Norskir fjölmiðlar hafa beint athygli að meintum launakröfum Kristens en hann er sagður fara fram á sem samsvarar um 19 milljónum fs- lenskra króna í árslaun. „Þetta er orðum aukið en eins og ég segi þá vil ég ekki tjá mig um þetta mál að neinu leyti,“ seg- ir Kristenn. Aðspurður segir hann starf yfirmanns NRK vissulega áhugavert. Talsmaður NRK segir í samtali gjaldmiðla í krónum talið og byggir vægi hvers gjaldmiðils á viðskiptum í þeim gjaldmiðli. Gengisvísitalan hækkar því þegar gengi krónunnar lækkar vegna þessa að verð eriendra gjaidmiðla í krónum hækkar. Vísi- talan var sett á 100 í lok árs 1991 og eftir síðustu formlegu gengislækkun krónunnar í júnflok 1993 um 7,5% fékk vísitalan miðgildið 115,01. Gat gengið sveiflast um þetta miðgildi um 2,25% til hvorrar áttar. Þessi vikmörk voru víkkuð í 6% í hvora átt í september 1995 og í febrúar í ár voru vikmörkin víkkuð í 9% til hvorrar áttar. Efri mörk vikmark- anna frá miðgildi eru 125,36, en eins og fyrr sagði var gengisvísitala krónunnar við lokun markaða í gær 121,48. við Aftenposten í gær að ekki hafi verið ákveðið hvað næsti yfir- maður NRK fái í laun. „Ef rétta manneskjan krefst tveggja millj- óna [norskra] króna í laun erum við tilbúin að taka það til athug- unar. Við þurfum að vera raunsæ og taka til greina hvað æðstu stjórnendur í atvinnulífinu fá í laun. NRK er rekið með tapi og upp- sagnir starfsfólks standa fyrir dyrum sem og aðrar sparnaðarað- gerðir. Starfsmenn NRK hafa því gagnrýnt meintar launakröfur. Stjórnarformaður fimm net- og bókafyrirtækja Kristenn Einarsson er fimmtug- ur að aldri og hefur búið í Noregi frá níu ára aldri. Á unglingsaldri breytti hann stafsetningu á nafn- inu sínu eins og sjá má. Hann er fæddur í Reykjavík og uppalinn á Akureyri uns hann flutti til Lar- vik í Noregi með foreldrum sín- um, Gerði Kristinsdóttur frá Möðrufelli í Eyjafirði og Jónasi Einarssyni frá Hjalteyri. Hann er kvæntur Kari Michelsen og á tvær dætur, 19 og 23ja ára gamlar. Framkvæmdir við Eyvindarárbrú Næstlægsta tilboði lík- lega tekið VEGAGERÐIN hefur hafnað lægsta tilboði Sands og stáls ehf. á Húsavík í byggingu nýrrar brúar yf- ir Eyvindará við Egilsstaði. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, umdæmis- verkfræðings Vegagerðarinnar á Austurlandi, standa yfir viðræður við forráðamenn Myllunnar ehf. á Egilsstöðum, sem átti næstlægsta tilboð, og líklegt talið að samið verði við þann verktaka á næstu dögum. Eins og fram hefur komið sam- þykkti bæjarstjórn Austur-Héraðs á fundi sínum í fyrrakvöld fram- kvæmdaleyfi til handa Vegagerðinni þrátt fyiir mótmæli á fimmta hundr- að íbúa sveitarfélagsins sem vildu brúna á öðrum stað yfir Eyvindará og frá íbúabyggðinni. Eftir að samið hefur verið við Mylluna ættu framkvæmdir að geta hafist fljótlega, að sögn Einars, en áætluð verklok eru 31. ágúst árið 2001. Myllan átti 94 milljóna króna tilboð í verkið en áætlun Vegagerð- arinnar hljóðaði upp á 113 milljónir. Lægsta tilboðið, frá Sandi og stáli, var upp á 68 milljónir og þótti óraun- hæft að mati Vegagerðarinnar. Kviknaði ísæti bifreiðar ELDUR kviknaði undir sæti fólks- bifreiðar á gatnamótum Litluhlíðar og Bústaðavegar skömmu eftir há- degi í gær. Eldsupptök má að ölluro líkindum rekja til sætishitara. Konan sem ók bflnum, sem er ný- legur Volvo, varð vör við að reyk lagði undan sæti hennar þar sem hún staðnæmdist á rauðu Ijósi. Hún var þá nýbúin að ná í bílinn á verkstæði en þangað hafði hún farið með hann vegna bilunar í sætishitara. Viðgerð- in tókst þó ekki betur en svo að eldur kviknaði í sætinu. Slökkviliðið kom á staðinn stuttu síðar en þá var tals- verðúr eldur í bílnum. Innrétting og sæti bflsins skemmdust mikið. Samkv. upplýsingum frá slökkvilið- inu er nokkuð um að það kvikni í út frá sætishiturum. NRK Kristenn er viðskiptafræðingur, menntaður í Englandi. Hann hefur verið framkvæmda- stjóri Norsku bókaklúbbanna und- anfarin níu ár. Norsku bókaklúbb- arnir reka ellefu bókaklúbba í Noregi og er ársvelta fyrirtækis- ins um sex milljarðar íslenskra króna. „Helmingur allrar bóka- verslunar í Noregi fer um Norsku bókaklúbbana. Félagar í klúbbun- um eru um 630 þúsund talsins, sem jafngildir áskrift á fjórða hverju heimili í Noregi, segir Kristenn í samtali við Morgun- blaðið. Hann hefur verið viðloðandi Norsku bókaklúbbana síðustu 25 ár að undanskildum átján mánuð- um á árunum 1988-1989 þegar hann gegndi framkvæmda- sljórastöðu hjá fataversluninni Bik Bok. Kristenn gegnir einnig stjórnarformennsku í fimm fyrir- tækjum tengdum Netinu eða bók- um. Aðspurður segist Kristenn koma til íslands einu sinni á ári og einnig sé hann í samskiptum við íslensk bókaforlög vegna starfs síns. Islendingur nefndur sem yfirmaður Ósld. Morgunbladið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.